Dagblaðið - 12.09.1975, Side 2

Dagblaðið - 12.09.1975, Side 2
7 Spurning dagsins Hefurðu nokkurn tima safnað skeggi? Lýður Björnsson kennari: Aldrei, ekki gert nokkrar tilraunir til þess. Ég raka mig daglega. Jön Guðmundsson götusali: Jti, það kól hérna eitt vorið, en eins og máltækið segir, allt er hey i harð- indum. Bjartmar Pálsson lifeyrisþegi: Nei, aldrei, jU einu sinni á sild fyrir 30 árum, ekki oftar. ÞU ert með sæmilegasta skegg. Kristinn Bjarnason verzlunar- maður: JU einu sinni, fyrir tveim til þrem árum, ég gafst Upp og nennti þvi svo ekki lengur. Þröstur Steinarsson bóndasonur: Nei, það hef ég ekki gert, hef eng- an áhuga á þvi, vist sprettur það dálitið. Axel Kinarsson, venjulegur mað- ur: Já.ætli þaðekki, þetta sem ég er með, hvorki meira né minna. Ég geri þetta af þvi ég álit það fara vel við persönuleika minn. /* Trúorhöll? Að fara á vörusýningu með hálfstálpuð börnin sin er merki- leg lifsreynsla, sem enginn ætti að fara á mis við. Venjulega verður maður nógu ruglaður á slikum sýningum þó maður fari bara einn eða með öðrum full- orðnum, en eftir slika ferð með börnin leitar maður að bilnum á óliklegustu stöðum og endar með þvi að setjast upp i aftur- sætið og snúa baki fram. Annars var það ekki meining min að ræða hér um vörusýn- inguna sem slika. Ég er orðinn þreyttur á si'felldum endurtekn- ingum um að ég þurfi að fá mér glerkonu og óskum um að á mig verði settir stikkkontaktar svo ýta megi á hnapp til að finna hvaða partur af mér er lifur og hvaðer magi, eða hvort skærar logi á þvagblöðrunni eða skjald- kirtlinum. Ég er lika orðinn ó- næmur fyrir suði um vatnsrúm i barnaherbergin og ákveðinni kröfu um torfærumótorhjól með 750 kúbik mótor. Ætlunin var þvert á móti að velta fyrir sér þessu húsi hér inni i Laugardal, sem einu sinni var kallað Auðkúla eða Kúlusukk, en núna er almennt kölluð Laugardalshöll, þótt hall- arsikið sé hvergi nærri henni (það er á Laugardalsvellinum, þar sem gert var ráð fyrir fót- boltavelli) og hún sé svo fátæk- lega búin að hafa enga skot- turna. Menn eru nú farnir að velta þvi fyrir sér, hvort ekki sé miklu meira trúarlegs eðlis bundið við Laugardalshöllina en áður var talið. Þessar vangaveltur hófust i sumar, þegar i þessu húsi var haldin mikil trúarleg ráðstefna, sem raunar lognaðist út af i hægðum sinum. 1 lokin komst sem sé Anzkotinn i spilið og laumaði matareitrunargerlum i kássu, sem gerð var úr matar- afgiingum, hrisgrjónum og skurðbretti, ef fréttatilkynning þar að lútandi hefur komið rétt til skila. Vatnsrúmið hefur óneitanlega aðdráttarafl, en hver gæti hugsað sér að hafa eitt i hverju barnaherbergi? Ljósm. imynd, Sigurgeir Sigurjónsson. Dagblaðið. Föstudagur 12. september 1975. Hver getur hrifizt af kvenmanni á borð yiö þennan? Ekki var þessari ráðstefnu, sem beindist að Guði, fyrr lokið en annað trúarþing var sett i húsakynnum. Þá var það Mammon gamli, sem tignaður var svo um munaði. Þá er ég kominn aftur að þvi sem ég byrjaði á, þingi kaupahéðna i Laugardalshöll, þar sem hver um annan þveran reyndi að sannfæra saklausa neytendur um ágæti þeirrar vöru, sem á boðstólum er. Og vist var þar margt girnilegt, sem fyrr segir, bæði vatnsrúm og mótorhjól og margt annað, sem of langt yrði upp a ð telja. Og til þess að punta upp á allt saman var svo lif- færasýning, meðal annars gler- konan, sem er einhver sú ó- frýnilegasta kvenpersóna, sem ég hef séð, og hefur þó margt HÁALOFTIÐ verið borið framan að manni á þessu konuári. En — ég hef verið að velta einu fyrir mér. Hvernig stóð á þvi að Anzkotinn gerði engan uppsteyt á þessu þingi? Óprúttnir þjófar Guðmunda Gunnarsdottir simaði: , ,Við höfum garða á leigu upp'i við KorpUlfsstaði og það er anzí hart, aðfólk skuii ekki hafa frið til að rækta kartöflur án þess, að einhverjir biræfnir þjófar steli úr görðunum.. Við vorum að taka upp og skruppum i mat. Þegar við komum aftur var búið að taka upp úr garði vinafólks okkar. Við höfðum lánað þeim helminginn af garðinum, sem er um 100 fermetrar. Skömmu seinna voru þeir byrjaðir áftur og i þetta sinn i garði dóttur minnar, en sem betur fer var ekki búið að taka mikið. Annars hefur alltaf eitthvað borið á þvi, að karakterlaust fólk gangi i garða þarna efra og steli græn- meti. Fólk leggur mikla vinnu og r ækt við garðana og það gerir þessa stuldi þeim mun leiðin- legri. Mjög erfitt er að hafa eftirlit með svæðinu vegna þess að þarna eru hundruð litilla garða og ómögulegt að vita hver á hvað. Við höfum reynt að sitja fyrir þessum óprUttnu þorp- urum. en enn sem komið er höfum við ekki hitt á þá. Þegar við að iokum hittum á þá, þá....” . Onedin og Brœðurnir í óvissu Gunnar Gunnarsson kom að máli við dálkinn og vildi fá svar við stuttri fyrirspurn til Sjón- varpsins: ,,Ég hef spurt þá hjá sjón- varpinu hvenær Bræðurnir birt- ist að nýju á skerminum. Loðin svör hafa verið gefin við þessu. Nú vil ég itreka þessa fyrir- spum. Hvenær verða Bræðurnir aftur teknir til sýninga? Svo virðist sem tveir þættir hafi hætt i miðju kafi, Bræðurnir og Onedin. Þetta finnst sjónvarps- áhorfendum heldur leiðinleg frammistaða.” SVAR: Ekkert hefur verið ákveðið um framhald á Bræðr- únum og Onedin, og myndir úr þessum serium eru ekki til hjá Sjónvarpinu að sögn Hermanns Jóhannessonar hjá Sjónvarp- inu. Þættirnir eru seldir i 13 mynda syrpum og hafa 2 slikir flokkar, 26 myndir, verið sýndir i sjónvarpinu af Bræðrunum. Erlendis er til framhald af báðum myndunum. En sem sagt, allt er i óvissu með fram- hald af þessum fjölskylduvinum Islendinga. - FLUGVÉLAKAUP GÆZLUNNAR Geir Thorsteinsson sendi linu ,,Af hverju? Nokkrar spurn- ingar til Landhelgisgæzlunnar um flugvélakaupin. Hvers vegna hafa sjö skip- herrar, tveir stýrimenn, þrir flugstjbrar, tveir flugmenn, tveir flugvirkjar, starfsmenn Landhelgisgæzlunnar, lýst yfir stuðningi við kaup á nýjum Fokker fyrir Gæzluna i stað véla af annarri gerð? — Er það vegna þess að þeir, sem fljúga Fokker, fá hærra kaup en þeir sem fljíiga minni vélum ? — Er það vegna þess, að tvi- sýnna er að nauðlenda háþekju en lágþekju? — Er það vegna þess, að þeir vildu ekki setja sig upp á móti ákvörðun forstjóra Landhelgis- gæzlunnar? — Er það vegna þess, að næstum þvi má spila borðtennis i Fokkernum plássins vegna? Þannig má lengi halda áfram að spyrja og ég vildi gjarna fá að vita rétt svar. Eitt er þó ánægjulegt að vita og það er hve vel ,,upplýstir” stýrimenn og skipherrar skipa Landhelgisgæzlunnar eru um hagkvæmustu og ódýrustu flug- vélategundina.” —BP.) Fokkervél Gæzlunnar. Er það munaður aðeiga annan slikan? (Ljósmynd DAGBLAÐSINS

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.