Helgarblaðið - 06.03.1992, Síða 10

Helgarblaðið - 06.03.1992, Síða 10
Helgar 10 blaðið Taugastríð um tilvist verkalýðshreyfingar Útgefandi: Fjörðurinn sf. Framkvæmdastjóm og hönnun: Sævar Guðbjömsson. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Ámi Þór Sigurðsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson. Fréttastjóri: Guðmundur Rúnar Heiðarsson. Ljósmyndari: Kristinn Ingvarsson. Prófarkalesari: Hildur Finnsdóttir. Umbrot: Silja Ástþórsdóttir. Auglýsingar: Svanheiður Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Dreifing: Sveinþór Þórarinsson. Heimilisfang: Síðumúli 37,108 Reykjavík. Sími á ritstjóm og afgreiðslu: 681333. Myndriti: 681935 Auglýsingasími: 681310 og 681331. Prentun: Oddi hf. Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Það er síður en svo daglegur viðburður að almennir kjarasamningar hafi verið lausir í hálft ár þegar aðilar vinnumark- aðarins setjast loks niður og fara að tala saman. Undanfama daga hafa fulltrúar samtaka launafólks og atvinnurekenda setið á fundum með ríkissáttasemjara um meginefni nýrra kjarasamninga. Enn- fremur hafa aðilar vinnumarkaðarins átt viðræður við ráðherra um hugsanlegan þátt ríkisvaldsins í kjarasamningunum. Fjölmiðlar hafa skýrt frá gangi við- ræðnanna og þar hefur komið fram að um sinn vilja samningsaðilar bíða með þau atriði sem snúa að atvinnurekendum og launaumslögin sjálf, en heQa leikinn á því sem kallað er forsendur kjarasamn- inga, þ.e. verðlagsmál, vaxtamál og at- vinnuþróun. Þetta eru atriði sem ræða þarf um við ríkisstjóm og bankana. Nú er orðið afar brýnt að fá úr þvi skorið hvort atvinnurekendur og ríkis- vald ætla sér að efna þjóðarsáttarsamn- ingana frá ársbyrjun 1990 um kjarabót til launafólks í nýrri þjóðarsátt. Forsenda nýrrar þjóðarsáttar getur ekki einungis verið að ríkisstjómin dragi til baka lífs- kjaraskerðinguna sem felst í árásunum á velferðarkerfið; kjör hinna verst stöddu þurfa einnig að batna umtalsvert til að verkalýðshreyfingin geti staðið upprétt í þeirri haráttu sem framundan er. I raun má segja að nú sé hafið taugastríð um tilvist verkalýðshreyfingarinnar. Ef sam- tök launafólks ætla að sigra í því stríði verða menn fyrst að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd að i landinu er við völd ríkisstjóm sem ætlar sér að fara allt aðrar leiðir en hingað til hafa viðgengist. Hún byggir á allt annarri hugmyndafræði en hingað til hefur talist gjaldgeng í ís- lenskum stjómmálum. Hún ætlar sér að brjóta niður verkalýðshreyfinguna líkt og gert var í Bretlandi og skerða áhrif samtaka launafólks. Það er veigamikill þáttur í hinum pólitisku og hagfræðilegu kenningum sem stjómin byggir starf sitt á. Atvinnuástand hefur ekki verið verra hér á landi í tuttugu ár, segir í skýrslu at- vinnumálahóps til Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins. Full ástæða er til að hafa áhyggjur af þeirri þróun sem orðið hefur síðustu tvo til þrjá mánuði og fyrirsjáanleg er á allra næstu mánuðum. Átvinnurekendur og ríkisvald nota sér þetta ástand í pólitískum til- gangi - ætlunin er að knýja fram núll- lausn í kjarasamningum eða eitthvað þaðan af verra í skjóli atvinnuleysisgrýl- unnar. Verkalýðshreyfingin má ekki undir neinum kringumstæðum leika þennan kjarasamningaleik á þeim for- sendum sem lagðar hafa verið af VSÍ og rikisstjóm. Verkalýðshreyfingin á að knýja fram aðgerðir til að spoma við at- vinnuleysinu, það dugar ekki að hafa áhyggjur og standa uppi ráðalaus. Verkalýðshreyfingin verður nú öll að standa saman um þá meginkröfú að breytt verði um stjómarstefnu og ríkis- valdið dragi úr áhrifum almenns sam- dráttar, t.d. með auknum verklegum framkvæmdum og bættri þjónustu á sviði heilbrigðis- og skólamála. í stað þessa hefur ríkisstjómin vaiið að magna áhrifin af samdrættinum með enn meiri samdrætti og niðurskurði í opinbera geiranum og þannig virðist tilgangurinn helga meðalið á þeim bæ. Staðan í kjaramálunum er óumdeilan- lega snúin. Hún snýst ekki bara um að veija kaupmáttinn og verja lífskjörin al- mennt, hún snýst um reisn verkalýðs- hreyfingarinnar i baráttu við óvinveitt ríkisvald. Þess vegna er nú mikilvægara en nokkm sinni fyrr að öll samtök launa- fólks snúi bökum saman og sýni órofa samstöðu og leyfi hvorki atvinnurekend- um né ríkisstjóm að reka fleyg þar í. Konur og stjórnarstefnan Á þessu ári verða liðin 70 ár frá því að fyrsta konan tók sæti á Alþingi. Þá voru liðin 7 ár fra því að konur sem orðnar voru 40 ára og eldri fengu kosningarétt til Alþing- is. Eftir áratuga kvenfrelsis- baráttu náðist huigjjráð tak- mark, en þá fóru konur líka að rekast á hina ósýnilegu veggi karlveldisins. Fyrsta til- raun til að koma konu á þing mistókst og því var gripið til gamalkunnugs ráðs í lands- kjörinu 1922 og boðinn fram sérstakur kvennalisti. Þegar Ingibjörg H. Bjama- son gekk inn um dyr Alþing- ishússins og tók sæti sitt í þingsölum hóf hún að ryðja grýtta braut sem ótrúlega fá- ar íslenskar konur hafa gengið eftír hennar dag. Ingibjörg var bam síns tíma með siði og venjur 19. aldarinnar að leið- arljósi. Hún eins og fleiri kvenfrels- iskonur vildi að konur hefðu áhrif á mótun samfélagsins og að hagur þeirra yrði sem bestur. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Ingibjörg tókst á við Jónas frá Hriflu sem ekki vandaði henni kveðjumar og geysileg breyting hef- ur orðið á lífi og aðstöðu íslenskra kvenna á þessum 70 ámm sem liðin em frá því að fyrsta konan var kjör- in á þing. Á leið upp brattann Islenskar konur hafa stöðugt sótt í sig veðrið, menntað sig, brotist inn í hveija atvinnugreinina af annarri, haslað sér völl í atvinnulífinu í ríkari mæli en annars staðar gerist og grip- ið til aðgerða í kvennabaráttu sem vakið hafa heimsathygli. Við höfum stigið skrefin eitt og eitt. Oft hefiir okkur fundist hægt ganga, enda mótstaðan hörð og skilningur ofl lít- ill. Þó höfum við þokast upp bratta hlíðina sem konur tóku að klífa seint á síðustu öld. Þrátt fyrir allt hefiir þjóðfélags- þróunin á þessari öld verið konum í hag. Konur hafa lagt mikið af niörk- um og m.a. verið gerendur í mótun þess velferðarkerfis í allra víðasta skilningi, sem á sínum tíma gerði giftum konum kleift að halda út fyr- ir veggi heimilisins þegar vinnu- markaðurinn kaliaði. Góð velferðar- þjónusta er enn í dag forsenda þess að flcstar þær konur sem hafa böm, fatlaða, aldraða foreldra eða sjúk- linga í sinni umsjá, séu virkar í at- vinnulífinu. Bókstafstrúarmenn við völd En skjótt skipast veður í lofti. Naprir vindar frjálshyggjunnar leika um þjóðfélagið og óveðursskýin hrannast upp. Sú ríkisstjóm sem nú vermir stóia hefur í algjöru umboðs- leysi hafið illa undirbúnar og handa- hófskenndar árásir á velferðarkerfið með þann skilning að leiðarljósi að þeir eigi að borga sem geta borgað (ofan á skattana), fátæklingunum eigi síðan að hjálpa. Það er ekkj lengur um réttindi allra að ræða, heldur er verið að taka upp eins konar fátækrastyrki eins og tíðkuð- ust ffam á kreppuárin. Ríkisstjómin stefnir að einkavæð- ingu rikisstofnana og valdatöku hinnar ósýnilegu handar markaðs- lögmálanna sem á að Ieiðrétta allar villur. Það er ekki spurt um þarfir, forgangsröð, gæði, orsakir eða af- leiðingar, hvað þá vilja fólksins í landinu. Bókstafstrúarmenn hafa tekið völdin, nema hvað hér er það ekki Allah sem ákallaður er, heldur Adam gamli Smith og Margaret Thatcher. Hvað þýðir þetta fyrir konur? Verða konur hraktar til baka til verri kjara og versnandi aðstöðu, eða eig- um við leik? Versnandi kjör Hér á landi horfum við upp á stór- felldan niðurskurð til heilbrigðis- og menntakerfisins. Minni þjónusta við sjúklinga, einkum gamalt fólk, þýðir aukið álag á fjölskyldumar (les: konur). Spítalamir boða m.a. að bamaheimilum verði lokað. Hvað á að verða um bömin sem þar eru? Til umræðu eru stórfelldar breytingar á Iögum um Lánasjóð íslenskra náms- manna sem hafa í for með sér mjög hertar endurgreiðslur námslána, sem koma harðast niður á þeim stéttum menntamanna sem lægst hafa laun- in, s.s. kennurum og hjúkrunarfræð- ingum (les: konum). Konur hljóta að hugsa sig um tvisvar áður en þær taka slík Ián, nema þasr ætli sér að beita fyllstu hörku í kjarabaráttunni að námi Ioknu eins og menntamenn á lánum munu verða að gera. Inn- heimta gjalda í skólum, svo og fyrir lyf og læknisþjónustu, lýrir kjör fjölskyldnanna í landinu og ákveð- inn hópur bamafólks verður fyrir skerðingu vegna þess að krukkað var í bamabætumar. Samdrátturinn í þjóðfélaginu og niðurskurðurinn hjá ríkinu mun verða til þess að barist verður um hveija einustu stöðu sem losnar. Yfirvinna minnkar og laun lækka þar með, en allt þýðir þetta versn- andi kjör. Hvemig skyldu konur fara út úr þeim slag? Atvinnuleysi fer vaxandi en ekki verður séð að ríkisstjómin telji það vera hlutverk sitt að grípa til aðgerða sem skapa mega vinnu í landinu. Enn sem komið er virðist atvinnuleysið bitna nokkuð jafnt á konum sem körlum ef Suðumesin em undanskilin en þar er atvinnuleysi kvenna ógnvæn- legt. Atvinnuleysi er mannskemm- andi þjóðfélagsböl, en ég óttast að hér sé upp mnninn tími hins „hæfi- lega atvinnuleysis“ eins og það var einu sinni kallað, líkt og gerist úti í Evrópu. Á atvinnuleysistímum er erfitt að bæta kjör kvenna sem em þó nógu slæm fyrir. Sfiórnviska aogerðaleysisins Við Kvennalistakonur höfum ítrekað bent á þá staðreynd að stöð- ugur straumur kvenna er frá lands- byggðinni til suðvesturhomsins og þaðan úr landi, einkum vegna fá- breytni atvinnulífsins í hinum dreifðu byggðum. Verði ekki í al- vöm hafin atvinnusköpum sem fyrst og ffernst tekur mið af konum á landsbyggðinni, mun þeim körlum fjölga sem sitja einir í kulda og trekki inn tii dala og út með sjó, meðan konur á höfuðborgarsvæðinu búa við tilfmnanlegt karlmanns- leysi. Svona stjómviska aðgerða- leysisins kann ekki góðri lukku að stýra. Danska fræðikonan Dmde Dahlemp, sem stjómað hefur rann- sóknum á norrænum konum, þátt- töku þeirra í stjómmálum og ýmsu því sem snertir líf og kjör kvenna, hefur látið þá skoðun í ljós að frjáls samkeppni, þessi lausn allra heims- ins vandamála, hafi ekki fært kon- um nokkum skapaðan hlut! Þetta er stór fúllyrðing og verulega umhugs- unarverð, en svo mikið er víst að í þeim rikjum þar sem ffjálst mark- aðskerfi hefur ráðið rikjum em áhrif kvenna á mótum þjóðfélagsins hverfandi. Það var baráttan gegn ffumskógarlögmálum markaðskerf- isins sem færði öilum almenningi, og þar með konum, bætt kjör og aukin réttindi, eflir því sem efna- hagslífið og tækniframfarir leyfðu. í þeim ríkjum sem reyndu að sameina í eina heild kosti markaðsbúskapar og félagslegan jöfnuð hefur staða kvenna verið einna best og áhrif þeirra mest (Norðurlöndin). En þar bregðast krosstré sem önnur tré. í Svíþjóð hafa vinir Davíðs tekið völdin, Finnar hafa orðið fyrir mikl- um áföllum vegna hmns Sovétríkj- anna en þessi tvö ríki stefna nú markvisst í faðm miðstýringarinnar miklu í Brússel. Líklega munu Norðmenn fylgja á eftir. Hvað verð- ur þá um okkur? Hvaða stöðu ætl- um við okkur í heimi þjóðanna? Allar leióir liggja til Briissel Evrópubandalagið er fyrst og fremst paradís stórfyrirtækjanna, þar sem menn trúa statt og stöðugt á hinn fijálsa markað og þarfir at- vinnulífsins hafa forgang. Þótt margt horfi til ffamfara innan hins mikla bandalags og konur sæki þar í sig veðrið, er ástandið í réttindamál- um kvenna verra og áhrif kvenna á alla stefnumótun mun minni en við eigum að venjast á Norðurlöndum. Allar leiðir liggja til Briissel að því er virðist og vindar markaðs- hyggjunnar blása gagmýnislaust um ráðamenn álíúnnar allrar, lika hér. Þeir vindar styrkja karlveldið og boða enn meiri hagvaxtardýrkun, þegar mannkynið þarf fyrst og fremst að taka höndum saman og bæta það tjón sem skefjalaus hag- vaxtar- og tæknidýrkun hefur valdið á jörðinni. Það bendir því allt til þess að þeir tímar sem við nú lifum muni reynast konum andstæðir og erfiðir. Hugmyndir og þjóðfélags- kerfi sem snúast um það að keppa, græða og hafa aðra undir ganga þvert á hugsjónir um jafnrétti, rétt- læti og bætt gæði mannlífsins. Það er afar mikilvægt að konur átti sig á því sem er að gerast og beiti sér af alefli gegn þeim öflum sem tekið hafa völdin og ganga nú ffam af miklu offorsi. Konur hafa mikið að veija, en það þarf líka margt að bæta og mörgu að breyta. Við eig- um að nýta okkur kosti markaðs- kerfisins sem vissulega em fyrir hendi, en draga úr kostnaði við vel- ferðarkerfið, þar sem hann er of mikill. Ekkert kerfi er heilagt, en þegar stefhan er tekin beint aflur á 19. öld og áratuga baráttu fyrir rétt- læti og velferð allra þegnanna er lagt fyrir róða, er mál að risa upp og segja: hingað og ekki lengra. Á sunnudag er 8. mars, alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Þá er tækifæri til að láta í sér heyra og það ætti engin kona að láta ónotað á þessum alvarlegu tímum. Föstudagurinn 6. mars

x

Helgarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.