Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2003, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2003, Blaðsíða 32
Fréttaskot Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. 550 5090 SKAFTAHLÍÐ24 WSRBYKJAVÍKlSTOFNAÐ 1910 ] SÍMl5505000 • ALLS SÓTTU 62 um starf almenns dagskrár- gerðarmanns á Rás 2 sem auglýst var fyrir skemmstu. Mun útvarps- ráð fjalla um allar um- sóknirnar á fundi sínum á þriðjudag. Allirhafa umsækjend- urverið sendir í radd- próf auk skriflegs prófs þar sem almenn kunn- átta hefur verið könnuð svo og leikni í meðferð ís- lenskrar tungu. • „LAUNIN FARA eftir aldri og reynslu. Ætli þau séu ekki á bilinu 220-240 þúsund krónur á mánuði," segir Guðbjörg Jóns- dóttir, starfs- mannastjóri Ríkisútvarpsins. & • EKKIERHÆGTað birta lista með nöfnum umsækjendanna. „Það verður ekki gert fyrr en útvarpsráð hefur fjallað um málið,“ segir starfs- mannastjórinn. • ÍÚTVARPSRÁÐI sitja Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson for- maður, en hann er í Sjálfstæðisflokknum. Þaðan koma einnig AnnaK. Jónsdóttir og Andri Óttars- son en Páll Magnússon situr fyrir Framsókn, Ingvar Sverrisson og Svanfríður Jónasdóttir fyrir Sam- fylkinguna og Sigurður Ingi Jónsson siturfyrir Frjálslynda. Kínverji týndur - fundarlaun í boði „Hann týndist úr vinnunni og við höfum ekki séð hann í viku,“ segir Sesselja Elsa sem auglýst hef- ur í dagblöðum eftir kínverskum manni og birtir mynd af honum með. Heitið er góðum fundarlaun- um og símanúmer gefið upp. Síð- degis í gær hafði enginn gefið sig fram sem gæti gefið upplýsingar um feröir Kínverjans frá því hann hvarf. Sjálf er Sesselja Elsa Kínverji og hefur verið búsett hér á landi í sjö og hálft ár. Týndi Kínverjinn hefur hins vegar búið hér í 2 ár. „Hann var að vinna hjá mömmu og við viljurn finna hann vegna þess að ættmenni hans í Kína eru að spyrja frétta af honum. Það er slæmt að vita ekkert um hann," segir Sesselja og vonast til að málið skýrist sem fyrst og Kínverjinn komi í leitirnar. Ekki vill hún nefna upphæð fundarlaunanna en segir að þau séu ríflega miðað við að- stæður. Síminn hjá henni er 864 3788. Týndi Kínverjinn Hefur ekki sést í viku. Fundarlaunum heitið. Frjálst og óháð útvarpsráð! / Super Swamper SSR Parnelli TrXus í I Country TXR Wild Country XTX Ecsnsj „'l j l ▼/1 • i • 1 H »1 »Til —4 rA rÆe i i Söfuaðifar Tilboðsdekkfa: Gúmniívinnustofan Skipholti 35 105 Reykjavík Sími 553 1055 Hjólbarðastöðin ehf. Bíldshöfða 8 110 Reykjavík Sími 587 3888 Hjólkó ehf. Smiðjuvegi 26 200 Kópavogi Sími 557 7200 Bílaþjónustan hf. Dynskálum 24 850 Hellu Sími 487 5353 Gúmmívinnustofan Réttarhálsi 2 110 Reykjavík Sími 587 5588 Bæjardekk Langatanga 1A 270 Mosfellsbæ Sími 566 8188 Dekkið sf. Reykjavíkurvegi 56 220 Hafnarfiröi Sími 555 1538 Vélsmiðja Hornafjarðar hf. Aslaugarvegi 2 780 Höfn Sími 487 1340 Hjólbarðaþjónusta GunnaGunn Hafnargötu 86 230 Keflavík Sími: 421 1516 Dekk og Smur Nesvegi 5 340 Stykkishólmi Sími: 438 1385 Höfðadekk ehf. Tangarhöfða 15 HOReykjavík Sími 587 5810 HjólbarSaþjónusta Magnúsar Gagnheiði 25 800 Selfoss Sími 482 2151 Réttingarverkstæði Sveins Magnússonar Eyrargötu 9 740 Neskaupstað Sími: 477 1169 Bílaþjónustan hf. Garðarsbraut 52 640 Húsavík Sími 464 1122 Hjólbarðaviðgerðin sf. Dalbraut 14 300 Akranes Sími 431 1777 Magasjdklingur varð sælkeri Konurnar misstu völdiu í heimiuum pegar hær misstu völdin yfir pottunum „Ég held að maturinn sé kjarni allrar menn- ingar og þar sem ég vissi að jrað vantaði al- mennilegt matarrit fyrir útlendinga réðst ég í þetta verk," segir Erna Kaaber rithöfundur sem skrifað hefur og gefið út á eigin reikning bókina öndvegiseldhús Reykjavíkur. Þar heimsækir Erna 15 reykvísk veitingahús og tengur þau í tíma og rúmi við liðna tíð og veruleika morgun- dagsins. „Við eigum gríðarlega sterka matarhefð en annað hvort vitum við ekki af henni eða viljum ekki við hana kannast. Stundum er eins og við skömmumst okkar fyrir íslenska matinn,“ segir Erna sem sjálf fór að hugsa í alvöru um mat þegar hún stríddi við magaveiki sem hefur komið í veg fyrir að hún geti sett hvað sem er ofan í sig. „En um leið hefur magaveikin orðið til þess að ég hef þurft að spá í mat til að geta lifað þægilegu lífi og nú er matur orð- inn megininntak lífs míns.“ Til dæmis má Erna ekki borða tómata þótt henni þyki þær fjári góðir. Uppáhaldsmatur hennar er vel matreitt grænmeti: „Ég er ekki grænmetisæta þótt ég ætti kannski að vera það. Það er ekki hægt að slá hendinni á móti góðu lambakjöti og svo finnst mér þorskur æði,“ segir Erna sem hefur átt góð samskipti við hel- stu veitingahús höfuðborgarinnar við vinnslu bókarinnar og þótti því heldur súrt í broti þegar Múlakaffi vildi ekki vera með: „Múla- kaffi er einn elsti veitingastaður borgarinnar og þar endurspeglast íslensk matarhefð oft í sinni glæsilegustu mynd,“ segir Erna Og samskipti kynjanna fá sinn skerf þegar Erna Kaaber fer að hugsa um mat. Og það hefur hún gert allan liðlangan daginn und- anfarna mánuði: „Nietzsche sagði að konur hefðu tapað völdun- um í heiminum þegar þær misstu völdin yfir pottunum. Ég held að það segi margt um mat og hlut hans í menningunni." Öndvegiseldhús Reykjavíkur er gefin út bæði á íslensku og ensku og ætti því að eiga greiðan aðgang að allri heimsbyggðinni. Og kominn tími til, þó svo að Múlakaffi hafi ekki viljað vera með.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.