Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2003, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2003, Blaðsíða 5
Ævisagan Ný skáldsaga eftir Baldur Gunnarsson. Fyrri sögur hans hlutu lofsamlega dóma. Ung kona stendur á tímamótum í lífi sínu. Hún er atvinnulaus, við henni blasir gjaldþrot og hún á í forsjárdeilu við barnsföður sinn. Hvað getur komið henni til bjargar? „Sláandi mynd af þeim tilvistarótta og angist nútímafólks sem æ fleiri höfundar fjalla um." Hrund Ólafsdóttir / Mbl Bókmennta Perla Ævisaga vísindamannsins heimsfræga Alberts Einstein. Hundruð bóka hafa verið ritaðar um kenningar hans en hér er hulunni svipt af stormasömu einkalífi hans, ástarsamböndum, tveimur hjónaböndum, skapferli hans og tilfínningum. Gáfur hans og snilld gerðu nafn hans ódauðlegt en í einkalífi sínu var hann breyskur sem aðrir dauðlegir menn. Mögnuð frásögn af einklífi snillingsl Hrífandi skáldsaga um líf þriggja kvenna á ólíkum tímum. Þær eiga það sameiginlegt að efast um sjálfa sig og tilgang lífsins. Höfundurinn Michael Cunningham leggur til grundvallar þessu snilldarverki ævi og örlög skáldkonunnar Virginíu Woolf. Sagan hlaut hin virtu Pulitzer verðlaun. Hrífandi og listræn skáldsaga. Heinrich Böli Frægt Ádeiluverk Fræg skáldsaga eftir Nóbelsverðlaunahafann Heinrich Böll. Ung kona fer í saklaust samkvæmi og fjórum dögum síðar er hún orðin morðingi af völdum fjölmiðla. Sagan vakti feikna athygh og umtal um siðferði fjölmiðla og það gríðarlega vald sem þeir geta haft til góðs eða ills. „...Maður leggur ekki bókina frá sérfyrr en síðasta síðan er lesin og hún vakir í hugsuninni lengi á eftir." Friðrika Benónýs / Mbl FJÖLVI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.