Helgarblaðið - 06.03.1992, Síða 12
Helgar 12 blaðið
Umferð
í fötum
■■■■■■HpBHnnipBBBnppnHH
Borgarstjóm Reykjavíkur þjóðfélagsins af umferðarslysum.
fækkaði vemlega ferðem
strætisvagna Reykjavíkur á
síðasta ári frá því sem verið
hefur undanfama vetur.
Maigir hafa orðið til að mót
mæla fækkuninni, bæði eir
staklingar og félagasamtö't
eins og Bandalag kvenna
Reykjavík og Öryrkjabandalag
íslands. í mótmælunum er
bent á að margir em háðir
strætísvögnum tíl að komast
leiðar sinnar í borginni og
fækkun strætísvagnaferða
auki enn á umferð einkabíla í
borginni en umferðin er talin
mestí mengunarvaldur höfuð-
borgarinnar. Þessum mót-
mælum hefur formaður
Strætísvagnanna svarað á
þann veg að það sé of dýrt að
reka strætí svagnana og það
sé óeðlilegt að þeir sem
aldrei notí þjónustu þeirra
niðiugreiði hana fyrir hina
sem njóta hennar.
Arið 1990 var beinn kostnaður
borgarsjóðs af Strætisvögnum
Reykjavíkur nær 300 miljónir króna.
Sama ár .ostuðu umferðarmannvirki,
gerð og viðhald gatna og holræsa,
nær 1.800 miljónir en tekjur af gatna-
gerðargjöldum og bensínfé var um
hálfur miljarður. Borgin greiddi því
fjórum til fimm sinnum hærri upp-
hæð til umferðarmannvirkja en til
strætisvagnanna. Gatnagerðin nýtist
vitaskuld öllum sem um borgina fara,
gangandi, hjólandi eða í strætisvögn-
um en margar dýrustu framkvæmd-
imar, s.s. breikkun gatna, mislæg
gatnamót og bílastæði, eru til að
greiða götu einkabíla. Þeir eru frek-
astir til rúmsins, ekki síst vegna þess
að þeir em flestir á ferðinni á sama
tíma, við uphaf og lok starfsdags.
Mikil umferð einkabíla kallar einn-
ig á sífcllt meiri og dýrari löggæslu,
umferðarfræðslu og áróður.
Slysalcostnaöur
Kostnaður við umferðina kemur
ekki aðeins fram í beinhörðum pen-
ingum sem notaðir eru til að borga
rekstur og framkvæmdir. A Umferð-
arþingi í nóvember 1990 kom Lára
Margrét Ragnarsdóttir, hagfræðingur
og núverandi alþingismaður, fram
með athyglisverðar tölur um kostnað
Hun mat kostnað við lækmshjálp,
sjúkravist, slysabætur tryggingafé-
laga, eignabætur, tekjutap og trygg-
ingabætur ríkisins og ýmissa annarra
aðila. Henni reiknaðist svo til að
þjóðfélagið hefði greitt á árinu 1989
rúmlega 5,2 miljarða króna (verðlag
nóv. 1990) vegna umferðarslysa.
Ekki var sundurliðað hversu stór
hluti þeirrar uphæðar var greiddur
vegna umferðarslysa í Reykjavík.
Þetta ár voru Reykvíkingar 38%
landsbúa. Ef þeim er reiknað sama
hlutfall af kostnaði slysanna, sem er
líklega lægra en það var í raun, má
áætla að kostnaður þjóðfélagsins af
umferðarslysum í Reykjavík árið
1989 hafi verið nær tveir miljarðar
króna.
A móti þeim kostnaði og ýmsum
öðrum, t.d. við vegagerð, innheimtir
ríkissjóður skatta og alls kyns gjöld
af bifreiðum og eldsneyti þeirra. Á
undanfomum árum hefur bifreiða-
skattur verið um 15% af heildartekj-
um ríkissjóðs eða um 12 miljarðar
króna.
Að meta til fjár skaða af umfcrðar-
Sigrún Helgadóttir
líffræðingur
slysum hlýtur að vera harla vanda-
samt verk og ofl varla nema hálf sag-
an sögð. Allir búa við þá hættu að
geta orðið fyrir óbætanlegum skaða í
umferðinni, ekki bara á líkama held-
ur líka á sál og sinni.
Umhverfiskostnaður
Á síðustu ámm er farið að lala um
umhverfiskostnað. Ymislegt sem
hefur verið tekið sem sjálfsagður
hlutur og ókeypis þjónusta er ekki
lengur sjálfsagt. Eitt skýrasta dæmi
um slíkt er loftið. Fólki finnst cðli-
legt að það geti andað að sér hreinu
lofti, annað er óþægilegt og heilsu-
spillandi. En nú er hreint loft ekki
eins sjálfsagt og fyrr. Erfitt er að
meta til fjár kostnaðinn af mengun-
inni, sérstaklcga þann sem ffamtíðin
þarf að greiða. Hvað kosta þeir 13
þúsund lítrar af tiltölulega hreinu lofl
sem venjulegur fjölskyldubíll tekur
til sín um leið og hann brennir einum
Iítra af bensíni og ekur 10 km leið? Á
bílstjórinn að borga skaðabætur fýrir
að taka súrefnið úr loftinu og skila
aftur í það koltvísýringi sem eykur
gróðurhúsaáhrif?
Annar óbeinn
kostnaóur
Greiða verður ýmiss konar óbein
gjöld af umferð og kostnað sem er á
mörkum eða utan hins hefðbundna
hagkerfis. Á þann kostnað verður
ekki lagt beinhart peningalegt mat.
Hversu hár hann er ræðst af áhuga-
málum, þekkingu og reynslu hvers
og eins. Sumum finnst þessi atriði
ekki skipta neinu máli, öðrum að þau
séu ómetanleg. Þessi ólíku sjónarmið
hafa kristallast í umræðunni um um-
ferð og menningar- og náttúruminjar
í Reykjavík.
Mörgum þótti Höfðabakkabrúin of
dýru vcrði kcypt af því að hún væri
of nærri Árbæjarsafni. Þeim fjármun-
um sem varið hafði verið til Árbæjar-
safns væri á glæ kastað af því að eflir
að búið væri að leggja hraðbraut um
túnfótinn í Árbæ yrði ekki hægt að
uplifa þar gamla tímann og njóta
sömu hughrifa og áður. Líka er deilt
um Laugamesið. Þar stendur til að
leggja veg en einhverjir eru á móti
honum á þeim forsendum að hann
eyðileggi eina svæðið í Reykjavík
þar sem enn má sjá lítt spjallaða fjöru
og s.k. menningarlandslag. Auk þess
lægi vegurinn um gamlan kirkjugarð
og líklega yrði leiði Hallgerðar lang-
brókar malbikað ef það er ekki þegar
búið að því.
Margir hafa barist gegn því á und-
anfomum ámm að lögð yrði hrað-
braut um Fossvog og vegur um s.k.
Hlíðarfót um Öskjuhlíð. Þau verð-
mæti sem fólk telur að glatist em t.d.
kyrrð Fossvogsdals sem fólk vill
njóta til gönguferða, skógræktarreit-
urinn þar sem em mörg gömul tré,
náttúra Öskjuhlíðar en þar em m.a.
jarðmyndanir sem jarðfræðingum
þykja merkar, auk þess sem fólk vill
hafa svæðið óskipt til útivistar.
Mörgum finnst þetta ómetanleg verð-
mæti, öðmm að það sé miklu meira
virði að komast hratt yfir á einkabíl í
önn dagsins.
Hver borgar hverjum?
Ljóst er að deila má um hver borg-
ar far undir hvem á götum borgarinn-
ar. Þeir sem nota nánast aldrei einka-
bíl borga eins og aðrir sinn hlut í
kostnaðinum við að gera umferð
einkabílsins greiða. Þeir verða sem
aðrir fyrir slysum vegna umferðar-
innar og taka sinn þátt í að bæta fyrir
þann skaða sem umferðin veldur á
fólki, mannvirkjum og öðmm verð-
mætum, að svo miklu leyti sem sá
skaði verður bættur. Þessi kostnaður
er margfalt meiri en fjárframlög til
strætisvagnanna. Óvíst er hins vegar
að hve miklu leyti megi draga úr
kostnaði við umferð ef þjónusta
strætisvagnanna verður bætt. Reynsl-
an erlendis bendir til að bættar al-
menningssamgöngur dragi úr umferð
og þá ekki síst á háannatímum.
Margir kjósi frekar almenningssam-
göngur en einkabílinn svo fremi sem
almenningssamgöngur mæti þörfúm
almennings um tíðar ferðir og fjöl-
breytt val á leiðum.
Almenningssam-
göngur fyrir hvern?
Stór hluti borgarbúa ekur ekki
einkabíl. Á árinu 1990 voru 26%
borgarbúa, eða 25 þúsund manns, á
aldrinum 6-17 ára og 70 ára eða eldri
og höfðu fýrir aldurs sakir ekki tök á
að aka sér um borgina. Við þann hóp
bætast þeir sem af einhverjum ástæð-
um hafa aldrei tekið bílpróf, t.d.
margar konur sem komnar eru yfir
miðjan aidur. Sumir vilja heldur fara
í strætisvagni en í einkabíi, a.m.k. á
ákvðnum leiðum, vegna þess að þeir
telja það ódýrara, þægilegra og
áhyggjulausara en að aka bíl. Að lok-
um má geta þeirra sem af umhverfis-
ástæðum kjósa ffekar almennings-
samgöngur en einkabílinn. Ef áhugi
Islendinga á umhverfismálum er ekki
aðeins orðin tóm ætti sá hópur að
fara stækkandi. Það gætu verið 30-
40% borgarbúa, eða 30-40 þúsund
manns, sem kjósa almenningssam-
göngur eða eru háðir þeim. Vegna
þessa fólks eru almenningssamgöng-
ur í borginni nauðsynlegar. Hversu
mikil áhersla er á þær lögð er hins
vegar pólitísk spuming á hverjum
tíma.
Lélegar almenningssamgöngur
hefta frelsi stórs hluta borgarbúa. Það
skerðir líka sjálfsvitund fólks, bæði
ungra og gamalla, að vera öðrum háð
með að ferðast um eigið umhverfi.
Jafnvel frelsi margra bíleigenda til
Föstudagurinn 6. mars
er í nánd en með honum er veittur verulegur afsláttur af Macintosh-tölvubúnaði.
Aðgang að samningnum eiga: Ríkisíyrirtæki, sveitarfélög landsins og starfsmenn
þeirra, kennarar, nemendur á háskólastigi, nemendur VI, nemendur innan BÍSN
og allir menntaskólanemar.
Lokadagur pantana er 25. mars
Tjjt|/ Innkaupastofnun ríkisins
Borgartúni 7, Rvk. Sími: (91) 26844
Tveir
íbúar á
hvern bíl
Strætisvagnar Reykjavíkur hafa
sinnt almenningssamgöngum í
borginni við Sundin í 60 ár. Fyrst:
vom þeir reknir af hlutafélagi en
árið 1944 tók borgarsjóður við
rekstri þeirra. Þá voru nálægt þijá-
tíu Reykvíkingar um hvem einkab
Þjónusta
SVR dregst
saman
Strætóleiðir hafa lítið breyst
vestan Elliðaáa síðan 1970 er
nýtt leiðakerfi var tekið upp.
Ferðum hefur jafnvel fjölgað,
til dæmis um Miklubraut,
vegna nýrra strætisvagnaleiða
á milli miðbæjar og úthverfa.
Samt hefur þjónusta strætis-
vagnanna minnkað að meðaltali
síðustu 20 ár. Það stafar af fáum
ferðum um nýju hverfin austan
Elliðaáa. Lítil þjónusta strætis-
vagna hvetur fólk til bílakaupa
ekki síst vegna þess að úthverfm
em ekki skipulögð þannig að þau
séu sjálfum sér næg um sem
flestar nauðsynjar. Auk aksturs í
vinnu og skóla verður að aka á
milli hverfa til að komast í sund
eða á bókasafn, í tónskóla eða
bíó. Þetta er sú þjónusta sem
böm nota hvað mest en stór hluti
íbúa austan Elliðaáa eru böm. í
Breiðholti má finna nefnda þjón-
ustu en það er stórt hverfi og ekki
gengt í hana nema frá litlum
hluta hverfisins. Árbær, Selás og
Grafarvogur em nær alveg af-
skipt hvað varðar aðstöðu til
slíkrar afþreyingar. Strætisvagnar
Reykjavíkur hafa ekki mætt þörf-
um íbúa hverfanna með tíðum
ferðum um hverfin og á milli
þeirra. Fólk kaupir sér bíla. Böm-
um er ekið og þau verða afvön
því að bjarga sér sjálf gangandi
og i strætisvögnum. Um leið og
þau hafa aldur og Qárráð kaupa
þau sér sjálf bíla. Bílum Qölgar.
Færri fara með strætisvögnum
svo dregið er úr þjónustu þeirra.
Enn fleiri gefast upp á strætó og
kaupa sér bíl. Það kemur ekki á
óvart að bílaeign á hverja íbúð er
langhæst í úthverfum en lægst í
gamla bænum þar sem þjónustan
er fjölbreyttust og strætisvagna-
ferðir tíðastar.
2.000.000 kílómetra á dag
atvinnu og skipulagningar á eigin lífi
er hefl vegna þess að þeir verða að
laga sig úr hófi að þörfum annarra,
bama sinna eða foreldra. Það er ekki
vinsælt á vinnustað að þurfa stöðugt
að fara frá til að aka foreldrum sínum
til læknis, bömum í tónskóla og ung-
lingum á íþróttaæfmgar.
Rekstrarkostnaður meðal bíls er
a.m.k. 300 þúsund krónur á ári.
Margir vilja gjaman eiga þess kost að
spara þá upphæð, setja hana í annað
eða bara vinna minna. Þeir hafa hins
vegar ekki þetta val ef lélegar al-
menningssamgöngur neyða þá til að
kaupa sér einkabíl.
Eiga almenningssam-
göngur áb borga sig?
í upphafi voru kaupstaðir eins og
þéttbyggð býli. Hvert hús eða heimili
sá um sig. Fólk hélt skepnur og rækt-
aði garð, bar heim vatn úr bmnni,
safnaði skólpi og skvetti á tún. Því
þróaðri sem kaupstaðir og borgir
urðu, og með bættri tækni, jukust
samvinna og flutningar sem samfé-
lagið kostaði. Nauðsynjar vom fluttar
frá dreifbýli um langan veg til borga
og um borgir. Nú er allt á ferð, fæða,
vatn, rafmagn, fólk. Umferð og fiutn-
ingar em einkenni borga.
Margir telja að líta eigi á kostnað
við almenningssamgöngur sem hvem
annan sameiginlegan kostnað borgar-
samfélagsins. Það sé eins sjálfsagt að
samfélagið kosti fiutning á fólki um
borgina og fiutning á vatni, skolpi,
rafmagni o.fi. Flutningur á fólki sé
undirstaða grósku bæði í atvinnu- og
menningarlífi nútíma borga, forsenda
hefðbundins hagvaxtar.
Venjulegur fjöskyldubíll tekur til
sín 13 þúsund lítra af tiltölulega
hreinu lofti til að brenna einum lítra
af bensíni sem hann þarf til að
komast 10 km leið. Hann skilar
loftinu aftur súrefnissnauðu en
blönduðu dágóðum slatta af koltví-
sýringi og öðmm efnum sem raska
eðlilegu hlutfalli lofttegunda í gufu-
hvolfinu með ýmsum alvarlegum
afieiðingum. Giskað hefúr verið á
að í Reykjavík séu eknir 2 miljón
km á dag og þar af sé akstur fólks-
bíla um 80%. Margir þeirra, t.d.
stóm jeppamir, eyða meira en ein-
Þrátt fýrir mikilvægi góðra sam-
gangna em fólksflutningar margra
borga enn á frumstigi. Þeim má líkja
við það þegar vatn var borið í hús í
fötum og hver sá um sig. Bæjarfélag-
ið sá um að grafa brunna en síðan
varð hver og einn að eiga sínar fötur
um lítra á 10 km akstri og sama er
að segja um strætisvagna, flutn-
ingabíla og aðra slíka. Hægt er að
dunda sér við að reikna út og giska
á hversu mörgum lítrum af olíu og
bensíni er brennt í Reykjavík á dag
en olía er takmörkuð auðlind og
verður uppurin í heiminum snemma
á næstu öld. Einnig má áætla hve
miklu magni af tiltölulega hreinu
lofti yfir Reykjavík er breytt í
mengað loft á hveijum degi og
hlutdeild hvers og eins í þeirri
mengun t.d. við það að aka sér í
vinnu og úr.
og bera heim vatn. Núna sér samfé-
lagið um að leggja götur og byggja
umferðarmannvirki en íbúamir eiga
bíla og koma sér sjálfir sína leið.
Einingabréf
FYRIR 100.000 KR.
/ tilefni 10 ára afmælis Kaupþings hf. síðar á árinu
efnum við til létts spurningaleiks.
Ef þú gerist áskrifandi að Einingabréfum
áttu möguleika á að vinna 100.000 kr. Allt sem þú þarft að gera
er að svara tveimur spurningum og senda svarið
til Kaupþings hf., Kringlunni 5, 103 Reykjavík.
Einnig getur þú gerst áskrifandi með því að hringja
í síma 68 90 80.
Dregið verður úr hópi ALLRA áskrifenda I. maí 1992
og verðlaunin eru Einingabréf fyrir 100.000 kr.
Vertu með!
KAUPÞING HF
Löggilt verðbréfafyrirtœki
Kringtunni 5, sími 689080
I eigu Eúnaðarbanka Islands
og sparisjóðanna
klippið hér
SVARSEÐILL
I. Hvaða ár var Kaupþing stofnað?-
2. Hverjir eru eigendur Kaupþings hf.?-
Nafn:.
Heimili:
□ Ég óska eftir að gerast áskrifandi að Einingabréfum I □,
2 □ eða 3 □ að upphæð------------------ kr. á mánuði.
Póstnúmer:-
Sími: -----
Staður:
Kennitala:
□ Ég óska eftir að fá sendan gíróseðil.
□ Ég óska eftir því að greiðslan verði skuldfærð
mánaðarlega af greiðslukorti mínu.
□ VISA □ EUROCARD □ SAMKORT
Númer korts:_________________________________________
Gildir út -------------------------------------------