Helgarblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 24

Helgarblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 24
ALASIU jigSKgg V Jt? EES - umræian er of liril og einhli&a að mati Menningar- og fræ&slusamtaka islenskra kvenna sem stó&u fyrir náms- stefnu um málió. Margrét Guð- mundsdóttir er formaður sam- takanna, Sigrún Gunnlaugs- dóttir varaformaður og hjá þeim situr Þórunn Magnúsdótt- ir sagnfræðingur sem stýrði ráðstefnunni. Mynd: Kristinn. greinilegt að konur væru ákveðnari en karlar í þeirri ósk og almennt mjög uggandi um þróunina. Hún vildi taka fram að samtökin hvettu konur til að ræða þessi brýnu mál, halda fúndi og ráðstefnur og lýsti vilja samtakanna til samstarfs við undirbúning. feelMbiS Konur ræða Evrópumálin Vilja íslendingar einangrast meðal átján þjóða Evrópu, flestra gamalla nýlenduþjóða, eða halda frelsi sínu til að velja sér einnig félagsskap meðal hinna hundrað og áttatíu þjóðanna í heiminum? Þessi spurning var borin upp á námsstefnu Menningar- og frið- arsamtaka íslenskra kvenna. Þær ræddu EES sem hluta af EB- heildinni, sem að þeirra mati fel- ur í sér aukið hernaðarlegt sam- starf, forgang laga og reglugerða frá Briissel og eftirgjöf áunninna réttinda fyrir konur. „Umræðan um EES hér á landi hefur verið mjög lítil og einhliða," sagði Sigrún Gunnlaugsdóttir, kennari og varaformaður MFÍK, um ástæður námsstefnunnar. Þór- unn Magnúsdóttir sagnfræðingur, sem stýrði námsstefnunni, sagði að MFÍK hefðu frá upphafi fylgst náið með samningaviðræðunum um EES og þctta væri ekki fýrsta kynn- ingin sem samtökin hefðu staðið fyrir. „Okkur virðist hætta á að konur fari halloka innan þessara bandalaga Evrópu," sagði Þórunn og Sigrún bætti við að konur ættu fyrirsjáanlega að slcppa rcttindum sem þær hefðu þrælað fyrir þar eð lög og reglur EB myndu ríkja yfir íslenskum samþykktum. Þrír fyrirlestrar voru fluttir á þessari námsstefnu MFIK, sem haldin var í Brckkuskógi í lok maí. Kristín Einarsdóttir alþingismaður ræddi stöðu kvenna á vinnumarkaði og hvemig réttindum kvenna og velferð víðs vegar um Evrópu væri háttað. Kristín taldi hættu á að með samræmingu yrði sameinast um lægstu samnefnara og því þýddi eitt atvinnu- og efnahagssvæði veikari stöðu kvenna. Stefanía Traustadóttir félags- fræðingur lagði mcgin áhcrslu á fé- lagsleg réttindi einstaklingsins og jöfnuð. Hún benti á þann ójöfnuð út frá tekjum scm felst í vclferðarkcrfi ftjálsra trygginga. Stefanía ræddi einnig „hreyfanlcgt vinnuafi" scm valkost atvinnurckenda til ódýrara vinnuafis fremur cn til dæmis bamafólks. Hannes Jónsson, doktor í þjóða- rétti og þjóðfélagsfræði og fyrrver- andi sendiherra, gerði grcin fyrir sögulegum aðdraganda Evrópu- bandalagsins og hugmyndarinnar um sammna álfunnar. Hann skýrði sérstaklega það valdaafsal þjóða sem felst í EB-sammnanum og hvemig Evrópuhcildin cr sífellt að verða óhagstæðari smærri þjóðun- um eða svokölluðum , jaðarsvæð- um“. Umræður á námsstefnunni urðu mjög fjömgar að sögn Margrétar Guðmundsdóttur, fonnanns MFIK. Aðstandendur vom einnig á einu máli um að námsstefnan heföi heppnast vel, verið upplýsandi og þátttakan vonum framar. Alþýðu- skáldið Steinunn Eyjólfsdóttir tók þátt í námsstefnunni og orti vísu sem að sögn aðstandenda var mikið sungin í orlofshúsunum í Brekku- skógi: Rétíu hönd og Ijáðu lið lands að auka Jramann. Það er fátt sem þrjóskast við þá konur vinna saman. MFÍK hafa tekið þátt í söfnun undirskrifta til stuðnings þeirri kröfú að EES-samningurinn verði borinn undir þjóðina. Þórunn sagði Höfum fengið mikið úrval af fallegum, austur- lenskum keramikblómapottum. Stórir og smáir pottar, fallegir og frostþolnir. - Hentugir til nota jafnt úti sem inni. Viðurkenndur handiðnaður á frábæru verði. - Skoðið sjálf. i

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.