Dagblaðið - 08.09.1975, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 08.09.1975, Blaðsíða 15
Dagblaðiö. Mánudagur 8. september 1975. — .. ■ ........ ' Rússar náðu sn|omanm — og skutu hann sem liðhlaupa! 35 „Ný eða notuð" Rússar eltu uppi og gripu einn af ,, sn jómönnunum hræðilegu”, þegar þeir voru að leita að lið- hlaupum á dögum ann- arrar heimsstyrjaldar- innar. Læknir Rauða hersins athugaði gaumgæfilega þetta vöðvamikla „manndýr” og úrskuröaði, að þetta væri „lið- á hlaupi”, og dýrið var skotið. Þessa sögu hefur læknirinn sjálfur, Vazgen Karapetyan, sagt blaðinu Enquirer. Dr. Zhanna Kofman, aðalsérfræð- ingur Sovétmanna um snjó- manninn, hefur staðfest sögu læknisins. Doktorinn hefur sjálfur átt viðtöl við menn úr sovézku sveitinni, sem náði dýr- inu. Þetta gerðist, segja þeir, i desember 1941 i hinum snævi þöktu Kákasusfjöllum. Sovézkir visindamenn eru þeirrar skoð- unar, að i fjöllunum lifi um 200 „óttalegir snjómenn”. „Ég var læknir i hersveit Rauða hersins, sem var við borgina Makhachkala,” sagði læknirinn. „Nótt eina var haft samband við mig frá heima- varnarliði, sem vildi, að ég kæmi til þorps þar i grennd. Þeir sögðust hafa handtekið skrýtinn mann, sem væri þak- inn löngu hári. Þeir héldu, að hann gæti verið njósnari. Þegar ég kom til stöðva þeirra, gekk ég inn i hlýtt her- bergi og sagði þeim að koma með mann þennan. Varðmaður svaraði: „Þvi miður, höfuðsmaður. Þú verður að fara út i hlöðu til að lita á hann.” Ég spurði hvers vegna, og varðmaðurinn svaraði: „Af þvi að hann er þakinn lús og af hon- um er ódaunn.” Ég fór þá út I gömlu hlöðuna. Hitinn þar inni var fyrir neðan frostmark. t ljósglætunni sá ég nakinn mann, sem stóð I miðju herberginu. Hann var allur loðinn, með dökkbrúnum hárum. Samt var þetta áreiðanlega maður. Ég gerði ráð fyrir aö hann væri milli 48 ára og fimmtugs. Hann var litiö eitt yfir meðal- lag á hæö og hafði mjög breiðan brjóstkassa og axlir. Fint, ljós- brúnt hár var á andliti hans eins og á kálfi. Stórar lýs skriðu um munninn og loðnar augabrýr hans og háls. Hann virtist ekki taka eftir þeim. Ég tók upp skæri og fór að klippa hár af honum. Þegar ég kippti hárum úr nösum hans, urraði hann af sársauka, en hann snerist ekki til varnar. Ég gekk brott og benti honum með hendinni. Þegar hann hreyfði sig ekki, hrintu varð- mennirnir honum fram. Þá stundi hann. Hljóðið virtist koma djúpt úr hálsinum. Það minnti mig á nautsöskur. Þegar ég hafði skoðað hann , komst ég að þeirri niðurstöðu, að hann væri ekki njósnari en frumstæð vera, villimaður.” Læknirinn sagði hermönnunum að hvaða niðurstöðu hann hefði komizt og fór siðan. Nokkrum dögum seinna barst tilkynning um, að maðurinn hefði sloppið. En hann mun ekki hafa sloppiö, heldur verið drep- inn, að sögn dr. Igor Bourtsevs, yfirmanns Darwinsafnsins i Moskvu. „Við rannsökuðum málið,” sagði dr. Bourtsev, „og innanrlkisráðherrann I Dagestan sagði okkur, að fang- inn hefði verið úrskurðaður liðhlaupiog verið tekinn af lifi.” Dr. Kofman segir, að Ibúar i þorpi einu á þessum slóðum hafi um siðustu aldamót náð snjó- manni og haft sem húsdýr, kennt honum að vinna húsverk og útivinnu. Þetta hafi gerzt áð- ur, en ekki siðan um aldamótin. Hvit, góð kona óskast —■ ný eða notuð — 836-3653, greiðið sjálfar fyrir hringingar. Þannig auglýsir Henry Moncrief i Georgiufylki i Bandarikjunum. Hann stendur hér hjá auglýsingaskiltinu við þjóðveg- inn. Maðurinn er fráskilinn og á sjö ára son. Skiltið hafði verið uppi í rúma viku, þegar siðast fréttist, og simalinurnar glóðu. Hann segist alltaf svara i simann, þvi að aldrei sé að vita, hvenær hin rétta hringi. Konan er eyland, Fidji er ilmvatnið hennar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.