Helgarblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 15

Helgarblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 15
Helgar 15 blaðið Norrænir leiklistardagar á Listahátíð Bandamannasaga einkennist af kímni, glensi og gamni. Fridtjof Fomlesen, norskur ráðgjafi, Grenland Friteater Leikstjóri, höfundur og leikari: Lars Vik Norski leikarinn Lars Vik var sá af gestum Norrænna leiklistardaga sem reið á vaðið með klukkutíma einleik á litla sviði Borgarleikhúss- ins, fimmtudaginn 4. júní. í sýning- unni er fylgst með vinnudegi hins velviljaða og seinheppna Fritdjofs Fomlesen sem nú er kominn með ráðgjafarskrifstofú sína til Reykja- víkur. Leikurinn fer ffam í kringum og við skrifborð Fridtjofs en sýningin byggir á klassískum brögðum skripaleiksins - Fridtjof mistekst ALLT sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hnýtur um sjálfan sig. Missir hatt, tösku og blýant. Veltur úr sæti. Festir sig í skúringa- og ruslafötum o.s.ffv. o.s.ffv. En það skiptir reyndar ekki svo miklu máli hvað Fridtjof Fomlesen gerir heldur hvemig hann gerir það og hver tengsl hans verða við áhorfendur, en þeir em ásamt hinum ómissandi sima það sem tengir persónuna við umheiminn. Lars Vik tókst glæsilega upp á fimmtudagskvöldið. Hann var ekki einasta óborganlegur í sínum ærsla- leik og axarsköftum heldur tókst honum að gera persónuna Fridtjof Fomlesen trúverðuga og vekja sam- úð með klunnalegum og svolítið einmana hjálparpostula sem hvergi er óhultur fyrir stjómsamri móður sinni. Síðast en ekki sist tókst Vik að gera áhorfendur að sjálfsögðum hluta sýningarinnar og náðu þau tengsl hápunkti í því að áhoríendur sungu fyrir hann, í tvígang, eða svo við höldum okkur við þann vem- leika sem þá réð ríkjum í salnum: Það var sungið til að svæfa símleiðis bjöminn sem stóð úti fyrir dymm vinar Fridtjofs í Noregi, en F. Fomlesen stóð á leiksviðinu og hélt uppi símtólinu. Sjálfsagt gleður það margan að fá að vita að bjamarsvæfingin tókst sem best verður á kosið, svo sem og sýning Lars Vik í Borgarleikhúsinu við upphaf Norrænna leiklistardaga. Drekk- hlaðinn draumleikur Draumleikur eftir August Strindberg Orion-Ieikhúsið Leikstjóri Lars Rudolfsson Dramatúrg og höfundur viðbót- artexta Kerstin Klein- Perski Leikmynd Per A. Jonsson Tónlist Per-Áke Holmlander Lýsing Anders Rosenquist Búningar Maria Geber Grímur Kjerstin Elg í helstu hlutverkum: Lotta Östlin, Inger Norryd, Georg Albertsson, Magnus Eriksson, Kerstin Rabe, 01- of Huddén, Gudmn Henriksson, Anders Andersson, Marianne Myrs- ten, Metin Ardel, Ulla Trulsson, Mats Andersson, Nicke Lundblad, Hákan Eohlin. Orion-leikhúsið kom ffá Svíþjóð með Draumleikinn eftir Strindberg, mammútsýningu, sem mun upphaf- lega hafa verið sett upp í verk- smiðjuhúsnæði, og var sýnd í fyrsta sinn hér á landi á stóra sviði Þjóð- leikhússins föstudaginn 5. júní. I leiknum segir af dóttur guðsins Indra, en hún kemur til jarðarinnar í því skyni að kynna sér af eigin raun hlutskipti mannskepnunnar og lendir í margri rauninni enda kemst hún að þeirri ekki svo óvæntu niðurstöðu að mennimir eigi bágt. Inn í leikinn er svo skrifuð samtímasaga, sagt ffá einstæðum réttarhöldum sem ffam fóm í-Svíþjóð á síðasta áratug yfir tveimur læknum. Þeir vom ákærðir fyrir að hafa myrt unga konu, Catr- ine da Costa, hlutað líkið í sundur á kmfningarstofú Karolínska sjúkra- hússins í Stokkhólmi og flutt í pok- um út i skóg. Þótt sýnt þætti að læknamir væm bæði morðingjar og kjötvinnslumenn da Costa fóm leik- ar svo að þeir vom sýknaðir - og hafa báðir lækningaleyfi í dag. Því hefúr verið haldið ffam að málalykt- ir hafi ráðist af því að hér var annars vegar um að ræða virta og virðulega (?) borgara en hinsvegar vændis- konu og heróínneytanda. Sá er einn- ig skilningur Orion- leikhússins, sem leitast við að sýna okkur af- stöðu dóttur Indra til Catrine da Costa, sem er gerð að einni af per- sónum sýningarinnar, og seinna við- brögð hinnar guðlegu vem við þeirri óheyrilegu grimmd og siðleysi sem glæpurinn og þá ekki síður máls- meðferðin er til vitnis um. Gunnarsdóttir skrifar Nú er í sjálfu sér ekkert við það að athuga að prjónað sé við leiktexta og að „gömul“ leikrit séu fræð nær samtímanum sé það gert af þörf og smekkvísi en hinu fer þó fjarri að allir textar verðskuldi eða þurfi slíkrar meðferðar við. Einkenni góðs texta er vissulega meðal annars að hann býður upp á fjölda möguleika til skilnings, túlkunar og áherslu og getur mætt þörfum hvers tíma, en það þýðir ekki að allir textar eigi slíkt skilið, ekki einu sinni í nafni hinnar allsherjar hallelúja endumýj- unar leikhússins. Hvers vegna að- standendum Orion-leikhússins fannst umskriftar og viðbóta þörf við Draumleikinn virðist heldur óljóst. Fannst þeim kannski að sú mæða sem mætir dóttur Indra á jörð- inni sé ekki nógu áhrifarík? Eða fannst þeim hana skorta tækifæri til að segja að mennirnir ættu bágt og að nú væri þó endanlega fram af henni gengið? Eða hefur ekki dóttir Indra í nógu að mæðast þótt hún þurfi ekki líka að upplifa og taka af- stöðu til hörmulegs hlutskiptis Catr- ine da Costa? Sýning Orion-eikhússins er vissu- lega vel gerð og ber vott um óheyri- legra hugmyndaauðgi en hún er kraðak. Það er ekki einasta að text- inn sé ofhlaðinn af gjörsamlega óþörfum viðbótum heldur er sýning- in öll bólgin og blásin af tónlist, Ijósum, táknum, persónum, tónlist- armönnum og síðast en ekki síst leikmunum. Nú ber að taka fram að þessi útgáfa Draumleiksins var upp- hafiega sett upp í mun stærra rýrni en stóra svið Þjóðleikhússins er og því erfitt að meta hver heildaráhrif gætu verið í réttu umhverfi, en þessi stærðannunur leiksviða er sennilega, eða vonandi, skýringin á öllu þessu drasli sem sífellt var verið að draga inn á leiksviðið, ofl að því er virtist í þeim tilgangi einum að reka enn eitt táknið ffaman í örþreytta áhrofend- ur. Sum tákn þessarar sýningar voru þó því miður þannig að hvað sem rýminu leið var ekki annað að sjá en að þau væru þama sjálffa sín vegna og sumt jaðraði við fáránleikann - eða hvers vegna þurfti aðalpersónan, dóttir Indra, annað hvort að vera rúmliggjandi eða þá dragandi rekkju sína um leiksviðið? Á hún að vera öryrki af einhveiju tagi, eða er búið að kaffæra Draumleikinn svo mjög að það þarf að minna okkur á nafn hans, til dæmis með tengingunni rúm og draumur? Leikur var yfirleitt tilþrifalaus og var svo að sjá að leikendur ættu nóg með að týnast ekki í öllu kraðakinu en af þeim sem ffam komu var fak- írinn einna fagmannlegastur og jafn- framt minnisstæðastur þótt hlutverk hans í leiknum virtist á stundum heldur óljóst. Leikstjóri hefur sjálf- sagt unnið þrekvirki við að koma þessu öllu heim og sanian en skiln- ingur hans á verkinu er sennilega ennþá hans einkamál þótt fáeinir innvígðir hafi ef til vill áttað sig á hvað hann er að fara. Áslæða er til að hafa orð á hugvitssamlegri ljósa- notkun, sem var eins og tónlistin sjálfstætt listaverk sem haföi verið blandað í naglasúpuna, stundum án þess að vera beinlínis þörf. Þegar á heildina er litið mætti líkja áhrifunum af Draumleik Orion- leikhússins við heljarmikla máltíð með kjöti af öllum skepnum jarðar- innar, bragðgóða en ólseiga, og erfitt að sjá hver tilgangurinn með slíkum veilsuhöldum er. Það er í það minnsta erfitt að veijast þeirri hugs- un að bæði Draumleiknum og harm- sögu da Costa heföi verið betur borgið á einhvem annan hátt. Api í viðsjárverð- um heimi Artibus-leikhúsið Apinn Höfundur og leikstjóri Kim Nörrevig Leikmynd Susanne Juul Leikendur Dorthe Stampen, Annette Holk, Simon Jensen, Basse Dam Artibus-leikhúsið frá Danmörku sýndi Apann í íþróttahúsi Kennara- háskóla Islands og var fyrri sýning leikhópsins laugardaginn 6. júní. Apinn er klukkustundar verk sem ljallar um afieiðingar þess að dreng- urinn Allan vaknar einn morguninn og er orðinn að apa. Hann er reyndar sá sami gamli Allan innst inni, en hann er óneitanlega öðruvísi en allir aðrir og við því bregst umhverfið á mismunandi hátt, félagamir eru í fyrstu hrifnir en snúa svo við honum bakinu, foreldrar hans reyna að láta sem ekkert sé en sjá svo þá eina lausn á vandanum að leggja hann í hlekki. Allan er sá eini sem gerir sér ljóst að breytingin er staðreynd sem betra er að horfast í augu við en hann verður jafhframt því að taka afleiðingunum, sem em að honum er fyrir bestu að vera api einhvers stað- ar annars staðar. Artibus er bamaleikhús og sýn- ingin er fyrst og ffemst ætluð böm- um þótt hún eigi tvímælalaust jafh- mikið erindi til fullorðinna. Undir- tónninn er þungur og þær spumingar sem varpað er Ifam krefjast yfirveg- unar þótt yfirborðið sé léttúðugt og fyndið. Leikurinn fer allur fram á stillönsum úr stáli og þar sveifla leikendur sér á milli staða og hlut- verka af mikilli list og leikgleði. Frammistaða allra leikenda var með ágætum og er óhætt að bæta við að leikið hafi verið af mikilli fimi á vinnupöllunum. Sýningin er mjög vel unnin og frammistaða leik- stjóra og höfundar leikmyndar engu lakari en leikendanna. Banda- mannasaga Bandamannasaga Leikgerð og leikstjórn Sveinn Einarsson Tónlist Guðni Franzson Brúður Helga Steffensen Aðstoðarleikstjórn Þórunn Magnea Magnúsdóttir Lýsing Olafur Örn Thoroddsen Leikendur: Borgar Garðarsson, Jakob Þór Einarsson, Ragn- heiður Elfa Arnardóttir, Felix Bergsson, Stefán Sturla Sigur- jónsson, Guðni Franzson. Framlag Norræna hússins til Nor- rænna leiklistardaga er leikgerð Sveins Einarssonar á Bandamanna Sögu, sem var frumsýnd í Norræna húsinu laguardaginn 6. júní. í Sögunni segir af bandalagi nokkurra höföingja sem taka sig saman um að komast yfir eignir eins ríkasta manns landsins og hafa að vopni lagakróka og fáfræði fómar- lambsins, Odds Ófeigssonar. Oddur reynist eiga hauk í homi þar sem er karl faðir hans, sem þykir reyndar drengurinn vera mesti auli þótt hann hafi kunnað að auðgast. Texti leikgerðarinnar er sniðinn að frásögn Bandamanna Sögu, bæði hvað varðar orðalag og atburði, og kemst lesikstjóri hjá því að sveipa ffásögnina þeim þunglamalega há- tíðarblæ sem oft hefúr viljað móta flutning íslendingasagna hér á landi. Sýningin einkennist af kímni, glensi og gamni, hér er á ferðinni eins kon- ar trúðleikur þar sem leikendur em ýmist mennskir menn eða leikbrúð- ur. Tal, tónar og hreyfingar mynda heild og ekki spillir fyrir að einn leikenda blæs í klarinettu sína í stað þess að tala. Borgar Garðarsson bar hita og þunga sýningarinnar sem Ófeigur karlinn Skíðason, fátækur maður sem með kænsku og kunnáttu snýr á giruga höföingjana og sér til þess að réttlætið nái ffam að ganga, og gerði karlinn að þeim ísmeygilega húmo- rista sem efni stóðu til. Jakob Þór Einarsson var sá heiðvirði en hrekk- lausi Oddur Ófeigsson, Stefán Sturla Siguijónsson hinn réttsýni Váli fóst- bróðir hans, Felix Bergsson Óspak- ur, sá sem stelur fé Odds og vegur Vála, og seinna Egill á Borg, einn bandamanna. Ragnheiður Elfa Am- ardóttir jeikur Svölu á Svölustöðum brúður Óspaks og Ragnheiði Gellis- dóttur brúði Odds, og Guðni Franz- son Gelli Þorkelsson, einn banda- manna og föður Ragnheiðar. Auk þess brá leikendum fyrir sem blaða- manni, þingmönnum og röddum og búki leikbrúðanna, sem bæði að gerð og útliti voru verðugir þátttak- endur þessa gamanleiks, en leikur manna og brúða var hinn prýðileg- asti. Ljós og nýting rýmis voru í sam- ræmi við þær aðstæður sem fyrir hendi eru í fundarsal Norræna húss- ins og er Bandamannasaga greinlega sjónleikur sem nýtur sín hveijar svo sem aðstæður eru. Hamlet í spéspegli Teater Pero Hamlet en stand-up Leikstjóri Peter Engkvist Höfundar Bræðurnir Shakespeare Tónlist Hjalmar Öhrström Leikari Roger Westberg Sænski leikarinn Roger Westberg lék Hamlei við undirleik Hjalmars Öhrström á litla sviði Borgarleik- hússins laugardaginn 6. júní. Það er að segja hann lék leikritið. Með öll- um persónum og stundum tvær í einu. Sýning Westbergs er einstök í sinni röð og í rauninni hreinasta þrekvirki þegar haft er í huga hvert viðfangsefnið er. Honum tekst að gefa þeim persónum sem mest koma fyrir sín sérstöku einkenni og flutn- ingur hans á leikritinu er bæði fram- vindu og texta trúr þótt ýmis atriði bætist þar við og minna fari kannski fyrir öðrum. Hamlet Westbergs og Öhrströms er Harnlet í spéspegli, hreinasti ærslaleikur án alvarlegs undirtóns annars en þess sem textinn leggur til, en þann texta má útleggja á ýmsa vegu eins og nýstárlegur skilningur leikstjóra og leikara á eðli svips gamla konungsins og skyndi- legri iðran og bænastund konungs- ins, svo sem og flutningur West- bergs á einni ffægustu ræðu leikbók- menntanna „að vera eða vera ekki“ eru til vitnis um, og er þá fátt eitt tal- ið af óvenjulegum atriðum sýningar- innar. Ljós og tvö tjöld eru auk tónlistar og leikhljóða einu mótleikarar West- bergs á sýningunni og vegur tónlist- in þar þyngst á metunum en rænir þó aldrei senunni frá Westberg sem stendur með pálmann í höndunum að loknum flutningi fimm þátta gamansorgleiks, enda ekki á hvers manns færi að sýna ffam á, svo ekki verði um villst, að ein persóna er i rauninni margar. Föstudagurinn 12. júní

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.