Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2003, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2003, Blaðsíða 31
DV Síðast en ekki síst MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 31 Tölvan er völva nútímans Út er komin barna- og unglinga- bókin Valkyrjan eftir Elías Snæland Jónsson, blaðamann og rithöfund. Sagan gerist að mestum hluta í goð- heimum hinna fornu íslensku Eddu- kvæða og þangað sækir höfundurinn söguþráð sinn og efnivið. Söguhetj- an Hildur, sem er gamalt valkyrju- nafn, lendir óvænt í sérkennilegu ferðalagi þar sem furður af ýmsu tagi verða á vegi hennar. „Hildur þarf að takast á við margvíslegar ógnir sem allar tengjast þessari veröld goð- anna, „veröld sem forfeður okkar litu á sem raunveruleika," segir Elías í samtali við DV. En fleiri koma við sögu í Valkyrju Elíasar. Ekki aðeins Æsir og Vanir eins og Óðinn, Þór, Freyr og Freyja, heldur einnig hrímþursar og jötnar. Þar á meðal sá vísi Mímir, dvergar og landvættir, einherjar og valkyrjur og svo að sjálfsögðu hinn lævísi Loki sem er óneitanlega litríkasta persón- an á stjörnuhimni goðheima. „Ég nota fróðleik Eddukvæða og Eddu Snorra Sturlusonar sem ramma þeirrar veraldar sem sagan gerist í, en spinn innan þess ramma nýjan söguþráð sem hefst í Valkyrj- unni en heldur vonandi áfram í næstu sögu um ævintýri Hildar í goðheimum. Nýjar sögupersónur og gamlar takast á í Valkyrjunni og ég leyfi mér að túlka einstök goð og ýmsar aðrar goðsagnaverur Eddu- kvæða á þann hátt sem hentar frá- sögninni." Elías segir gaman til þess að vita að nútíma vísindi virðast hafa fært nútímafólk aðeins nær þeirri gömlu grunnhugmynd fornmanna að allt í kringum okkur séu hulduheimar annarra lifandi vera. „Slíkt samspil ólíkra heima er einmitt ein af for- sendum sögunnar um Valkyrjuna. Ég leik mér einnig með ýmsar aðrar samtengingar hins nýja og gamla, til dæmis varðandi hlutverk völvunnar. Til forna þurfti Óðinn að vekja upp dauða völvu til að forvitnast um for- Rithöfundurinn „Nýjar sögupersónur og gamlar takast á ÍValkyrjunni og ég leyfi mérað túlka einstök goð og ýmsar aðrar goðsagnaverur Eddukvæða á þann hátt sem hentar frásögninni," segir Ellas Snæ- tand Jónsson hér i viðtalinu. tíð og framtíð, en í Valkyrjunni kveikir Hildur á lítilli fartölvu í þessu skyni. Það er eins konar myndbirting þess að tölvan er völva nútímans." í áratugi var Elías blaðamaður og ritstjóri; á Tímanum, Vísi, DV og síðast Degi. Hann segir enn frem- ur að á löngum ferli í blaða- mennsku sé ágæt andleg upp- lyfting - og hvíld frá erli íjöl- miðlastarfa - að sökkva sér einn niður við tölvuna, í pælingar um goðheimana. Skáldskapur- inn er nú aðalstarf Elíasar, en auk þess annast hann blaðaútgáfu og fleira fyrir Sjúkraliðafélag Islands. • Laugardagskvöld með Gfala Marteini var ágætlega heppnað um helgina. Gísli fékk til sín skáldið Sjón, söngkonuna Heiðu Eiríks- dóttur og að síðustu stór- söngvarann Kristjánjó- hannsson. Kristján kom að sögn beint af ftugvellinum og fór á kost- um í þættinum eins og við var að búast. Reyndar þótti iumum ansi fyndið að fylgjast með hálf aumum tilraunum Gísla til að klóra yfír þá staðreynd að þátturinn var tekinn upp löngu fyrir útsendingu. Ansi skemmtilegt var að fylgj- ast með spjalli söngvarans og Heiðu um hvað Kristján gerði til að halda röddinni góðri eftir erfitt flug og ferðalög. Heiða spurði hvorthann féngi sér ekki bara viskí- sjúss en Kristján gaf ekki mikið fyrir það, sagðist ekki hafa drukkið slíkt í fjöldamörg ár. Gísli spurði þá hvort ftölum fyndist ekki undarlegt að hann drykki ekki hin frábæru vín þeirra. Kom þá upp úr dúrnum að Kristján hafði einungis átt við að hann drykki ekki sterka drykki. Að sjálfsögðu drykki hann enn vín og þættu þau bara fjandi góð... • Fland- boltaáhuga- menn eru enn með glottið á vör- unum eftir leik FH og Hauka í síð- ustu viku. Þar fór hinn ungi og efnilegi Logi Geirsson á kostum, ef svo má segja. Logi fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir brot og í kjölfarið rautt spjald eftir viðskipti við Haukamann- inn Vigni Svavarsson. Ágreiningur þeirra var þó ekki af hand- boltalegum toga heldur mun Vignir hafa gert sér að leik að rugla h'tillega hár- greiðslu Loga þegar hann gekk af velli. Logi er sagður taka sér drjúgan tíma í að koma lagi á óreiðuna á höfði sér fyrir hvern leik og tók að sögn ekki vel í að andstæð- ingurinn færi höndum um fagra lokkana... Purga-T sjálfvirku slökkvitækin | fást nú í verslunum og hjá ísetningaraðilum um land allt VERNDAÐU ÞIG OG ÞINAH Sjonvarpsbrunar eru með verstu brunum sem upp geta komið. en nú er komin lausn þar á / Alltaf á vakt / Auðvelt aö setja tækiö í / Engar tengingar / Virkt í minnst 10 ár / Engar rafhlöður æ' / Ekkert vióhald RGA“T / Efnið er vistvænt ^ / Efnið í slökkvitækinu / er hættulaust mönnum • Lím og ísetningarleiðbeiningar fylgja meö í pakkningunni. • Þú getur einnig pantað ísetningu á tækinu hjá H.BIöndal ehf. Einnig fyrir: Þvottavélar. þurrkara. tölvuskjái og rafmagnstöflur. Purga-T var prófað með 100% árangri af Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins að viðstöddum fulltrúum tryggingafélaganna ilöndal ehf. - Auðbreh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.