Dagblaðið - 08.09.1975, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 08.09.1975, Blaðsíða 17
Dagblaðið. Mánudagur 8. september 1975. 37 ■ -s beztu innkaupin? verzlunum má sjá ein- hvern afgreiðslumann- inn ganga um með stimpil og verðmerkja á ný vörurnar, sem hann merkti siðast fyrir helgi. Dagblaðið gerði blaðamann og ljósmyndara Ut af örkinni á miðvikudaginn i siðustu viku (3.9) til að bera saman vöruverð i nokkrum verzlunum. Verzlan- irnar voru valdar meira og minna af handahófi, bæði smáar og stórar, og vörulistinn, sem farið var eftir, varð til á leið- inni. A honum voru algengustu vörur, sem yfirleitt eru til á hverju heimili: Sykur, hveiti, sulta, marmelaði, te, hrisgrjón, egg, tómatsósa, sardinur, pakka- súpa, gulrætur og grænar baun- ir og eins fuglakjöt og slög. Verzlanirnar, sem heimsóttar voru, státa af mismunandi miklu vöruvali: Kaupgarður, Hagkaup, SS- Glæsibæ, Silli & Valdi i Austur- stræti, Kjörbúðin Dalmúli, Hólagarður i Breiðholti III og KRON við Norðurfell, einnig i Breiðholti III. KRON ódýrast Ef ódýrustu vörurnar, sem nær allar voru af sömu tegund og i sama magni, voru valdar, þá var hægt að fá vörurnar á ofangreindum lista ódýrastar i KRON við Norðurfell eða fyrir kr. 3.970.00. Dýrastar urðuþær i nýrri og stórri kjörbúð i Hóla- hverfi i Breiðholti III, Hóla- garði, þar kostuðu þessar vörur kr. 4.375. Þar munar á kr. 405.00. Ef dýrustu vörurnar hefðu verið teknar, þá hefði Kjörbúð Dalmúla við Siðumúla i Reykja- vik, orðið hagkvæmust, þar má fá þessar vörur fyrir kr. 4.298.00. Dýrastar eru þær i kjörbúð SS i Glæsibæ, þar fær neytandinn að greiða fyrir vör- urnar kr. 4.697.00. Þar munar kr. 399.00 á þvi verði, sem hægt er að komast af með með þvi að verzla við Kjörbúð Dalmúla, þar kostar sama vara kr. 4.298.00. Hér er rétt að taka fram, að i Kaupgarði i Kópavogi kann að vera heppilegast að gera innkaup sin, en það dæmi hefur fram til þessa ekki verið tekið meö i reikninginn, þvi þar voru ekki til slög (verzlunin býr sjálf til úr þeim rúllupylsu og fleira), unghænur og rúsinur. Hinar þrettán vörutegundirnar kost- uðu I Kaupgarði kr. 3.123.00, en ef einnig væru aðeins taldar 13 vöruteg. i hinum verzlununum, þá kæmi næst-hagstæðast út að verzla IKRON i'Norðurfelli, þar kosta vörurnar kr. 3.137 — og munar á fjórtán krónum. Verðmunur tiltölulega litill Til nánari skýringar skal hér birtur listiyfir verzlanir og verð i röð frá A—G. Eins og fyrr segir voru innkaupin hagstæðust I KRON, miðað við að ódýrustu vöru- tegundirnar væru valdar. Þar á eftir kemur SS i Glæsibæ, kr. 4.136.00, og fast á hæla Slátur- félagsins fylgir Hagkaup i Skeifunni með aðeins tveimur krónum dýrari innkaup, kr. 4.138.00. I fjórða sæti er Kjörbúð Dalmúla, þar var verðið kr. 4.188.Ö0, I fimmta sæti Silli & Valdi með kr..4.247.00 og I sjötta og siðasta sæti Hólagarður með kr. 4.375.00. Ef dýrustu vörurnar hefðu verið valdar, þá hefði útkoman FYRSTA GREIN orðið önnur. Þá hefði, eins og fyrr segir, orðið hagstæðast að verzla i Kjörbúð Dalmúla fyrir kr. 4.298.00, siðan KRON fyrir kr. 4.310.00, þar næst i Hagkaup fyrir kr. 4.358.00, i fjórða sæti lenti Silli & Valdi með kr. 4.679.00, Hólagarður i fimmta sæti með kr. 4.706.00 og dýrast væri að þessu sinni að verzla i SS-Glæsibæ fyrir kr. 4.739.00. Það segir sig sjálft, að vöru- val er nokkuð mismunandi i verzlunum. Þvi virtist i' upphafi nokkrum erfiðleikum bundið að finna i öllum verzlunum vörur af sömu tegund, sama magni og svo framvegis. Það tókst þó vonum framar, en þar sem það var ekki hægt, var magn látið ráða ferðinni. Vörutegundir Þannig má nefna, að hveiti var yfirleitt alls staðar Pills- bury’s Best, sykur var af ýmsu tagi, teið var Melrose’s með 20 tegundir eru misjafnlega dýr- ari, af algengari tegundum er Tetley’s hvað dýrast i samsvar- andi pakkningum), hrisgrjón voru undantekningarlaust River Rice, marmelaði var is- lenzkt, danskt, brezkt og sulta sömuleiðis, en áberandi var, að hvað varðar sultu og marme- laði, þá eru pólskar vörur ódýr- astar. Sem dæmi má nefna, að i Hagkaupi er hægt að fá 450 gr. krukku af pólskri sultu fyrir 190 krónur. Egg voru alls staðar álika hvit, en það vakti sérlega at- hygli okkar, að á þeim var verð- munurinn einna mestur. í Hag- kaupi má fá 1 kg af eggjum fyrir 350 krónur en i Silla & Valda kostar kilóið 495 krónur. Þar munar ótrúlega miklu, eða 145 krónum. Eins var með kjúklinga, ódýr- asta kilóið fæst i KRON á 710 krónur en dýrast er það örlitið norðar i Breiðholti III, i Hóla- garði, þar sem kilóið kostar 860 krónur. Hér ber að sjálfsögðu að taka tillit til þess, að ekki er alltaf um sama framleiðandann að ræða — og auk þess er verð mjög breytilegt. Slæmar merkingar á islenzkum vörum Tómatsósa var i meginatrið- um af þremur gerðum: islenzk frá Val, sem yfirleitt er dýrust, verðið allt frá 80 krónum upp i 118, bandarísk frá Libby’s og svo Heinz, sem einnig er bandarisk. Er tómatsósan var skoðuð kom vel i ljós, hversu is- lenzkum iðnaðarvörum er ábótavant um merkingar. Sardinur voru aðallega islenzk framleiðsla og aðeins með tveimur undantekningum dýr- ari en aðrar tegundir, norskar og danskar. Pakkasúpa var Maggi, Vilko og Blæ B?nd, rúsinur kaliforni'skar, niður- soðnar perur yfirleitt banda- riskar, en einnig eru algengar ástralskar og s-afriskar. í Silla & Valda eru einnig til kinversk- ar perur og hálfdósin af gulrót- um og grænum baunum isienzk framleiðsla. Nánar verður greint frá þess- um verðsamanburði Dagblaðs- ins á morgun, og á næstu dögum birtast nokkrar greinar til viðbótar um vöruverð, innkaup almennings og neytendamál yfirleitt. Þá er að lokum ástæða til að geta þess, að á engan hátt má lita á þessa litlu könnun Dag- blaðsins sem visindalega unna rannsókn, einhverskonar salómónsdóm, heldur einvörð- ungu sem lauslegan verð- samanburð á nokkrum nauð- synjavörum. — ÓV. Það er hægur vandi fyrir hinn almenna neytanda að kaupa köttinn I sekknum. OZ •UJ X Q E Q. □ * oz LU X Q E Q. □ y oí •LU X Q E Q. VINSÆLAR PLÖTUR: STUÐMENN /PLATAN OG CASETTAN ROLLING STONES / METAMORPHOSIS NV ROLLING STONES / MADE IN THE SHADE NÝ POCO / THE VERY BEST OF TEN YEARS AFTER / ALLAR WINGS / VENUS & MARS DAVID CASSIDY / THE HIGER THEY CLIMB ERIC CLAPTON / THERES ONE IN EVERY CROWD ERIC CLAPTON / RAINBOW CONSERT ELTON JOHN / FRIENDS LOU REED / METAL MACHINE MUSIC BOB DYLAN / BLOOD ON THE TRACKS BILLY COBHAM / SHABAZZ BUARI/SOUL BILL HALEY / TRAVELIN BAND CURTIS MAYFIELD / ALLAR CHAPTAIN BEEFHEART/BLUEJEANS& MOONBEAMS DAVID BOWIE / YOUNG AMERICANS ELLA FITZGERALD / WALKING IN THE SUN THE GUESS WHO / POWER IN THE MUSIC GREENSLADE / SPYGLASS GUEST JOHN LENNON / ROCK & ROLL J. GEILS BAND / NIGHTMARES KEVIN COYNE / MATCHING HEAD & FEET LABELLE / LABELLE 1 LABELLE / MOON SHADOW M F S B /LOVE IS THE MESSAGE LITTLE RICHARD / HIS GREATEST HITS ORGINAL RÖCK OLDIES / VOLUME 1 & 11 IKE & TINA TURNER / LIVE AT CARNEGIE HALL IKE & TINA TURNER / FELL GOOD TIIE THREE DEGREES / INTERNATIONAL WHO / THE WHO SELL OUT SPARKS / KIMONO MY IIOUSE JIMI HENDRIX / BIRTH OF SUCCESS JIMI HENDRIX / RARE JIMI HENDRIX / ROOTS JIMI HENDRIX / MOODS JIMI HENDRIX / GENIUS OF BARRY WHITE / NO LIMIT ON LOVE DEEP PURPLE / THE BOOK OF TALIESYN DEEP PURPLE / SHADES OF DEEP PURPLE ÓSIBÍSA / SUPERFLY KING CRIMSON / STARLESS & BIBLE BLACK HERMAN IIERMITS / THE MOST OF FUNKADELIC / MAGGOT BRAIN FUNKADELIC / FREE YOUR MIND FUNKADELIC / FUNKADELIC THE KINGS PRESERVATION ACT 1. Sendum gegn póstkröfu þær plötur seni ]iér krossið við Pósthölf 1143 Nafn Heimilisfang /

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.