Alþýðublaðið - 21.04.1969, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.04.1969, Blaðsíða 5
A'lþýðufolaðið 21. apríl 1969 5 Alþýðu Maðið ERFIÐ DEILA Vinnudieilurnar, sexn 'kom'ast á nýtt stig í þessari viku, eru að idóoni allra kunnugra einhVerjar hinar sérstæðustu og erfiðustu, sem hér hafa verijð háðar. Það er ekki að ástæðul'au'su, að samningan'efndu'num he'fur gengið isvo seint 'að finna viðræðugrund- Völl, er hu'gsanlega gæti leitt til árangurs. í mjög stórum dráttum er vandamálið það, að þjóðin býr nú vilð framleiðslu o'g tékjur á horð við 1962, laun og tilkostnað á borð við mtetárið 1965 og verðlag eftir gengislækbanir 1968. Þessum ólíku atrið- um Verður einhvern vegilnn að koma sam- lan' undan því verður ekki tekotizt. Ljóst er, að verkafólk sem hefur rétt dagvinnu, getur ekki framtfleytt fjölskyldu á þeim tekjum. Þetta er meginatriði, sem hlýtur að ráða miklu um úrsl)t mál'sins. Viðurkenna raunar flestir í orði, að framar öllu öðru Verði að bæta ‘hag láglaunafólks- ins. Hitt er einnig ljóst, þótt minna sé um það talað opHnberlega, að stöðug útjöfnun á launum hinna ýmsu vinnustétta getur Skapað aðstöðu, sem kallar fram ýms ný og torleyst vandamál. Þetta gerir lausn á vanda hinna lægst launuðu óhjákvæmilega flóknari en margur skyldi halda. Verkalýðsfélögin haf a sýnt mifcla ábyrgð artilfinningu í meðferð þessara mála unid- v nfarnar vikur og ekki beitt ýmsum vopn- um', sem oft hefur vterið gripið til fyrr. HVer stem niðurstaðan verður hvað snertir kaup o'g kjör næstu mánuðJ, hlýtur þessi deila að leiða til þess, að verkalýðsfélögin og verlkalýðsf'lokkarnir taki upp nýja bar- áttu í sambandi við ýmsar þær aðstæður, sem ráða 'getu atvinnuveganna til að grelía viðunandi kaup. Verkalýðsflokkarnir hljóta að gera mun harðari kröfur en áður urn hagræðingu og nútímareikstur á atvinnufyrirtækjum, sVo að þau geti greiltt hinu almenna verkafólki hærra kaup en hingað til. Verkalýðsflokkarnir hljóta að krefjast ráðstafana til Iþess að bæta og istyrkja stjórn fyrirtækja hér á landi, en hún er sýnilega á mjög frumstæðu stigi. Þá verð- ur hJð opin'bera, eklki sízt foankakerfið, að 'hafa meira eftirlit með upp'byggingu og fjárfestingu fyrirtatekja og að leitast við að sjá um, að hugsað sé fyrir nægu rekstrarfé, svo að laun verði greMd reglultega. Verkalýðsflokkarnir foljóta að krefjast þess, að hið umfangsmikla tekólakerfi lands ins, ekki sízt framhaldsskól'arnir, komist í meira samband við atvinnuvegina og mennti fól'k til að stýra þeim. Þarna skort- ir mjög á æskileg tengsl, tekkil sízt við Hó- skólann. Yerkalýðsfldkkarnir hljóta að vinna að traustari alhliða uppfoyggingu atvinnuvega í stað þess ævintýralega happdrættis, sem. markað hefur þessil mól hingað til. Skipu- leg stjórn og skipuleg vinnubrögð verða að komast ó til að auka öryggi vinnandi fólbs á komandi árum. framkyaemdastjórl: Þórlr Sæmundssoa JUtstJórar: Krlatjia B«rU ÓIiflMQ (IU) Brnedlkt Gtóndai FréUastJórl: Slcurjún Jóhanmsoa AucfoiinjtaitJórl: SleurJón Arl SljurJónssoa Cltc«Iandl: WJa útcáfufélaelS prentimiója AlþJóublaSiiny, UTAN r I FRÁ Rektorskjör háskólastúdenta hef- ur eins og vonlegt er vakið mikla eftirtekt, og verður nú fróðlegt að sjá hver áhrif það hefur á önnur prófkjör sem í ráði er á næstunni og svo hið eiginlega rektorskjör sem fram á að fara í maí. Hvað sem öðru líður um kosningu þessa lýsir hún ótvfrætt trausti stúdenta á hin- um yngri háskólakennurum, og á vísindamönnum í kennarahópi há- skólans frekar en públikkmönnum lians. Langhæsta stigatölu í kosning- unni hlaut ungur prófessor, maður með mikið vísindaorð á sér, og 7 af 10 prófessorum sem efstir urðu í kosningunni munu mega teljast í hóp hinna yngri kennara. Líklega er það rétt að kosningaþátttaka stú- denta, 55%, 701 af 1273, megi telj- ast mjög sæmileg, 'en jafnan er verulegur hópur stúdenta innritað- ur í háskólann án þess að rækja þar nám; það eru hins vegar ein- ungis viðhorf stúdenta sem raun- vcrulega eru við nám sem áhuga- verð eru í þessu snmbandi. Aftur á móti hefur þátttaka kennara og starfsmanna Jráskólans í kosning- unni verið einkennilega lítil, aðeins 17 af 94 kusu, eða 18%. Hlýtur þó að vera í þessum hópi allstór hóp- ur tiltölulega ungra manna sem sjálfir eru tiltölulega nýkomnir frá námi og ættu að réttu lagi frekar samstöðu með stúdentum slnum í málefnum háskólans en forstokkuð- um „akademiskum" sjónarmiðum fyrri tíðar. Undanfarið htfur margt verið rætt og ritað um lýðræði í skólamálum hér á landi og einatt mikið látið af góðum samskiptum og samlyndi nemenda annars veg- ar, kennara, skólastjórna og yfir- valda menntamála hins vegar í þeim efnum. Samt fór svo að sam- komulag um aðild stúdenta að reglu legu rcktorskjöri fór út um þúfur, að því er virðist af ágreiningi um tóm smáatriði, hvort stúdentar skyldu fara með 17% eða 25% at- kvæða i kosningunni, hvernig kjör- menn stúdenta skyldu vaidir. Raun- ar virðist utan í frá ekkert því til fyrirstöðu að rektorskjör fari fram á nokkurn veginn sama hátt sem prófkjör stúdenta, rektor verði kjör inn úr hópi prófessora háskólans beinni, almennri kosningu allra há- skólaborgara og ráði einfaldur meiri hluti atkvæða úrslitum. Við höfum KJALLARI þegar góða raun af fullkomnu iýð- freisi í vaii æðsta embættismanns lýðveldisins; og hví skyldi ekkt sama jafnræði mega ríkja um val yfirmanns háskólans? Þetta hygg ég að gildi alveg jafnt hvort sem rektorsstaðan verður hér eftir sem hingað til reglulegt skólastjóraem- bætti eða fyrst og fremst heiðurs- staða eins og nú mun í ráði að breyta henni. I þessu berast fréttir af and- stöðu stúdenta í Prag, fyrstra ! land- inu, við afturhaldsmanninn Husak og stjórnarstefnu hans í Tékkó- slóvakíu. Hafa stúdentar og mennta- menn frá upphafi verið fremstir í flokki í baráttunni fyrir auknu frjáls ræði, lýðræði í landinu og veitt hinni frjálslyndu forustu kommún- istaflokksins staðfastan stuðning; róttækur þjóðmálaáhugi, þjóðmála- hrevfing meðal stúdenta eru annars algeng hvarvetna um Evrópu eftir stúdcntabyltingigna í Frakklandi í fyrra og voru þó tilkomin fyrr. Fréttir og frásagnir af mótþróa og uppþotum stúdenta í veiferðarríkj- um eins og á Norðurlöndum orka stundum skoplega út í frá, minnsta kosti þar sem tilefni og markmið þeirra eru lítt eða ekki þekkt eins og hér heima. I>að er eftirsjá að því að umræður þær og deilur sem spunnizt hafa í Danmörku undan- farið úl af Sonning-verðlaunum Halldórs Laxness skuli ekki hafa verið raktar rækilegar í blöðum hér en gert hefur verið, og einkum kynnt sjónarmið stúdentanna sjálfra sem auðvelt hefði vcrið vegna þeirra athygli sem málið liefur vakið hér. Islenzkir stúdentar í Kaupmanna- höfn töidu ástæðu til að Ieið'rétta þann misskilning Haildórs sjálfs og annarra að andúð stúdenta hefði í raunini beinzt að Isiandi og Islend- ingtiin og þeirri ósvinnu að ísienzk- um höfundi skyldi veitast slíkur frami; sjálfur hefur Halldór nú fall- ið frá þessari skoðun að dæma af þv! sem síðast er eftir honum haft um málið. Halldór Laxness vék ekki einu orði að þessari deilu í ræðu sinni við viðtöku Sonning-verðlaunanna á laugardag, sem jafnharðan birtist í Morgunhlaðinu, enda hefði það vafalaust þótt óviðeigandi; ræða hans var sem vænta mátti vegleg og virðuleg hátíðarræða. I ræðunni vék Halldór sérstaklega að þeim þögula hópi fornlegra og einkennj- legra ferðalanga sem honum þótti jafnan samferða sér á ieiðinni til Hafnarháskóla að taka við sóma, Hafnarstúdenta lúnna fornu. Lík- lega liefði mörgum ! þeim hóp þótt nýlunda að sjá íslenzkan rit- höfund heiðraðan fyrir augliti alls heimsins af Hafnarháskóla, og það þótt íslenzkir lærdómsmenn hafi jafnan komizt til frama í þeim stað, sem góðir Danir ef ekki ís- lendingar. F.n hvernig hefði þeim geðiast uppþot og ólæti danskra stúdenta fyrir utan liina virðulegu hvggingii háskólans meðan á at- höfninni stóð? Vera má þeir hefðu tekið þeim af méiri skilningi en Framhald á bls. 12. ORLOFSHÚS V.R. Hérmeð er auglýst eftir umsóiknum um dval- arleyfi í Orlofshúsi V. R. í Ölvesborgum sum arið 1969. Umséfcnir þeiirra sem ekki hafa áður dvalið 'í Orlo'fehúsinu sitja fyrir öðrum umsólknum til 15. maí n. k. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif- stofu V. R., Austurstræti 17 IV. hæð. Verzlunarmannafélag Reykj avíkur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.