Helgarblaðið - 06.03.1992, Qupperneq 2
Helgar 2 blaðiö
níutíu ára
Sögufélagið er níutíu ára um
þessar mundir. Tildrög stofn-
unar félagsins voru þau að
Hannes Þorsteinsson, ritstjóri
Þjóðólfs, Jón Þorkelsson lands-
skjalavörður og Jósafat Jónas-
son ættfræðingur boðuðu til
undirbúningsfundar á Hótel ís-
landi til að „stofna félag til þess
að gefa út heimildarrit að sögu
íslands og í sambandi við það
ættfræði og mannfræði." Fleiri
komu reyndar við sögu við
stofnun félagsins.
Fyrsta rit Sögufélagsins voru
svonefndir Morðbréfabæklingar
Guðbrands biskups Þorlákssonar,
sem komu út í heftum á árunum
1902-1906, en síðan rak hvert rit-
ið annað og hefur ekkert ár Iiðið
svo, að Sögufélagið stæði ekki að
einhverri útgáfu.
I tilefni 90 ára afmælisins hefur
stjóni Sögufélagsins ákveðið að
gefa út afmælisrit og varð að ráði
að láta Ijósprenta hinn sögufræga
Hljóðólf, en það var eitt tölublað
Þjóðólfs sem prentað var í Kaup-
mannahöfn 1850. Það kom til af
því að stiftsyfirvöld bönnuðu
prentun Þjóðólfs í Landsprent-
smiðjunni vegna hins svonefnda
hneykslis í Dómkirkjunni. Það
snerist um harðorða ræðu sem
Sveinbjöm Hallgrímsson ritstjóri
flutti í Dómkirkjunni um van-
hæfni prestsins til starfa.
Afmælisdagurinn er á morgun,
laugardag, og þá verður afgreiðsla
félagsins í Fischersundi 3 opin kl.
13-17 og geta félagsmenn þá
fengið afmælisritið Hljóðólf end-
urgjaldslaust. Afmælisins verður
ennfremur minnst síðar í vor með
veglegum hætti.
Fyrsti forseti Sögufélagsins var
Jón Þorkelsson en núverandi for-
seti er Heimir Þorleifsson.
!-:. . u ■-
& i iai
c
L:yj
SSSl
Hún Bára Lyngdal Magnúsdóttir leik-
kona situr ekki beinlínis auðum hönd-
um þessa dagana. Ekki nóg með það
að hún leiki titilhlutverkið í Heddu
Gabler Ibsens sem leiksmiðjan
Kaþarsis sýnir í Borgarleikhúsinu.
Hún tekur líka þátt í sýningum Leikfélags Reykjavíkur á
Þrúgum reiðinnar eftir Steinbeck og Bannað að hlæja í
Leikbrúðulandi. Svo er hún að kenna við Leiklistarskóla
Islands og leika og semja örleikrit með leikhópnum
Leikkonukrílunum. Sá hópur samanstendur af henni og
systrunum Ástu og Hörpu Amardætrum. Eins og nafnið
gefur til kynna eru þær allar lágvaxnar og snaggaralegar
og hafa gert stormandi lukku með örleikritin sín.
7vl
Jl*
Lítil
krabbakló
með
margar
dellur
Hverra manna ertu?
Dóttir Magnúsar Stefánssonar Iæknis og Gerðar
Olafsdóttur hjúkrunarkonu. Við erum fimm
systkinin og tveir uppeldisbræður, stærðarfjöl-
skylda. Ég kalla mig Akureyring þótt ég flyttist
bamung á Vopnaljörð og þaðan til Svíþjóðar,
því til Akureyrar kom ég svo aftur og bjó þar til
átján ára aldurs.
Heimilishagir?
Einstæð móðir. Ég bý í Þingholtunum með hon-
um Þengli Þrastarsyni scm er þriggja ára og
stóra ástin í lífi mínu.
Aldur, menntun og fyrri störf?
Ég er 27 ára og áður en ég lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Hamrahlíð ‘84, haíði ég m.a.
verið Bautagella á Akureyri. Svo vann ég á
Bamageðdeild Hringsins þangað lil ég innritað-
ist í Leiklistarskóla Islands. Eftir að ég útskrifað-
ist hef ég verið lausráðinn leikari hjá LR, kennt í
Kramhúsinu, á fóstmnámskeiðum og víðar og á
sumrin hef ég svo starfað við listasmiðjuna
Gagn og gaman í Gerðubergi.
I hvaða stjörnumerki ertu?
O, ég er lítil krabbakló.
Hver vildir þú vera ef þú værir ekki þú?
Þótt ég hafi aldrei til Grikklands komið, hef ég
alltaf haft mikinn áhuga á landi, þjóð og sögu og
ef það stæði til boða að fara aftur í tímann, hefði
ég ekkert á móti því að gerast Fom-Grikki, takk.
Hvað er það besta sem fyrir þig hefur komið?
Þengill Þrastarson.
Hvernig er Hedda Gabler?
Merkileg, full af lífsvilja, en jafnframt óham-
ingjusöm. Það er svo mikil spenna í henni og
sársauki að hún gerir og segir ýmislegt sem sýn-
ir eigingimi og vonsku. En hún er Iíka skemmti-
leg og klár. Hún minnir mig á margar nútíma-
konur sem finna sér
ekki pláss í tilver-
unni.
Eruð þið líkar?
Að því leytinu til, já,
að hún birtir á sér
margar hliðar og
kenndir sem búa
ineð okkur öllum.
Hún spannar svo vítt
svið að það er ómögulegt annað en að finna citt-
hvað af henni í sjálfum sér.
Hvaða bók lastu síðast?
Ég er að lesa virkilega góða bók, Böm Arbats
eftir Rússann Anatoli Rybakov, sem Ingibjörg
Haraldsdóttir þýddi.
Hver er þinn uppáhaldsleikari?
Harpa Amardóttir.
Á hvaða plötu hlustaðirðu síðast?
Ellu Fitzgerald syngja Cole Porter.
Ertu með einhverja dellu?
Jájá, ég fæ voða margar dellur. Ég er t.d. með
bamalcikhúsdeltu og var ein af stofnendum
Samtaka um bama- og unglingaleikhús á ís-
landi. Þau vom stofnuð í nóv. ‘90 og em deild
innan alþjóðasamtakanna ASSITEJ. Svo er ég
með söngdellu og hef verið í tímum hjá Sigur-
veigu Hjaltested scm er alveg yndisleg.
Hvað er hamingja?
Ég held að hún sé einkum fólgin í fjölskyldunni,
að fylgja bömunum sínum áleiðis á lífsbrautinni,
og í því að leita friðar við sjálfan sig og aðra.
Kannski finnur maður hana aldrci alveg en mér
finnst mikilvægt að vera sannur í þeirri leit.
Er þér meinilla við eitthvað?
Já, mér þykir vont að vera höfð fyrir rangri sök.
Það er óþægileg tilfinning og hún kemur illa við
mína réttlætiskennd sem verður stundum ofsal-
ega sterk.
Hver er þinn helsti löstur?
Æ, hvað ég get orðið alltof ör og missi þá fót-
anna. Það getur tekið mig langan (íma að ná mér
niður aflur.
En kostur?
Ég get verið svo skemmtileg og fyndin og góð
við vini mína-ég reyni það a.m.k. afþví að mér
þykir svo vænt um þá.
Ertu sú sem þú sýnist?
Ég held að engar tvær manneskjur sjái mann
eins. Sumir virðast t.d. haldnir þeirri firru að ég
sé hrokafull en aðrir em sannfærðir um að ég sé
blíð og góð - scm er náttúrlcga miklu nær lagi.
Ertu sátt við tilveruna?
Já, í dag — kannski ekki á morgun.
Hefurðu migið í saltan sjó?
Nei.
Hvernig heldurðu að sé að búa með þér?
Ósköp indælt (hrossahlátur).
Mynd: Kristinn.
Ertu matvönd?
Nei, ég ét allt sem að kjafti kemur og þorramatur
er í alveg sérstöku uppáhaldi hjá mér.
Áttu þér drauni?
Já, mig dreymir um að eignast hús til að búa í og
að ævin verði góð.
Ertu handlagin?
Já, ég ieyni á mér. Ég pijóna mikið, bora gjaman
og mála en þigg það auðvitað með þökkum ef
mér er boðin hjáíp.
Hvernig myndirðu verja stóra vinningnum?
Ég hafði nú orð á því héma um daginn - þegar
sextán miljónir voru í Lottópottinum - að ef ég
fengi þann stóra myndi ég skipta honum á milli
systkina minna. En ætli maður breyttist ekki
bara í eigingjaman nískupúka ef til þess kæmi,
ha?
Ertu misskilin?
Jájá, stundum - eins og allir aðrir. Maður getur
orðað hlutina svo vitlaust að það getur tekið
langan tíma að koma þeim á hreint - og í sum-
um tilvikum tekst það aldrei.
Ferðastu með strætó?
Já, en ég hef líka aðgang að tvítugri sjálfskiptri
Volkswagcn bjöllu. Það er stórkostlegur bíll.
Kanntu brauð að baka?
Já, ég cr mikil brauðkona.
Fer herinn?
Ég held nú ekki, þótt hann mætti svosem fara.
Er þetta ekki allt spuming um peninga?
Hvað er það sem þú hefur ekki glóru um?
Það veit ég ekki, en örugglega eitthvað.
Á hvað stefnirðu?
Að verða betri.
Hvenær varðstu hræddust um dagana?
Ja, ég varð allavega meira en lítið skelkuð úti á
ltalíu í fyrrasumar. Ég var ein á ferð með Þengil
og stóð skyndilega frammi fyrir því að það var
enga gistingu að hafa. Það er ekkert stórmál að
bjargast sjálfur yfir nótt en með bamið í fanginu
upplifði ég þetta sem martröð - sem auðvitað
leystist farsællega.
Hvað er fegurð?
Eitthvað sem býr í hjartanu - ástin! En hún getur
nú lika orðið Ijót. Og böm em fegurð.
Hvernig viltu verja ellinni?
Á elliheimili með Ástu og Hörpu og íslensku
brennivíni og bunka af örleikritum.
Árni í fót-
bolta
Það hefúr vakið athygli
þeirra sem gerst þekkja að
Ámi Johnsen, þingmaðurinn
sem brá sér frá eitt augnablik,
hefúr sagt opinberlega að hann
hafi verið fjarverandi til að
sinna ýmsum skyldustörfúm á
vegum þingsins. Þykir þetta
nokkuð djarfl sagt því sann-
leikurinn mun vera sá að Ámi
hafi verið vestur í KR-heimiIi í
fótbolta með úrvalsliði úr hópi
biaðamanna og annarra starfs-
manna Morgunblaðsins. Nú er
bara spuming hvort Styrmir
hafi vitað af þessu...
Matti í ham
Sjaldan er ein bára stök.
Matthías Bjamason hafði ekki
fyrr fiktað í takka Áma John-
sens en tímaritið Heimsmynd
birti ítarlegt viðtal við gömlu
kempuna. Þar lýsti Matthías
andstöðu við ríkisstjómina,
kallaði forystu Sjálfstæðis-
flokksins hrokagikki sem ekki
vissu út á hvað lífsbarátta
fólksins í landinu gengi. Þetta
væri ekki sá Sjálfstæðisflokkur
sem hann hefði gengið í á sín-
um tíma og svo fær hann ekk-
ert annað en skítkast frá for-
ystu þess flokks sem hann hef-
ur þjónað í áratugi. Líklega má
fullyrða að Matthías hefði ekki
gengið í Sjálfstæðisfiokkinn í
dag ef hann heíði verið að
hasla sér völl á vettvangi
stjómmálanna...
Sjaldan hefi
ég flotínu
neitað
Og meira úr heimi stjóm-
málanna. Haft er fyrir satt að
Davíð forsælisráðherra hafi
verið fullur gleði á Norður-
landaráðsþinginu í Helsinki í
vikunni. Hafi hann jafnvel
misst málið af þessari gleði
sinni en aðrir landsfeður og
mektarmenn Norðurlanda ver-
ið skelfingu lostnir enda al-
kunna að húmor vina okkar í
Noregi, Svíþjóð og víðar er
ekki upp á marga fiska...
Pressan
svífst einskis
Auglýsingabransinn er harð-
ur heimur. Margvísleg meðul
em notuð í baráttunni um aug-
iýsingar en fáir gerast jafn
djarfir og Pressan sem uppvís
hefur orðið að því að birta
auglýsingar í heimildarleysi.
Þær sögur ganga alla jafna að
blöð selji auglýsingar langl
undir kostnaðarverði svona
rétt til að sýnast, en nú þykir
skörin vera farin að færast upp
í bekkinn svo ekki sé meira
sagt...
Erfða-
prinsinn
Garðar Halldórsson, sonur
Halldórs H. Jónssonar, er orð-
inn varaformaður Eimskipafé-
lagsins og tekur þannig stjóm-
arsæti í þessu mektuga fyrir-
tæki í arf eftir fóður sinn.
Garðar hefur um alllangt skeið
haft launatekjur af því að vera
Húsameistari ríkisins, sem
sumum finnst fara illa saman
við hin fjölmörgu fjármála-
störf sem hans bíða, nú þegar
rikið er hans.
Fösludagurinn 6. mars