Helgarblaðið - 06.03.1992, Side 21
_Q
Q
O
Œ)
O
ö
Helgar 20 blaðið
Ekki setjast
nálægt mér,
Kalli. Ég vil ekki
heyra neitt
ógeðslegt tal
um matinn
minn.
Taktu
þessuró-
lega. Ég
ætla ekkert
að tala um
iat yfirleitt
En langar þig til að heyra
gátu sem ég samdi?
Hver er munurinn á grænum
ánamaðki og tveggja tommu
löngum lifandi hor?
T
Ég get ekki
ímyndað mér
muninn
heldur.
Krístnir
kaupa klám
Sjónvarpsstöðin Kanal Syd á
Suður-Jótlandi hefur látið múta
sér til þess að sýna ekki klám-
mvndir á föstudagskvöldum.
Sjónvarpsstöðin hafði sett á dag-
skrá tvær klámmyndir, tvö föstu-
dagskvöld í röð. Eigandi kristilegr-
ar útvarpsstöðvar á Suður-Jótlandi
gerði þá eiganda sjónvarpsstöðvar-
innar tilboð um 10 þúsund danskar
krónur, eða um 100 þúsund ís-
lenskar, ef hann hætti við að sýna
myndimar, og var gengið að því.
„Þetta hefur ekkert með siðgæði
að gera,“ sagði eigandi sjónvarps-
stöðvarinnar, „þetta em bara hrein
viðskipti."
Hannes Hlífar Stefánsson hefur
barist af mikilli hörku i fyrstu
skákum sinum á Appel-mótinu.
Hann varö fyrstur til a& leggja
James Plaskett aö velii.
Mynd Kristinn
Reykjavíkurmótíð, það 15.
í röðinni, sem að þessu
sinni ber nafn Appel-fyrir-
tækisins, hefur einkennst af
mikilli baráttu, tímahraki
og alls kyns óvæntum úr-
slitum. I fyrstu tveim um-
ferðunum var frammistaða
James Plaskett helsta undr-
unarefni manna en hann
gerði sér lítíð fyrir og vann
bæði Jóhann Hjartarson og
Margeir Pétursson en tap-
aði síðan eftír snarpa bar-
áttu fyrir Hannesi Hlífari í
3. umferð.
Plaskett er mikill baráttujaxl en
honum hefur aldrei tekist sérstak-
Kotronias efstur á
flörugu Appel-skákmóti
lega vel upp hér á landi og er þar
skemmst að minnast alþjóðlega
mótsins í Vestmannaeyjum cn þar
setti hann fremur óvenjulegt mct
og tapaði sjö fyrstu skákum sínum,
lagði síðan Nigcl Short að velli í
glæsilegri skák. Gjörsamlega óút-
reiknanlegur skákmaður. Alexei
Shirov varð að frcsta fyrstu skák
sinni. Staðan sl. miðvikudag:
1. Kotronias 2 1/2 v. 2.-3. Jó-
hann Hjartarson og Plaskett 2 v. 4.
Shirov 1 1/2 v. og óteflda skák. 5.-
7. Helgi Olafsson, Jón L. Arnason
og Hannes Hlífar Stcfánsson 1 1/2
v. 8. Margeir Pétursson 1 v. og ól-
eflda skák. 9.-11. Renet, Conquest
og Þröstur Þórhallsson 1 v. 12.
Karl Þorsteins 1/2 v.
Af alþjóðlegu meisturunum hcf-
ur Hannes Hlífar Stefánsson tcflt
af meslri hörku en hann missti nið-
ur unnar slöður gegn Shirov og
Conquest. Jóhann hefur sótt sig
eftir tapið í fyrstu umferð og lagði
Renet að velli á býsna laglegan
hált.
2. umferð:
Jóhann Hjartarson
- Oliver Renet
Kóngsindvcrsk vöm
1. d4 Rfó 2. c4 gó 3. Rc3 Bg7
(Byrjanir margra ungra skák-
manna bergmála skákir Kasparovs.
En veldur hver á heldur. Jóhann
bregst við kóngsindversku vöm-
inni með sjaldséðri leið en ekki
hættulausri.)
4. e4 dó 5. RO 0-0 6. h3 e5 7.
d5 Ra6 8. Bg5 c6 9. Rd2 h6 10.
Be3 Rh7 11. g4 cxd5 12. cxd5 f5
I3.gxf5gxf5 14. cxf5Bxf5 15.
Rdc4 Rf6 16. Rg3 Bg6 17. Hgl
Rb4 18. Hgl Da5 19. Dd2 Kh7
(Vitaskuld ekki 19. .. Rbxd5 20.
Bc4! og vinnur.)
20. a3 Rbxd5!?
21. Bd3!
(Jóhann tckur þá skynsamlcgu
ákvörðun að láta manninn eiga sig
og cinblínir á afar viðkvæma
kóngsstöðu svarts. Eftir21. b4
Dxa3 22. Rxd5 Rxd5 23. Dxd4
Hac8 hefur svartur nægar
bætur.)
21... Re7 22. Bxg6+ Rxg6 23.
Rf5 Hg8 24. b4! Dd8?
(Meira viðnám var fólgið í 24. ..
Dxa3 því 25. Bxh6 má svara með
25. .. Rh4! Hinsvegar gefur 25.
Rxg7 Hxg7 26. Bxh6 frábær færi.)
25. Rxd6 Rh4? 26. Dd3! e4 27.
Rcxe4 - og Rcnet gafst upp.
Bakarí Brauðbergs
að Hraunbergi 4
Nýbökuð brauð, gómsætar
tertur og kökur í miklu
úrvali.
Mjólkurvörur og fleira.
Opið virka daga frá kl. 8:30 til 18:00,
laugardaga frá kl. 9:00 til 16:00 og
sunnudaga frá kl. 10:00 til 16:00.
Brauðberg
Hraunberg 4, sími 71272
Helgi
Ólafsson
Kasparov, Karpov og
Beljavskij efstireftir
sjö umferðir í Linares
Þrátt fyrir glæsileg tilþrif og
sigur yfir erkifjandanum A-
natolij Karpov hefur heims-
meistaranum Garrij Kasparov
ekki tekist að slíta sig lausan frá
helstu keppinautum sínum á
stórmótinu i Linares á Spáni sem
nú stendur yfir.
í sjöundu umferð gerði Garrij
jafntefli við Baarev og það varð til
þess að Karpov, sem vann sína
þriðju skák i röð, komst upp við
hliðina á honum og einnig Alex-
ander Beljavskij. Þremenningamir
eru allir með 5 vinninga af sjö
mögulegum. Mikil barátta, 17
jafntefli í 49 skákum, og furðulegir
afleikir hafa sett svip á mótið en
ótrúlegasti fíngurbrjótur í manna
minnum kom í skák Nigels Shorts
og Alcxanders Beljavskijs í 2. um-
ferð:
Short - Beljavskij
Short hefur ágæta vinnings-
möguleika í þessari einföldu stöðu.
En skyldi næsti leikur hans hafa
haldið fyrir honum vöku lengi?
58. Ke6 Bc8 mát!
Kasparov vann Karpov á leik-
andi léttan hátt í 2. umferð en síð-
an hefur hann bætt við sig fjórum
jafntcflum og glæsilegum sigri yflr
Boris Gelfand. Karpov vann Short
og Salov í fimmtu og sjöundu um-
fcrð, rétt eins og hann væri að
skcra út laufabrauð. Þess á milli
lagði hann heimamanninn Illescas í
mikilli baráttuskák en Spánverjinn
hefur afrekað það að sigra Baarev,
Jusupov og Ljubojevic.
Staðan eftir sjö umferðir:
1 .-3. Kasparov, Karpov og Belj-
avskij 5 v. 4.-5. Ivantsjúk og Tim-
man 4 v. 6.-8. Jusupov, Gelfand og
Illcscas 3 1/2 v. 9.- 11. Short, An-
and og Salov 3 v. 12.-13. Baarev
og Speelman 2 1/2 v. 14. Ljubojev-
ic 1 1/2 v.
Undirritaður féll hreinlega í stafi
þegar eftirfarandi sigurskák heims-
mcistarans í 5. umferð barst á fax-
tækinu. Þetta er „Kasparov-skák“
eins og þær gerast bestar. Til hlið-
sjónar skulu menn hafa 11. einvíg-
isskák Karpovs og Kasparovs í
New York 1990. Gelfand reynir að
endurbæta taflmennsku Karpovs
eftir hina óvæntu og djúphugsuðu
skiptamunsfóm i 13. leik. 20. leik-
ur Kasparovs, -Rb4, er afar áhrifa-
mikill en hugmyndin er að svara
21. a3 með 21. .. Ra2 t.d. 22. Hb3
Rcl og svartur hefur jafntefli i
hendi sér. Það er eins og Gelfand
hafí misreiknað sig eitthvað því 21.
a3 er best og hæpið að svartur eigi
meira en jafntefli t.d. 23. Hc3 a6
24. Hdxcl Bxcl 26. Hxcl axb5 27.
Rxb5! og hvítur má vel við una.
21. Rc2 er kannski eina óná-
kvæmni Gelfands en Kasparov
þarf ekki meira.
Boris Gelfand
-Garrij Kasparov
Kóngsindversk vöm
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4.
e4 d6 5. Be2 0-0 6. Rf3 e5 7. Be3
c6 8. Dd2 exd4 9. Rxd4 He8 10.
Rxd4 He8 11. f3 d5 11. exd5 cxd5
12. 0-0 Rc6 13. c5 Hxe3 14. Dxe3
Df8 15. Rcb5 Dxc5 16. Hacl Db6
17. Df2 Bd7 18. Ilfdl He8 19. Bfl
Bh6 20. Hc3 Rb4
21. Rc2 Dxf2+ 22. Kxf2 Rxc2
23. Hxc2 Be3+ 24. Kel Bf4+ 25.
Kf2 Be3+ 26. Kel Bgl+ 27. Kd2
Bxh2 28. Hel Hd8 29. Kdl Bf4
30. Rd4 a6 31. Bd3 h5 32. Hc3 h4
33. Bc2 Bg3 34. He2 Kg7 35. Hb3
Hb8 36. Hd2 b5 37. Ha3 Hb6 38.
b4 Bd6 39. Hb3 Rh5 40. Re2 Be6
41.a3g5 42. Rd4 Kf6 43.Rxe6
fxe6 44. Bd3 Rf4 45. Hc3 d4 46.
Hc8 Rd5 47. Ke2 Bf4 48. Hdc2
Re3 49. Kf2 Bg3+ 50. Kgl Rxc2
51. Hxc2 g4 52. fxg4 Kg5 53. Kfl
e5 54. Ke2 Kxg4 55. Hc8 Hf6 56.
Be4 Hf2+ 57. Kd3 Bf4 58. Hg8+
Kh5 59. Bd5 Bg5 60. Ke4 Hxg2
- Hér for skákin í bið en Gelfand
gafst upp án frekari taflmennsku.
Framhaldið gæti orðið 61. Kxe5
Bf6+J 62. Kxf6 Hxg8 63. Bxg8 d3
og hvítur ræður ekki við frípeðin.
Föstudagurinn 6. mars
Helgar 21 blaðið
Cohen var
á hausnum
Það kemur sennilega mörgum á
óvart að þegar Leonard Cohen sendi
frá sér „I’m Your Man“ árið 1988,
var hann nokkurn veginn á kúp-
unni, þótt plötur hans hefðu áður
selst í um 10 miljónum eintaka. Stór
hluti skýringarinnar er „að einhver
klárari en ég lét mig skrifa undir
vondan samning“, eins og hann segir
sjálfur frá.
Útgáfuréttinum af frægasta lagi Co-
hen, „Suzanne“, var nefnilega stolið
ásamt útgáfuréttinum að fleiri vinsæl-
um lögum hans. Cohen endurheimti
þennan rétt þó fyrir um þremur ámm,
eða um svipað leyti og hann kom fram
á listahátið í Reykjavík. Það bætti líka
íjárhaginn að seint á síðasta ári var
gefin út tvöföld plata, „I’m Your Fan“,
þar sem hinir ólíklegustu tónlistar-
menn taka lög eftir Cohen. Þar má
nefna hljómsveitina R.E.M., lan
McCullock, Pixies, Lloyd Cole, Jenni-
fer Wames og Nick Cave. En meðferð
hans á „Tower Of Song“ er í miklu
uppáhaldi hjá Cohen sjálfum.
Ameríska
ofur
dúóið
Þau eru sjálfsagt tnörg
heimilin í landinu þar sem
gamlar Simon and Garfunk-
el-plötur eru til illa lúnar af
mikilli notkun. ísiendingar
fóru ekki varMuta af þessu
bandaríska dúói frekar en
aðrar þjóðir í Vesturheimi.
En nú geta þeir sem hafa slit-
ið gömlu vínilplötunum upp
til agna kæst á nýjan leik,
vegna þess að Art Garfunkel
hefur valið 20 bestu lög
þeirra félaga á disk, undir
heitinu: „The Definitive Sim-
on and Garfunkel“.
A sama tíma og Víetnam-
stríðið var í hámarki, hljómuðu
ljúí'ar ballöður Simon and
Garfimkel úr viðtækjum heims-
ins. Lög eins og „Wednesday
Moming, 3 A.M.“, „Mrs. Ro-
binson“ og „Bridge Over Trou-
bled Water“. Það lag og sam-
nefnd breiðskífa urðu reyndar
fyrst til að ná fyrsta sæti sam-
tímis á listum i Bandaríkjunum
og Bretlandi, og um tvö hundr-
uð listamenn hafa spreytt sig á
þessu lagi á hljómplötum.
Samstarf tvímenninganna
rann eiginlega út í sandinn,
fremur en að því lyki formlega,
árið 1971 eins og miðað er við.
Þá höfðu þeir gefið út fimm
breiðskífúr, og sú síðasta
„Bridge Over...“ seldist í níu
miljónum eintaka. Eftir að
slitnaði upp úr samstarfinu
hafa þeir Simon og Grfunkel
tvívegis komið fram saman op-
inberlega. í fyrra skiptið á
ókejrpis tónleikum í Central
Park í New York, sem talið er
að hafi verið fjölmennustu tón-
leikar sögunnar, en þangað
mættu 400 þúsund manns. 1
seinna skiptið komu þeir fram
á góðgerðartónleikum árið
1990.
Nú er Paul Simon með virtari
tónlistarmönnum heimsins, en
lítið varð úr kvikmyndaferli
Arts Garfunkels, sem hófst
með leik hans í „Catch 22“ árið
1969. En hann lagði Simon til
röddina sem þurfti til að skapa
hina einstöku röddun sem alltaf
verður við þá kennd.
N akin á eftir
nunnunum
V
\
O
'Qf M
Heimir
Már Pétursson
Tori Amos er nafn sem heyrist æ
oftar nefnt. Fyrir nokkrum mánuð-
um var hún óþekktur tónlistarmað-
ur og vandræðagripur sem útgáfú-
fyrirtæki hennar í Bandaríkjunum
vissi ekki hvað það átti að gera við.
I dag er hún rísandi stjama í Bret-
landi.
Tori kemur úr trúaðri ljölskyldu í suður-
ríkjum Bandaríkjanna. Pabbi hennar var
prestur sem átti glæsilega konu en varg fyrir
móður, senr notaði livert tækifæri til að
troða góðum siðum inn í kollinn á
Tori. Þessu fylgdi siðferðilegt sam-
viskubit sem hún hefur glímt við öll
sín 28 ár og skilar sér í tónlistinni.
MóðirTori átti mikið plötusafn
með djassi og gospel-tónlist.
Þriggja ára gömul var hún farin
að spila eflir eyranu á pianó, svo
tilvalið þótti að senda hana í
klassískt píanónám. Hún var
hins vegar rekin úr tónlistar-
skólanum ellefu ára gömul,
vegna þess að henni þótti
skemmtilegra að spila lög
eftir Bítlana og Doors eftir
eyranu en þá Beethoven
og Mozart eftir nótum.
Um þetta leyti samdi
Tori fyrsta lagið sitt og
þegar hún var þrettán ára
fannst pabba hennar rétt
að hún fengi útrás með
því að spila lögin sín á
almannafæri. Hann
þjónaði þá sókn í
Washington DC. En það vildi enginn ráða
hina bamungu Tori nema hommabar í mið-
borginni. Þar spilaði hún í nokkur ár, ömgg
fyrir áreitni karlmanna, því þeir sýndu
pabba hennar, sem stóð álengdar þegar hún
kom fram, meiri áhuga en henni.
Tori Amos sótti meira en tónlistina í Do-
ors og Bítlana. Þangað sótti hún líka upp-
reisnina. Á unglingsámm klæddi hún sig í
þröngar snákalcðursbuxur og spreyjaði á sér
hárið. En þrátt fyrir gott útlit gckk erfiðlega
að ná samningi við útgáfufyrirtækin. Að
lokum tók eitt þeirra hana upp á arma sína
og gaf út með henni plötu. Hún seldist ekki
vcl. Þcgar Tori kom svo með pmfuupptökur
að nýju plötunni „Littlc Earthquakes” inn á
borð til útgáfunnar, lcist mönnum ekki á
blikuna og sendu hana til Bretlands, þar sem
hún sló í gegn.
„Little Earthquakes" minnir við fyrstu
hlustun á Kate Bush. En þegar nánar er lagt
við hlustir kemur í ljós að Tori Amos verður
ekki tengd við neina aðra listamenn. I Bret-
landi hefur henni þó verið líkt við Kate
Bush, Patti Smith, Joni Mitchell, Stevie
Nicks og Sinead O’Connor, svo einhverjar
stórkvensur séu taldar til sögunnar.
Þar sem Tori semur lög sín á píanó þarf
ekki að konra á óvart að það hljóðfæri er
ábcrandi á „Little Earthquakes". Textamir
hennar em litlar sögur undir sterkum áhrif-
um frá mórölsku uppeldi. Þcir fjalla um
lostafullar konur sem hungrar í karlmenn en
eru ofurseldar refsivendi trúarinnar, sem
krefst þess að konur séu óspjallaðar þegar
þær leggjast í eina sæng með hinum eina
sanna. Þá syngur hún um „hamingjusömu
vofuna senr eltir nunnumar nakin og ómáluð
í garðinum“. Þessum sögum er komið til
skila með vönduðum tónsmíðum.
Það er erfitt að gera upp á milli laga
á „Little Earthquakes". Lagið sem
veðjað hefur verið á í Bretlandi
heitir „Me And A Gun“, en ég
leyfi mér að mæla með „Precius
Things", „Leather“ og „Happy
Phantom".
Þessi fyrsta sólóplata Tori
Amos er fullskapað listaverk.
Það fer ekki á milli mála að
nýtt stórstimi er komið upp á
himininn og stjaman heitir
Tori Amos.
Tori Amos hóf feril
sinn ó hommabar í
Washington DC.
Föstudagurinn 6. mars