Dagblaðið - 08.09.1975, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 08.09.1975, Blaðsíða 6
26 Dagbla&ið. Mánudagur 8. september 1975. Hallsteinn Sigurðs- son myndhöggvari heldur um þessar mundir þriðju einka- sýningu sina á járn- skúlptúr i vinnustofu sem hann hefur innréttað að Korpúlfs- stöðum. Hallsteinn er fæddur 1945, stundaði nám við Myndlista- og handiðaskólann 1963- 66 og i London 1966- 72, þar af árin 1969- 72 i St. Martins School of Art undir handleiðslu enska myndhöggvarans Anthony Caro og annarra. Hallsteinn leggur einnig mikla áherslu á að sjá erlenda list eigin augum og hefur þvi ferðastum Bandarfkin og dvalið bæði á ítaliu og i Grikklandi. A.I.: Hallsteinn, réð fordæmi frænda þins (Asmundar Sveins- sonar) einhverju um það að þú fórst út i skúlptúr? H.S.: Ég held að það hljóti að vera. Viljinn var fyrir hendi og Asmundur var eini nærtæki samanburðurinn sem ég hafði. Þegar ég var yngri og var að fitla við myndgerð, kom hann stundum i heimsókn og kri'tiser- aði þessi verk min hart, — sem var náttúrlega það besta sem hann gat gert mér og ég er hon- um afskaplega þakklátur fyrir. Ég var svo aðstoðarmaður hans i 4 sumur við að steypa og stækka myndir, sem var að visu ekki skapandi, einfaldlega vinna, — en mikill lærdómur samt. A.I.: Eftir ljósmyndum að dæma virðist meirihluti þeirra myndverka, sem þú gerðir áður SKRIÐ OG SVIF en þú fórst til London 1966, taka mið af Henry Moore og vera ieit að einskonar náttúrlegu sam- ræmi i formsköpun. H.S.: Alveg rétt. Ég varð fyrir miklum áhrifum af Moore, úr listaverkabókum. Ég held að það sem heillaði mig við Moore sé þetta massifa form i verkum hans, — og svo þessi dularfullu göt sem margir hafa hrifist af. Ég gerði fjöldann allan af liggj- andi konumyndum i hans stil. A.I.: Var það kannski Henry Moore og ensk höggmyndalist sem réð þvi að þú fórst til Eng- lands til framhaldsnáms? H.S.: An efa. Ég vissi að i Englandi og Bandarikjunum var eitthvað að gerast i skúlptúr sem átti við mig. Svo var lika stutt að fara frá London til Parisar þegar á lá. A.I.: Hvað var það sem þú IGNIS Nú fylgir ekki kjötskrokkur með i IGNIS kistunni... En við bjóðum betrn verð en aðrir. *##» Nýjar sendingar komnar, einnigúr ryðf ríu stúfi að innan. RAFIÐJAN RAFTORG gerðir i London frá 1966- 69, áð- ur en þú fórst til St. Martins? H.S.: Ég teiknaði eingöngu heilan vetur módel og upp^ stillingar,sem ég hafði afar gott af. Siðan innritaðist ég í Hammersmith College of Art og var þar i tvö ár. Þar var ágætur maður, Matthews að nafni, og vann ég við allskonar mynd- Myndlist mótun og steypu undir handar- jaðri hans, sem var mjög góð undirstaða fyrir mig. A.I.: Svo færðir þú þig yfir i St. Martins, höfuðstöðvar Anthony Caro og fylgismanna hans I járnskúlptúrnum. Breytti dvölin þar afstöðu þinni endan- lega I átt til járnskúlptúrs? H.S.: Já. Ég er ekkert að leyna því að ég fór þangað beinlínis til að verða fyrir áhrif- um af Caro og hans stefnu, til að sökkva mér niður i það sem þar var að gerast. En um leið óx ég frá Henry Moore. A.I.: Hvað var svo það fyrsta sem þú gerðir i St. Martins? H.S.: Það var stór gólfmynd i skærum litum, Skúlptúr með stórum staf, — afskaplega slæm mynd. Og það voru min fyrstu reglulegu kynni af andanum i St. Martins að þessi mynd var mikið gagnrýnd af kennurum og öðrum, þeir rifu hana i sig. Sem var svo ákaflega góð reynsla fyrir mig. A.I.: Hvernig var svo Caro sem kennari? H.S.: Mjög stimúlerandi. Hann lagði á það rika áherslu i •byrjun að fólk gerði það upp við sig hvort það vildi vinna figúra- tift eða afstrakt. Ef fólk kaus af- strakt leiðina, þá átti það að losa sig algjörlega frá hinu figúratifa. Þegar nemendur höfðu svo fundið sér persónu- lega leið þá hvatti hann þá til að leita sjálfir, finna óvæntar leið- ir. Caro lagði einnig mikið upp úr þvi að fólk hugsaði um end- anlega stærð verks alveg frá byrjun og sleppti þvi alveg að gera „maquettur”, ynni verkið beint eins og það ætti að vera. A.I.: A fyrstu sýningu þinni i Asmundarsal 1971 mátti svo sjá hluta af þvi sem þú hafðir gert i London, að mestu leyti strengja- og hreyfiverk, ákaflega opin og fingerð. Voru þau hugsuð sem spennu- og rúmverk? H.S.: Já, sem einskonar þriggja vidda teikningar sem spönnuðu visst rúm. Þetta er eitt af þvi sem er mjög spenn- andi fyrir verðandi myndhöggv- ara, að uppgötva að hægt er að vinna með rúmtak án massa. A.I.: Svifmyndirnar byggðust svo á könnun á spennu og jafn- vægi. Vora hreyfiverk Calders kveikjan að þeim? H.S.: Hann er að visu upp- hafsmaðurinn að slikum mynd- um. En ég held að það sé enginn beinn skyldleiki til staðar. Min- ar svifmyndir, þá og nú, voru hugsaðar á annan hátt en hreyfimyndir Calders. Hreyfing i myndbyggingunni sjálfri skiptir mig ávallt meira máli heldur en hreyfing ýmissa liða innan myndarinnar, eins og á sér stað i svifmyndum Calders. Minar svifmyndir eru þvi skúlp- túr sem hangir, en ekki verk sem verður skúlptúr með aðstoð hreyfingar. Ég nota mikið vir- net I þeim, einsogþú sérð. Netið finnst mér sjarmerandi, það er hvorki opinn né lokaður flötur, — gegnsær og skapar vissan léttleika. A.I.: Enn i dag vinnur þú einnig með stór „massa” verk eins og „Hyrningana” hér úti, samtimis þessum léttu „rúm”verkum. H.S.: Jú. Þetta er kannski vani. Eða þá þörf. Ég veit ekki hvort. Ég hef, alveg frá þvi ég var strákpatti, unnið skúlptúr á tvo óllka vegu. Ég var t.d. að hnoða leir og stakk svo vir i leir- inn eftirá. A.I.: Hvenær komu svo áhrif ameriska myndhöggvarans David Smith til sögunnar? H .S.: Ég vissi að sjálfsögðu af honum áður en ég fór út til læris. En svo sló hann mig reglulega þegar ég fór til Bandarfkjanna 1973. En þetta er nú dálftið viðkvæmt mál. Ég hugsa að ég hafi verið óþarflega kaldur við að sýna þær fjórar myndir sem ég gerði i hans stíl, þar eð ég vissi að hugmýndin var frá hon- um komin. Mér liggur við að segja að þetta hafi verið algert hliðarspor. En þess ber að gæta að ég var þá að læra nýja vinnu- aðferð, að smiða úr plötujámi og var að æfa mig, ef svo má segja. Gleymið ekki að endurnýja Nú fer skólafíminn í hönd, — rétti tíminn til að endurnýja skólavörurnar. Nýjar og fallegar skólavörur lífga upp á nómið og gera það skemmtilegra strax fró byrjun. Þess vegna bjóðum við nú meira úrval af líflegum vörum fyrir framhaldsskólanemendur en nokkru sinni óður. Komið og skoðið úrvalið — komið og endurnýjið. Hafnarstræti 18 Laugavegi 84 Laugavegi 178

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.