Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2003, Blaðsíða 29
29 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 Fóír^ Þjóðleikhúsið frumsýnir í vor nýtt íslenskt leikrit byggt á ævi Edith Piaf. Aðalhlutverkið verður í hc um Brynhildar Guðjónsdóttur, sem er sláandi lík henni í útliti en hefur blessunarlega átt betri ævi e— hún. Brynhildur fór á slóðir Piaf. húsið frumsýnir nýtt íslenskt leikrit í vor, byggt á ævi spörfuglsins, eins og hún var stundum kölluð. Sig- urður Pálsson vinnur nú að hand- riti verksins, en aðalhlutverkið verður í höndum Brynhildar Guð- jónsdóttur. Leikstjóri er Hilmar Jónsson, en Jóhann G. Jóhanns- son verður tónlistarstjóri. Brynhildur fór í haust ásamt Sig- urði á slóðir þessarar dáðu söng- konu. Þá stóð yfir sýning í París í til- efni af 40 ára ártíð hennar. „Það var svo gott að gefa sér tíma til að horfa, hlusta og finna andrúmsloftið sem tengist þessari stórfenglegu konu,“ segir Brynhildur. Hún segist þó ekki hafa fundið neina sérstaka nálægð viðhana. „Hún talaði ekki til mín og sagði mér hvernig ég ætti að leika hana, ef það er það sem þú átt við,“ segir hún og hlær. „Ég er frekar jarð- bundin manneskja," bætir hún við. Brynhildur er sláandi lík söngkon- unni. „Jú, mér finnst ég vera lík henni í útliti, en blessunarlega hef ég lifað betra lífi en ltún. Ég veit ekki alveg enn þá hvernig ég mun nálg- ast þessa persónu. Ég hef fyrst og fremst áhuga á að finna manneskj- una í henni, ekki klisjuna eða stjór- stjörnuna. Hvað var það sem gerði það að verkum að allir vildu sjá hana og heyra í henni? Það var eitt- Á slóðum Piaf í París Brynhilduren lOcm hærri en Edith Piafvar, og gæti passað i fötin hennará myndinni. „Edith Piafvarmikið partídýr og það hefði sko ekki verið leiðinlegt að vera í partíum Þúsundir koma á ári hverju að leiði Edith Piaf í Pere Lachaise kirkjugarðinum í París, þar sem hún hefur hvílt í þau 40 ár sem lið- in eru síðan hún lést. Ævi hennar var þyrnum stráð og átakamikil, en um leið hetjusaga konu sem reis upp úr öskustó fátæktarinnar og varð ein af þessum ógleymanlegu röddum 20. aldarinnar. Þjóðleik- Edith Piaf Ævi hennarvarþyrnum stráð og átakamikil, en um leið i konu sem reis upp úr öskustó fátæktarinnar. hvert ljós innra með henni. Það er auðvitað útilokað að túlkun mín á henni verði nákvæmlega eins og hún var, það er ekki hægt en ég hef áhuga á að finna einhverja náttúru- lega og fallega leið til að finna þessa manneskju. Þetta er nýtt íslenskt leikrit sem við erum að fara að fást við og við byrjum því á núllpunkti hvað verkið og túlkunina varðar." Edith Piaf er sögð hafa fæðst á götum Parísarborgar; mamma hennar var kabarettsöngkona og fyllibytta en pabbinn götulista- rnaður. Hún ólst upp hjá ömmum sínum, en önnur þeirra vann á vændishúsi og eyddi Edith Piaf æsku sinni þar. Hún fór snemma að syngja á götum og í klúbbum Parísarborgar með pabba sínum, og það var þar sem umboðsmaður kom auga á hana. Ferill hennar náði hæstu hæð- um með ógnarhraða, og þrátt fyrir uppruna sinn höfðaði hún til allra stétta, og varð brátt heimsþekkt. Það var rnikill karakter í röddinni og hún lagði áherslu á að segja sög- ur í lögum sínum, sem flestar fjöll- uðu á harmrænan hátt um ástina. „Ég myndi ekki kalla sjálfa mig söngkonu. En ég get sungið í gegn- um karakterana rnína í leikhúsi. Þetta er í raun sami hluturinn fyrir mér, ef hlutverkið krefst þess þá syng ég, þetta tengist hvað öðru og verður þar af leiðandi einn og sami hluturinn." „Edith Piaf var ekki mjúka týpan. Hún var mjög ákveðin, al- gjör nagli, og með frekar grófa rödd. Hún var ekki mikið fyrir sam- skipti við konur og átti fáar vinkon- ur en haug af ástmönnum," segir Brynhildur. „En hún var ákaflega gjafmild og mikil velgjörðarmann- eskja margra. Hún var miki dýr, og það hefði sko ekl leiðinlegt að vera í partíu henni. Hún var lítil og m 1,47 á hæð, en þeim mun karakter og meiri ntanne margur með rneiri og stærri Þetta verður stórfenglegt o; legt í senn. Ég vil takast á v frábæra verkefni með opnu og stóru hjarta og hlakka tii^- í ferðalag með öllurn þei koma að sýningunni." Árið 1951 lenti Edith Piai legu bflslysi. Hún fékk mo læknum og byrjaði að drek ið. Stuttu seinna varð húi fyrir að fara um bari Parsía og ná sér í ókunna menn. H ist þó undir það síðasta manni sem studdi hana m um og dáð, en lést aðeins 4 hr með henni." ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ ★ M Tilboð 1. Rafmagnsgítartilboð. Rafmagnsgítar, magnari, ól og ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ snura. Tilboðsverð 27.900,- stgr. ★★★★★★★ Opið alla daga til jóla til kl. 22 Tilboð 2. Kassagítc' Tilboðsverð 15.900,- stc Gítarinn ehf. Stórhöfða 27 sími 552-2125 og 895 9376 www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.is ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.