Helgarblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 14

Helgarblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 14
Helgar blaðið Frönsk helgi hjá Listahátíð Frönsk List verður í sviðsljósi Listahátíðar um heigina. Þá munu franski leikhópurinn Thé- atre de l’Unité og dansflokkur Maguy Marin verða með sýning- ar innanhúss og utan í Reykjavík. Théatre de l’Unité verður með tvær sýningar á Listahátíð. Annars- vegar er um að ræða Súkkulaði Mozart, sem er sæt skemmtan með fijálsri þátttöku áhorfenda þar sem þeim er boðið að taka þátt í síðdeg- isdrykkju með Mozart og samtíma- mönnum hans. Einungis 80 áhorf- endur komast í samkvæmið, þar af fimmtíu í sjálfri síðdegisdrykkjunni en þrjátíu virða leikinn fyrir sér í gegnum gægjugöt á sælgætisöskj- unni sem samkvæmið fer fram í. Fyrri sýningin á Mozart au Choc- olat var í Borgarleikhúsinu í gær- kvöldi en sú seinni er á sama stað í kvöld. Leikhópurinn gengst einnig fyrir götuleikhússýningu í miðbæ Reykjavíkur á morgun laugardag kl. 13. Sýningin nefnist Le Mariage eða Hjónavígslan, en þar er allt W | || i -y llRjfl 1 É l < leyfilegt og endirinn tekur öllu fram. Sýnt verður í Bankastræti, Austurstræti og við Tjömina, þar sem gengið er fylktu liði í kjölfar væntanlegra brúðhjóna og sér- kennilegra fjölskyldna þeirra. Einn dómara borgardómaraembættisins mun gefa brúðhjónin saman. A sunnudag heldur svo danshóp- ur Maguy Marin fyrri sýningu sína af tveimur í Borgarleikhúsinu kl. 20. Sýningin nefnist May B og er Vi& Hjónavígslu Théatre de l'Unité getur allt gerst. þekktasta verk Maguy Marin. Það var ffumsýnt árið 1982 og hefúr verið sýnt nærri 300 sinnum. Verk- ið er byggt á skrifúm Samuels Bec- ketts. Maguy Marin er einn þekktasti danshöfundur Evrópu um þessar mundir og hefúr dansflokkur henn- ar farið víða um lönd með sýningar sínar. Nýjasta verk Marin er Cortex, þegar skilningarvitin fimm vakna til lífsins. Það verður sýnt í Borgar- leikhúsinu nk. þriðjudag kl. 20. Það var frumsýnt sl. haust við ffamúr- skarandi viðtökur. Loftárás á Seyðis^örð Lofitárás á Seyðisfjörð hefur veríð undirbúm af miklu kappi undan- fama viku í höfúðborg- inni. Ungir listamenn hafa verið að gera sprengjumar klárar en á morgun, laugardag- iim 13. júní kl. 14, héfst árásin með óvæntum uppákomum í mörgum galleríum borgarinnar og á fleiri stöðum sem um 500 manna herlið hefur lagt undir sig. Loftárás á Seyðisfjörð er óháð listahátíð í Reykjavík þar sem um 500 listamenn úr öllum listgreinum konia fram. Höfuðstöðvar hersins verða í Héðinshúsinu, vestast á Vesturgötu, en auk þcss verða myndlistarsýningar, leiksýningar, tónleikar, kvik- myndasýningar, vídeósýn- ingar, gjömingar, upplestrar og margt margt fleira á seyði víðsvegar um borgina meðan á hátíðinni stendur. „Okkur fannst Listahátíð ekkert skemmtileg," sagði ljósmyndarinn Spessi í sam- tali við Helgarblaðið, cn hann er einn af aðstandcnd- um Lofiárásarinnar. „Það var ekki boðið upp á ncitt nýtl á Listahátíð. Við erum því i raun að bjarga Listahátíð með þessari óháðu hátíð. Það vantar allan ferskleika þegar opinberir aðilar sjá um svona hátið. Vissulega cr margt gott á Listahátíð, en það kemur þá allt erlcndis frá. Við lslend- ingar eigum fullt af góðum listamönnum og mikil gerjun á sér stað um þessar mundir. Loftárás á Seyóisfjörð mun spegla þcssa gcrjun.“ Höfuðstöðvarnar I Héðinshúsinu vcrður dagskrá alla daga Lofiárásar- innar, sem stendur til 28. júní, nema 22. og 23. júní. Þar vcrður opnunarhátíðinni fram haldið að kvöldi laugar- dags. Sex sinnum verða haldnir þar miklir rokktónleikar þar sem um 50 hljómsveitir koma fram. Auk þcss verður blús leikinn af fingrum fram. Ljóðaupplcstur og gjörningar sclja svip á dagskrána í Héð- inshúsi og Ijöldi lcikhópa af öllum stærðum og gcrðum koma fram. Sýndar vcrða kvikmyndir og vidcóverk og kórar, sönghópar og dans- hópar skcmmta, auk þcss scm margt ficira óvænl og skemmlilcgt vcrðurá dag- skrá. Myndlistinni er gert hátt undir höfði, enda Loftárásin myndræn. Sýningar verða á Bergsstöðum, bílastæðahús- inu við Bergstaðastræti, í Djúpinu, en þar verður auk þess leikinn jass og gospel- lónlist, á 22 við Laugarveg, í Geysishúsinu, Gallerí einn einn, í Hlaðvarpanum, A næstu grösum, á Kaffi Splitt, Púlsinum og í Gallcrí Ing- ólfsstræti á homi Bankastræt- ,is og Ingólfsstrætis, en þar sýna 9 ljósmyndarar og tveir myndlistamenn. Sex dansverk verða frum- sýnd í Borgarleikhúsinu eftir innlenda og erlenda danshöf- unda. 1 MIR- salnum við Valnsstíg verða allar kvik- rnyndir Eisenstcins og Frið- riks Þórs Friðrikssonar sýnd- ar. Loftárásin leggur líka und- ir sig kirkju því í Fossvogs- kirkju verður sönghópurinn Vocis Thulis með sumarsól- slöðutónleika 21. júní þar sem flutt verður miðaldatón- list. Hugmyndin að Loftárás- inni kviknaði fyrir tveimur mánuðum. Aðal forsprakki árásarinnar er Guðmundur Rúnar Lúðvíksson. Upphaf- lcga átti hátíðin að vera smá í sniðum en sprengjan hefur Halldór Hlö&- versson, Guö- mundurRúnar Lú&víksson, Þór Stiefel og Finnur Arnar i Hé&inshúsinu, en þar ver&a a&alstö&var Loftórósarinn- ar. Mynd: Kristinn. stöðugt verið að stækka og er nú orðin mörg megatonn. „Ég hef ekki hugmynd um tilurð nafnsins á hátíðinni,“ sagði Spessi. „Það bara kom einhvemveginn. Þetta gerðist allt svo snöggt, einsog loft- árás og auk þess hafa margir af aðstandendum hátíðarinn- ar góðar taugar til Seyðis- fjarðar. Svo er bara að vona að Seyðfirðingar fjölmenni á hátíðina." Enginn af listamönnunum, sem koma fram á hátíðinni, þiggur laun fyrir vinnu sína, en eitt af markmiðunum er að sýna fram á nauðsyn þess að listamenn í Reykjavík eignist sitt eigið fjöllistahús, enda sýnir þátttakan í Loft- árásinni að þörfin er fyrir hendi. Gefinn hefur verið út myndarlegur dagskrárbæk- lingur og er honum dreift ókeypis. Miðaverði er alls- staðar stillt í hóf og á allar myndlistasýningamar og í MIR- salinn er ókeypis. Ann- arsstaðar er aðgangseyri haldið í lágmarki. Seldir verða 200 forsölumiðar á há- tíðina. Þeir kosta kr. 3000 og gilda á alla dagskrána, nema í Borgarleikhúsið. Miðamir em til sölu á Kaffi 22 við Laugaveg alla daga milli kl. 14 og 16. Furðusvanir úr Finnlandi Dansflokkur Jorma Uotinen í Borgarlcikhúsinu: Pathétique Tónlist Tsjækovskíjs. Ef einhver spyr þennan ballett- gest hér hvað sé að gerast í dans- list í heiminum þá getur hann engu svarað. Nema hvað hann er viss um að það er eitthvað mikið á seyði hjá Jorma Uotincn og döns- umm hans. Mikið er gaman að detta inn á sýningu án þess að vita nokkuð um dansfiokkinn eða verkið sem flytja á. Allt er til þess fallið að vekja upp einhverskonar glaða undmn. Tónlistin er eftir Tsjækovskíj semsagt. Þunglyndis- sinfónían alþekkta. Og svo koma svanir á sviðið. En þeir eru næsta ólíkir þeim sem við höfum séð stíga upp úr Svanavatninu og líða ofan í það aftur. Þetta em ekki stúlkur heldur piltar. Og svana- hams-pilsin em ekki lárétt af stíf- elsi, ekki vængir fisléttir, heldur hanga niður ámátlega (gæfuleysið féll að síðum?). Og hreyfingarnar, maður guðs, ætla þær að tengjast við svani eða fullkomlega óskáld- lega alifugla? En svo víkja slíkar og þvílíkar huglciðingar fyrir vaxandi aðdá- un. Hér er svo sannarlega vel að verki staðið! Dansaramir sjö (konan eina í ballettinum kemur vart við sögu fyrr en undir lokin), þeir eru sterkir og fimir og ómót- stæðilcga fyndnir. Dans þeirra cr svo ríkur af slóttugri útsjónarscmi og hugviti að aldrei kcmst leiðinn og geispinn að áhorfandanum. Honum finnst ekki að hann liafi séð þetta áður fiest (sem cr því miður algengasta þraut ballctt- gestsins). Hann hrífst ineð án fyr- irvara. Þegar sýningunni er lokið spyr hann sjálfan sig: hvað var þetta? Honum dettur það fyrsl í hug, að Jonna Uotinen hafi viljað hefna fyrir það, hve vanbrúkaður karl- peningurinn hefur verið í danslist - þótt ástandið sé ckki cins slæmt nú og í klassískum ballett þar sem slrákar eru aðeins hafðir að stoð- um og styttum og lyftistöngum kvendansara. Hann hafi viljað sýna: strákamir geta þctta allt - og mcira til: þeir geta skopast að samanlagðri danshefðinni um lcið. Miklu lengra nær hugarfiugið ckki í bili. Nema hvað áhorfand- ann grunar auðvitað að verkið sé undircins meira en dár og spé. Til þess eru átökin of mögnuð, hinn útsmogni húmor hreyfinganna of grimmur, niðurrifið of harkalegt, hið gróteska misræmi of þungt á metum. Svo les maður degi síðar að með verkinu sé verið að vísa til skelfinga cins og Tjsemobylslyss- ins, haft er eftir gagnrýnanda ein- hverjum að verkið ætti að heita „Svanurinn deyjandi frá Tsjerno- byl“. Og það gctur sjálfsagt allt staðist. En hitt er víst: það þarf að hvísla þeirri tilvísun sérstaklega í eyra áhorfandans, hann kemst ekki að þeirri niuðurstöðu hjálpar- laust. AB Föstudagurinn 12. júni

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.