Helgarblaðið - 06.03.1992, Side 6
Helgar 6 blaðið
Hjó Jakinn á hnútinn?
Já og aftur já. Er einhver armur á móti?... Þegar
stjórnarþingmenn hverfa frá tekur samviskan
við. Já og aftur já.
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra kallaði nýlega
forystumenn launafólks á teppið og hótaði þeim stór
felldum skerðingum á byggingu félagslegra íbúða,
samþykktu þeir ekki vaxtahækkanir á lán úr
byggingarsjóði verkamanna til félagslegra íbúðakaupa.
Vextir á þessum lánum hafa verið 1% umfram
verðtryggingu og hefur Jóhanna sótt fast að hækka þá
upp í 4%. Verkalýðsfélögin hafa hingað til neitað öllum
viðræðum um þessar hækkanir og talið það enn eina
árásina á velferðarkerfið.
munu hækka launin til
jafns við kaupmáttartap-
ið þá sex mánaði sem
liðnir eru síðan samn-
ingar urðu lausir.
Einnig verður
kaupmátturinn á
samningstíman-
um tryggður.
Með samningi
sem þessum fer
lítið fyrir yfirlýs-
ingum ASI um lausn
sérkjaramála verkalýðs-
félaganna og kröfunni
um afnám bandormsins
illræmda sem rýrir veru-
lega launakjörin hjá
stórum hópi launafólks.
Opinberir starfsmenn,
sem undanfarið hafa átt
í viðræðum við ASÍ um
sameiginlegar aðgerðir,
komu af ijöllum þegar
viljayfirlýsing ASI um
árssamning lá fyrir síð-
degis í gær. Það kemur á
óvart því ASI átti fund
með opinberum starfs-
mönnum í hádeginu
sama dag, rétt áður en
Alþýðusambandið gekk
til viðræðna við at-
vinnurekendur.
Þær sögur ganga
innan verkalýðshreyf-
ingarinnar að Guð-
mundur J. Guðmunds-
son, formaður Dags-
brúnar, hafi höggið á
þann hnút sem samn-
ingamálin hafa verið í
síðustu mánuðina.
Hann hefur á bak við
tjöldin átt í viðræðum
við ýmsa atvinnurek-
endur um áframhald-
andi þjóðarsátt til eins
árs.
Hugmyndir Guð-
mundar )., sem Alþýðu-
sambandsforystan hefur
tekið opnum örmum,
kemur forystumönnum
opinberra starfsmanna á
óvart, enda
höfðu þeir ekki
hugmynd um að
samningar ASI
og VSI væru
komnir svo langt
sem raun ber
vitni.
I viðræðum Guð-
mundar J. við atvinnu-
rekendur er gengið út
frá svokallaðri núll-
lausn. Atvinnurekendur
Félagsmálaráðher ra
hótar vaxtahækkunum
Jóhanna Sigurðardóttir lagði fjóra
möguleika fyrir verkalýðsfélögin og
nú er það þeirra að velja illskástu
leiðina.
Þeir valmöguleikar sem Jóhanna
lagði fyrir verkalýðshreyfinguna
eru:
1. Vextimir verði óbreyttir.
Vilji verkalýðshreyfingin óbreytta
vexti, verða að sögn félagsmálaráð-
herra ekki byggðar 500 ibúðir á ári
eins og gert er ráð fyrir, heldur mun
þeim fækka niður i 325.
2. Vextir hækki einungis á nýjum
Iánum.
Þetta þýðir að vextir á lánum til
félagslegra íbúðakaupa hækka upp í
2,9%.
3. Vextimir hækki eins og hjá
Byggingarsjóði ríkisins í vor, þ.e.
afturvirk vaxtahækkun til ársins
1984.
Þetta þýðir að vextimir yrðu eitt-
hvað lægri en ef leið 2 yrði valin
eða 2,4%.
4. Stighækkandi vextir.
I þessum forsendum er gert ráð
fyrir að á fyrstu sex ámnum yrðu
vextimir áfram 1%. Eftirsex áryrðu
þeir 2% og síðan hækkaðir upp i
2,75% eftir tólf ár.
Hafna frekari
kjaraskeröingu
Ögmundur Jónasson, formaður
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja, sagði að BSRB hefði átt
óformlegar viðræður við félags-
málaráðherra. „Okkur hefur verið
gerð grein fyrir ýmsum valkostum í
þessu efni. Við höfum aftur á móti
ekki tekið neina afstöðu til þeirra,“
sagði Ögmundur.
„Það er búið að skerða kjörin hjá
launafólki mjög mikið undanfarið
og áframhaldandi skerðingar hafa
verið boðaðar af hálfu ríkisvaldsins.
Eina afstaðan sem við höfum tekið
fram að þessu er að við höfhum allri
frekari kjaraskerðingu hjá almennu
launafólki, hvort sem það er á þessu
sviði eða öðrum. Það fólk sem býr
við félagslega húsnæðiskerfið er
einmitt sá hópur sem sist má við
auknum álögum og ég tel að hann
geti á engan hátt risið undir þeim
núna,“ sagði Ögmundur.
Innan verkalýðshreyfingarinnar
hafa þriðja og fjórða leiðin aðallega
verið til umræðu. Ekki þykir koma
til greina að hækka vextina upp i
2,9% sem yrði allflestum kaupend-
um ofviða. Einnig hrýs verkalýðs-
hreyfingunni hugur við fækkun
íbúðabygginga, því að skorturinn á
félagslegu húsnæði er orðinn mög
mikill og fer vaxandi.
Forsendurnar rangar
Rannveig Sigurðardóttir, hag-
fræðingur BSRB, sagðist eiga erfitt
með að leggja mat á það hvaða leið
væri best að fara. Þessa stundina
væru vaxtamáiin í mikilli óvissu og
því ekki rétt að taka neinar ákvarð-
anir um vexti í þessu kerfi. „Hús-
næðishópur BSRB hefur verið að
ræða þetta mál og okkur finnst að
útreikningar félagsmálaráðuneytis-
ins á vaxtahækkunum í félagslega
húsnæðiskerfinu séu miðaðir við of
háa vexti. Aðilar vinnumarkaðarins
beita sér mjög fyrir vaxtalækkunum
Sveinþór Þórarinsson
og vextir hafa verið að lækka und-
anfarið og munu sennilega gera það
áfram,“ sagði Rannveig og taldi að
ákvarðanir um breytingar á félags-
lega húsnæðiskerfinu ættu að bíða
þangað til vaxtamálin og kjarasamn-
ingar lægju fyrir. Húsnæðisstofnun
væri sjálf ekki tilbúin að semja við
Iífeyrissjóðina til langs tíma vegna
lækkandi vaxta.
Þegar fólk sækir um lán hjá
Byggingarsjóði verkamanna til fé-
lagslegra ibúðakaupa, eru tekjur síð-
ustu þriggja ára metnar. Fólk má
ekki hafa of háar tekjur og ekki of
lágar. Fólk með of lágar tekjur rís
ekki undir íbúðakaupum, hvorki á
almennum markaði né í félagslega
kerfinu.
Þessi hópur, sem Byggingarsjóð-
ur verkamanna hafhar vegna of
lágra tekna, á um tvo kosti að velja.
Annars vegar að leigja á almennum
markaði eða leita á náðir sveitarfé-
lags síns um leigu á húsnæði.
Ef vaxtahækkunarleið félags-
málaráðherra verður valin, má búast
við kröflugum mótmæluin af hálfu
sveitarfélaganna. Nú þegar hefur
ríkisstjómin aukið álögumar á sveit-
arfélögin, t.d. með þátttöku þeirra í
Iöggæslukostnaði, og álögumar auk-
ast enn ef neðri tekjumörkin hækka,
því þá stækkar hópurinn sem leita
verður á náðir félagsmálastofnana
eftir aðstoð. í raun skiptir ekki máli
hvort félagsmálaráðherra velur
vaxtahækkunarleiðina eða fækkun
íbúðabygginga; sveitarfélögin verða
að auka ffamboð sitt á félagslegum
leiguíbúðum.
Ein af röksemdum Jóhönnu Sig-
urðardóttur fýrir vaxtahækkun er sú
að verst setta fólkið muni fá greidd-
ar vaxtabætur. Þetta er ekki rétt.
Verst stadda fólkið, sem leigir t.d.
félagslega kaupleiguíbúð, á ekki rétt
á vaxtabótum. Á þessu fólki skellur
vaxtahækkun með mestum þunga.
Auk þess gengur það fjöllunum
hærra að ríkisstjómin sé nú þegar
búin að ákveða að draga verulega úr
vaxtabótagreiðslum.
Jóhanna segi af sér
Sú aðferð Jóhönnu Sigurðardóttur
að láta verkalýðshreyfmguna velja
eina af áðumefndum leiðum, fer
fyrir brjóstið á mönnum innan
hreyfingarinnar. „Mér finnst að hún
eigi að segja af sér. Hún er ekki hæf
í þessu starfi lengur," sagði Sigurð-
ur T. Sigurðsson, formaður Verka-
mannafélagsins Hlífar í Hafharfirði,
er hugmyndir Jóhönnu um vaxta-
hækkanimar vom bomar undir
hann. „Hún kemur þvert á allt tal
um vaxtalækkanir, sem aðilar
vinnumarkaðarins em sammála um.
Meira að segja það mesta íhald sem
ísland hefur alið, Davíð Oddsson,
hefur gefið í skyn að vextir verði
lækkaðir með einhverjum ráðum. Þá
gýs félagsmálaráðherra upp með
það að hækka vexti í félagslega
íbúðakerfinu, ekki um nokkur pró-
sent heldur hundmð prósenta.“
„Einmitt á þessum tíma þegar
verið er að draga saman í öllu þjóð-
félaginu og launafólk fer unnvörp-
um á atvinnuleysisbætur, ætlar Jó-
hanna sér að stilla verkalýðshreyf-
ingunni upp við vegg og láta hana
ákveða hvaða slæmu leið eigi að
fara,“ sagði Sigurður.
Föstudagurinn 6. mars