Helgarblaðið - 06.03.1992, Qupperneq 8
Helgar 8 blaðið
Mín útivist:
Auður Sveins-
dóttir, formaóur
Landverndar
„Það besta sem ég geri
er að fara út í guðs-
grænna náttúruna til að
ganga og þá helst fyrir ut-
an þéttbýlið. A vetuma er
ég svo á gönguskíðum.
Svo á ég sumarbústað
uppi við Elliðavatn þar
sem unaðslegt er að vera
og róta svolítið í mold-
inni. Mér finnst áhugi al-
mennings á útivist hafa
aukist á vissan hátt að
undanfömu en þó er ekki
laest við að mér finnst
gæta of mikillar tækja-
dellu út í náttúmnni.
Jafnffamt þykir mér
sem margir leiti heldur
langt yfir skammt í sinni
útivist því það er hægt að
finna marga stórkostlega
staði ekki langt frá höf-
uðborgarsvæðinu. Enn-
fremur fínnst mér það
mikil synd að almenning-
ur skuli ekki eiga þess
kost að komast upp í
Heiðmörk nema í einka-
bíl. Þangað ættu almenn-
ingsvagnar að ganga. Að
öðm leyti er ég ekki í
nokkmm vafa um að fólk
er orðið mun meðvitaðra
en áður um gildi þess að
hreyfa sig. Hins vegar
finnst mér það skjóta
nokkuð skökku við að
þeir sem ástunda líkams-
ræktarstöðvar sér til
ánægju og heilsubótar,
skuli bæði fyrir og eftir,
stíga upp í bíl þar sem
það situr hreyfingarlaust í
stað þess að hjóla eða
ganga þegar það á við.
Veðu r:
A morgun má búast
við vaxandi suðaustanátt
og heldur hlýnandi veðri.
Nokkuð hvasst verður
sunnanlands og vestan,
snjókoma og sioar
rigning þegar líðar tekur
á daginn. Urkomulítið
norðaustanlands.
Á sunnudag verður
hvöss sunnanátt og 5-8
stiga hiti framan ar degi.
Rigning eða súld sunnan-
lands, en að mestu þurrt
á Norður og Norðaustur-
landi. Síðla dagsins
kólnar með suðvestanátt
og þá má búast við
slyaduéljum sunnan- og
vestanlands.
Norðurlöndin gætum við fengið
þau til að gæta hagsmuna okkar
innan EB. Hugarleikfimi á borð
við þá að Island verði eins konar
heimastjómarsvæði hinna Norður-
landanna í alþjóðlegu samstarfi,
lýsir vel þeim hnút sem reynt er að
leysa.
Týndir íslendingar
Davíð fylgist hljóður með. Myndin er
tekin á fundi forsaetisróðherra
Norðurlanda í Reykjavik sl. haust.
Mynd: Jim Smart.
Við upphaf Norðurlandaráðsþings héldu forsætisráð-
herrarnir blaðamannafund um framtíð norræns sam-
starfs. Umkringdir hljóðnemum og myndavélalinsum
ræddu þeir fjálglega um nauðsyn þess að breyta
starfsháttum Norðurlandaráðs þannig að það nýttist í
hinu nýja starfsumhverfi þegar Norðurlöndin væru
gengin í Evrópubandalagið.
Verður Island
heimastjórnarsvæði?
Forsætisráðherramir ræddu líka
glaðbeittir um fjárfestingaverkefni
Norðurlandanna i Eystrasaltsrikj-
unum en vonir standa til að
Eyststrasaltssvæðið verði „hag-
vaxtarkjaminn" í Evrópu. Uti í
homi, við enda ráðherraborðsins,
sat hrokkinhærður maður íslenskur
sem blandaði sér ekki í þessa um-
ræðu um framtíðina. Þegar þessi
fámáli maður ávarpaði 40. þing
Norðurlandaráðs daginn eflir, var
enginn af hinum áköfu forsætis-
ráðhermm í salnum til að hlýða á
mál hans.
Nokkmm dögum síðar hitta ut-
anríkisráðherrar Norðurlandanna
starfsbræður sína frá Eystrasalts-
ríkjunum, Rússlandi, Póllandi og
Þýskalandi til að ræða stofnun
Eystrasaltsráðs. Á þá ráðstefnu fær
íslenski utanríkisráðherrann ekki
einu sinni að mæta sem áheyrnar-
fulltrúi þrátt fyrir ósk þar að lút-
andi.
Dúsa vor
En við Islendingar getum hugg-
að okkur við að nú á jafnframt að
leggja áherslu á „Vestur- Norður-
löndin", Island, Grænland og Fær-
eyjar. Þessi lönd fá kannski eigið
ráðherraráð. Helsti gallinn við
þessa annars ágætu hugmynd er að
nær allir líta á þetta sem dúsu fyrir
þesssar skrítnu fiskveiðiþjóðir svo
að þær verði ekki til vandræða
þegar samstarf Norðurlandanna fer
að snúast um „innanríkismál“ Evr-
ópubandalagsins. Á hinum glæstu
framtíðamppdráttum skriffinnanna
er Isiand eins og vandræðalegur
blettur.
Þetta hátíðarþing Norðurlanda-
ráðs hefur þunga undiröldu. Allir
viðurkenna nauðsyn þess að end-
urskoða starf ráðsins í ljósi
breyttra aðstæðna en erfiðara er að
koma sér saman um niðurstöðuna.
I öllum umræðum og ennffemur í
skýrslu vinnuhóps fulltrúa forsæt-
isráðherranna er gengið út frá því
að evrópska efnahagssvæðið sé
bara til bráðabirgða og innan
skamms verði fiest eða öll Norður-
löndin í EB.
En jafnvel þótt ekkert annað
komi til mun EES-samningurinn
breyta ýmsu fyrir starfsemi Norð-
urlandaráðs þar sem ýmis málefni
ráðsins munu færast yfir á vett-
vang EES og EB.
Fjórar stoðir
Sérfræðingar sem fylgst hafa
með EB-umræðunni í Danmörku
telja að ákafi Dana í að fá hin
Norðurlöndin með í EB stafi ekki
minnst af ótta þeirra við þann Evr-
ópuhugsjónaeld sem brennur sunn-
ar í álfunni. Danir hafa eiginlega
aldrei litið á sig sem hluta af Evr-
ópubandalaginu og allar skoðana-
kannanir sýna að þeir hafa afar
takmarkaðan áhuga á Evrópusam-
runa og evrópsku þjóðemi. Danir
vona að lilkoma Norðurlandanna
muni „kæla“ samstarfið ögn.
Raddir að norðan yrðu líka fleiri
innan bandalagsins. Hér á þingi
Norðurlandaráðs verður maður var
við að sumir gera sér svo háar hug-
myndir um áhrif Norðurlandanna
innan EB að það er næstum eins
og EB ætli að ganga í Norðurlönd-
in en ckki öfugt.
Vonin um öfiugt samstarf innan
EB er driíkrafturinn í þeim breyt-
ingum sem nú á að gera á Norður-
landaráði. Um er að ræða að skipta
samvinnu Iandanna í fjórar svo-
kallaðar stoðir:
1. Samstarf milli allra Norður-
Iandanna með formlcgum sam-
starfsstofnunum en að þetta sam-
starf verði ekki eins víðtækt og nú
er.
2. Samstarf einstakra Ianda
(tveggja eða fieiri) innan EB/
EFTA/EES.
3. Samstarf til að gæta hags-
muna Norðurlanda gagnvart öðr-
um löndum utan EB/EFTA, t.d.
gagnvart Eystrasaltslöndunum og
löndum í Austur-Evrópu.
4. Samstarf milli tveggja eða
fleiri landa að því er varðar tví-
hliða eða svæðisbundin mál.
Þegar litið er á þessar fjórar
stoðir og haft í huga að ísland,
Grænland og Færeyjar gætu orðið
einu Norðurlandaþjóðimar utan
EB innan fárra ára, er augljóslega
hætta á því að áherslan muni fær-
ast mjög yfir á stoð 2 og 3 og við
eigum eftir að sjá hver yrði hlutur
Islands í því samstarfi.
EB klýfur Nor&urlönd
Áherslan á samvinnuna um-
hverfis Eystrasalt, stofnun Eystra-
saltsráðsins og vonin um samvinnu
innan EB vekur ugg hjá vestnor-
rænu þjóðunum. Ef samstarf Norð-
urlandanna á í auknum mæli að
ráðast af svæðaskiptingu og aðild
að alþjóðlegum bandalögum er
hætta á klofningi. Mjög skýr lína
virðist vera að myndast þvert í
gegnum Norðurlandaráð: austur-
vestur, EB- ekki EB. Til að komast
framhjá þessari skiptingu grípa
margir til þess ráðs að spá ísíandi
inn í EB. I viðtali við Hufvudst-
adsbladet sagði Jaakko Iloniemi,
talsmaður samtaka finnska at-
vinnulífsins og helsti Evrópusér-
fræðingur Finna, að Island myndi
einnig gerast aðili að EB. Hann lét
í ljósi þá skoðun að ísland fengi
undanþágur frá reglum EB varð-
andi fisk og innflytjendur. Þeir
skriffmnar sem ég hef rætt við
segja hins vegar að ísland muni
skrífar frá Helsinki
aldrei geta fengið slíkar undanþág-
ur til frambúðar þar sem þær brjóti
í bága við grundvallarhugmyndina
að baki Evrópusambandinu. Bæði
finnskur embættismaður í utanrík-
isráðuneytinu og danskur ráðgjafi
ráðherraráðsins í Kaupmannahöfn
hafa ýjað að allnýstárlegum hug-
myndum í mín eyru. í stuttu máli
ganga þær út á það að íslendingar
geti öðlast eins konar aukaaðild að
EB í gegnum hið nýja og öfluga
ráðherraráð Norðurlandanna. Við
yrðum með öðrum orðum utan við
EB en með samvinnu við hin
í umræðunni um framtíð Norðu-
landaráðs heyrist lika nefndur sá
möguleiki að ráðið leggi upp laup-
ana eða verði að minnsta kosti
ekki svipur hjá sjón þegar samstarf
Norðurlandanna fer fram á vett-
vangi EB. Þessi hætta er fyrir
hendi ef ráðið ætlar að kljúfa sjálft
sig í herðar niður og einangra vest-
urhlutann.
Ef til vill lýsir ræða Esko Ahos,
forsætisráðherra Finnlands, á af-
mælisfundi Norðurlandaráðs and-
anum á þinginu best. Öll ræðan
fjallaði um dásemdir Evrópusam-
runans og það virtist ekki hvarfla
að honum að innan norræns sam-
starfs væri að finna þjóðir sem
hefðu annars konar hagsmuni og
áherslur. í umræðunni um þessi
meginmál þingsins erum við ís-
lendingar einfaldlega týndir. Fríða
Á. Sigurðardóttir hefur komið í
veg fyrir að við hyrfum alveg.
Flutningur Sigríðar Snævarr sendi-
herra á þakkarræðunni sem Fríða
ætlaði að fiytja við móttöku bók-
menntaverðlauna Norðulandaráðs,
kom íslandi inn á kortið. Texti
Fríðu hreif alla viðstadda í Fin-
landia-húsinu og um stund var
reglulega indælt að vera íslending-
ur á þessu Evrópuþingi norrænna
þjóða.
Glæpur að þýða ekki Fríðu
Það er glæpsamlegt
að þýða ekki verk bók-
menntaverðlaunahafa
Norðurlandaráðs.
Rithöfundurinn P.O.
Enqvist fullyrðir þetta
og bætir við að það eigi
að vera sjálfgefið að
verðlaunabækumar séu
þýddar á hin Norður-
landamálin. I fréttatil-
kynningu frá Norrænu
félögunum, sem eru
sjálfstæð samtök ein-
staklinga og stofnana,
segir að óvíst sé hvort
verðlaunasaga Fríðu Á.
Sigurðardóttur, Meðan
nóttin líður, verði þýdd
yfir á sænsku.
Peter Curman, for-
maður sænska rithöf-
undasambandsins, segir
í Nordens tidning að
stjómmálamenn van-
virði bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs.
Curman, ásamt rithöf-
undunum Enqvist,
Herbjörgu Wassmo og
Mörtu Tikkanen telur að
peningaupphæðin sem
veitt er i verðlaun sé
alltof lág til að vekja
virkilega athygli á bók-
menntaverðlaununum.
Föstudagurinn 6. mars