Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2003, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 Fréttir DV Aðstöðuleysi á Keflavíkur- flugvelli „Því er ekki að neita að það er mikið púsl að koma þessu heim og saman," segir Óskar Þórmundsson, yfirlögregluþjónn á Kefla- víkurflugvelli. Mjög þrengir að lögreglu vegna þess mikla fjölda fólks sem ann- aðhvort sækir um hæli hér á landi eða hefur verið stöðvað fyrir brot af ein- hverju tagi f flugstöðinni. Lögreglan hefur hvorki fangageymslur né aðrar vistarverur upp á að bjóða þann tíma sem það getur tekið að fá niðurstöðu í mál fólksins. „Aðstaðan hér á vellin- um er engin og margir orðnir langþreyttir eftir stjórnsýsluhúsi því sent staðið hefur til að byggja,“ segir Óskar. Lyfjaverk- smiðja við Húsavík Byrjað verður að reisa lyfjaverksmiðju á Húsavfk á næsta ári, að því er At- vinnuþróunarfélag Þingey- inga greinir frá. Fyrirtækið Glucomed AS frá Hauga- sundi í Noregi hyggst fram- leiða þar lyflð glucosamine úr rækjuskel; lyf sem styrkir brjósk og bandvefi líkam- ans. Kjöraðstæður eru á Húsavík til að vinna lyfið, en Norðmennirnir ætla að beita nýrri aðferð sem sparar 15 til 20 prósent vinnslukostnaðar. Fram- leiðslan krefst 120 stiga heits vatns og 4 stiga mjög hreins vatns. Fyrirtækið hefur þegar gert samning við Orkuveitu Húsavíkur um kaup á vatni. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan verði tilbúin að fullu 2007 og þá starfí 20 manns við að vinna lyf úr rækjuskel á Húsavík. Björn Bjarnason segir barnalegt að halda að Qármagnsleysi hamli því að hægt sé að fylla þær 30 stöður sem heimild er fyrir hjá lögreglunni í Reykjavík. FJðrskortur ekki undirrðt vanda lönreglunnaR mikið þakklæti til nýútskrifaðra lögreglumanna. Kvað hann þakkarvert að lögreglumennirnir hefðu áhuga á að leggja sitt af ntörkum til að gera íslenskt þjóðlíf öruggara en það væri. Hann gat þess ekki að einhver hluti hópsins sem útskrifaðist fær ekki tækifæri til þess, þar sem engir peningar eru til hjá stærstu emb- ættunum til að ráða nýja lögreglumenn. Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, svaraði ekki skilaboðum blaðamanns. albert@dv.is að Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráð- herra, vísar því alfarið á bug að fjárskortur sé undirrót vanda lögreglunnar í landinu og segir barnalegt að halda slíku fram. Þetta kemur fram í svari Björns við fyrirspum blaðamanns DV. I ræðu sem Björn hélt við útskrift í Lögreglu- skólanum kom fram að löggæsla yrði efld inn- an tíðar og vísaði til verkefnisstjórnar sem hann hefur sett á laggirnar til að koma með tillögur um framtíðarskipulag og móta löggæsluáætlun til næstu ára. Verkefnis- stjórnin, sem í sitja Stefán Eggertsson skrif- stofustjóri, Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjar- stjóri og Skúli Magnús- son, dósent við Háskóla íslands, var kynnt þann 11. nóvember og hefur hist einu sinni hingað til. „Við fengum á fyrsta fundinum talsvert af skýrslum sem okkur var gert kynna okkur og sú vinna er í gangi,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir. „Það mun líða ákveðinn tími áður en bera fer á tillögum frá hópnum.“ Sú efling löggæslu í Reykjavík sem Björn talar um, mun því taka talsverðan tíma þrátt fyrir að íbúar og löggæslumenn sjálfir telji brýnt að úr- lausn fáist hið fyrsta. í ræðu Björns við útskriftina kom einnig fram Svínabú yfirtekið Rekstrarfélagið Braut ehf., sem er í eigu Kaup- þings Búnaðarbanka, hefur tekið yfir rekstur Svínabús- ins í Brautarholti. í tilkynningu frá bankanum segir að þessi ráðstöfun sé hluti af samkomu- lagi um uppgjör á skuldum svínabús- ins við bankann. Með því að haida rekstrin- um áfram er þess freistað að hámarka verðmæti þeirra eigna svínabúsins sem veðsettar eru bankan- um. Stjórnarmaður og framkvæmdastjóri Rekstr- arfélagsins Brautar ehf. er Jakob Bjarnason. Bankinn segir aðrar breytingar í starfsmannahaldi ekki fyr- irhugaðar. Erfiðustu einstaklingar sendir úr landi Tryggingastofnun borgar. Umerað ræða einstaklinga sem þjást afgeðrænum kvillum auk lyfja- eða áfengisvanda. Fjórir í áfengis- og lyfjameðferð erlendis „Þetta eru vissulega fleiri tilvik en venja er,“ segir Sigurður Tltorlacius, tryggingayfirlæknir á Tryggingastofn- un. Nefnd innan stofnunarinnar sendi ijóra íslendinga utan á síðasta ári vegna meðferðar við lyfja- og áfengismisnotkun. Kostnaður samfé- lagsins vegna þessa var 20 milljónir króna. „Þarna er um að ræða einstaklinga sem stofnanir hérlendis ráða ekki við. Enginn er sendur utan nema brýna nauðsyn beri til og í þessum tilfellum var um meira að ræða en eingöngu áfengis- eða lyfjavanda. Miklir geð- rænir kvillar koma þama einnig við sögu." Sigurður segir að í meðalári sé þessi fjöldi einn til tveir á ári og haldi þeim áfram að fjölga sé ein- sýnt að nota beri féð til að byggja upp með ferðarúrræði hérlendis. Kostnaður Trygginga- stofnunar vegna læknisaðgerða erlendis árið 2002 nam alls 444 millj- ónum króna. Um 53 einstaklinga var að ræða sem leituðu sér læknisað- stoðar út fyrir landsteinana en þar af voru 22 börn. Mestur kostnaðurinn var vegna aðgerða í tengslum við hjartasjúk- dóma, alls 194 milljónir, og 144 millj- ónir fóru til líffæra- og beinmergsí- græðslna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.