Helgarblaðið - 12.06.1992, Qupperneq 12

Helgarblaðið - 12.06.1992, Qupperneq 12
Alltaf „Þar sem ég ólst upp, austur á Norðfirði, var sjó- mannadagurinn aðal hátíð- isdagur ársins og jafnvel haldið meira uppá hann en 17. júní og jólin," segir Magnús Ölversson, smá- bátasjómaður í Hafiiarfirði. Magnús er eigin herra á 5,6 tonna bát sínum Magnúsi, sem hann festi kaup á fyrir nokkru. Hann er með krókaleyfi og er einn á. Áður hafði hann verið til sjós á flestum skipategundum og Helgar 12 blaðið sveiflur í afla þekkir ekkert annað líf en sjó- mannslífið. Að sjálfsögðu ætlar hann að taka þátt í hátíðahöldum sjó- mannadagsins í Hafnarfirði sem hann telur að skipi veglegri sess í hugum bæjarbúa heldur en fyrir nokkrum árum. Eins og hjá velflestum öðrum sjómönnum er honum ofarlega í huga boðuð þorskkvótaskerðing. „Auðvitað komu þessi tíðindi eins og þruma úr heiðskíru lofti.“ Magnús segir að hann geti ekki hugsað dæmið til enda verði nið- urskurðurinn að veruleika. „Þá er ekkert framundan enda enga at- vinnu að hafa í landi,“ segir hann og glottir út í annað. „Hins vegar geri ég ekki ráð fyrir öðru en maður reyni að þrauka þennan samdrátt sem allir eru að tala um.“ Að hans mati er það engin nýlunda að sveiflur komi í afla- brögðin og hann geti verið tregur um skeið. „Sumir fiska vel og aðrir ekki.“ Aftur á móti var tíðin á fyrri hluta ársins ekki sem skyldi og það hafði sín áhrif á aflabrögðin. Magnús liggur ekkert á þeirri skoðun sinni að hápunkturinn í tilverunni sé að vera einn úti á sjó á báti sínum þegar vel afl- ast. „Okkur sem erum bún- ir að vera á sjó alla okkar ævi, líður hvergi betur en þar og vonandi verður svo áfram hvað mig varðar,“ segir Magnús Ölversson smábátasjó- maður. Helgar 13 blaðið Magnús Ölversson sjómaö- ur lætur ekki deigan siga og ætlar ekki að gefa sjó- inn upp á bátinn þó svo aá þorskkvótinn ver&i skertur allverulega. Hagsmunaaóilar í sjávarútvegi telja flestir a& framkomnar niburstöbur um ástand þorskstofnsins séu svo alvarlegar aá ekki verái undan því vikist aó minnka þorskkvát- ann verulega frá þvi sem nú er. Myndir: Kristinn. Sjómannadagurínn í skugga samdráttar Um þessa helgi er sjó- mannadagurinn haldinn há- tíðlegur hér á landi en það mun hvenji tíðkast annars- staðar í heiminum að dagur sé sérslaklega helgaður sjó- mönnum. Að þessu sinni er sjómannadagurinn haldinn í skugga yfirvofandi 40% skerðingar þorskveiðiheim- ilda sem boðuð hefur verið og trúlega verða einhveijir með herping í maganum vegna þessa. Hafrann- sóknastofnun mun væntan- lega leggja fram tillögur sín- ar um afla næsta fiskveiði- árs á mánudaginn. Akvörð- un um aflann mun þó ekki liggja fyrir alveg á næstunni því tíllögur Hafró eiga síðan eftír að fara fyrir óháðan er- lendan sérfræðing áður en ríkisstjómin tekur af skarið og ákveður hversu mikið má veiða á næsta fiskveiði- árí sem hefst þann 1. sept- ember næstkomandi. En sjómenn eru ýmsu vanir og láta ekki yfirvofandi tíðindi trufla þá stcmmningu sem einatt rikir í sjávarplássum landsins á þessum hátíðisdegi. Á mörgum stöðum cr umfang dagsins orðið svo mikið að mörg atriði sjómannadagsins fara einnig fram á morgun, laugardag. Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands íslands, segir að þótt menn reyni að gleyma „væli“ hversdagsins á þessum degi sé því ekki að ncita að yfirvofandi kvóta- skerðing og afleiðingar hennar setji sinn svip á hátíðahöldin. Því sé heldur ekki að leyna að afla- brögðin hafi ekki verið sem skyldi og sóknin því mun meiri en oft áð- ur með þeim afleiðingum að lög- bundin hafnarfrí sjómanna hafi einatt verið brotin. Aftur á móti telur formaður Sjó- mannasambandsins að menn taki geysilega áhættu ef ekki verður farið efiir framkomnum ráðlegg- ingum um niðurskurð í þorskafla. „1 þessum efnum verðum við að hugsa um framtíðina þótt það geti verið erfitt.“ Óskar segir að á sjómannadag- inn muni menn m.a. leggja mikla áherslu á öryggismál sjómanna og hnykkja enn og aftur á þeirri kröfu að þyrluflotinn verði stækkaður, auk fjölmargra ann- arra mála sem brenna á sjómönn- um. Öldin önnur Á þeirri rúmlega hálfu öld sem sjómannadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur hefur margt breyst í starfi sjómannsins og þá sérstaklega það sem snýr að að- búnaði hans á vinnustað. Þá virðist sem vegur sjómannsins meðal þjóðarinnar hafi einnig breyst. „Áður fyrr var hann ofi nefndur hetja hafsins - hermaður þjóðar- innar. I dag er sjómaðurinn hins vegar öfundaður þegar vel gengur og skellt við skollaeyrum þegar á móti blæs,“ segir Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands ís- lands. Norður á Akureyri hafa menn verið í óða önn að undirbúa hátíða- höldin sem standa í tvo daga, laug- ardag og sunnudag. Konráð Ál- freðsson, formaður Sjómannafé- lags Eyjaljarðar, segir að það hafi orðið geysileg ljölgun í félaginu á undanfomum árum, enda hafi skipastóll þeirra Norðlendinga stækkað til muna. Hann segir að fyrirhuguð kvótaskerðing muni hafa veruleg áhrif á afkomu sjó- manna þar nyrðra. „Þetta lítur afar illa út fyrir okkur, ef af verður.“ Engu að síður telur formaður Sjó- mannafélags Eyjaíjarðar ekki ann- að hægt en að taka það alvarlega sem fiskifræðingamir hafa fram að færa um ástand þorskstofnsins. -grh Þeir félagar, Bjarni Björnsson t.v. og Haraldur Þorgeirsson t.h. a& taka saman netin. Þeir eru búnir meí þorskkvótann en eiga eftir eitthvab smóræbi af ýsu. Allur afli á fisk- markað „Þetta er allt annað líf eftír að fiskmarkaðimir tóku tíl starfa. Hins vegar hefur fiskverðið ekki alltaf verið til að hrópa húrra fyrir. í vetur lækkaði þorskverðið um allt að 25% miðað við það sem var í fyrra og það var fyrst og fremst vegna verðlækkunarinnar sem varð í saltfiskinum, sögðu æskuvinimir úr Vesturbæn- um og skipsfélagar á Haf- svölunni, þeir Haraldur Þorgeirsson og Bjami Bjömsson. Hafsvalan er 9,6 tonna plastbát- ur sem gerður er út á net og línu- veiðar. Aflinn á fiskveiðiárinu hef- ur verið þokkalegur og eru þeir svo til búnir með kvótann. Eftir er eitthvert smáræði af ýsu sem þeir ætla að taka á næstunni. „Það er síðan spuming um aflabrögð hvert framhaldið verður. Ef afli verður góður er aldrei að vita nema eitt- hvað reki á íjörumar,“ segir Har- aldur. Aðspurðir um boðaða kvótaskerðingu segir þeir að henni verði bara að taka eins og hverju öðru hundsbiti. „En ef tvöföldunin verður einnig tekin af línunni er hætt við miklu atvinnuleysi meðal beitningamanna og annarra, til viðbótar við það sem kvótaskerð- ingin hefur í för með sér,“ segir Bjami. Hann segir að með tilkomu fisk- markaðanna hafi mikið breyst til batnaðar frá því sem áður var. Til að mynda reri hann hér á árum áð- ur fyrir norðan og þá urðu menn að henda steinbít og karfa því að frystihúsið vildi ekki taka við þeim afia. „Fiskmarkaðimir selja aftur á móti allan fisk sem komið er með að landi og það út af fyrir sig er mikil bót til hins betra.“ Smábátar hafa löngum verið gagnrýndir fyrir netaveiðar sínar og þá einkum fyrir að stunda þær á bátum sem geta ekki vitjað þeirra nema eftir dúk og disk sé eitthvað að veðri. Haraldur segir að menn stundi netaveiðamar á smábátun- um með allt öðrum hætti en áður. „Menn taka netin upp ef spáin er slæm.“ Mikil ásókn á sjóinn Gunnar Kristjánsson, háseti á togaranum Rán frá Hafnarfirbi, man timana tvenna á sjónum þvi hann hefur veriá háseti í 27 ár. „Það er töluverð ásókn í að komast í pláss og þeir hringja meira að segja út á sjó til að spyrj- ast fyrir. Þetta endurspeglar að sjálfsögðu atvinnuástandið í landi auk þess sem töluvert atvinnuleysi er meðal sjómanna," segir Gunnar Kristjánsson, háseti á togaranum Rán. Gunnar þekkir tímana tvenna á sjónum, þar sem hann hefur starf- að síðan 1965, eða í tuttugu og sjö ár. I fyrstunni var hann á bátum, síðan á gömlu síðutogurunum áður en hann skipti yfír á skuttogara. Ránin, sem er tæplega 500 tonn að stærð, er ísfisktogari með 15 manna áhöfn. „Við erum þetta frá átta til níu daga á sjó þegar við löndum heima en að sjálfsögðu mun lengur þegar við siglum.“ En Ránin hefur einatt farið í sölutúra til Þýskalands þegar uppistaðan í afianum hefúr verið karfi. „Þetta hafa auðvitað verið misjafnar sölur en allt í lagi þegar á heildina er lit- ið.“ Gunnar segir að afiinn á þessu fiskveiðiári hafi verið frekar léleg- ur en engu að síður er hann á því að þeir nái að klára kvótann. „Það hefúr oft verið góður afli í júní og júlí fyrir vestan." Hann er ekki í nokkrum vafa um að boðuð kvóta- skerðing muni hafa mikil áhrif á kjörin um borð í Ráninni enda séu þeir ekki með svo mikinn kvóta fyrir. „Hins vegar er það ekkert nýtt að afii geti verið tregur á mið- unum hér við land. Þegar ég var að byrja á gömlu síðutogurunum var trollinu ekki dýft hér í sjóinn, heldur var siglt beint á Grænland- smið. Eg get ekki ímyndað mér að það heföi verið gert ef eitthvað hefði verið að hafa hér“. Gunnar segir að sú einhliða um- ljöllun um sjómannsstarfið sem oft vill verða í fjölmiðlum, fari dálítið fyrir brjóstið á sjómönnum. „Það er mikið skrifað um topptúrana og tíundað nákvæmlega hvað háseta- hluturinn er mikill og aflaverð- mælið. En það vill því miður oft gleymast að yfir heildina ná sjó- menn ekki þessum tekjum,“ segir Gunnar Kristjánsson háseti. FöstudaRurinn 12. júní Föstudagurinn 12. júni ÞREFALDUR 1. VINNINGUR

x

Helgarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.