Helgarblaðið - 06.03.1992, Side 19

Helgarblaðið - 06.03.1992, Side 19
Helgar 19 blaðið Enginn asi og frábær þjónusta á A. Hansen Hafnfirðingar þurfa hreint ekki að rjúka til Reykjavík- ur þegar þeir vilja gera sér glaðan dag og borða „úti“. í annað sinn á sínum skamma ferli fékk Helgarblaðið hafn- firska áskrifendur til að gera hæfilega vísindalega úttekt á veitingastað þar í bæ og í þetta sinn varð A. Hansen fyrir valinu. Það voru þau Friðrik Rúnar Guðmunds- son og Hólmfríður Árnadótt- ir sem kynntu sér staðinn og Friðrik hafði þetta að segja: Veitingahúsið A. Hansen við Vesturgötu 4 er eitt elsta húsið í bænum, byggt 1880, og er eitt þeirra húsa sem mynda mjög skemmtilega þyrpingu endurbyggðra húsa í miðbæn- um. Umhverfið Veitingasalurinn er hlýlegur og ég held að gestir komist ekki upp með annað en að láta sér líða vel í þessu umhverfi. I miðjum salnum var píanóleik- arinn Ingimar Pálsson sem seiddi fram liina ljúfustu máls- verðartónlist og skapaði hátíð- lega stemmningu. Matseðillinn er kapítuli út af fyrir sig. Auk þess að vera íjölbreyttur er hann skreyttur vatnslitamyndum eftir Halldór Áma myndlistarmann og út- varpsstjóra okkar Hafnfirð- inga. Það tók okkur því Iangan tíma að velja. Maturinn Við byrjuðum með forrétti. Hólmfríður valdi sér grafinn lax með dillsósu og ristuðu brauði sem svíkur engan og tekur ekki mikið magarými. Ég vildi hins vegar vera ögn 1. -T 03 ; CD • ;f. 1____ C frumlegri og fékk mér snigla í skel að hætti Zimsens verslun- arstjóra. Þeir smökkuðust vel en þó fannst mér að Zimsen karlinn hefði mátt hafa þá ögn vökvaðri. Með forréttinum mælti þjónninn með ágætu hvítvíni, Chateau de Rions frá landa vomm Jóni Ármanns- syni sem ræktar vín suður í Bordeaux. I aðalrétt valdi Hólmfríður sér villibráðarrétt, hreindýr og villigæsabringu með títuberja- sósu, af listanum yfir rétti dagsins. Hreindýrið var af- bragð en gæsin kitlaði ekki al- veg eins vel bragðlaukana. Þjónninn benti okkur á að þær gætu átt það til að vera lífseig- ar blessaðar villigæsirnar og hvað gerir maður annað en að taka ofan fyrir svo frábærri skýringu! Ég hafði hug á að fá mér lamb en átti erfitt með að gera upp við mig hvort ég ætti að velja stolt hússins, planka- steikina frægu, eða lambapip- arsteik sem einnig hljómaði gimilega. Ég valdi lambapip- arsteik með grænmeti og bak- aðri kartöflu. Þessi réttur var einnig á listanum yfir rétti dagsins. Ég hef ekki áður fengið lambakjköt matreitt sem piparsteik og þótti þetta því forvitnilegt. Kjötið var vel kryddað og bragðgott en lamb- ið var þó fastara undir tönn en nautakjöt er yfirleitt. Þjónninn mælti með rauðvíninu hans Jóns og við tókum það að sjálfsögðu óhikað eftir góða reynslu okkar af hvítvíninu. Enginn asi Við höfðum góðan tíma til að bíða eftir réttunum, svo góðan að ef músikin, umhverf- ið og fólkið hefði ekki verið svona notalegt er ég hræddur um að okkur hefði kannski Ieiðst. Þetta gerði það hins vegar að verkum að við nutum Matur þess enn betur að borða. Það er fátt hvimleiðara en að koma á veitingastaði þar sem réttun- um er ruslað í mann af slíkum hraða að bragðið af forrétti og aðalrétti ruglast saman og maður verður að skófla í sig matnum til þess að halda takti við starfsfólkið. Þjónninn gaf sér góðan tíma til að fræða okkur bæði um réttina og vín- ið og við höfðum það á tilfinn- ingunni að hann þyrfti engum að sinna nema okkur. Þjón- ustustúlkumar læddust hægt og hljótt til að taka óhreinu diskana þannig að maður veitti því ekki eftirtekt þegar þeir hurfu einn af öðrum og maður sá þá ekki meir. Það er fátt notalegra fyrir heimilisupp- vaskara. Kórónan Eftirrétturinn er sá réttur sem kórónar allt og þar var vissulega margt í boði. Þjónn- inn mælti sérstaklega með marsipanrúllu með súkkulaði- sósu og rjóma og ég efast ekki um að það hafi verið girnileg- ast, en það em takmörk fyrir því hvað rúmast í einum maga svo að við völdum Eftirlæti Hansens, heimalagaðan kara- melluis, sem ekki fyllti eins mikið en var góður endapunkt- ur með kaffi og koniakstári. Þegar við röltum heim eftir þetta yndislega kvöld, södd og sæl, ræddum við um hve það gæti verið notalegt að tölta einstaka sinnum þama niður- eftir og fá sér að snæða. Það rifjaðist upp fyrir okkur þama á göngunni að það er ekki svo ýkja langt síðan maður þráði að hér í bæinn kæmu einhverj- ir notalegir staðir þar sem bæði væru í boði veitingar, músik og létt vín. A. Hansen hefur þetta allt. Að lokum viljum við þakka Helgarblaðinu kærlega fyrir þetta höfðinglega boð og óska því alls hins besta í framtíð- inni. Tómatlöguð sjávarréttasúpa Uppskriftina að þessari girnilegu tómatlöguöu sjáv- arréttasúpu fengum við hjá Vilhjálnii Hafberg, mat- reiðslumanni á A. Hansen. 1/2 1 fisksoð 1/4 1 ijómi 10 cl hvítvín 1 lítil dós niðursoðnir tómatar 1 hvítlauksgeiri, smátt skorinn 1/2 laukur, smátt saxaður 1/2 tsk. oregano 4-5 sveppir, skomir í femt 100 gr rækjur 100 gr hörpuskelfiskur eða annar stífur fiskur í litlum bit- um aromat-krydd eða picanta Laukurinn er látinn krauma í smjöri við lágan hita án þess að taka lit. Þá er hvítlaukurinn og síðan sveppimir látnir út í og orcgano stráð yfir. Þetta er svo látið sjóða um stund ásamt tómötunum og fisksoðinu. Rjóma og hvítvíni bætt út í og bragðbætt með aromat-kryddi eða picanta. Þykkt með smjör- bollu eða sósujafnara, fiskurinn settur út í og suðan látin koma upp. Þetta mun vera hæfilegur skammtur fyrir fjóra. Einfalt, ekki satt? Ólafur Lárusson Góð þátttaka Undanrásir Islandsmóts kvenna og yngri spilara voru spilað- ar um síðustu helgi. Urslit urðu; A - Rióill 1 2 3 4 5 6 Samtals 1. L.A. Café ■1 18 24 21 23 22 108 2. Jónlna Pklsdóttir 12 m 2 10 6 21 51 3 . Elín Jóhannesdóttir 6 25 m 13 25 24 93 4. Hrafnhildur Skúladóttir 9 20 17 ■1 14 25 85 5. Elsa Bjartmarz 7 24 3 2.6 17 67 6. Blanda 8 9 6 4 13 ■1 40 B - Rióill i 2 3 4 5 6 Samtals 1. Erla Sigurjónsdóttir m 19 25 20 22 24 110 2. Sigrún Pétursdóttir 11 m 8 19 18 25 81 3. Tálknafjaröarstelpurnar 3 22 m 11 10 9 55 4. Guóbjörg Þorvaróardóttir 10 11 19 m 7 16 63 5. Inga Lára Guömundsdóttir 8 12 20 23 m 19 82 6. Sigurbjörg Glsladóttir 6 4 21 14 ii ■1 56 C - Rióill 1 2 3 4 5 6 Samtals 1. óllna Kjartansdóttir m 18 17 23 8 19 85 2. Grethe Iversen 12 ■1 25 19 19 17 92 3. Fljótakonur 13 5 m 21 16 25 80 4. Lilja Halldórsdóttir 7 11 9 m 20 25 72 5. Ágústa Jónsdóttir 22 11 14 10 ■1 21 78 6. Jóna Magnúsdóttir ii 13 5 3 9 m 41 UNDANKEPPNI ÍSLANDSMÓTS 1 SVEITAKEPPNI YNGRI SPILARA 1992 A - Riöill 1 2 3 4 5 6 Samtals 1. Vldeóhöllin m 21 24 19 22 25 111 2. Karl G. Karlsson 9 m 13 5 25 10 62 3. íslandsbanki Selfossi 6 17 m 14 20 15 72 4. Aron Þorfinnsson ii 25 16 m 6 16 74 5. Hlíöakjör 8 4 10 24 m 11 57 6. Hákon Stefánsson 1 20 15 14 19 m 69 B - Riðill 1 2 3 4 5 6 Samtals 1. Ræktunarsambandiö Ketilb m 25 15 18 25 18 101 2. Guttormur Kristmannsson 2 m 20 19 11 16 68 3. Stefán Stefánsson 15 10 m 21 20 25 91 4. Jón Þór Danielsson 12 11 9 m 16 16 64 5. F,B. Sauöárkróki 0 19 10 14 ■1 8 51 6. Sveit 1971 12 14 3 14 22 m 65 Tvær efstu sveitir úr hveijum riðli komust í úr- slit, sem verða spiluð um aðra helgi, í Sigtúni 9. í kvennaflokki munu sveit- imar spila innbyrðis 20 spila leiki, en 32 spila leiki í yngri flokki. 4 4 4 Minnt er á skráninguna í Opna afmælismótið, sem Bridgefélag Breið- holts mun standa fyrir laugardaginn 21. mars. Skráð er hjá Hemianni Lámssyni (41507) eða Baldri Bjartmarssyni (78055). Glæsileg pcn- ingaverðlaun, auk silfurst- Eftir 15 umferðir í aðal- tvímenningskeppni Skag- firðinga eru þeir Lárus Hermannsson og Óskar Karlsson með forystu. Á hæla þeirra koma Jón Stefánsson og Sveinn Sig- urgeirsson og Guðlaugur Sveinsson og Magnús Sverrisson em í þnðja sæti. 4 4 4 Of ofl verður maður vitni að „skuggalegri" spilamennsku í spilasöl- um borgarinnar. Flest „skugga-atriðin“ skrifast þó á vankunnáttu þeirra sem í hlut eiga. Lítum á dæmi; 4109 ♦ 1063 ♦ KDG105 4* 1083 4 KG84 4 763 V 5 VG987 ♦ 9863 ♦ 42 ♦ ÁKD5 * G642 4ÁD52 VÁKD42 ♦ Á7 4*97 Eftir laufaoponun Vest- urs er Suður sagnhafi i 4 hjörtum. Ut kemur laufa- ás, laufakóngur og laufa- drottning sem Suður trompar. í þessari stöðu leggja margir af stað með ás og kóng í hjarta, legan kemur í ljós, og þá er að vona að Áustur hafi byij- að með 4 tígla eða fleiri. Eins og við sjáum, gengur það ekki eftir, og sagnhafi fer tvo niður. Þetta spil er auðvinnan- legt. Eftir byijunina leggj- um við niður ás í hjarta, báðir fylgja Iit og allt er rólegt. Því næst spilum við lágu hjarta og gefum Austur sinn trompslag. Þriðja hjartað í borði kemur í veg fyrir meira lauf. Austur spilar spaða, við stingum upp ás, tök- um hjartað og tígullinn í blindum stendur fyrir sínu. Einfalt? Öryggisspila- mennska er það oftast. Það þarf hins vegar að koma auga á aðferðina. Föstudagurinn 6. mars

x

Helgarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.