Dagblaðið - 08.09.1975, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 08.09.1975, Blaðsíða 10
30 Dagblaðið. Mánudagur 8. september 1975. : Stutt ágrip af sðgu myndasyrpnanna: Fyrsta teiknaða myndasagan leit dags- ins ljós i litprentuðu sunnudagsblaði New York World i febrúar 1896. Þá þegar var blaðið þakið teiknuðum skrýtlum og nú átti að halda áfram á þeirri braut sem aflað hafði blaðinu mikilla vin- sælda. Þessi fyrsta myndasaga státaði af figúru, sem virtist nokkuð aldurhnigin en með barnalegt andlit og var iklædd gulum sekk. Á sekkinn voru siðan rituð orð, sem figúran ýmist mælti eða hugsaði. Guli liturinn var i upphafi hugsaður sem tæknileg tilraun, en bæði liturinn og venjulegt talmál figúrunnar vöktu slika athygli og vinsældir, að William Randolph Hearst keypti höfund- inn, Richard F. Outcault, á blað sitt, New York Journal. Þá þeg- ar var farið að kalla þessa figUru „Gula krakkann”. Joseph Pulitzer, sem var þáver- andi ritstjóri New York World (stofnandi þess), bauð Outcault betur og upphófst töluvert strið milli Hearsts og Pulitzers; þannig varð til hugtakið „gul blaðamennska”. Arið eftir birtist i blaðinu American Humorist teikni- myndasaga, sem enn lifir: Binni og Pinni, eða „The Katzenjammer Kids”, eins og höfundurinn, Rudolph Dirks, kallaði hana. Þessar fyrstu sögur, sem fór nU að fjölga óðfluga, voru frem- ur ógreinilegar i öllum dráttum og heldur grófar, eins og tiðkað- ist með myndskreytingar tima- rita á þeim árum. James .Swinnerton, sem um sama leyti og „Guli krakkinn” hóf göngu sina, hafði teiknað myndasögu um apalæti i San Francisco Examiner, flutti til New York snemma árs 1905 og hóf að teikna nýja sögu i Sunday Joumal, „Little Jimmy”. Með þeirri sögu urðu kaflaskipti i gerð teiknimyndasyrpna. Myndirnar urðu stærri, linur einfaldari og öll aukaatriði i bakgrunni voru látin sigla sinn sjó. A þessum árum, 1896—1907, tóku myndasögurnar á sig það form, sem þær halda enn i dag, en að sjálfsögðu hafa mynda- sögur af þessu tagi siðan verið notaðar i ýmsum tilgangi (til fræðslu ýmiss konar, áróðurs o.s.frv.). Segja má, að myndasögur hafi þó fyrst náð verulegri Ut- breiðslu árið 1913, þegar Moses Koeningsberg, ritstjóri Chicago American, stofnaði dreifingar- fyrirtækið Kings Feature Syndi- cate, sem m.a. hefur i dag Dag- blaðið að viðskiptavini. 1 Bretlandi voru myndasögur mjög i stil við þær bandarisku, en þó telja Bretar sig eiga fyrstu myndasöguna, sem birzt hafi i blöðum. Munurinn er hins vegar sá, að það var ekki fyrr en 1915, aö Bretar áttuðu sig á þvi — nánar tiltekið Northcliffe lá- varður, sem m.a. átti London Daily Mail. Hann varð einnig fyrstur til að gefa út blað, sem eingöngu innihélt teiknimynda- sögur, „Comic Cuts”, og hélt þvi gangandi i 60 ár. 1 upphafi, sérlega þó i Banda- rlkjunum, voru það helzt blöð, sem talin voru heldur óvirðu- legri, er birtu teiknimyndasög- ur, en I dag fyrirfinnst varla það blað i öllum heiminum, sem ekki birtir myndasögur daglega og gjarnan 5—6 talsins. Þar eru New York Times, Washington Post, Die Zeit og fleiri merkis- blöð ekki undanskilin. Hvenær sem skoðanakannanir eru gerð- ar um vinsælasta efni dagblaða, kemur i ljós, að myndasögur eru með mest lesna efninu — og eru yfirleitt margfalt vinsælli en t.d. iþróttir, sem þó eru álitnar afar vinsælar og fá mikið rúm i blöðum. RAUÐAUGA Ja-húú! Megum við kynna Indiánahöfðingjann Rauðauga! Rauðauga er einn magnaðasti Indiánahöfðingi, sem um getur siðan þeir Hjartarfótur, Sitjandi tarfur og Geronimo liðu undir lok. Rauðauga veiðir visunda og les i náttUruna eins og hún væri opin bók. Stundum grefur hann upp gömlu striðsöxina og dans- ar i kringum varðeldinn ásamt blóðbræðrum sinum. Hann heldur stift i merka menningararfleifð Indiánanna og reynir að stjórna ættbálki sinum með járnhendi. Það Gordon Bess gengur þó ekki átakalaust. Gamli striðsvegurinn er mal- bikaður orðinn og hermenn Rauðauga eru hinar mestu lyddur og ekki beinlinis skarp- gáfaðir. Þá bætir kona hans ekki úr skák, hún er i rauninni eina striðsöxin, sem Rauðauga ræður ekki við. Börnin eru hans helzta traust og hald. Sonurinn fetar i fótspor föður sins og dóttirin er það feg- ursta, sem fæðzt hefur meðal Indiána. Tengdasonurinn til- vonandi er þó ekkert til að flika. — Höfundur er Bandarikjamað- urinn Gordon Bess. GILITRUTT Nornin Gilitrutt er barn okkar tima —þegar áhugi á dultrú og svartagaldri tröllriður heims- byggðinni. Hún þeytist I gegn- um tima og rúm á kústinum sin- um með margtugginn vindil- stubb i munnvikinu. Hún er græn í framan, þykir sopinn góður, sifellt i leit að eigin- manni, hcldur litil vexti — en þeim mun stærri i lund — og kimnigáfa hennar á sér engan lika. Þannig er aðalpersónan i nýrri teiknimyndaseriu, sem er sköpunarverk bandariska teiknarans Russells Meyers. Meyers á að baki langa reynslu sem teiknari heilla- óskakorta en nú orðið hefur hann meira en nóg að gera við að fylgja norninni litlu eftir i öll- um mögulegum og ómögulegum uppákomum. Lesendahópurinn nær nú yfir nær alla jarðkúluna ogvister,að Gilitruttmun eign- ast sina aðdáendur hérlendis áður en langt um liður. HVUTTI Ein fallegasta saga Walt Disneys var sagan um Hefðar- frúna, eðalbornu tikina, er tók saman við flækingshundinn Ramba, sem gat við henni Hvutta litla, sem ein myndasag- an okkar fjallar um. Hvutti hefur erft eiginleika frá bæði föður sinum og móður, hann er fjörkálfur hinn mesti eins og Rambi faðir hans — og hann er með siðgæðisvitundina i fullu lagi (þó breyzka) eins og Hefðarfrúin, móðir hans. Einnig koma við sögu gamli, vingjarnlegi hundurinn Tryggur og félagi hans Jobbi. Hvutti er aðeins eitt af mörg- um frábærum sköpunarverkum Disneys — og það er undarlegt til þess að hugsa, að það stór- veldi, sem i dag er Walt Disney Studios, Disneyland og Disney Walt Disney World, eigi rætur sinar i litilli mús, sem fyrir mörgum árum hoppaði upp á teikniborðið i bil- skúmum hjá ungum teiknara I Kansas, Walt Disney. Það, sem gerðist siðar, er á allra vitorði, og ekki er að efa, að fjöldamargir verða til að hrifast með Hvutta. JOHNNY HAZARD Þar sem njósnaflugmaðurinn Johnny Hazard er á ferðinni er alitaf mikið lif i tuskunum. Þar er spennan alltaf i hámarki — og hún er krydduð með fögrum konum og ósvikinni kimni. Johnny á ráð undir rifi hverju, hann hræðist ekkert og lætur ekkert koma sér á óvart. Hann lýkur einu verkefni á sama augnabliki og hann byrjar á þvi næsta og þrátt fyrir að hann sé hreinlega að leka niður af þreytu, þá hleypa nýjar ógnir i hann þvilikum fitonskrafti, að ekkert fær stöðvað hann. Höfundur Johnny Hazard er Frank Robbins, sem aðeins fjögurra ára gamall vakti at- hygli fyrir mikla hæfileika sina með penna og pappir. Niu ára gamall fékk hann styrk til list- náms og siðan hefur allt gengið i haginn fyrir honum. Og Johnny? Hann brosir hæglát- lega og hugsar sitt á meðan milljónir lesenda fylgjast spenntir með ævintýrum hans. Frank Robbins

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.