Alþýðublaðið - 21.04.1969, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 21.04.1969, Blaðsíða 16
J Alþýðu blaðið Afgreiðslusími: 14900 Auglýsingasími: 14906 Verð í áskrift: 150 kr. á mánuði Ritstjórnarsímar: 14901, 14902 Pósthólf 320, Reykjavík Verð í lausasölu: 10 kr. eintaki? VENJULEGgR HJÓL- BARÐAR HÆTTULEGIR I HRÖÐUM AKSTRI Hvað kostar að fá sér öruggari dekk? Þegar niaður heyrir töluna, og hvað mörgum slysum það veldur að aka á óöruggum dekkjum, er erfitt að skilja hvers vegna svo margir storka hættunni. Tökum venjulegan fólksbíl sem dæmi. Standard dekk í bezta gæða- flokki kosta um 16—1800 krónur, og: séu keypt 5 dekk, verða útgjöld- in 8—9000 kr. Dýrara en öruggara Svokölluð radíaldekk af sömu stærð kosta um 2300 kr. Fimm dekk kosta þá kr. 11.500, það er að segja, fyrir um 2500 kr. er hægt að fá mikið öryggi í akstri, og einnig verður aksturinn ánægju- legri. Þessu til viðbótar kemur, að radialdekk endast 50—100% leng- ur en venjuleg dekk, auk þess sem þau spara bensín. Munurinn á radíaldekkjum og venjulegum dekkjum er sá, að munstrið er ekki óslitinn hringur á slitfletinum, heldur er slitflötur- in alsettur sporöskjulöguðum flöt- um, sem vísa út, og er það m.a. þetta sem eykur öryggið. Radial- dekk eru orðin mjög algeng er- Icndis, 'og sumir segja að það sé aðeins timaspursmál hvenær hætt verður að framleiða eldri gerðirn- ar og radikaldekk sett undir alla bíla. Fá dekk hingað Radialdek hafa verið flutt til íslands í mjög litlum mæli. Nýlega pantaði. einn maður fimm dekk sérstaklega fyrir sig, og nokkrir franskir bílar eru fluttir inn á slík- um dekkjum. En radíaldekkin hafa ekki revnzt vel hérna af þeirri ástæðu að í hliðunum eru ekki nema tvö strigalög. Það gerir dekkin mýkri, en þau þola ekki grjótið á vegunum okkar. Radíaldekkin eru nefnilega gerð fyrir steypta vegi, og það er einmitt á miklum hraða sem kostir þeirra koma i Ijós. Fróð- ir menn segja að venjuleg dekk séu orðin hættuleg þegar komið er upp í 100 km. hraða, en venju- leg radíaldekk þola að ekið sé að jafnaði á 130 km. hraða. Til eru gerðir sem þola allt að 210 km. hraða. Þau eru kölluð radial max speed, eða radial high speed. i Spara mikið Það sannast á radialdekkjunum, að það er dýrt að vera fátækur. Þó að þessi dekk séu töluvert dýr- ari en venjuleg dekk, spara þau mikið, eins og áður er vikið að. Endingin er 50—100% betri, og samkvæmt mörgum rannsóknum minnkar bensíneyðslan um 10% séu þau notuð. Loftþrýstingurirm Ekki má svo skilja við bíldckk að ekki sé minnzt á loftþrýsting- inn. Það hefur margsinnis komið fyrir að dekk með röngum loft- þrýstingi hafi valdið banaslysum. — 1 danska sjónvarpinu stóð bif- reiðaeftirlitið danska fyrir þætti um dekk og akstur. Sýnt var Iíkan af ibíl, sem var látinn aka með mikl- um hraða í beygju, fyrst með rétt- an þrýsting í dekkjum (öll hlutföll hafa að sjálfsögðu verið rétt). Síðaa var þrýstingnum breytt, og sjá, bíllinn kútveltist I miðri beygjunni. Hefði Sigfús hætt víð.„? EKKI erum við vissir um að hann Sigfús Halldórsson hefði sam- ið jafn angurblítt lag um litlu flug una, hefði hann horft á hana í gegn- um rafeindasmásjá um leið. Það er nefnilega staðreynd, að þeim, sem leggja .auga að slíkum tækjum opnast gjörsamlega nýr heimur. — Lltil meinlaus dýr verða að heljar- stórum óargadýrum. Hér birtist mynd, sem sýnir höfuð á meinlausri húsflugu gegnum smásjá. Verður litla dýrið fremur ófrítt og ógnvekj- andi á að líta og varla er á færi taugaveiklaðra að skoða sig mikið um í smásjám af rafeindaættinni. Radialdekk á 200 km hraða á tilíaunastofu. Svona lítur venjulegt dekk út eftir að það var látið snuast með 170 km. hraðá á tilraunastofu. | Þessi fallega stúlka sýnir náttkjól á fatasýningu, sem hald- in var dagana 9.—18. apríl í Berlín. Þessi sýning var kölluð ,,Internationale Berliner Durch- reise,“ og er þetta í 75. skipti, sem ;hún fer fram. Að sýning- unni standa framleiðendur á alls konar kvenfatnaði, og var búizt við, að 750 fyrjirtæki sýndu vöru sína þar — þar af 100 erlendir framleiðendur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.