Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2003, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2003, Síða 6
6 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 Fréttir DV 35 börn í Rauðakross- húsinu Konur í neyslu eiga í fá hús að vernda. Gistiskýlið í Þingholtsstræti stendur þeim til boða en þær eru smeykar við að fara þangað einar. Unnið er að því ,að koma á fót gistiheimili fyrir konur en langt er í að það verði að veruleika. Til eru börn og ung- menni sem vilja ekki vera heima hjá sér um jólin og flýja heimili sín yfir hátíðarnar vegna erfiðra heimilisað- stæðna. Um hver jól leita í Rauðakrosshús- ið á Tjarnargötu 35 bæði börn og unglingar sem ekki geta verið heima hjá sér, ýmist vegna drykkju foreldra sinna eða ofbeldis. Sum þeirra eiga sér ekki öruggan næturstað. I húsinu er rúm fyrir átta ungmenni, en engum er úthýst og þar er opið allan sólarhringinn. 12 þúsund án barn- anna um jólin Á Islandi og í nágranna- löndum okkar er talið að um fjórðungur barna sé án annars eða beggja foreldra sinna. Þetta á líka við um hátíðarnar. Margir einstæð- ir foreldrar eru því einmana um jólin en á Islandi eru rúmlega tólf þúsund með- lagsgreiðendur. Sem merkir að yfir 12 þúsund manns eru án barnanna sinna um jólin. Skiptast á að hafa börnin í fyrra voru skráðir hjá Sýslumanninum í Reykjavík 282 lögskilnaðir, og þangað bætast við um 3000 forsjár- og umgengnismál á ári. Fé- lag einstæðra foreldra bendir á að þótt það séu vissulega margir einmana um jól- in þá færist það í vöxt að fólk sem skilur velji að hafa sameigin- legt forræði yfir börnunum og skiptist því á um að halda með þeim jól. Aðrir skipta dögunum yfir hátíðarnar með sama fyrir- komulagi um hver jól. Allt að fjörutíu konur búa á götunni í Reykja- vík alla jafna og um jólin má gera ráð fyrir að helmingur þeirra verði á vergangi því gistiheim- ilin taka mörg hver bara við karlmönnum. Að- eins eitt gistiheimili er opið konum en það er að mestu setið körlum og konur leita þangað ekki nema þær séu í fylgd kærasta eða karlmanns sem getur varið þær. Reykjavíkurdeild Rauða krossins hefur kann- að hve þörfin er mikil og komist að þeirri niður- stöðu að á milli þrjátíu og fjörutíu konur eigi þann eina kost að leita á náðir lögregl- unnar í Reykja-vík eftir gistingu ef þær fá ekki inni hjá neyslu- félögum sínum. Eng- in heimili fyrir konur eru rekin á vegum yf- irvalda en gistskýlið í Þingholtsstræti er ætlað báðum kynjum. Konurnar hafa látið að því liggja að þær séu hræddar við að leita þangað einar af ótta við að sofa þar sem margir karlar eru fyrir. Lára Björnsdóttir Veitaf þörfinni og staðfestir að Reykjavíkurdeiidin hafi leitað eftir samastarfi um gistskýli fyrir konur. Gistiskýli í deiglunni Svafa Hildur Asgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Reykjavíkurdeildar Rauða kross Islands, tekur undir það að konurnar séu ófúsar að leita þang- að einar: „Þær fara ekki þangað nema í fylgd kærasta eða náins vinar sem þær geta treyst," segir Svafa. Lára Björnsdóttir, félagsmálastjóri Reykja- víkurborgar, segir að í athugun sé að koma á fót heimili fyrir konur í samvinnu við Reykja- víkurdeild Rauða krossins. Félagsmálayfir- völdum hafi verið kunnugt um að þörfin væri fyrir hendi: „Það eru mjög margir áfangastaðir fyrir karla sem eru að koma úr meðferð en að- eins einn fyrir konur. Þarfir þeirra eru ekki þær sömu og karlanna, hvernig sem á því stendur. Þær eru einfaldlega síður reiðubúnar að búa saman í hóp en karlar," segir hún. Svafa segir að þarfagreiningin sem gerð hafi verið á vegum Reykjavíkurdeildar Rauða krossins hafi sýnt að hægt sé að benda á tuttugu konur sem séu í brýnni þörf nú þegar en líklegt þyki að þær séu helmingi fleiri. „Það bráðvantar gistiskýli fyrir konur með 7-8 rúmum en þangað gætu þær komið og sofið, þvegið af sér og fengið að borða. Þetta er dýrt verkefni sem mannað verður með sjálf- boðaliðum að hluta. En heimilið verður ekki komið á fót fyrir jól. Það verður óbreytt ástand um jólin. Þær geta ekkert leit- i að nema til lögregl- I unnar og fengið ' gistingu í fanga- geysmlunni en ég veit að lögreglan hefur verið mjög góð við þær,“ segir Svafa. Konur duglegri að bjarga sér Árni Vigfússon í forvarn ardeild lögreglunnar í Reykjavík segir að konur séu í mikl- um minnihluta þeirra sem æski gistingar í fanga- geymslum lögreglunnar. „Við vísum engum frá sem óskar eftir næturgistingu hjá okkur nema þegar fólk er farið að stunda það að koma og líta á famgeymslurnar sem eitthvert hótel. Þetta eru bæði konur og karlar sem ekkert vilja gera í sínum málum,“ segir hann. Árni viðurkennir að erfitt sé að koma fólki í meðferð þar sem löng bið sé á meðferðarstofnunum. Á Gistiheimilinu Þingholtstræti fengust þær upplýsingar að konum væri ekki vísað frá þegar þær leit- uðu eftir gistingu. Hins vegar væri heimilið algjört karlaveldi og það væri sjaldgæft að konur kæmu þangað. Umsjónarmaður á heim- ilinu sagðist reikna með að konur væru innan við 10% þeirra sem þangað leituðu en svo virtíst sem þær væru duglegri við að finna sér samastað annars staðar heldur en karlar. bergljot@dv.is Svafa Ásgeirsdóttir Konurnarþora ekki að leita gistingar i Þingholtsstræti nema með kærasta eða karlmanni sem gætirþeirra. Engin heimili eru rekin á vegum yfir- valda fyrir konur en gistskýlið i Þingholtsstræti er ætlað báðum kynjum. Besta fyrirkomulagið Ekki eru allir sammála um hvert besta fyrirkomu- lagið sé. Hjá Félagi ábyrgra feðra fengust þær upplýs- ingar að þegar ekki væri um hjónaband eða sambúð að ræða væru börnin yfirleitt hjá mæðrum sínum yfir há- tíðarnar. í sumum tilvikum hittu þau föður sinn ekkert um jólin. Félagið gagnrýnir að í greinargerð með barnalögum sé gert ráð fyr- ir að börn séu hjá forsjár- foreldri sínu á aðfangadag. Mikilvægt sé að börnin upplifi sig í fjölskyldu- tengslum við báða foreldra. Rúmeni stöðvaður í Leifsstöð Grunaður um að safna ólöglegum vegabréfsáritunum Rúmenskur karlmaður hefur ver- ið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á miðvikudag en hann er grunaður um misferli með vegabréfsáritanir. Maðurinn, sem var handtekinn þeg- ar hann var á leið úr landi á laugar- dag, var með talsvert af vegabréfum í fórum sínum. Hann var einnig með fölsuð flugáhafnarskírteini á sér. Grunur er um að maðurinn hafi verið að reyna að afla vegabréfsárit- ana með ólögmætum hætti. Sam- kvæmt heimildum DV er málið litið mjög alvarlegum augum og stendur rannsókn yfir þar sem verið er að kanna meðal annars hverja hann hafði samskipti við á meðan hann staldraði við hér á landi. Hugsanlegt er talið að maðurinn sé það sem kallað er „visa shopper" sem felst í því að safna vegabréfsáritunum ólöglega fyrir fólk sem ekki ætti ann- ars rétt á að komast inn á Schengen- svæðið. Málið var tekið fyrir hjá Hér- aðsdómi Reykjaness á laugardaginn og féllst dómarinn á að maðurinn skyldi sitja í gæsluvarðhaldi fram á miðvikudag. Landamæralögreglan Handtók Rúmena fyrir að safna vegabréfsáritunum á fölsuð flug- áhafnarskírteini.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.