Helgarblaðið - 06.03.1992, Qupperneq 16
Óttinn
við and-
skotans
kommana
Seint munu menn koma sér
saman um pottþétta túlkun
á þeirri atburðarás sem
leiddi til þess að Island
gekk í Nató og upp var
komið bandarískum her-
stöðviun í landinu.
Eins og kemur fram í nýlegri yf-
irlitsgrein Þórs Whiteheads í tíma-
ritinu Saga, en þar er hann að fjalla
um „Leiðina frá hlutleysi“, sem ís-
lenskir ráðamenn stigu á árunum
1945-49. Þar kennir of margra
grasa til að hvert og eitt verði
skoðað hér. En segja má að inntak
greinarinnar sé ekki sist það, að
færa að því rök að Bandaríkja-
menn hafi ekki gengið sérlega
fram með þrýsting á íslenska ráða-
menn til að fá þá til að hveifa ffá
þeirri hlutleysisstefhu sem Islend-
ingar höfðu sett sér. Þeir hafi þok-
ast smám saman inn á Natólínuna
af sjálfsdáðum. Sumpart vegna
þess að þeir óttuðust um sig í við-
sjárverðri veröld: voru blátt áfram
hræddir við Rússa og komma. Og
sumpart af því að það var hagstætt
efnahagslega að spila með Banda-
ríkjamönnum í þeirra heimstafli:
íslendingar lærðu fljótt, segir Þór
Whitehead, „að nota sér legu
Iandsins til að hafa gott af stórveld-
unum og hagnýta sér andstæður
milli þeirra“.
Lítil e2>a engin ógn
Sem fyrr segir: hér er ekki hægt
að fara út í alla sálma. Og verður
ekki reynt að meta saman einstaka
þætti þessa máls: hvað var þrýst-
ingur, hvað mútur, hvað sérgæska,
hvað ótti við Rússa. En vegna þess
að í Morgunblaðinu og Alþýðu-
blaðinu eru utanríkismál ffá
fimmta áratugnum tekin upp í til-
efni greinarinnar í Sögu, og þá
með óttann við íslensku kommana
sérstaklega í huga, þá er ekki úr
vegi að segja þar um nokkur orð.
Þór Whithead talar um það að
valdataka kommúnista í Tékkó-
slóvakíu hafi orðið til þess að færa
þá menn nær Natólausn sem áður
vildu í hlutleysi halda. Hann talar
líka um það, að þegar ráðherra-
nefnd þriggja flokka fór til Wash-
ington til undirbúningsviðræðna
um inngöngu íslands í Nató 1949
þá hafi verið haldið að henni tölv-
ert einum möguleika sem upp
hafði komið í „stórslysaleik“
bandarískra herforingja. En hann
var sá að ef til stríðs kæmi væru ís-
lenskir kommar vísir til þess að
taka flugvellina í Keflavík og
Reykjavík og halda þeim þar til
Rússar kæmu eða að minnsta kosti
eyðileggjaþá.
Sjálfur gerir Þór Whitehcad ekki
mikið úr þessum „möguleika“.
Hann segir reyndar á þessa leið:
„Þegar litið er um öxl er auðvelt
að segja að lítil eða engin ógn hafi
steðjað að landinu.“
En bætir því við, að þannig hafi
mál ekki blasað við íslenskum
ráðamönnum við upphaf kalds
striðs. Og er það réttmæt athuga-
semd svo langt sem hún nær: kalda
stríðið stigmagnaðist hratt um
þetta leyti, heimurinn fylltist af
njósnarahræðslu og samsæris-
kennningum, óttinn reið húsum og
er eins og menn vita hæpinn ráð-
gjafi.
Hrollur í ritstjórum
En nú bregður svo við, að þegar
t.d. Morgunblaðið og Alþýðublað-
ið fara „að líta um öxl“, þá kjósa
þau að draga aðrar ályktanir en hér
eru raktar úr grein Þórs White-
heads: semsagt þær að kommahá-
skinn hafi verið raunverulegur.
Ekki bara að aðstæður hafi verið
þannig að menn tóku mark á þeim
háska, heldur hafi háskinn sjálfur
verið römm alvara.
Lengst í þessa átt gengur leiðari
í Alþýðublaðinu (síðar tekinn upp í
Staksteinum Morgunblaðsins). Þar
segir á þá leið að það hljóti að
„vekja ugg hjá mönnum í dag“ að
lesa um „grunsemdir“ um að ls-
lendingar hafi verið nálægt því að
vera herteknir af Rússum á árunum
1945-49. Leiðarahöfundur bætir
því við að greinin í Sögu kippi
stoðum undan þeirri söguskoðun
að andóf gegn herstöðvapólitík hér
Bergmann
á landi hafi fyrst og ffemst verið
„þjóðemisleg vöm smáþjóðar“
sem hafði nýfengið ffelsi og vildi
ekki glutra því niður. Leiðarinn vill
henda þeim sjálfsagða skilningi frá
sér að þjóðin hlaut, í ffamhaldi af
fyrri sögu sinni, að skiptast í tvennt
við upphaf kalda stríðsins um það
hver ætti að vera staða hennar í
heiminum. Þess í stað vill hann
einblína á þetta eitt:
„Það er óhugnanlegt að lesa í
grein Þórs Whiteheads, að frá her-
ffæðilegu sjónarmiði hefði verið
ákjósanlegast fyrir Rússa að beita
fyrir sig „fimmtu herdeild" ís-
lenskra kommúnista vegna erfið-
leika Rússa við að flytja hingað
her. Þetta var nákvæmlega bragðið
sem Rússar notuðu í Eystrasalts-
ríkjunum og í Austur- Evrópu þeg-
ar jámtjaldið féll.“
valda eflir að hafa orðið stærsti
flokkur í sínu landi í kosningum,
þeir réðu forsætisráðuneyti og lög-
reglunni og skæruliðasveitum úr
stríðinu. Auk þess vom Tékkar þá
um skeið mjög hallir undir Rússa
(ekki barasta kommamir) vegna
þess að Vesturveldin höfðu bmgð-
istþeim í Miinchen 1938. Og þar
ffam eftir götum. Annarsstaðar í
Austur-EVrópu tóku kommúnistar
völd í krafti nærvem og beinnar
íhlutunar sovésks hervalds. Að því
er varðar Eystrasaltsríkin 1940 þá
vom þau innlimuð i ffamhaldi af
nauðungarsamningum og hemámi,
án þess að „fimmta herdeild"
kommúnista ynni hemaðarlega
undirbúnings vinnu.
Með öðrum orðum: það vom
engar ytri aðstæður fyrir hendi sem
ættu að senda „óhugnanlega"
strauma niður bakið á leiðaraskríb-
ent Alþýðublaðsins eða Staksteina
Moggans.
En hvað þá um kommana sjálfa
og þeirra sovétvinskap? Jú, sovét-
vinskapurinn var mikill upp úr
stríði. En enginn hefúr heyrt þess
getið að hann hafi verið á því stigi
að menn ætluðu sér að leggjast í
skæruhemað á flugvöllum í þágu
Rússa. Til slíks þarf náttúrlega
þjálfun og undirbúning og við
þekkjum Islendinga það vel, að
þótt ekki nema fimm menn eða tólf
hefðu komið saman einu sinni til
að ræða slíkan möguleika, þá væri
slíkur fundur löngu kominn út um
allan bæ. Fjarri fer því að ástæða
sé til að hvítþvo íslenska sósíalista
af skerfi þeirra til kalds stríðs - en
satt best að segja var þeirra sovét-
trú mjög í anda þess sem ítalskir
vinstrimenn hafa kallað „bið-
hyggju" (attendismo). En bið-
hyggjan sagði þá sem svo: sósíal-
isminn fyrir austan mun fljótt og
vel sýna heimsbyggðinni fagurt
mannlíf og sú fyrirmynd mun gefa
okkur byr undir vængi.
Helgar 16 blaðið
Blaðaljósmynd
ársins 1991
Þeir sem áhuga hafa á góðum
fréttamyndum ættu að leggja
leið sína í Listasafn ASÍ á morg-
un, laugardaginn 7. mars, því að
þá verður opnuð þar sýning á
blaðaljósmyndum frá síðasta ári.
Það eru Blaðamannafélag ís-
lands og Blaðaljósmyndarafélagið
sem standa að þessari sýningu á
bestu blaðaljósmyndum nýliðins
árs. Við opnun sýningarinnar
verða veitt verðlaun fýrir bestu
myndimar í sjö efnisflokkum, auk
þess sem útnefnd verður „Blaða-
ljósmynd ársins 1991“.
Alls bámst um fjögur hundmð
myndir í forkeppnina ffá um þijá-
tíu blaðaljósmyndurum, en þriggja
manna dómnefnd valdi úr þær ná-
lega eitt hundrað myndir sem
sýndar verða. Mikillar fjölbreytni
gætir í myndefni sýningarinnar en
efnisflokkar hennar em: ffétta-
myndir, íþróttir, skop, daglegt líf,
portrett, myndraðir og opinn flokk-
ur.
Sýningin verður opin almenn-
ingi kl. 16-19 á morgun, opnunar-
daginn, og síðan alla daga kl. 14-
19 ffam til 15. mars næstkomandi.
Skemmtileg músik
Það er algengur misskiln-
ingur hjá þeim, er vita ekki
betur, að svokölluð „klass-
ísk“ eða „alvarleg" músik
sé alltaf svo „þung“ og
„leiðinleg". En því fer víðs
ijarri. Þessi tónlist spannar
allar mannlegar kenndir.
Meira að segja skens og
spaug.
Tónleikar Kammersveitar
Reykjavíkur fimmtudaginn 27.
febrúar að Kjarvalsstöðum vom
gott dæmi um það.
Þeir hófust á Nonet eftir tékk-
neska tónskáldið Bohuslav Mart-
inu. Hann var mjög afkastamikill
og afar mistækur. En bestu verk
hans em mikil músik. Nonettinn er
til dæmis bráðskemmtilegur. Og
var ákaflega vel fluttur af Blása-
rakvintett Reykjavíkur, en Rut
Ingólfsdóttir, Graham Tagg, Bryn-
dís Halla Gylfadóttir og Richard
Kom léku með.
Þór Guðjónsson
Verk Páls P. Pálssonar, Morgen,
fyrir söngrödd og nokkur hljóðfæri
er reyndar ekki skemmtiverk,
heldur alvarleg og mjög falleg og
eiginlega hárómantísk hugleiðing
um hið fræga ljóð eftir John Henry
Mackay.
Það var Rannveig Bragadóttir
sem söng alveg prýðilega en
Reykjavíkurkvartettinn lék ásamt
Bemharði Wilkinsson, Kristjáni Þ.
Stephensen, Einarí Jóhannessyni
og Ónnu Guðnýju Guðmundsdótt-
ur. Höfundurinn stjómaði. Reykja-
víkurkvartettinn skipa Rut Ingólfs-
dóttir, Zbigniew Dubik, Guð-
mundur Kristmundsson og Inga
Rós Ingólfsdóttir.
Síðari hluti tónleikanna var
hrein skemmtimúsik. Þá vom flutt
tvö verk eftir ítalska tónskáldið
Luciano Berio. Hann er mikill
framúrstefnumaður, en hefur víða
komið við í tónlist sinni, jafnvel
útsett lög eftir Bítlana.
Verk hans Opus Number Zoo er
samið um nokkrar skringilegar
dýravísur. Blásarakvintett Reykja-
víkur spilaði með glæsibrag. Hann
á fyllilega skilin menningarverð-
laun DV er hann hlaut nýlega. Og
svo lásu strákamir, Bemharður
Wilkinsson, Daði Kolbeinsson,
Einar Jóhannesson, Jósef Ogni-
bene og Hafsteinn Guðundsson,
vísumar skondnu með frábærum
tilburðum.
Berio samdi mörg verk fyrir
konu sína, söngkonuna Cathy Ber-
berian. Þar á meðal útsetti hann
nokkur þjóðlög frá ýmsum lönd-
um. Tvö laganna em reyndar
fmmsamin af honum sjálfúm og
önnur tvö em eftir Bandaríkja-
manninn John Jakop Niles. En
þjóðlögin sjálf em ffá Frakklandi,
og kannast margir við þau í útsetn-
ingu Canteloube, Ítalíu, Sikiley,
Sardiníu, Armeníu og Aserbædjan.
Síðasta þjóðin mælir á tungu af
tyrkneska málaflokknum eins og
þjóðir Mið- Asíu. Þar em ævin-
týralönd sem við ættum að reyna
að kynnast betur. Og þar em fal-
legustu konur á jörðunni. Og ef
þér ekki trúið mér, þér vantrúuðu,
skuluð þér sjálfir þangað fara og
koma aldregi aftur.
Flest vom ljóðin um ástina sem
virðist hvarvetna sjálffi sér lík.
Areiðanlega elskast jafnvel púk-
amir í helvíti. Og skyldi þeim vera
það of gott greyjunum. Það elska
þá víst fáir aðrir.
En það var Rannveig Bragadótt-
ir sem söng þetta allt saman mjög
skilmerkilega. Á hljóðfærin léku
Martial Nardeau, Einar Jóhannes-
son, Eggert Pálsson, Steef van
Oosterhout, Elísabet Waage, Gra-
ham Tagg og Bryndís Halla Gylfa-
dóttir. Bemharður Wilkinsson
stjómaði.
Þetta var ekki aðeins hið besta
gaman. í því var mikill og Qöl-
breyttur kúltúr, gamall og nýr,
kominn héðan og þaðan í eina
góða blöndu.
Og því meiri kúltúr í lífi okkar,
helst „hákúltúr", því miklu betra.
Kúba nordursins?
Bíó og eistlensk grafík
í Norræna húsinu
Rangur samanburður
Hér er flest rangt. Það er rétt að
Rússar gátu varla gert áhlaup á ís-
land í þá daga, eins og flotastyrk
var háttað. En það getur varla verið
„óhugnanlegt" að lesa um að eitt-
hvað hefði kannski verið „ákjósan-
legast fyrir Rússa“ vegna þess að
hér er eingöngu um að að ræða
stríðsleik - einn af mörgum (sem er
m.a. notaður til að hræða ísienska
ráðherra til fylgis við Nató). Hér
vom ekki vopnaðar sveitir komm-
únista. Hvað sem líður vangavelt-
um um vilja og hneigð, þá kom
það aldrei til greina að íslenskir
sósíalistar gerðu eitthvað svipað og
tékkneskir kommúnistar. Menn
gleymi því ekki að þeir komu til
Lengra náði það nú ekki. Og ís-
land gat heldur ekki orðið „Kúba
norðursins" eins og fjasað var um í
Alþýðublaði og Morgunblaði.
Kúbufyrirbærið er það, að róttæk-
Iingar taka upp skæruhemað gegn
einræðisherra. Til að hefja skæm-
hemað þarftu ekki aðeins áhuga á
slíkri skemmtun sem og vopn -
heldur líka þær algengu suðuram-
risku forsendur að ungir ídealistar
em tilbúnir að leggjast út gegn
óvinsælum einræðisherra (eins og
Batista á Kúbu). Til að gera ísland
að ,4^úbu norðursins" þarftu fyrst
að afnema lýðræðið og eignast eins
og eina „górillu“ til að píska lands-
menn til vopna.
Gáum að þessu.
Norræna húsið býður upp á
norska unglingamynd og eist-
lenska grafík um þessa helgi og
fyrirlestur um myndlist í Eist-
landi á mánudag.
I dag, föstudaginn 6. mars, kl. 17
verður opnuð sýning á grafikverk-
um eftir Júri Arrak í anddyri Nor-
ræna hússins og verður listamaður-
inn viðstaddur opnunina. Mánu-
daginn 9. mars kl. 20.30 heldur
hann svo fyrirlestur með Iitskyggn-
um í fundarsal Norræna hússins
um myndlist í Eistlandi.
Á sunnudaginn, 8. mars, kl. 14
verður sýnd í fúndarsal Norræna
hússins norska unglingamyndin
Piratene, sem gerist í litlum bæ i
Norður-Noregi. Þar em ungling-
amir orðnir þreyttir á því að ekki
sé tekið mark á þeim og því grípa
þeir til þess ráðs að stofna „sjóræn-
ingjaútvarp“. í fyrstu er þetta sak-
laust grín og gaman en síðan fara
hjólin að snúast og þá...Hér er á
ferðinni spennumynd fyrirböm 12
ára og eldri; Frítt inn og í hléi verð-
ur boðið upp á ávaxtasafa.
Föstudagurinn 6. mars