Dagblaðið - 08.09.1975, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 08.09.1975, Blaðsíða 2
22 Dagblaðið. Mánudagur 8. september 1975. ÁTÖK FÆÐA AF SÉR DAGBLAÐIÐ Dreifibréf um vélasölu Nú leið að mánaðamótum og væntu menn þess, aö stjórnar- fundur yrði haldinn i Reykja- prenti hf. Morgunblaðið rauf þagnarmúr sinn með fyrirsögn i blaðinu hinn 30. júli sl.: „Ingi- mundur áfram stjórnarformað- ur”, og leynir sér ekki léttirinn. Stjórnarfundurinn var hald- inn hinn 29. júli og féllu atkvæöi þannig, að Ingimundur Sigfús- son (Hekla hf.) var kjörinn stjórnarformaður, Guðmundur Guðmundsson (Viðir) varafor- maður og Þórir Jónsson (Sveinn Egilsson hf.) ritari. Meðstjórn- endur: Gunnar Thoroddsen ráö- herra, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins og formaður þingflokksins, Sveinn R. Eyjólfsson framkvæmdastjóri. Nokkuö samtimis þessum fyrsta stjórnarfundi fer fyrst að heyrast um hótunarbréf ein- staklinga innan bændasamtak- anna um að beita Heklu hf. viö- skiptabanni. Var bréf þetta sagt hugsað sem dreifibréf, sem senda átti bændum og búnaðar- samböndum til að skora á þessa aðila að beina ekki viðskiptum sinum til Heklu hf., en það fyrir- tæki flytur inn bifreiðar og tæki til landbúnaðar og jarðvinnslu. Frá þvi var skýrt i fréttum, að bréfið hefði verið sent einhverj- um stjórnarmönnum i Reykja- prenti og sú tilgáta kemur fram, að það kunni að vera gert i þeim tilgangi að knýja Visi til þess að laga skrif sin að skoðunum Stéttarsambands bænda. Jónas rekinn — mannréttindi fyrir 21 milljón Varð nú skammt stórra högga milli hjá meirihluta hinnar nýju útgáfustjórnar. Eftir linnulaus fundahöld og viðtöl á hæstu plönum stjórnmálanna við flesta þá menn sem við sögu höfðu komið, eða gátu komið, var skýrt frá þvi i Visi hinn 6. ágúst, að Jónas Kristjánsson léti af störfum ritstjóra. Enn einu sinni kemur nú fram sú staðhæfing Ingimundar Sigfús- sonar, að útgáfufélagið hafi staðið við alla samninga við Jónas. Jónas Kristjánsson var um þetta leyti norður i Þingeyjar- sýslu. Hinn 5. ágúst sendi hann Albert Guðmundssyni og fleir- um, sem og Reykjaprenti hf., skeyti þess efnis, aö hann hefði ákveðið að verða við tilmælum aðalfundar útgáfufélagsins um að gegna ritstjórastörfum á- fram. 1 sama skeyti greinir hann frá samningsdrögum, sem honum er boðið að ganga að, og bendir á, að þriðji liður þeirra- feli i sér skerðingu á almennum mannréttindum. Hafnar Jónas þessum drögum en áskilur sér allan rétt til verndar hagsmun- um sinum. Hér er átt við tilboð Reykjaprents um kaup á hluta- bréfum þeirra Jónasar og Sveins i Járnsiðu hf. og Reykja- prenti h/f. Verðtilboð var 21 milljón króna fyrir hlutabréf Jónasar og „fjögurra annarra aðila”. Skilyrði það, sem fylgdi þessu verðtilboði, varð tilefni mikillar umræðu, en það er sá liður, sem Jónas taldi i skeyti sinu að væri skeröing á mannréttindum. Að sögn stjórnarformanns Reykia- BLAÐINU. prents hf. var sá fyrirvari gerð- ur um hlutabréfakaupin, að seljendur þeirra stofnuöu ekki til samkeppni við Visi i blaðaút- gáfu riæstu 5 árin. Var þessu i skrifum um máliö likt við þaö, að manni væri boðiö fé til þess, að hann afsalaði stjórnarskrár- vernduðum rétti til prentfrelsis og málfrelsis. Sveinn hættir — nýtt blað boðað — allir í lögbannsleik Þegar hér var komið sögu hafði Sveinn R. Eyjólfsson sagt frjálsu dagblaði og Dagblaðið, nýr visir að frjálsu dagblaði. Daginn áður hafði Reykjaprent lausu framkvæmdastjóra- starfinu og höfðu þeir Jónas þá fljótlega rætt hugmyndina um að gefa út nýtt dagblað. Flestir reyndustu blaðam. Visis höfðu tjáð sig fúsa til samstarfs og þátttöku i sliku fyrirtæki. Hinn 18. ágúst fékk Jónas Kristjáns- son skráð i firmaskrá Reykja- vikur tvö heiti: Nýr visir að hf. sent bréf til stjórnar Blaða- prents hf. þar sem farið var fram á, að allar breytingar á málum, sem vörðuðu prentun blaða i Blaðaprenti, yrðu athug- aðar vandlega. Taldi stjórn Reykjaprents hf., að ekki væri unnt að prenta annað blað á undan Visi á morgnana, án þess að hagsmunum Visis væri þá ógnað. Jafnframt þessu beiddist Reykjaprent hf. þess, að lög- bann yrði lagt við þvi, að Jónas Kristjánsson notaði nafnið Nýr Visir til að auðkenna fyrirtæki eða dagblað i Reykjavik og einnig við þvi, að hann notaði það heiti i auglýsingaskyni. Náði þetta lögbann fram að ganga og var það lagt á i fógeta- rétti Reykjavikur að fenginni 5 milljón króna fjártryggingu, sem gerðarbeiðendum var gert að leggja fram. Óvist er, að þeir Sveinn og Jónas hafi nokkru sinni ætlað að nota hið lögbann- aða heiti sem nafn á nýja blað- inu, en þeir höfðu hins vegar lát- ið prenta áskriftarseðla með nafni þessu. Þá hafði útgáfan sýningarbás á hinni alþjóðlegu vörusýningu i Laugardalshöll- inni.Þar var blaðhausinn „Nýr Visir að frjálsu dagblaði” settur upp mjög áberandi. Þessi haus var lika á blaðsöluturni, sem stóð fyrir framan anddyri sýn- ingarhallarinnar, en bæði þar og i básnum yoru stækkaðar dagblaðasiður með fréttaskrif- um um aðdraganda útgáfunnar. Vakti básinn afar mikla athygli sýningargesta, og sem fyrr seg- ir voru viðbrögð tugþúsunda manna svo jákvæð, að jaðraði við ólikindi. Fáir tjáðu sig svo greinilega og ákveðið sem grón- ir sjálfstæðismenn. Kom það raunar ekki á óvart, þar sem þeir voru i miklum meirihluta þeirra manna, sem beinlinis höfðu óskað þess að taka þátt i stuðningi við útgáfuna á frjálsu og óháðu dagblaði. Þá settu ungar og prúðar stúlkur sér- stakan svip á þessa deild, sem hafði augsýnilega mikla hylli gesta. Steinninn var of stór Að sjálfsögðu gættu gerðar- beiðendur i lögbannsmálinu hagsmuna sinna að þvi leyti, að með aðstoð lögreglu var fylgzt með athöfnum gerðarþola og sýningardeild hans. Var i öllu tilliti hin bezta samvinna á milli útgáfunnar og lögreglu, enda enginn vilji til annars en að hlýða álögðu banni. Um fram- kvæmd á þvi var farið eftir skilningi lögreglustjóra og túlk- un fógeta, sem úrskurðinn kvaö upp. Geysilegar vinsældir hins boðaða blaðs fóru ekki fram hjá neinuni, og mátti heyra margar hressilegar tjáningar sýningar- gesta, sem stundum mynduðu glaðværan vegartálma við sýn- ingarbásinn. Þetta fór afskap- lega i taugarnar á gerðarbeið- endum og gerðu þeir margar at- lögur að þessum vettvangi. Ekki mun það hafa verið til neinnar geðbótar, að lögbanns- máliö var i fyrstu tekið upp i röngu lögsagnarumdæmi og þess vegna visað frá fógetarétti i Seltjarnarneskaupstaö. Varð þvi að taka málið upp i Reykja- vik, þar sem nafnið var skráð i firmaskrá. Gekk úrskurður þar mjög greiðlega i málinu, en tryggingarfjárhæð sú, sem krafizt var, fór langt fram úr þvi sem beiðendur höföu vænzt. Þetta yfirbragð var einkenn- andi fyrir nær allar aðgerðir þessara aðila. Var svo sparlega gætt hófst i frekjulegum við- brögðum, að þau höföu aldrei svipmót viröulegrar réttlætis- kenndar eða þjáningar þess, sem ofriki er beittur. Þvert á móti báru öll viðbrögö svip jarö- ýtunnar, sem fer i fýlu af þvi að steinninn hefur, að hennar dómi, ekkert leyfi til þess að vera svo stór, að hún geti ekki velt honum umræðulaust. Nú vikur sögunni að nauðsyn- legum framkvæmdum við und- irbúning Dagblaðsins. Það nafn var tilkynnt til firmaskrár um leið og hið lögbannaða heiti. Rit- stjórn og annað starfslið hafði þegar verið ráðið, en eins og áð- ur er sagt var kjarni þess fyrr- verandi samstarfsmenn þeirra Jónasar og Sveins af Visi. Hús- næði fyrir ritstjórn fékkst i húsakynnum Hilmis hf. Þari voru auglýsingar einnig til húsa, sem og undirbúningur að dreifingu. Var nú ekkert að van-' búnaði að hefja útgáfuna. Upphaflega var ráðgert að fá inni með prentun i Blaðaprenti hf. Hvort tveggja var, að vist Snyrtilegur blaöasöluturn var reistur framan viö anddyri Laugar- dalshallarinnar. Vakti hann mikla athygli sýningargesta á DAG- var talið að prentsmiðjan gæti annað þessu verkefni og eins, að staðsetningar ritstjórnar og prentsmiðju féllust i faðma. Auk þess voru þeir Jónas og Sveinn eigendur Blaðaprents hf. að tæpum fjórða hluta, þar sem þeir höfðu keypt hlutabréf Járn- siðu hf. i þvi fyrirtæki. Var nú > leitað samninga um prentun. Sem fyrr reyndu Reykja- prentsmenn, að minnsta kosti einhverjir, að hindra slika samninga. Meira að segja heyrðist, að reynt myndi að ve- fengja lögmæti hlutabréfakaup- anna af Járnsiðu hf., ef annað dygði ekki. Svo fór þó, að stjórn Blaða- prents hf. samþykkti að prenta Dagblaðiö, en fela fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins og yfirverkstjóra að kanna, hvaða tilhögun yrði heppilegust við það verk. Var þeim falið að skila áliti til stjórnar Blaða- prents hf. til lokaákvörðunar. Miðað við óbreyttan vinnslu- tima fyrir hin föstu verkefni, þ.e. prentun Timans, Alþýðu- blaðsins, Þjóðviljans og Visis, var i raun eðlilegast að kanna morgunmöguleikann fyrir Dag- blaðið. Enda gerði tillaga kunn- áttumanna ráð fyrir þvi. Hófst nú fundur i stjórn Blaðaprents hf. um hádegi miðvikudags 3. september. Þar voru mættir Sveinn R. Eyjólfsson, Eiður Bergmann (Þjóðv.) Kristinn Finnbogason (Timinn) Ingi R.; Helgason, hrl. fyrir Blaðapr. lögmaður, Jónas Kristjánsson, Ölafur Eyjólfsson, frkvstj. Blaðaprents, Öðinn Rögnvalds- son, yfirverkstj. Blaðaprents, Axel Kristjánsson (Alþbl.). Til fundarins var einnig mættur Þórir Jónsson, sem hafði raunar gengið inn i hlútverk Ingimund- ar Sigfússonar sem fyrirsvars- maður Reykjaprents hf. og Vis- is. Með Þóri var Jóhannes L.L. Helgason hrl. en með þeim Jónasi og Sveini Logi Guð- brandsson hrl. Þar sem stefnt hafði verið að þvi fyrir fullum seglum, að fyrsta tölublað Dagblaðsins kæmi út mánudaginn 8. septem- ber, var einsýnt, að úrslit varð að fá um afstöðu Blaðaprents- stjórnarinnar til skipulagstil- lagna Ólafs og Óðins. Var þessi fundur langur og um margt sögulegur, en skemmst er af þvi að segja, að kl. að ganga 5 á fimmtudas- morguninn, var undirritað sam- komulag á milli útgefenda Visis og Dagblaðsins og stjórnar Blaðaprents hf. þess efnis að bæði blöðin skyldu búin undir prentun fyrir hádegi. Prentun Visis skyldi lokið kl. 13.15 og þá hafin prentun á Dagblaðinu, enda myndi dreifing á Visi ekki hefjast fyrr en kl. 13.15. Ekki verður skilizt við frá- sögn af þessum fundi án þess að getið sé dramatis personae á gangstéttinni við Hótel Hof, þar sem fundurinn var haldinn. Þar var kominn Þorsteinn Thorarensen borgarfógeti með gerðabók eina mikla. Með hon- um voru Hörður Einarsson hrl. og Sigfús Sigfússon frkvstj. P. Stefánsson hf„ sem er dóttur- fyrirtæki Heklu hf., þótt eldra sé að árum. Ekki óttuðust menn ofriki af fógeta, en svo mikla virðingu hefur hann hjá lærðum sem leikum, aö návist hans þarna þótti minna á Kópavogsfundinn sællar minningar. Ekki hafðist þó fógeti aö og fór hann til sins heima, þegar myrkt var orðið af nóttu, en lögmenn virtu nætur- frið til fundarhalds. Þegar fyrrgreint samkomu- lag hafði tekizt og aðilar tóku að undirrita það, treystist Þórir Jónsson ekki til að gera það. Er talið, að hann hafi ekki verið öruggur um ótakmarkað umboð sitt til þess, eftir að hann átti simaviðræðu við Hörð Einars- son um samkomulagið. Aðrir fundarmenn undirrituðu það, en útgáfufyrirtæki Visis var gefinn frestur til hádegis til undirritun- ar. Ella yrði litið svo á, að hann héldi sinum prentunartima óbreyttum frá þvi sem verið hefur, en Dagblaðið verði unnið og prentað fyrr að morgninum, eins og tillögur gerðu raunar ráð fyrir. Mun útkoma fyrsta tölublaðs Dagblaðsins með sjálfu sér gera grein fyrir þvi, hvor leiðin var farin.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.