Helgarblaðið - 06.03.1992, Page 7

Helgarblaðið - 06.03.1992, Page 7
Helgar ~I blaðið Islenski hópurinn sem fór út i febrúar sióastliónum og dvaldi þari 10 daga. Fá bót meina sinna í Mexíkó „Eftir að hafa verið í meðferð í vikutíma henti sjúk- lingur með heila- og mænusigg frá sér stafnum,“ sögðu þau Dagmar Koeppen kennari og Rafii Jóns- son, kennaranemi og trommuleikari, í viðtali við Helgarblaðið. Svo virðist sem æ fleiri Islend- ingar séu búnir að fá sig fullsadda á íslenska heilbrigðiskerfinu og leiti í síauknum mæli til Mexíkó til að leita sér lækninga. Það er þó hægara sagt en gert því að heildarkostnaðurinn við að fljúga þangað út og tíu daga meðferð kostar rúmlega 240 þúsund krón- ur. Þennan kostnað verða sjúk- lingamir að bera sjálfir því að þeir fá engan stuðning til farar- innar frá hinu opinbera. Það fer þó allt eftir eðli þeirra sjúkdóma sem viðkomandi ein- staklingar em haldnir, hversu lengi þeir þurfa að dvelja þar ytra. Sumir þurfa aðeins að vera þar í fimm daga meðferð og þá nemur kostnaðurinn á núvirði um 125 þúsundum króna. Islendingamir, sem farið hafa til Mexíkó og fengið bót meina sinna, hafa verið haldnir ýmsum sjúkdómum sem íslenskir læknar hafa ekki getað læknað með hin- um hefðbundu aðferðum lækna- vísindanna. Það er því ekki ófyr- irsynju að sjúklingar leita þangað sem lækningar er von, eftir að hafa reynt nánast allt sem ís- lenska heilbrigðiskerfið býður upp á. Sjúkrahúsið sem hér um ræðir er í Tijuana í Mexíkó, rétt handan við bandarísku landamærin, en er rekið af bandarísku stofnuninni American Biologics í San Diego í Kaliforníu. Þetta er lítið sjúkra- hús með 22 sjúkrarúm, en á degi hverjum eru teknir allt að 70 sjúklingar inn á göngudeild. Yftr- inn fái um lítra af vökva í gegn- um æð. Einnig fá sjúklingamir sprautur fyrir ónæmiskerfið sem er óvirkt í flestum þeirra sem þangað koma. Siðast en ekki síst fá þeir einnig sprautur sem innihalda frumur úr kálfafóstrum. Tilgangurinn með þessum fmmusprautum er að byggja upp skemmdir í líffærum og öðrum líkamshlutum, þ.e. að byggja upp og endurvirkja. Læknamir á þessu sjúkrahúsi vinna samkvæmt þeirri stefnu að engin lækning felist í brottnámi skemmdra líffæra. Þeir telja meira um vert að gera þau starf- hæf á ný með áðumefndri með- ferð. Undraverður bati Dagmar Koeppen kennari var fyrsti íslendingurinn sem fór til Tijuana í Mexíkó til að Ieita sér lækninga en það var í ársbyrjun í fyrra. Það var nánast fyrir tiívilj- un að hún komst í kynni við dr. Roberto Tapia í nóvember 1990 þegar hún var beðin að vera túlk- ur á fyrirlestri sem hann hélt hér. I framhaldi af því fékk Dagmar áhuga á að fræðast meira um meðferðannöguleika á hennar veikindum. Hún er með sjúkdóm í nýmahettum og að auki tvo aðra sjúkdóma. Eftir að hafa farið nokkrum sinnum í meðferð hjá dr. Roberto Tapia hefur líf Dag- mar breyst mjög til hins bctra og er hún núna fullkomlega vinnu- fær og nýtur lífsins til hins ýtr- asta. Aður en Dagmar fór í með- Eftir a& hafa farib nokkrum sinnum í meöferb hjá dr. Roberto Tapia hefur líf Dagrnar breyst mjög til hins betra og er hún núna fullkomlega vinnufær og nýtur lífsins til hins ýtrasta. læknir sjúkrahússins, og sá sem hefur yfirumsjón með Islending- unum sem þangað koma, er dr. Roberto Tapia M.D. Hann hefur oftar en einu sinni komið hingað til lands og nú síðast í lok nýlið- ins árs. Þá komst hann í fjölmiðla þegar heilbrigðisyfirvöld ömuð- ust við veru hans hér á landi. Það sem er einna merkilegast við þctta sjúkrahús, að mati þeirra sem þangað hafa leitað með góðum árangri, er sjálf með- ferðin. Hún felst í því að sjúk- lingurinn fær daglega upplausn í æð. Upplausnin er súrefni sem hjálpar til við að flytja efni hraðar til líkamsvefja. Auk þess fær sjúklingurinn vítamín og bætiefni ásamt efnum til uppbyggingar á ónæmiskerfi líkamans. A degi hverjum lætur nærri að sjúlingur- ferð hjá dr. Roberto var hún óvinnufær með öllu. Hún skreið upp stigana heima hjá sér og naut náttúrlega ekki einnar einustu mínútu í sinni tilveru, hvað þá að hún gæti gefið nokkuð af sjálfri sér til sinna barna né annarra. „Ég tók þá áhættu að fara þangað út og hef aldrei séð eftir því.“ Veikindi Rafns Jónssonar trommuleikara byrjuðu sem helti á öðrum fætinum sumarið 1988. Síðan leið og beið og það var ekki fyrr en sjúkdómurinn ágerð- ist að hann leitaði læknis. Eftir nokkrar rannsóknir og innlögn á Landspitalann kom úrskurðurinn: sjúkdómur í taugafrumum. Hann leggst á þær frumur sem stjórna hreyfingum líkamans og leiðir að lokum til lömunar. Og það sem verra var; læknar tjáðu Rafni að þeir kynnu engin ráð við þessum Rafn Jónsson, dr. Roberto Tapia og Dagmar Koeppen í Mexíkó. sjúkdómi. Rafn er nýkominn úr fimm daga meðferð á sjúkrahúsinu í Tijuana í Mexíkó og segist finna mun á sér til hins betra eftir þá sjúkrameðferð sem hann fékk þar ytra. Ástæðan fyrir því að hann lagði land undir fót var að hann hafði haft spurnir af þessum lækning- um og einnig hafði hann hlýtt á fyrirlestur sem dr. Roberto Tapia héll á Hótel Sögu í desember síð- astliðnum. Rafn segir að hér heima hafi ekkert verið hægt að gera varðandi hans sjúkdóm ann- að en að breyta um mataræði og það hall eflaust hjálpað honum eitthvað. Að öðru leyti hafi ís- lensku læknarnir sagl honum að bíða þess scm verða vildi. Rafn segir að í þeirri stöðu hafi ekki verið um annað að ræða en að drífa sig út lil Mexíkó. Þegar þangað var komið fékk Rafn upplausn í æð á hverjum degi og cinnig fékk hann spraut- ur, beint í vöðva, með lifandi kálfafrumum. Eftir dvölina ytra segist Rafn vera miklu hressari og skýrari en áður. Um frekari ár- angur af meðferðinni segir Rafn að það eigi bara eflir að koma í Ijós í ágúst þegar hann fer aftur út. Rafn segist ekki hafa fengið neina fullvissu fyrir bata hjá dr. Roberto Tapia að öðru leyti en því að ef hægt væri að halda sjúk- dómnum í horfinu frá því sem nú er þá væri það sigur. Sömuleiðis ef hægt væri að hægja á sjúk- dómnum, en ef hann næði mikl- um bata þá yrði það meiri háttar sigur. Rafn segist vita um tvö dæmi þess að tekist hafi að hægja á sambærilegum sjúkdómi með þeirri meðferð sem ástunduð er á sjúkrahúsinu í Tijuana. Samvinnuháskólinn -rekstrarfræði Rekstrarfræðadeild Samvinnuháskólapróf í rekstrarfræðum miðar að því að rekstrarfræðingar séu undirbúnir til forystu-, ábyrgðar- og stjórnunarstarfa í atvinnulífinu. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf af hagfræði- eða viðskipta- brautum eða lokapróf í frumgreinum við Samvinnuháskólann eða annað sambærilegt nám. Viðfangsefni: Öll helstu svið rekstrar, viðskipta og stjórnunar, s.s. markaðsfræði, fjármálastjórn, starfsmannastjórn, stefnu- mótun, lögfræði, félagsmál, samvinnumál o.fl. Námstími: Tveir vetur, frá september til maí. Frumgreinadeild til undirbúnings rekstrarfræðanámi. Inntökuskilyrði: Þriggja ára nám á framhaldsskóiastigi án til- lits til námsbrautar. Viðfangsefni: Bókfærsla, hagfræði, tölvugreinar, enska, ís- lenska, stærðfræði, lögfræði og félagsmálafræði. Einn vetur. Aðstaða: Nemendavist og fjölskyldubústaðir á Bifröst í Borg- arfirði ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði o.fl. Barna- heimili og grunnskóli nærri. Kostnaður: Fæði, húsnæði og fræðsla áætluð um 38.000 kr. á mánuði fyrir einstakling næsta vetur. Umsóknir: Með bréfi til rektors Samvinnuháskólans á Bifröst. Umsókn á að sýna persónuupplýsingar, upplýsingar um fyrri skólagöngu með afriti skírteina og um fyrri störf. Tvenn skrifleg meðmæli fylgi. Veitt er innganga umsækjendum af öllu land- inu. Þeir umsækjendur ganga fyrir, sem orðnir eru eldri en 20 ára og hafa öðlast starfsreynslu í atvinnulífinu. Námið hentar jafnt konum sem körlum. Umsóknir verða afgreiddar 25. apríl og síðan eftir því sem skólarými leyfir. Samvinnuháskólanám er lánshæft. Samvinnuháskólinn á Bifröst, 311 Borgarnesi - sími 93-50000. Föstudagurinn 6. mars

x

Helgarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.