Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2003, Blaðsíða 10
7 0 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 Fréttir DV Vítisengill ís- lands kærður Jón Trausti Lútherson, sem hefur ásamt félögum sínum í mótorhjólaklúbbn- um Fáfni sótt um inngöngu í Hells Angels, var um helg- ina kærður fyrir lfkamsárás. Meint líkamsárás átti sér stað aðfaranótt sunnudags. Hún var að sögn fórnar- lambsins gjörsamlega til- efnislaus en Jón Trausti vildi ekki tjá sig um málið þegar DV hafði samband við hann. Áað hafa lamið Snigil Atvikið sem um ræðir átti sér stað á skemmti- staðnum Amsterdam, aðfaranótt sunnudagsins en þetta kvöld höfðu Snigl- arnir haldið árlegt jólaball í Brautarholti. Þegar ballinu lauk fóru nokkrir Sniglar á Amsterdam. Þar virðist hafa soðið upp úr á milli Jóns Trausta og eins Snigils. Þeim átökum lauk með því að Snigillinn sat eftir nefbrotin. Honum var komið beint á bráðamót- töku Landsspítalans þar sem hann hlaut aðhlynn- ingu. Umræddur Snigill vildi ekki láta nafn síns get- ið af ótta við hefndarað- gerðir. Uppþotá Leifsstöð Þetta er í annað skiptið sömu helgina sem Jón Trausti lætur til sín taka. Á föstudaginn kom hann ásamt félögum úr Hells Angels í Noregi til Islands. Við komuna til landssins neitaði hann að sýna vega- bréfið sitt og hrækti á lög- reglumann. Það kom til handalögmála og þegar lögreglan ætlaði að hand- taka Jón Trausta réðst hann á lögreglumann sem nef- brotnaði og var fluttur á spítala með höfuðkvalir. Segja sig úrFáfni Ekki er vitað hvort árás- in á Snigilinn tengist átök- um milli íslenskra mótor- hjólagengja. Samkvæmt heimildum DV hafa fjöl- margir sagt sig úr Fáftii eftir að þeir sóttu um inngöngu í Hells Angels. Búist er við tilkynningu frá Sniglunum um málið á næstunni. Hells Angels og Bandidos stýra glæpaheiminum á Norðurlöndunum og víðar í Evr- ópu. Samtökin hafa sýnt tilburði til að starfa á íslandi og klúbbar hafa sýnt áhuga á að byggja upp starfsemi hér. Yfirmaður flkniefnadreifingar Hells Angels í Norður- Evrópu hefur komið til íslands. Lögregla og tollayfirvöld vinna náið með erlendum kollegum til að koma í veg fyrir að samtökin skjóti rótum hér á landi. Lögreglu- maður, sem hefur fylgst náið með Vítisenglum, segir að engin vettlingatök dugi. Yfirmaður fíkniefna- dreifingar Heljs flngels var á Islandi „Það má ekki sýna þessum mönnum neina lin- kind,“ segir lögreglumaður hjá embætti Ríkislög- reglustjóra sem hefur sérhæft sig í málefnum Vít- isengla. „Það þarf að passa upp á að þessi samtök nái ekki að skjóta rótum hér á landi." Það er sam- hljóða álit þeirra þeirra sem DV ræddi við og þekkja til Hells Angels að það sem ráðgjafar frá hinum Norðurlöndunum hafi sagt við Islending- ana: „Ekki gera sömu mistök og við. Það eina sem dugir er „zero tolerance“.“ Heimildir DV herma að svo mikill sé áhugi Vít- isengla á að komast að á íslenskum glæpamarkaði að fyrir fáeinum misserum hafi yfirmað- ur allrar fíkniefnadreifingar Hells Angels í Norður-Evrópu komið til íslands. Þetta er maður sein er til á skrám lögreglu og ger- ir út frá Hollandi þar sem miðstöð fíkni- efnadreifingar er í Evrópu. DV hefur heimildir fýrir því að glerið í móttökusal í Leifsstöð þar sem hægt var að fylgjast með farþegum áður en þeir fóru í gegnum tollinn hafi fyrst verið skyggt vegna ábendinga um að fýrsta stórsendingin af fíkniefnum væri á leið- inni frá Hells Angels. Vísbendingar voru það óljósar að gripið var til þess ráðs að skyggja glerið strax. „Ekkert fannst í það skiptið en skömmu síðar náði tollgæslan í Leifsstöð fimm kílóum af hassi af komu- farþega og bendir allt til þess að það hafi verið sending frá Hells Angels. „Við vitum að Hells Angels hafa áhuga á að hasla sér vöU hér á landi, það hefur verið ljóst í nokkur ár, og við vitum af því að það eru klúbbar hér á landi sem vilja tengjast þeim," segir heimildarmaður hjá lögreglu. Hann segir mikilvægt að allir vinni saman hér á landi, lögregla, tollayf- irvöld, sveitarfélög og aðrir þeir sem búa yfir upplýsingum og geta gripið til að- gerða. Oft komið til íslands Níu norskum meðlimum HeUs Angels var snúið við í Leifsstöð á föstudag og flogið til baka tU Noregs. Þeir eru aUir á sakaskrá og margir með alvarleg brot á bakinu, ofbeldisbrot, ólöglegan vopna- burð og fíkniefnamisferli. Flestir eru þeir langt komnir í því ferli að gerast fuUgildir Ekki gera sömu mistök og við. Það eina sem dugir er„zero tolerance meðlimum Fáfnis. Fáfnir hefur sótt um inngöngu í Hells Angels og það hefur komið fram í vitna- leiðslum yfir HeUs Angels-liðum í Danmörku. Þeir sem koma hingað til lands frá samökunum eru yf- irleitt Danir eða Norðmenn. Þegar Hells Angels komu til Islands í febrúar 2002, hélt Brynjólfur Þór Jónsson, talsmaður Fáfnis, því fram að þeir væru komnir tfl að sjá GuUfoss og Geysi, fara í Bláa lónið, skoða Perluna og fara á Langjökul með Ævintýraferðum. Þetta eru svipaðar skýringar og Vítiserigl- arnir gáfu í Leifsstöð á föstudag. Brynjólf- ur var annar þeirra sem var með Norð- mönnunum í Leifsstöð. ITann sagði við DV í fyrra að liðsmenn Fáfnis hefðu átt í samskiptum við Hells Angels í Danmörku og ættu þar marga góða vini. Þekktir fyrir glæpi Frásagnir Brynjólfs og Norðmannanna um tilgang ferðanna stangast á við kenn- ingar lögreglu á íslandi og víðar á Norður- löndum en félagar í HeUs Angels eru fyrst og fremst þekktir fyrir morð, fjárplógs- starfsemi, fíkniefnasölu og það að þeir keyra um á mótorhjólum. Lögreglumað- urinn segir mikflvægt að rugla ekki saman þeim vélhjólaklúbbum þar sem meðlimir hafa fyrst og fremst áhuga á að aka um á mótorhjólum og þeim sem tilheyra einu prósenti þessara klúbba, þar sem stunduð er skipulögð glæpastarfsemi. Skilyrði fyrir inngöngu í HeUs Angels og Bandidos er að eiga Harley Davidson mótorhjól. Allt bendir til þess að Vítisenglar ætli að standa við það sem þeir hótuðu þegar þeim fyrstu var vísað úr landi. Þá sögðu meðlimirnir við lögregluna: „Þið munuð aldrei stoppa okkur - við komum aftur, og aftur og aftur og aftur." Jóhann R. Bene- diktsson sýslumaður á Keflavíkurflugvelli sagði við DV á föstudag að þar væru menn tUbúnir að mæta englunum um hverja helgi ef það þyrfti. kgb@dv.is meðlimir í Hells Angels. Með þeim í för voru tveir íslendingar sem tengjast vélhjólaklúbbnum Fáfni, vélhjólaklúbbi sem starfar í Hafnarfirði en var áður í Grindavík. Þeir voru í jökkum merktum „support group 81“ er hægt að lesa f þá stafi með því að áttundi stafur staffófsins sé H og sá fyrsti sé A. Annar íslendinganna, Jón Trausti Lúthersson var handtekinn eftir að hafa ráðist á lögreglu- menn og hrækt að sýslumanninum á Keflavíkur- flugvelli. Meðlimir Hells Angels hafa sést hér á landi nokkrum sinnum áður og í síðustu tvö skipti með Lögregla tekur á Hells Angels. Öllum Norðmönnunum niusem stöðvaðir voru I Leifsstöð var visað úr landi. Þeir voru allir á sakaskrá og iangt komnir I þvi að verða fullgildir meðlimir f Hells Angels. Mistök að grípa ekki strax til aðgerða Ríkislögreglustjórinn á Islandi starfar náið með Interpol, Europol og öðrum ríkislögreglustjórum á Norðurlöndunum. Samvinnan felst meðal annars í því að miðla upplýs- ingum um félaga í alþjóðlegum mótorhjólagengjum, einkum Vít- isenglum og Bandidos. Lögreglumaðurinn sem DV ræddi við sagði að þau mistök hefðu verið gerð víða að reyna ekki strax í upphafi að koma í veg fyrir að mót- orhjólagengi næðu fótfestu. Margir innan lögreglu hafi ekki talið það skipta máli þótt nokkrir mótorhjóla- menn stofni með sér klúbb og fái í heimsókn félaga í alþjóðlegum mót- orhjólagengjum. Hins vegar hafi reynslan leitt í ljós annars staðar að það gerist að skyndilega verði til Vít- isengladeild sem hafi leitt til þess að lögreglan þurfi að fást við mun fleiri og alvarlegri brot en áður. Þetta hef- ur legið til grundvallar þeirri ákvörð- un íslenskra stjórnvalda að stöðva sem fyrst þá sem hugsanlega ætla að koma hingað til að setja upp starf- semi Hells Angels hér á landi. í upplýsingum frá lögreglunni kemur ffarn að hún geti ekki ein komið í veg fyrir að alþjóðleg mótor- hjólagengi nái fótfestu hér á landi. Suðningur almennings skipti miklu máli og þess vegna fagnar lögreglan því að Sniglarnir hafi tekið harða af- stöðu gegn Vítisenglum. Leifsstöð á föstudag Tveir Islendingar fylgdu norsku vítisenglunum merktir samtökunum. Support 81 = stuðningur við H A (áttunda og fyrsta staf stafrófsins)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.