Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2003, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 Fréttir DV Fagnaðaralda fór um heimsbyggðina í gær þegar fregnir bárust af því að Saddam Hussein hefði verið handtekinn níu mánuðum eftir að Bandaríkjamenn hófu sprengjuárásir á írak. Saddam hafði örlög Gísla Sigurðssonar læknis í hendi sér fyrir rúmum áratug. Jóhanna Kristjónsdóttir fékk hann lausan og talaði við Saddam sjálfan sem var ánægður með að geta glatt Islendinga. Dreninn Fréttin um að Saddam Hussein, fyrr- verandi forseti íraks, væri tekinn hönd- um flaug um heimsbyggðina í gærmorg- un. Hann fannst í holu nálægt heimabæ sínum, Tikrit. DNA-rannsókn staðfesti að umræddur maður væri Saddam Hussein. í hádeginu í gær héldu Banda- ríkjamenn svo blaðamannafund og Paul Bremer, landstjóri í írak, tilkynnti heim- inum að Saddam hefði náðst með orð- unum, „we got him“. Atburðarásin hófst á laugardaginn þegar bandarískum sérsveitarmönnum bárust upplýsingar um hvar Saddam héldi sig. Hann var f felum á sveitabýli í bænum Adwar sem er í nágrenni Tikrit. Talið er að hofan sé einn af 20 - 30 felu- stöðum sem Saddam hefur flakkað á milli síðan stríðinu lauk. Handtakan átti sér stað klukkan hálf níu á laugardags- kvöldið og veitti Saddam enga mót- spyrnu. A myndum sem bárust af Saddam sást hann alskeggjaður og nokkuð tekinn. í felustaðnum fundust tveir AK-47 rifflar, ein skambyssa og 750.000 dollarar. 249 dagar eru fiðnir frá því Íraksstríð- ið hófst þann 20. mars 2003. Þá var gerð árás á hugsanlegan verustað Saddams án árangurs. Þann 7. apríl var aftur gerð tilraun til að ráða hann af dögum en Saddam slapp. Fátt gerðist þar til Uday og Qusay voru drepnir þann 22. júlí í byssubardaga í bænum Mosul. Sú árás kveikti von í brjósti bandamanna um að handtaka Saddams væri á næsta leiti en Fögnuður í frak Landsmenn loksins lausir við skugga einræðisherrans. þrátt fyrir 25 milljón dafa fundarlaun fannst hann ekki. Það var eins og jörðin hefði gleypt hann. Sem segja má að hún hafi gert, miðað við felustað hans. Talið er að Saddam bíði dauðadóm- ur ef réttað verði yfir honum í Irak. Helstu leiðtogar heims fögnuðu hand- töku Saddams í gær. Hún þykir marka tímamót í átökunum f írak. Hola Saddams Einræðisherrann var dreginn úr greni slnu fúiskeggjaður og minnti meira á umrenning en stórhættulegan harðstjóra. Saddam var í símanum ánægður með það. Ifann talaði frönsku sem er ekki mín sterkasta hlið þannig að samtalið varð stutt." Tilefni samtals þeirra var að Jó- hanna hafði verið tengiliður við írösk stjórnvöld til að liðka fyrir því að Gísli yrði leystur úr haldi en hann var tekinn í gíslingu haustið 1990 eftir innrás fraka í Kúveit. jó- hanna hafði fengið þau skilaboð frá æðstu mönnum í írak um að hann yrði að komast til Bagdad frá Kúveit og að mál hans yrði athugað þar. „írakar vildu fá einhvern íslenskan tengilið og ég var eini íslendingur- inn sem þeir þekktu þannig að ég fór með bréf til Saddams Husseins sem vinur minn kom til hans. Það skilaði sér og Saddam hafði milli- göngu um það að Gísla yrði sleppt." Áttu sameiginlegan vin Jóhanna fór og hitti vin sinn Harnid Said, sem var ljóðskáld og ritstjóri stærsta dagblaðsins í Irak, A1 Þára, og ætláði að koma þökkum _—á framfæri frösk kona með börnin flokksstarfi sín Jóhanna tók myndina Baath-flokks- ÍBagdad 1996.Börnin dóu jns 0g hann bæði úr næringarskorti. tjáði mér að Jiann hefði trúnað Saddains," segir Jóhanna. „Hann hringdi og rétti mér svo sím- ann. Þá heyrði ég þessa grófu rödd sem ég man enn þann dag í dag.“ Hamid, vinur Jóhönnu, féll í ónáð hjá Saddam og var síðast í fangelsi þegar hún frétti af honum. „Hann hafði einliverjar aðrar skoð- anir en Saddam Hussein og var stungið inn en þegar ég kom til íraks 1996 tókst mér að hafa sam- band við hann, en nú veit ég ekki hvemig hann hefur það,“ segir hún. írakar klárir náungar Jóhanna telur að handtaka Saddams sé mikill áfangi þótt hún verði ekki endilega til þess að allt falli í ljúfa löð. „Þetta dregur mátt úr Baath-flokks mönnum sem hafa reynst tryggir Saddam. Það verður samt ekki hlaupið að því að koma á lýðræði í frak. Þetta er fólk sem hef- ur mátt búa við harðstjórn og þekk- ir ekki lýðræði, en írakar em klárir náungar," segir hún. Hún talaði við vini sína í Irak þegar fréttirnar bámst af handtöku Saddams í gær. „Nú em allir að dansa en hvað gerist þegar dansin- um lýkur? Þau segja að sorp sé ekki hreinsað og þau fái rafmagn í klukkutíma á dag og ekkert hreint Jóhanna Kristjónsdóttir „Þá heyröi ég þessa grófu rödd." „Hann var ánægður með að hafa getað glatt íslendinga," segir Jó- hanna Kristjónsdóttir blaðamaður sem talaði við Saddam Hussein í síma í desember 1990. „Ég þakkaði honum kærlega fyrir afskipti hans af því að Gísla Sigurðssyni lækni yrði leyft að fara heim frá Bagdad og að íslendingar væru ánægðir með þá niðurstöðu. Hann sagðist vera

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.