Helgarblaðið - 06.03.1992, Qupperneq 18
Fró Austur-
Afríku (kona
afTurkana-
þjób) - menn
þaóan segja
khat ekki
hóskalegra
sér en bjór
Evrópu-
mönnum, en
Ijóst er þó
oröió aö þaó
getur verió
lífshættuiegt
einnig þeim,
sem eru
vanir þvi.
Helgar 18 blaðið
Khat - nýtt fíkniefni komið til Norðurlanda
Nýs fíkniefnis hefur orðið
vart á Norðurlöndum og það
þegar verið bannað með lögum
í Danmörku, Noregi og Sví-
þjóð.
Efiii þetta er nefnt khat eða
catha edolis og er í blöðum kjarr-
tegundar sem vex víða um aust-
anverða Afríku. Þar og í Jemen
hefur neysla khats verið landlæg
í aldaraðir og eru blöðin sem
innihalda það bæði tuggin og
reykt.
Fíkniefni þetta hefur borist lil
Norðurlanda með innflytjendum
frá Austur-Afríku en ennþá telja
talsmenn lögreglu að neysla þess
hafi ekki breiðst út til annarra.
Hvað skaðlegum áhrifum við-
víkur flokkar lögreglan það með
hassi og amfetamíni, en telur þó
að víman afþví sé ívið mildari
en af amfetamíni.
Hvað sem því líður er engum
blöðum um það að fletta að efni
þetta er hættulegt, einnig fyrir þá
sem vanir eru neyslu á því. Það
sýndi sig fyrir skömmu í Dan-
mörku, er fjórir Sómalir hlupu i
ofsahræðslu út um glugga á
fjórðu hæð í pensjónati, þar sem
þeir bjuggu. Varð það þeirra
bani.
Hræðsla þeirra kom til af því
að kviknað hafði í hjá þeim, án
þess þó að úr yrði teljandi eldur
og varð hann auðveldlega
slökktur. I Ijós kom við rannsókn
á líkunum að mennimir fjórir
höfðu allir verið undir áhrifum
khats.
Austurafrísku innflytjendumir
em ekki hrifhir af því að þeim sé
bannað fíknilyf þetta sem þeir
segja að þeim þyki jafn sjálfsagt
að tyggja og Evrópumönnum að
drekka bjór.
Fyrir skömmu var Austur-
Aftíkumaður, ákærður fyrir
khat- neyslu, sýknaður. Réttur-
inn taldi hann hafa sannað að
neyslan á fikniefni þessu væri
Iiður í menningu þjóðar hans.
Þetta gerðist í Svíþjóð.
Gorbatsjov
í ítölsku blaða-
mennskuna
Míkhaíl Gorbatsjov, síð-
asti forseti Sovétríkjanna og
síðasti aðalritari kommún-
istaflokks þeirra réð hann
sig nýlega hjá ítalska blað-
inu La Stampa, sem gefið er
út í Torino, og verður hér-
eftir fastur greinahöfundur
við blaðið.
Ekki mun Gorbatsjov, sem
nú er 61 árs, þykja af veita.
Sem rússneskur eftirlaunaþegi
hefur hann í tekjur sem svarar
um 1800 ísl. kr. á mánuði.
Gera má ráð fyrir að í framtíðinni verði
„Þýskaland og þýskt gildismat“ ríkjandi í
Evrópu, þar á meðal á Norðurlöndum. Svo
komst kunnur sænskur fréttamaður, starfandi
við sjónvarp lands síns, nýlega að orði í þeim
flölmiðli. Eins og vænta mátti af sönnum Svía
máttí enginn á honum sjá hvort honum likaði
þetta betur eða ver.
Evrópu
spáð þýskri
framtíð
Meiri tilfinningasemi gagnvart
þessum framtíðarhorfum gætir í
ummælum Eduards Goldstiicker,
prófessors í germönskum fræðum
og í fremstu röð meðal háskóla-
manna Tékkóslóvakíu. „Við Tékk-
ar,“ sagði prófessorinn, „verðum nú
enn og aftur að horfast í augu við
valkosti, sem við höfum staðið
frammi fyrir síðan á 17. öld: Höld-
um við fast við þjóðareinkenni okk-
ar eða verður hitt niðurstaðan að við
hverfum smátt og smátt saman við
þýsku þjóðina?“
„Eins og Vindur..."
Goldstúcker segist telja að örlög
Tékka geti orðið þau að hverfa í
þýska þjóðardjúpið á tveimur eða
þremur kynslóðum, „eins og Vind-
ur“.
Þar mun átt við slavneska íbúa
austanverðs Þýskalands, en af þeim
er nú fátt efiir. Með tilvísuninni til
17. aldar er prófessorinn sennilega
að minna á hrakfarír Tékka miklar
fyrir Habsborgurum og þýskum
kaþólikkum í orrustunni á Hvítafelli
1620. Efiir þann slag var allmjög að
tékknesku þjóðemi þrengt og hið
þýska sótti á í Bæheimi á kostnað
þess.
Þctta cru tvö dæmi þess, hvemig
evrópskir og norðuramerískir frétta-
menn, menntamenn, stjómmála-
menn (þeir háttsettari af þeim síð-
asttöldu þó yfirleitt ekki opinskátt)
o.fl. fjalla um Þýskaland og Þjóð-
verja í ýmislegu samhengi um þess-
ar mundir. I þeirri umfjöllun gætir
öfundar, ótta, aðdáunar og jafnframt
er gengið út frá því sem vísu að
Þýskaland sé ekki einungis nú þegar
orðið öflugast Evrópuríkja, heldur
muni umsvif þess og áhrif í heims-
málum vaxa allmjög á komandi ár-
um og áratugum.
Undir þetta taka Kínvcrjar, sem
virða Evrópu fyrir sér kalt og hlut-
lægt langt úr austri. „Aðalatriði í
þýskum stjórnmáluin cr nú sú við-
leitni að fylla evrópska valdatóma-
rúmið,“ stóð fyrir skömmu skrifað í
World Affairs, málgagni kínverska
utanríkisráðuneytisins sem gcftð er
út á ensku.
„...Þjóðverji á 21. öld"
Að sögn þýska vikuritsins Der
Spiegcl svaraði Femando Pcrpina-
Robert Peyrá, ambassador Spánar í
Þýskalandi, á þessa leið er hann var
spurður hvað hann hcíði helst viljað
og vildi vcra á ýmsum öldum: „ítali
á 15. öld, Frakki á
19. öld, Bandaríkja-
maður á 20. öld og
Þjóðvetji á 21. öld.“
Allrasíðustu árin
hcfur áhuginn á því
að kunna þýsku stór-
aukist í mörgum
Evrópulöndum. Um
áramótin sóttu svo
margir um að kom-
ast í þýskunám í
Goethe-stofnuninni í
Róm að um 500 varð
að vísa frá. Er það í
fyrsta sinn sem sú
stofnun hefur ekki
getað tekið á móti
öllum þeim sem vilj-
að hafa læra þar
þýsku. 1989völdu,
að sögn Der Spiegel,
43 af hundraði sjö-
Bankahverfib í Frankfurt - efnahagslífi
Frakklands stjórnab þa&an?
lands fagnaó vió rikisdagshúsió i Berlin 3. okt. 1990 - sumum
oróib ískyggilega margir.
unda bekkjar nemenda í skandina-
vískum löndum þýsku sem skyldu-
fag í þrjú ár, 1990 um 50 af hundr-
aði. Fyrra árið völdu 20 af hundraði
þessara nemcnda frönsku til skyldu-
náms í þrjú ár, hið síðara 12 af
hundraði.
Þorleifsson
Vesturþýska rikið hafði fyrir
reglu jafnan að vera „pólitískur
dvergur“ þrátt fyrir mikla stærð í
efnahags- og fjármálum, eins og
Helmut Schmidt orðaði það eitt
sinn. Vesturþýskum ráðamönnum
þótti, með hliðsjón af nasískri fortíð
Þýskalands og ósigri þess í heims-
styrjöldinni síðari, vænlegast til
vandræðalítilla samskipta við vest-
ur- sem austurblökk að láta fara
hcldur lítið fyrir sér í alþjóðamálum.
En með sameiningu Þýskalands
varð það liðin tið.
Genscher
„demonstratífur"
Um miðjan jan. voru allmargir
vestrænir framámenn á ráðstefnu í
Washington og báru þar saman ráð
sín um hvað gera skyldi til hjálpar
ríkjum þeim sem þá fyrir nokkrum
dögum höfðu hætt að vera Sovétrík-
in. A fréttamannafund í ráðstefnu-
lok mættu ellefu höfóingjanna og
mæltu tíu þcirra þar á ensku. Frétta-
maður þýska blaðsins Súddeutschen
Zeitung skrifaði á eftir um „syngj-
andi áherslur de Michelis (utanríkis-
ráðherra Italíu), frekar texanska
ílugmannaensku Manfreds Wömer
(hins þýska framkvæmdastjóra
Nató) og veraldarvanan málflutning
van den Broek (utanríkisráðherra
Hollands).“
Aðeins einn ellefumenninganna
talaði á fundi þessum annað mál -
þýsku. Og sá var eins og kannski
hefði mátt vænta Hans-Dietrich
Genscher, utanríkisráðherra Þýska-
lands. Hann er sæmilega mæltur á
ensku.
í starfsemi Evrópubandalagsins
hafa enska og franska hingað til ver-
ið aðalmálin og hafa Þjóðverjar til
skamms tíma lálið það gott heita,
enda þótt langt sé síðan Vestur-
Þýskaland varð öfiugasta ríki
bandalagsins í cfnahags- og fjármál-
um. En ólíklegt er talið að Þjóðveij-
ar sætti sig miklu lengur við annað
en að þýska vcrði hafin upp til jafns
við hin málin tvö á EB-vettvangi,
enda er hún útbreiddasta tal- og rit-
mál i EB. (Og verður innan skamms
enn útbreiddari, er Austurríki bætist
við í bandalagið.) Vera kann að
Genscher hafi mcð „demonstratífri"
framkomu á nýnefndum frétta-
mannafundi verið að minna á þetta.
Frakkar una verst við
Saxnesk frekja, sögðu einhverjir í
aðalstöðvum EB í Brússel um þetta
hjá Genscher. (Hann er frá Halle.)
í viðbrögðunum gagnvart vaxandi
fyrirferð Þýskalands gætir þannig
skætings sem á sér rætur allt aftur í
fordóma Rómveija hinna fomu
gegn „barbörum“ norðan Alpa.
Meira er þó um að minnt sé beint og
þó einkum óbeint á umsvif Þjóð-
veija í Evrópusögunni á fyrri hluta
aldarinnar.
Mat Der Spiegel er að Frakkar
beri sig allra manna verst í hinum
nýju kringumstæðum og valdi því
að þeir hafi frá fomu fari átt erfitt
með að sætta sig við annað en að
vera forustuveldi Evrópu. Nú virðist
þeim sem efnahagsmálum Frakk-
lands sé mikið til stjómað frá þýska
seðlabankanum í Frankfurt og þar á
ofan séu Þjóðverjar að ýta þeim til
hliðar á sviði Evrópu- og alþjóða-
stjómmála. Á Ítalíu er landlæg að-
dáun á Þjóðveijum fyrir dugnað, en
í umræðunni þar gætir kvíða út af
því hve þeir séu orðnir margir (með
sameiningunni).
„Hverjir a&rir ...
Japanir?"
I kommúnísku ríkjunum fyrrver-
andi í austri og suðaustri frá Þýska-
landi fer saman ásókn í þýska tækni
og efnahagsaðstoð og kvíði út af því
að Þjóðverjar muni áður en vari
ráða þar lögum og lofum enn á ný.
Kvíðinn sýnist vera hvað mestur hjá
Pólvetjum og Tékkum, en hann hef-
ur þó ekki hindrað að þýskar fjár-
festingar hjá þeim síðamefndu eru
langt fyrir ofan það sem er þar frá
nokkru öðru erlendu ríki.
Ýmsir þykjast sjá fram á að Úkra-
ína muni einskis láta ófreistað til að
laða að sér þýskt fjármagn og tækni,
bágum efnahag sínum til viðreisnar,
og yfirleitt leita eftir sem mestum
samböndum við Þýskaland til efl-
ingar sér gagnvart Rússlandi.
Der Spiegel hefur eftir László
Lang, ungverskum áætlanasmið um
efnahagsmál: „Löndin hér (fyrrver-
andi fylgiríki Sovétrikjanna i aust-
anverðri Evrópu) eru þýskt áhrifa-
svæði. Hveijir ættu svo sem að fjár-
festa hér frekar en Þjóðverjar, Jap-
anir kannski?“
Föstudagurinn 6. mars