Alþýðublaðið - 21.04.1969, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.04.1969, Blaðsíða 2
2 Alþýðublaðið 21. apríl 1969 I Ágæt orð Nú virðist vcra komið ágætt orð. yfir Stop Over farþega Loftlciða. Nú heita þeir Aoingafarþegat og dvölin áningadvpl í fréttatilkynn- ingum félagsins. 3 Þá er orðið Pínupils yfir stuttu pilsin ágætt orð sem flestir ættu að nota. :--------------- I Mctmæla i i heræfingum Samtök hernámsandstæðinga hafa ■mótmælt heræfingum brezku her- deildarinnar sem er nú að æfingum ' a svæðinu við Rúrfeil. Ennfremur mótmæla samtökin afgreiðslu kaf- þáta á vegum NATÓ. ' < I Gaf 100 þús. krónur . Einn af velunnurum Rlindravina- félags íslands afhenti fyrir nokkru formanni félagsins kr. 100.000,00 að gjöf til styrktar starfsemi félagsins og framkvæmdum þess. I I Harðskeyttir múrarar Askorun , Stjórn sambands breiðfirzkra kvenna hefur sent eindregna áskor- un til Alþingis, að veita nú þegar fé til stækkunar fæðingardeildar Landsspítalans og sérstakrar kven- sjúkdómadeildar. Stjórnin álítur að þetta nauðsynja- > tnál, er snertir allar íslenzkar kon- ur þoli enga bið og vísar til tillögu ‘ lieilbrigðismálanefndar Bandalags kvenna í Reykjavík. flárhagur útvarpsvirkja góðtr Aðalfundur f Félagi íslenzkra út- varpsvirkja var haldinn 9. apríl s.I. í skýrslu stjórnarinnar kom fram að féfagstíf hafði verið með miklum blóma á liðnu starfsári og fjárhagur félagsins góður, tala félagsmanna e rnú orðín 74, á síðasta ári varð félagið .40 ára og voru þrír útvarps- virkjameistarar sæmdir merki fé- lagsins úr gulli þeir Eggert Benónýs son, Friðrik A. Jónsson og Olafur /ónsson, í stjórn F.I.U. sitja nú, form. Vilberg Sigurjúnsson, ritari Hjörtur Hjartarson og gjaldkeri Halldór J. Arnórsson. Ungverskum fréttamanni vísað frá Kína Peking 21.4. (Ntb-Afp). Kiínverjar halfa vísað ungverska fréttamanninum Kardly Patak úr landi innan þriggja daga. Á- staeðan er sú að Patak hefur í igneinum sínum gagnrýnt stjórn- fMöId í Kínfa, þar á meðal sjálf- gn Mao Tse Tung og Lin Piao. varaformann. I I ? Við sjáum hér þrjár stolta múrara frá Köln. Þeir eiga óstað- fest Evrópumet í lagningu múrsteina. Á 6 mánuðum lögðu þeir 950 þúsund steina í þetta 16 hæða hús, sem rúmar 75 íbúðir. Þeir voru 6 vikum skemiuir með verkið en meðalafköst gefa til kynna. Árangurinn er fyrst og fremst að þakka mjög góðri skipulagningu og áhuga þremenninganna. I Loftleiðir I bjóða 20 ferðir I á viku til I 1 I I I I I I og frá New York í sumar SUMARÁÆTLUN Loftleiða gekk í gildi hinn 1. þ. m., cn þá var ferðafjöldinn aukinn frá því, sem verið hafði frá 1. nóvember síðastl. Hinn 14. maí næstk. verður enn bætt við fctðafjöldann, og verður hann í hámarki frá 14. maí til 9. október, en þá verður fækkað ferð- um, unz ný vetraráætlun hefst, hinn 1. nóvember. I sumar verða farnar 20 ferðir í viku til og frá New York, og verða flugvélar Loftleiða þess vegna 40 sinnum á Keflavíkurflugvelli viku- lega, á leið til eða frá New York. Af þessum 20 ferðum verða 16 farnar til og frá Luxemborg, þrjár til og frá Skandinavíu og ein til og frá Lundúnum-Glasgow. Ti! áætlunarferðanna verða ein- ungis notaðar RR-400 flugvélar Loftíeiða, fjórar 189 sæta og ein, sem er 160 sæta. Cloudmasterflugvélarnar fjórar eru í leiguflugi, aðallega vegna hjálparstarfsemi á vegum kirkjufé- laga, vegna styrjaldarinnar í Niger- íu. Að undanförnu hafa flugvélar Loftleiða komið frá Evrópu um og eftir miðna'tti og haldið svo eftir skamma viðdvöl til New York og lent þar snemma morguns. í sum- ar verður sú breyting á, að fimm af New York-ferðunum hefjast frá Islandi upp úr hádegi, en þá er komið til New York um kvöldverð- arleyti að staðartíma. Eru þessar ferðir hagkvæmar þeim, sem frem- ur vilja fijúga að degi til en nóttu. Gildir þetta einnig um fimm viku- legar ferðir frá New York. Hétt er að vekja athygli á sér- fargjöldum milli Islands og Norð- ur-Evrópu, sem eru í gildi vor og Framhald á bls. 12. KIRKJUFÉLÖG OG LOFTLEIÐ- IRSTOFNA FÉLAGIÐ FLUGHJÁLP FOSTUDAGINN 18. apríl 1969 var hlutafélagið FLUGHJÁLP stofn- að 1 Reykjavík. Stofnendur félags- ins eru Hin evangelísk-lútherska kirkja á Islandi, hjálparstarfsemi þriggja skandinavískra kirkjufélaga og hlutafélagið Loftleiðir. Hlutafé félagsins er 100 þús. kr. „Tilgangur félagsins skal vera al- þjóðleg hjálpar- og mannúðarstarf- semi. I því augnamiði hafi félagið með höndum eignarhald eða leigu- töku og rekstur flugvéla og ann- arra flutningatækja vegna flótta- mannahjálpar eða í þágu nauð- staddra þjóða, hópa eða einstaklinga um heim allan, eftir því sem ástæða gefst til. Félagið skal ekki rekið hagnaðarskyni og hefur engin skipt af trúmálum, kynflokkadeilum ne stjórnmálum, alþjóðlega eða í ein stökum löndum, enda skal það aðal lega starfa á vegum hins íslenzka þjóðkirkjufélags, kirkjusamtaka Norðurlanda (Nordchurchaid) og annarra hjálpar- og mannúðarstofn* ana, eftir því sem nánar greinir f samþykktum félagsins." Stjórn féjagsins skipa: Herra bisk- up, Sigurbjörn Einarsson, og cr hann formaður, Kristján Guðlaugs- son, hæstaréttarlögmaður, formaður stjórnar Loftleiða, og Jóhanne* Einarsson, verkfræðingur, deildar- stjóri hjá Loftleiðum. I MIKIL FLUGVÉLAKAUP. I Drög hafa nú verið lögð að kaup- um félagsins á tveimur Cloudmaster flugvélum Loftleiða, sem Nord- churchaid hefur að undanförnti haft á Ieigu til flutninga milli Sao Tome og flugvallar í Biafra. Einn- ig er í ráði að Flughjálp kaupi 2 DC-6B flugvélar, sem hollenzka flugfélagið Transavia hefur að und- anförnu notað til Biafraflutning- anna, óg hefur^enn í förum milll Sao Tome og Biafra. HÖFUÐSTÓLL LÍFEYRIS- SJÓÐANNA ER 2.400 millj. „ENGIR PENINGAR TIL“ er viðkvæðið alls staðar. Einhvers stað- ar eru þó til peningar og það kom fram' á nýafstöðnum aðalfundi Landssambands lífeyrissjóða að ið- gjaldatekjur allra lífeyrissjóða lands- ins hefðu numið um 300 milljónum króna árið 1968 og í lok þess árs hefði samanlagður höfuðstóll num- ið um 2.400 milljónum króna. I fréttatilkynningu frá landssam- bandinu segir, að formaður hafi gert grein fyrir tilraunum lands- sambandsins til að fá bættan hlut félaga lífeyrissjóða í sambandi við lánareglur Húsnæðismálastjórnar, og hefur það leitað til Alþingis og þingflokkanna í því skyni að koma fram breytingu á lögunum um Hús- næðismálastofnun ríkisins. Enn fremur vék hann að þeim vanda, sem að lífeyrissjóðunum steðjar vegna áframhaldandi óheillaþróun- ar í verðlags- og kaupgjaldsmálum, en hún gerir sjóðunum erfitt fyrir að standa við skuldhindingar sfn- ar í framtíðini og veldur þó jafn- framt því, að sjúðfélagár telja Iff- eyrisgreiðslur algerlega ófullnægj- andi, séu þær ekki vérðtryggðar. Rætt var um væntanlega 'frafrt- vindu mála í sambándi við stpfnun almenns lífeyrissjóðs fyrir þorra landsmanna eða launþega almennt, og var stjórn landssamb. falið að kveðja fulltrúa saman til fundar um þessi mál, er hún teldi það tfma- bært. Úr stjórn Landssambands lífeyr- issjóða gengu þeir Guðjón Hansen, Gfsli Olafsson og Guðmundur Árnason, en kjörnir voru til næstu tveggja ára: I Hermann Þorsteinsson, fulltrúl. Ingólfur Finnbogason, húsasmíða- meistari. Gunnlaugur J. Briem, deildar- stjóri. Bjarni Þórðarson, tryggingafræU- ingur. Birgir Isl. Gunnarsson, liæsta- réttarlögmaður. 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.