Alþýðublaðið - 21.04.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 21.04.1969, Blaðsíða 14
14 Alþýðiiblaðið 21.apríl 1969 Pauline Ase: RÖDDIN 7. vegna finnst yður það ekki líka? — Myndi yður þykja það? spurði hún og leit á hann. — Ef þér hefðuð kallað hann þessu nafni, svo að Laurí heyrði til, og þér vissuð, — að það væri rétt- mæt ásökun? Síðustu orðin hvíslaði hún næstum því. Þau horfðu hvort á annað þegjandi, en svo tók Geoffrey um hand legg hennar og sagði ákveðinn: — Komdu, við skulum ganga niður að ströndinni, Hún kinkaði kolli, og þau gengu niður að strönd- inni, og hann hélt áfram að tala. — Við ættum að koma hingað að degi til, þegar sólin skín. Það er áreiðanlega fallegt hérna. Hvað seg- iö þér um það, Kamilla? •— Ég held, að ég geti ekki hugsað mér það eftir kvöldið í kvöld, andvarpaði hún. — Ef við hefðum aðeins ekki farið að tala um eitthvað sorglegt. — Þér megið ekki láta þetta eyðileggja allt kvöld- ið fyrir yður, sagði hann. — Ég hef alltaf vitað, að ég yrði að tala við yður um Laurí og föður hennar. Ég var að vona, að við gætum einnig,rætt um það, sem veldur yður svo miklum áhyggjum. Það er svo ein- staklega mikilvægt, að þér losið yður gjörsamlega við fortíðina, áður en þér hefjið nýtt líf. — Þér eruð svo góður! Þér eruð bezti maður, sem ég hef nokkurn tímann kynnzt, sagði hún örvænting- arfull. — Ég vildi óska, að ég gæti útskýrt allt þetta fyrir yður, en því miður get ég það ekki. — Byrjið bara á byrjuninni. Hvað gerði maðurinn yðar? *—1 Hann var í mjög góðri stöðu á skrifstofu. Þann- ig kynntumst við ,svaraði hún þreytulega. — Ég fékk mér atvinnu í afleysingum á skrifstofu sem vélritun- arstúlka. Þetta var að sumri til og þá er lítið að gera við leikhúsin, og af einhverju verður maður að lifa. — Hvað svo ? — Við giftumst Það hafði verið svona einfalt og óbrotið. Bros, nokkur orð, og þau voru ástfangin. Þau gátu ekki um annað hugsað en ástina. — Ég geri ráð fyrir, að þið hafið þekkzt alllöngu áður? spurði Geoffrey lágt. / , — Þrjár vikur! sagði Kamilla. — Við leigðum stórt herbergi í risi, settum í það milliveggi, bjuggum til skápa, máluðum og gerðum loftið að fallegri íbúð. Það var skemmtilegt, og okkur leið vel saman. Geoffrey Vannard fannst hann vera utangarðs. Kam illa og faðir Laurí höfðu átt þetta forkostulega ævin- týri saman, sem hann fengi aldrei að kynnast, ein- faldlega vegna þess, að það var ólíkt honum. Hann var blátt áfram öfundsjúkur um stund. — Svo fæddist Laurí, sagði Kamilla. 1 — Hélduð þið áfram að búa í þessari skemmti- legu íbúð? — Hún var nægilega stór til þess, svaraði hún eft- ir smáhik. — En okkur skorti alltaf peningana fyr- ir húsaleigunní. En ég geri ekki ráð fyrir, að þér hafið áhuga á að heyra meira um þetta. — Ekki, ef þér viljið ekki segja mér frá því, Kam- illa, sagði hann. — Enr seinna eigið þér eftir að kynnast lífinu á nýjan leik. Hann var í miklu uppnámi. — Það efast ég um, hvíslaði hún. — Þér verðið að trúa á það, sagði hann um leið og þau gengu heim að veitingahúsinu. — Kannski getur Laurí seinna hrósað sér af því að eiga stór kostlegan föður. Það fór hrollur um Kamillu. Seinna dönsuðu þau saman. —- Hvernig leit pabbi Laurí út? spurði Geoffrey og varir hans snertu næstum Ijóst hár Kamiilu. — Hann var svo glaðlegur, sagði hún hikandi. — Hann hló smitandi hlátri, og honum fannst skemmti- legt að lifa. Hann var dökkhærður og með úfið hár og mjög hávaxinn. Hann var svo kátur, og hann hafði stórt og fallegt hökuskarð. Geoffrey fannst skyndilega, að hannistæði í vegin. um fyrir því, að hanrr gæti sigrað hjarta Kamiliu. 9. KAFLI. ' i Philip lá og beið óþolinmóður eftir heimsóknartím- anum. Nú gat hann hreyft sig, og honum fanst ekki lengur, að hann væri lifandi smurlingur. Hann heyrði, þegar hinir gestirnir voru að koma og þeir fyrstu töluðu lágt, en seinna komu fleiri, sem höfðu hærra. Svo voru dyrnar að herbergi hans opn- aðar. Það kom einhver inn og sagði lágt: — Sælir. Philip komst í slíkt uppnám, að við Iá, að hann gæti engu svarað. En svo sagði hann og þekkti ekki rödd sjálfs sín: — En hvað það gleður mig, að þér skylduð koma í dag. Mér þótti mjög leitt, hvað gerðist í gær. En ég hafði satt að segja ekki hugmynd um, að afi minn myndi koma í heimsókn. — Það skiptir engu máli, sagði hún. — Ég vinn hérna á skrifstofunni. — Og eruð í einkennisbúningi, bætti hann við. — Já, hvernig vissuð þér það? — Afi sagði mér það. Ég verð að spyrjast fyrir. Ég get ekk séð fólk. — Ég skil það vel, sagði húnr skilningsrík. — Hvað sagði afi yðar fleira um mig? — Ekkert, andvarpaði hann. — Hvað heitið þér? Frú Haywood. ( Hún sá, að hann fölnað?,. Hann hafði mjög fagran munnsvip, fegurri en hún hafði, nokkru sinni séð á karlmarrni, en nú komu djúpir drættir vjð munnvikin. Kamilla skildi ekki ástæðuna fyrir þessum vonbrigð- um hans og komst að þeirri niðurstöðu, að hún hefði ekki verið nægilega elskuleg og eðlileg við hann. — Ég heiti annars Kamilla, sagði hún. Þér getið kallað mfg fSamTlluj ef þér viFjið. Ég býst við því, að ég geti 4iti3 -irm tif yðar af ug til, ef þér þá viljið fá mig í heimsókn. I I VIKINGUR i i i i i i !. I I 6 E I EReykjaví'k —klp. Víkfngiatr bafia lönigum átt efiniilega yngr/i flokika í hand- knattleik, sem og flest félög- in í Reyikjiajviík. Fyrir skömimiu ificlr frlam Reykjavíkiurmót þai'riia yngatiu í þesiaari íþrótt 4. flokiki, en- í þeim flokki er elkki keppt með öðrum flokik- um, 'heldur mióti'ð iátið fara fram á etaum d'egi. Víkingur tíilgmði í þessum flokki, en til þess þurfitu þieir 'að llieika auka llleik vlið iFraim, sem viair jafint þeim lað istigiumi eir öElum, leikj utnium var loktð. Úrslit leikjanna urðu sem hér segir: V íkingur: Ánmann KR—Valur Fram.—ÍR Víkingur—KR Valur—ÍR Ffam—Ármann Víkiwgur—ÍR KR—Ármainn Friam—■Valulr ÍR—Ármainm Ví'klingiuir: Valur Fnam—KR VaTJutr—Ármann KR—ÍR Finam—Víkingur ÚRSLIT: Víkimgíuir—Fram 15:5 7:6 9:4 4:3 7:7 7:6 9:6 10:5 9:4 11:4 10:4 8:7 9:5 8:8 10:10 12:6 i BEZTI MEGRUNARKÖRINN B Y G G I S T Á LIMMITS OG TRIMETTS megrunarikexi og megrun'arsúkkulaði Fæst í apóteku’num

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.