Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2003, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2003, Blaðsíða 22
Sport DV 22 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 Boumsong til Rangers Franski knattspyrnu- maðurinn Jean Alain Boumsong skrifaði í gær undir Fimm ára samning við Glasgow Rangers en hann hefur leikið með Auxerre undanfarin ár. Boumsong, 24 ára, var laus undan samningi hjá Auxerre og kostaði því Rangers ekki krónu. Talið er að hann fái 45.000 pund í vikulaun hjá skosku meisturunum. Þetta er mikið áfall fyrir Liverpool því þeir höfðu mikinn áhuga á að fá þennan efnilega varnarmann til liðs við sig en hann er talinn hafa hafnað fleiri tilboðum en frá Liverpool. Boumsong hefur leikið þrjá landsleiki fyrir Frakka og verður með liðinu í lokakeppni EM. Sex rauðí Barcelona Það er óhætt að segja að það hafi verið mikil læti í leik erkifjendanna í Barcelona og Espanyol um helgina. Sex rauð spjöld fóru á loft í leiknum sem er met í spænsku úrvalsdeildinni. Gamla metið var fimm rauð spjöld og komu þau í leik Real Mallorca og Espanyol árið 1987. Þeir sex sem fengu að íjúka út af voru Ivan de la Pena, Toni Soldevilla og Albert Lopo hjá Espanyol. Rafael Marquez, Ricardo Quaresma og Philip Cocu fengu aftur á móti að fjúka af velli í liði Barcelona. Ailton spilar ekki með Þjóðverjum Rudi Völler, landsliðs- þjálfari Þjóðverja, hefur útilokað að Brasilíu- maðurinn Ailton leiki nteð þýska landsliðinu en Ailton lýsti því yfir í síðustu viku að hann væri tilbúinn að gerast þýskur ríkisborgari ef Þjóðverjar hefðu áhuga á að nota hann í landsliðinu. Ailton er markahæstur í þýsku deildinni og sá því sína sæng upp reidda þar sem Þjóðverjar hafa verið í framherjakrísu en þetta útspil hans gekk ekki upp. Það var mikið um dýrðir í Atlantic City aðfaranótt sunnudags þegar fimm bardagar um heimsmeistara- titla fóru fram. Sumir bardaganna stóðu undir nafni en aðrir ekki. Til að mynda var þungavigar- bardaginn milli Hasims Rahmans og Johns Ruiz hundleiðinlegur enda bauluðu áhorfendur á kappana nánast frá upphafi til enda. Óvæntustu úrslit kvöldsins komu aftur á móti í bardaga Ricardos Mayorgas og Corys Spinks en Spinks vann þar mjög óvæntan, en þó verðskuldaðan, sigur. Það eru 25 ár síðan faðir Corys Spinks, Leon Spinks, kom hnefaleikaheiminum á óvart með því að sigra sjálfan Muhammad Ali. Strákurinn skaust síðan upp á stjörnuhiminninn um helgina með óvæntum sigri þótt hans sigur hafi kannski ekki komið gegn jafngóðum boxara og faðir hans sigraði. Spinks var í gríðarlega fínu formi og gerði nákvæmlega það sem hann átti að gera. Fiann beitti öflugri stungu sinni allan bardagann og var síðan mjög hreyfanlegur. Fyrir vikið náði Mayorga aldrei til hans, sem fór verulega í taugarnar á honum. Sigur Spinks var að lokum mjög öruggur enda náði Mayorga lítið sem ekkert til hans. Spinks eldri brotnaði saman eftir bardagann og grét í horni stráksins en kallinn hvatti soninn vel áfram allan tímann. Mayorga hafði kallað Spinks öllum illum nöfnum fyrir bardagann en sýndi eftir hann að hann er heiðursmaður. Mayorga tölti með beltin sín tvö og festi þau á Spinks sem nú er óumdeildur meistari í veltivigt. „Hann sýndi karlmennsku sína með því að koma til mín eftir bardagann og biðjast afsökunar," sagði Spinks. „Ég hef unnið hörðum höndum allt mitt líf. Ég er karlmaður en ekki strákur." Mayorga er óhefðbundinn boxari að mörgu leyti og stíll hans er mjög villtur og óagaður. Það varð honum að miklu leyti að falli gegn Spinks. Hann fékk dæmd á sig tvö víti og missti fyrir vikið tvö stig. Hugsanlega hefði hann náð jafntefli ef hann hefði sloppið við að fá á sig dæmd vítin. „Mér fannst dóntarinn ekki hliðhollur mér," sagði Mayorga sem var frekar tapsár. „Hann þurfti ekki að taka þessi stig af mér. Hann rændi mig sigrinum.“ Ljótur bardagi Bardagi þungavigtarkappanna Hasims Rahmans og Johns Ruiz var ekki mjög fallegur. Lítið var um falleg tilþrif og héngu þeir hvor utan í öðrum nánast allan tímann. Ruiz náði inn fleiri þungum höggum í bardaganum og það sáu dómararnir enda dæmdu þeir allir honum sigur. Ruiz var þó ekki mjög vinsæll meðal áhorfenda enda límdi hann sig á Rahman við hvert tækifæri. Rahman hafði hvorki kraftinn né snerpuna til þess að losa sig og náði því lítið að slá til Ruiz. „Ég veit að þetta var ekki mjög fallegur bardagi og ég vil biðjast afsökunar á því,“ sagði Ruiz. „Ég var mjög varkár og það er nauðsynlegt þegar maður er nálægt Rahman." Rahman tók í sama streng. „Hnefaleikabardagar verða ekki öllu ljótari. Ég náði samt að merkja á honum andlitið og það er ekki möguleiki að hann hafi unnið átta lotur." Sigurvegari þessa bardaga hefur nú unnið sér rétt til þess að mæta Roy Jones Jr. um WBA-beltið en ef Jones Jr. vill ekki mæta Ruiz fær hann beltið. Jones Jr. fór illa með Ruiz er þeir mættust fyrir nokkrum mánuðum og hann segist ekki ýkja spenntur fyrir því að lemja Ruiz á ný. Hann vill berjast við Tyson og skal engan undra þar sem slíkur bardagi gefur mun meira í aðra hönd en annar bardagi gegn hinum óspennandi Ruiz. Ferill Hasims Rahmans er líkast til á enda en hann hefur ekki unnið síðan hann rotaði Lennox Lewis mjög óvænt árið 2001. Böðullinn hálfkláraði verkið „Böðullinn“ Bernard Hopkins lenti ekki í miklum vandræðum með William Joppy. Hopkins, sem er 38 ára, hreinlega misþyrmdi Joppy sem átti sér ekki viðreisnar von en tókst samt á einhvern ótrúlegan hátt að standa í 12 lotur. Hopkins veðjaði við Joppy um 50.000 dollara að hann myndi rota hann. Bardagann vann Hopkins en veðmálið tók Joppy. „Hann vann fyrir þessum 50.000 dollurum en ég reyndi hvað ég gat til þess að rota hann. Mér fannst dómarinn sýna mikið hugrekki með því að leyfa honum að klára bardagann því ég fór ansi illa með hann,“ sagði Hopkins. Yflrburðir Hopkins voru miklir og vann hann 11 af lotunum 12 hjá dómurum leiksins. „Ég veit ekki hvað gerðist en ég náði mér aldrei á strik," sagði merkilega kokhraustur Joppy eftir bardagann. „Ég gat ekki gert það sem ég ætlaði mér að gera. Hann náði nokkrum góðum bombum á mig en hann meiddi mig aldrei." Létt hjá Judah Zab Judah hafði það frekar náðugt er hann mætti hinum arfaslaka Jamie Rangel. Það var aðeins liðinn rúm mínúta af bardaganum þegar Judah náði inn tveimur öflugum höggum sem sendu Rangel í strigann. Upp stóð hann ekki aftur og Judah hélt því beltunum sínum án þess að svitna. „Ég sagði allan tímann að ég ætlaði að koma hingað og stela senunni," sagði Kólumbíumaðurinn Judah sem var að keppa í íyrsta skipti í Bandaríkjunum. „Ég stal senunni á blaðamannafundinum um daginn og ég held ég hafi stolið senunni aftur hér í kvöld.“ Judah vill næst mæta Kostya Tszyu og ætti það að vera bardagi í lagi. Simms sló í gegn Hvoki Travis Simrns né Alejandro Garcia hafði tapað á sínum ferli er þeir mættust. Bardaginn var mjög „Eg reyndi hvað eg gat til þess að rota hann. Mér fannst dómarinn sýna mikið hugrekki með því að leyfa honum , að klára bardagann." ~ ...C'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.