Helgarblaðið - 06.03.1992, Síða 17

Helgarblaðið - 06.03.1992, Síða 17
Boltinn á skjánum Knattspyrnuáhugamenn ættu að vera kátir um þess- ar mundir því um helgina stendur þeim til boða að horfa á tvo leiki í beinni út- sendingu í sjónvarpi. A morgun, laugardag, sýn- ir Rikisútvarpið beint frá White Hart Lane í London. Þar tekur Tottenham á móti Leeds sem er í næstefsta sæti 1. deildarinnar ensku. Daginn eftir, á sunnudag, sýnir svo Stöð 2 beint frá Torino þar sem Juventus fær Napolí í heimsókn. Helgar 17 blaðið Æfingafero til Þýskalands íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu fór í æfingaferð til Þýska- lands í vikubyrjun og lék þar tvo leiki. Ferðin er liður í undirbúningi fýrir leiki liðsins í undankeppni Evrópu- keppni kvennalandsliða í sumar, þar sem liðið mun leika alls fjóra leiki. Fyrstu tveir leikimir verða ytra, gegn Englendingum 17. maí ogþremurdög- um seinna gegn Skotum. Það verður svo ekki fyrr en þann 22. júní sem leik- ið verður gegn Skotum hér heima og sömuleiðis gegn Englendingum 19. júlí. Tilgangur ferðarinnar til Þýskalands var líka öðmm þræði að endurgjalda heimsókn úrvalsliðs Hessischer sem var hér á landi sl. sumar. Alls fóm tuttugu og tveir leikmenn til Þýskalands, þær: Guðrún Jóna Krist- jánsdóttir, Sigríður Pálsdóttir, Jónína Víglundsdóttir, íris Dögg Steinsdóttir, Halldóra Gylfadóttir, Karjtas Jónsdóttir, Auður Skúladóttir, Hera Armannsdóttir, Ragnheiður Víkingsdóttir, Sigrún Ótt- arsdóttir, Asta B. Gunnlaugsdóttir, He- lena Ólafsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Steindóra Steinsdóttir, Magnea Guð- laugsdóttir, Sigurlín Jónsdóttir, Ragna Lóa Stefánsdóttir, Bryndís Valsdóttir, Amey Magnúsdóttir, Guðrún Sæ- mundsdóttir, Sigfn'ður Sophusdóttir og Vanda Sigurgeirsdóttir. Þjálfarar kvennalandsliðsins em sem fýrr þeir Sigurður Hannesson og Steinn Helga- son. Kvenmenn ekki sí&ur en karlmenn undirbúa sig af kappi fyr- ir komandi knattspyrnu- vertib. Mvndin var tekin á æf- ingu hjá meistarali&i Vals i kvenna- flokki i sum- ar. Mynd: Kristinn. Hálfleikur í handboltanum Fyrri hálfleik í ís- landsmótinu í handknattleik lauk fyrir skömmu með sigri FH-inga sem urðu deildarmeistarar., Hins vegar náðu Is- landsmeistararnir frá því í fyrra, Valur, ekki í úrslitakeppnina og urðu þeir að láta sér lynda níunda sætið í deildinni. Sjálf úrslitakeppnin hefst þó ekki fyrr en í annarri viku í apríl og helgast það af þátttöku is- lenska landsliðsins í B-keppninni sem hefst í Austurríki þann 19. Guðmundur Rúnar Heiðarsson mars næstkomandi. Einhverjum kann að þykja þetta fulllangt hlé á Islandsmótinu en við því er ekkert að gera. Að mati þeirra sem gerst þekkja til hefur keppn- in í 1. deildinni í vetur verið mun skemmtilegri en oft áður, jafn- framt því sem liðin hafa verið skipuð sterkari leikmönnum. Munar þar meSt um heimkomu fýrrverandi atvinnumanna í íþróttinni; leikmanna eins og Al- freðs Gíslasonar, Kristjáns Ara- sonar og Sigurðar Sveinssonar. Þrátt fyrir það hlé sem verður á keppni hér heima eiga íslensku landsliðsmennimir ærin verkefni fyrir höndum við að undirbúa sig sem best fyrir þá orrahríð sem framundan er í B- keppninni. Enda mun ekki af veita ef liðið á að standa undir þeim væntingum sem til þess eru gerðar; að komast aftur uppí A-flokk. Ef það tekst ekki er líklegt að áhugi lands- manna á þessari íþrótt minnki enn frekar, sem yrði hið versta mál. Markahæstur leikmanna í deildarkeppninni var stórskyttan í FH, Hans Guðmundsson, sem skoraði 165 mörk og í öðm sæti var Sigurður Sveinsson Selfossi sem skoraði 157 mörk. Úrslitakeppnin Þau lið sem náðu að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni um Is- landsmeistaratitilinn em FH, Vík- ingur, Selfoss, KA, ÍBV, Haukar, Fram og Stjaman. Samkvæmt því fyrirkomulagi sem nú er keppt eftir, í fyrsta skipti á íslandsmóti, mætir efsta liðið því sem var í áttunda sæti og svo koll af kolli. FH-ingar fá því Stjömumenn i heimsókn, Víkingar fá Framara í Víkina, Selfyssingar fá heimaleik gegn Haukum og sömuleiðis KA gegn Eyjamönnum. Til að tryggja sér sæti í undanúrslitum þarf við- komandi lið að vinna tvo leiki. Þurfi hins vegar að koma til þriðja leiksins fer hann fram á heimavelli fyrrnefnda liðsins. Að sama skapi þurfa Gróttu- menn og lið HK að keppa eftir sama fyrirkomulagi um áfram- haldandi sæti í 1. deild, en þessi lið urðu í tíunda og ellefta sæti. Það kom svo í hlut Breiðabliks að verma neðsta sæti deildarinnar og falla í aðra deild. Að öllu óbreyttu verða það svo lið ÍR og Þórs frá Akureyri sem koma upp úr annarri deild. An efa munu liðin, sem tryggt hafa sér sæti i úrslitakeppninni, æfa vel og mikið áður en flautað verður til leiks í næsta mánuði. Hins vegar standa þau misvel að vígi í þeim undirbúningi og lík- lega mun B-keppnin verða þeim liðum fjötur um fót sem eiga landsliðsmenn innan sinna raða. Samkvæmt þumalputtareglunni er næsta víst að FH nái að bera sig- urorð af Stjömunni, Víkingar eiga að vinna Framara, en síðan er það spuming hvort Selfoss vinnur Hauka og KA sömuleiðis ÍBV. Norðlendingamir eiga eng- an landsliðsmann og geta því einbeitt sér við æfingar fyrir loka- keppnina og sömuleiðis Eyja- menn, þótt Sigmar markvörður verði í Austurríki. Hið sama gild- ir um Haukana. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort þátttaka lyk- ilmanna úr Víkingi, Stjömunni, FH og Selfossi með landsliðinu, mun bitna á getu þessara liða þegar endaspretturinn um sjálfan lslandsmeistaratitilinn hefst. Geir Sveinsson og Hé&inn Gilsson ver&a bábir í eldlín- unni mei íslenska landsli&inu í B- keppn- inni i Austurriki. Hjalti „Úrsus" Arnason liggur útaf í orbsins fylltstu merkingu, en hann er i keppnisbanni og tekur af þeim sökum ekki þátt í Islandsmóti kraft- lyftingamanna sem fram fer í Garóabæ á morgun, laugardaginn 7. mars. Þeir sterkustu ekki með Allt útlit er fyrir að sterk- ustu kraftlyftingamenn landsins verði ekki með á Islandsmeistaramótinu í kraftlyftingum, sem að þessu sinni verður haldið í Garðabæ um helgina. Hjalti „Úrsus“ Ámason er í keppnisbanni, eins og kunnugt er, og þeir félagar Jón og Guðni, sem gerðu góða för á heimsmeistara- mótið í Svíþjóð á síðasta ári, verða ekki heldur með. Þá er lík- lcgt að „sterkasti maður heims“, Magnús Ver Magnússon, keppi ekki heldur. Það stefnir því í harða keppni milli hinna „lítt þekktu“ á þessu íslandsmeistara- móti. Meðal keppenda verður Auðunn Jónsson sem varð stiga- hæstur á nýafstöðnu íslands- meistaramóti unglinga í Borgar- nesi á hlaupársdag. Áuðunn er ekki aðeins upprennandi kraft- lyftingamaður heldur er hann einnig liðtækur spretthlaupari og hefur tekið þátt í frjálsíþróttamót- um. Geir Þórólfsson, formaður Kraftlyftingasambandsins, segir að keppendur verði ekki lyfja- prófaðir á mótinu sökum hins mikla kostnaðar sem því er sam- fara. Geir segir að það kosti 15- 20 þúsund krónur að senda eina pmfu utan til rannsókna og það sé einfaldlega ekki á færi Kraftlyft- ingasambandsins að greiða þann kostnað. Á aðalfundi sambandsins, sem haldinn var ekki alls fyrir löngu, kom það til umræðu hvort kraft- lyftingamenn ættu ekki að stofna sérsamband innan raða íþrótta- sambands Islands. Geir sagði að helsta mótbára kraftlyftinga- manna gegn því væri ótti þeirra við að vera „eltir uppi“ vegna þess orðs sem færi af meintri lyljanotkun þeirra. Hins vegar hlyti að koma að því fyrr eða síð- ar að kraftlyftingamenn yrðu aðil- ar að ÍSÍ. Föstudagurinn 6. mars

x

Helgarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.