Alþýðublaðið - 21.04.1969, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.04.1969, Blaðsíða 7
Al'þýðu'blaði/ð 21. apríl 1969.7 . MALSTAÐAR Madras'3. 4. 1969. J HVERS konar átökum verður evnhver að bíða lægri hlut, og með fáu lýsa menn sjálfum sér betur en hvernig þeir snúast þá við. Sumir taka öllu slíku mótlæti með heirn- spekilegri ró, sætta sig hógværir við orðinn hlut, en til eru líka þeir sem aldrei játa ósigur, ekki einu sinni þegar allt er glatað. Þannig eru Khampar. 'Það voru Khampar seni struku úr landi rneð Dalai lama fyrir rúm- um áratug, og meirihlutinn af’ allri andspyrnu Tíbeta gegn Kínverjum hefur í raun verið þeirra andspyrna. Khampar voru hálfgerð útjaðra þjóð í Tíbet, ekki í sérlega miklu áliti, bjuggu aðallega á austurjöðr- um landsins, í héraðin Kham, en flökkuðu líka um norðurhálendið, Chang Tang, og höfðu illt orð á sér fyrir rán og gripdeildir. Lær- dómsmenn eiga þeir ágæta, en ann- ars eru þeir fyrir aðra hluti fræg- ari en andlegaheit og grúsk. Khampar eru yfirleitt háir vexti og langleitir, hvassir á brún og ein- staklega hermannlegir í framgöngu, eitthvað afrent og stálmagnað við hverja hreyfingu. Miklir vinir vina sinna eru þeir kallaðir, en jafn- tniklir óvinir óvina sinna, hesta- menn, ferðamenn ágætir og skilja byssuna aldrei við sig fremur en ég blýantinn. Uppsteytin í Tíbet byrjaði eigin- legá fyrir alvöru þegar Kínverjar vildu taka byssurnar af Khömpum, hefur líkleg ekki þótt varlegt að láta þess hetskáu þjóð vera urídir vopnum alla daga. Þorpin í hinum skógiklæddu dölum í Kham urðu þá allt í einu að kalla tóm á stór- um svæðum. Og hvað var orðið um fólkið? Það var flúið til fjalla. Khampa sem ekki hefur byssu er enginn Khampa, heldur leggjast út en láta byssuna. Uppreisnin sem varð í Tíbet um það bil er Dalai lama flúði var fljót- lega barin niður. Tíbet er nú fullt af kínverskum innflytjendum og embættismönnum. Oðru hverju virð ast gjósa upp bardagar er fólk í vanmegna örvæntingu leggur í ofur- eflið. En flestir viðurkenna að allt I sé glatað. Samt er það einn aðili sem berst. Khampar berjast enn. Hvað orðið hefur um Khampa- | þjóðina sjálfa heima í Kham veit ■ víst enginn. Einhver reytingur er g ■sjálfsagt eftir, að minnsta kösti 1 konur sem þá hafa eftilvill verið 1 látnar giftast kínverskum mönnum. En Khampaherinn, lunginn ' úr I karlmönnum þjóðarinnar, er ósigr- I aður og heldur fullu skipulagi og | aga, eða svo var að minnsta kosti ,, til skamms tíma. Hvernig má það vera? Hvar er | Khampaherinn og hvcrnig fær hann ■ vopn og vistir? Hann er ekki í hálendinu í Aust-1 ur-Tíbet, heima hjá sér; hann er | ekki á Chang Tang, hinum víðu . hásléttum norðurfrá; hann er ekki 9 einu sinni í Tíbet, hvergi innan I landamæranna er honum vært; — * hann heldur sig í Himalaja rétt I sunnan við tíbezku landamærin. Ýmsum kann að finnast undar- | legt að honum skuli líðast að búa . um sig innán landamæra annárra I ríkja, það ætti undir öllum kring- I umstæðum að þykja óverjandi árás- ■ ar afstaða gagnvart Kínverjum og ■ ekki þolandi. En hér gildir ekki I hið sama og á venjulegum landa- I mærum. Himalaja er ekki venjuleg landamæri. Það er heirnur útaf fyr-1 ir sig. Staðhættir eru slíkir í Himalaja 1 að menn gera sér ekki auðveldlega ■ grein fyrir þeim. Vegur hefur t.d. I verið lagður upp! háfjöllin að helg-1 um stað er Rndrinath heitir, það er * inní miðjum háfjöllunum, líklega I 10—20 km frá landamærum Tíbets, I ert leiðin þangað úr borgunum í | nndirhlíðum fjallanna er um 300 . km löng. Menn eiga vont með að átta sig á hvernig hagar til í þrika- legum fjöllum sem eru möíg hundr- 1 uð km á breidd og vlðast algerkga I ófær nema gangandi mönnum eða I ríðandi. Inní þessu hálendi er alstað | ar einhver ákveðin landamæralína, I ekki vantar það, og bæði Indverjar og Kínverjar hafa sína varðpósta Framhald á bls. 12. Fðtln sem klæða bezt fáið þér hjá okkur ANDERSEN & LAUTH H.F ■ VESTURGÖTU 17 — LAUGAVEGI 39 Augljóst mál ,,Til hvers iheldurðu eiginlega að þú sért í skólanum, Gústi minn?“ spurði kennarinn ar- imæðulega. „At£ Iþví a ðég Ihefi tíma til iþess núna. Þegar ég verð stór, verð ég að gera svo margt ann- að“, svaraði_ Gústi sakleysislega. Engin ’hætta á ferðum Paibbi Kalla kom með gest í kvöldmatinn. ókunni maðurinn var með stórt nef. Þegar setzt var að borðum, starði Kalli lát- laust á n-eíið á gestinum. Pabbi hians tók eftir þessu og varð hræddur um, að Kalli færi að ibulla eitthvað unn nefið á manni inum, og þess vegna rak liann tána lí fótinn á Kalla mndir borð inu. En Kaili hætti ekki að glápa, isvo að pabbi hans varð að ýta enrt betur við 'honum. Þá sagði Kalli: „Þú þaiTt ekki að véra hrædd ur, pabbi, — ég skal ekkert segja, ég er bara að horfa“.j Skrítnir fluglar Stína litla stóð hjá pabba sínum við Tjörnina og horfði á svanina, sem köfuðu í leit að æti á botninum, svo að stélið- á þeim stóð aðeins upp úr vatn inu, „Pabbi‘‘, sagði Stína litla, „geta svanirnir andað mcð báð- lum endum?“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.