Dagblaðið - 08.09.1975, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 08.09.1975, Blaðsíða 13
Dagblaðið. Mánudagur 8. september 1975. 33 LALLI OG LÍNA Sagan um Lalla og Linu birt- ist fyrst árið 1968 og þegar fyrsta árið tóku rúmlega eitt hundrað dagblöð i Bandarikjun- um hana upp. 1 dag segir frá lifi þeirra hjóna — oft mjög storma- sömu — i rúmlega eitt þúsund dagblöðum og timaritum vestra og er hróður þeirra tekinn að berast viða um heim. Rauði þráðurinn i sögunni um Lalla og Linu er ósamkomulag þeirra og vandamál i hjúskapn- um. Lalli og Lina lifa venjulegu miðstéttarlifi og kann það að vera ástæðan fyrir geysilegum vinsældum þessarar mynda- sögusyrpu. Höfundur sögunnar er banda- riskur, Wiiliam Hoestað nafni. Hann er einn fremsti brandara- teiknari Bandarikjanna og hef- ur m.a. teiknað fyrir Saturday Evening Post, Look, Playboy, True, Saturday Review og önn- ur viðlesin timarit. Hann hefur einnig teiknað heillaóskakort og myndskreytt barnabækur. Sem dæmi um velgengni hans og vin- sældir má nefna, að með þvi að teikna sjálfstætt tekst honum að sjá fyrir konu sinni, sex börnum og hundi, sem étur meira en öll fjölskyldan samanlagt. William Hoest JÓI JÓNS „Faðir” JÓA JÓNS er spænski teiknarinn Luis del Olmo. Þvi er haldið fram af kunnugum, að töluverður svipur sé með þeim Jóa og del Olmo, hvað sem satt er i þvi. Jói Jóns, sem i heimalandi sinu er kallaður „Carlo”, er ekki einasta þekktur þar og i spænskumælandi löndum S- Ameriku, heldur er hann einnig vinsælli Þýzkalandi, Danmörku og Noregi. Jói er svo alþjóðleg- ur i sér, að hvarvetna sér fólk sjálft sig i honum og uppátækj- um hans. Það er nefnilega þannig, að Jói Jóns er ekki aðeins Jói Jóns, hann er einnig þú, faðir þinn, nágranni og tengdafaðir og mágur. Daglega gengur Jói Jóns i gegnum hversdagsleik- ann og inn i hjörtu lesenda um allanheim, stundum sem sigur- vegari, stundum sem sá, sem tapað hefur. Aftur á móti sést sjaldnast á honum, hvort hefur gerzt. Jói Jóns er ekki einasta bráð- skemmtileg myndasyrpa, hann er meistaraverk teiknarans og áður en langt um lihur getur þú ekki verið án hans i þinum eigin hversdagsleika. Teiknimyndasögurnar STJÁNI BLÁL Peter O’Donnell MODESTY BLAISE Pcter O’Donnell, höfundur sögunnar um Modesty Blaise, er álitinn einn bezti teikniniynda- höfundur í Bretlandi. Hann á að baki margra ára þjálfun í fagi sinu Qg samdi lengi vel einnig sögurnar um „Garth” i London Daily Mirror og „Tug Tran- som” i London Daily Sketch. O’Donnell er frábær sögu- maður, sem sækir hugmyndir sinar i dramatik daglegs lifs. Hann er rúmlega fertugur, • kvæntur og þriggja barna faðir. Helztu áhugamál hans eru ferðalög, góður matur... og fólk. 1 upphafi var syrpan um Modesty teiknuð af Jim Holda- way.hæglátum og skeggjuðum Lundúnabúa, sem átti ekki minni þátt en O’Donnell i þeim vinsældum, sem Modesty náði strax frá byrjun. Hann hreifst mjög af hugarsmið O’Donnells og leit ævinlega á Modesty Blaise sem sitt bezta verk. Holdaway lézt skyndilega 18. febrúar 1970, en siðan hefur spænski snillingurinn Badia Romero haldið verki hans áfram á heimili sinu i Barce- lona. Romero nýtur alþjóðlegr- ar viðurkenningar og hylli fyrir verk sin. MUMMI MEINHORN Mummi meinhorn gengur með húfu og á húfunni stendur PAX. Það er latina og þýðir „friður”. En það er slður en svo friður, sem Mummi hefur i huga. Hann er eitt argasta hrekkisvin, sem fyrirfinnst. Við munum öll, að hrekkísvfn- in voru einna helzt i hópum og þannig ollu þau hvað mestri skelfingu. En Mummi er alltaf einn — og það er hálfu verra. Hann er til dæmis einn, þegar hann setur blek i vatnsbyssuna áður en hann lánar litla bróður sinum hana i leik við pabba, hann ereinn, þegar hann dregur garðshlið nágrannans að hún á flaggstönginni hans, og hann er einn ábyrgur fyrir þvi, að hvitar mýs stökkva upp úr innkaupa- tösku móöur hans i kaupfélag- inu. Mummi meinhorn hefur ein- stakt lag á að vera éinmitt þar sem hans gerist sizt þörf. Mummi meinhorn er, i stuttu máli, þvi sem næst óþolandi. En úr þeirri fjarlægð, sem prentið og pappirinn veitir okkur, þykir okkur hann drepfyndinn. Teiknarinn er hinn frægi danski Hans Quist, sem hér- lendis er að góðu kunnur. Það eru orðin allmörg ái siðan Stjáni blái og kunningjar hans hafa sézt i islenzku blaði og er ekki að efa, aö Stjána, át- vaglinu Óskari V. Óskars Gunnu stöng, Gamlingjanum og öðru inerkisfólki verður vel fagnað. Höfundur sögunnar er banda- riski teiknarinn Bud Sagendorf um hæfileika hans þarf ekki að fjölyrða, enda stendur Stjáni blái alltaf fyrir sinu. Óhætt er að fullyrða, að fáar teiknimynda- sögur njóta jafnmikilla vin- sælda meðal ungra og aldinna hvar sem er i heiminum og ævintýri sæhrossins og spinat- ætunnar Stjána bláa. Frank Fletcher, Bill Kavanag og Hal Camp. GISSUR GULLRASS Gissur gullrass og Rasminu konu hans þekkja allir. Hér- lendis hafa þau fylgt blaðales- endum í áratugi og njóta alltal sömu vinsældanna. Það er þvi með mikilli ánægju sem Dag- blaðið býður þau velkomin um borð — og um leið er lesendum boöið að fylgjast með þeim dag- lega. Höfundar sögunnar um Gissur og Rasminu eru þrir, Frank Fletcher, Bill Kavanag og Hal Camp. Þeir skipta með sér verkum þannig, að Kava- nagh skrifar handritin, Fletcher teiknar lengri sögur (sunnu- dagssögurnar) og Camp sér um að fylgjast með þeim Gissuri o Minu dags daglega. Camp hefur teiknað Gissur gullrass i tiu ár, siðan 1965. Fyrstu teiknimynd sina seldi hann fimmtán ára gamall og siðan hefur hann teiknað. Allt frá þvi að hann lauk gagnfræða- skólanámi hefur hann verið á- kveðinn i að gera ekki annað en að teikna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.