Dagblaðið - 29.09.1975, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 29.09.1975, Blaðsíða 4
4 Dagblaðið. Mánudagur 29. september 1975. VEIZTU EITT Þegar þú hringir eða kemur til okkar ertu i beinu sambandi við springdýnuframleið- anda. I Spríngdýnpr 6r aðeins notað 1. flokks efni, sem þar af leiðandi tryggir margra ára endingu i upprunalegum stifleika, sem þú hefur valið þér. Næst þegar þú kaupir springdýnur athugaðu hvort þær eru merktar Springdýnur Við höfum einnig mjög gott úrval af hjóna- og einstaklingsrúmum, svo ef þig vantar rúm eða springdýnur þá gleymdu ekki að hafa samband við okkur. Við erum alltaf reiðubúnir til að aðstoða þig við að velja réttan stifleika á springdýnum. Springdynur Helluhrauni 20 - Slmi 53044 Hafnarfirði Heilbrigðisstéttir Katie Eriksson, rektor við Helsingfors Svenska Sjukvárdsinstitut heldur fyrir lestur og svarar fyrirspurnum um mennt- un og störf heilbrigðisstétta i Norræna húsinu kl. 20:30 i kvöld Fyrirlestr arefni: UNDERVISNINGSPROGRAM UT- GÁENDE FRÁN VÁRDSPROCESSEN SAMT FORSKNING INOM HALSO- OC SJUKVÁRDEN. Hjúkrunarnemafélag Islands. GLUGGA- OG HURDAÞÉTTINGAR m«ð innfrœstum ÞÉTTILISTUM Góð þjónusta - Vonduð vinna Dag og Kvöldsimi GLUGGAR HURÐIR GUNNUAUGUR MAGNÚSSON SlMI 16559 Malmngin frá Slippfélaginu A járn og viöi után húss og innan: Hempels HEMPELS skipamálning. Eyöingaröfl sjávar og seltu ná lengra en til skipa á hal'i úti. Þau ná langt inn á land. Hempels á mm stmá ÞILFARSf CUPRINOL Á steinveggi utan húss og innan: ^Vitretex S0"'g 41 VITRETEX plastmálning j myndar óvenju sterka húð. I Hún hefur því framúr- I skarandi veðrunarþol. f Vitretex á veggina I ÖO Á tréverk í garði og húsi: Cuprinol CUPRINOL viðarvörn þrengir sér inn í viðinn og ver hann rotnun og fúa. Cuprinol á viðinn Slippfélagið íReykjavíkhf Má/ningarverksmiðjan Dugguvogi Símar 33433og33414 Vilja hœrri peninga- verðknm ó skók- mótum hér ‘ „Alþjóðlegt skákmót verður haldið hér á tslandi haustið 1976. Þetta var samþykkt á stjórnar- fundi Taflfélags Reykjavikur, sem haldinn var á fimmtud. Þrir menn voru kosnir til þess að vinna að undirbúningi mótsins”, sagði Guðfinnur Kjartansson formaður Taflfélags Reykjavikur i viðtali við DAGBLAÐIÐ I morgun. Þessir menn eru: Jón Briem, Bragi Kristjánsson og Jón Pálsson. Alþjóðlegt skákmót er orðin hefð i starfsemi T.R. og Skák- sambands tslands, sem hafa haldið þetta mót til skiptis. Nú kemur Svæðamótið til sögunnar. Það verður haldið núna i október. Að þvi standa bæði T.R. og Skák- sambandið. Mót eins og Svæðamótið og Al- þjóðlega skákmótiö kosta um 3 milljónir króna. Þótti þvi mörg- um T.R.-mönnum i of mikið ráð- izt að halda tvö stór mót með skömmu millibili, en venjan hef- ur verið að halda Alþjóðlega mót- iö I febrúar. Um þetta hefur þó verið deilt innan T.R. eins og raunar fleira. Guðfinnur Kjartansson sagði, að örfáir aðilar innan T.R. hefðu hótað klofningi félagsins á undan- förnum árum vegna þess, að þeir hafi viljað hafa hærri peninga- verðlaun á skákmótum i stað al- mennrar viðurkenningar. Sagði Guðfinnur, að Taflfélagið ætti ekki peninga til slikra verðlauna- veitinga, og teldi hann raunar ábyrgðarhluta að fara þannig með fjármuni. Til þess væri s'Izt ástæða, þegar félagið byggði starf sitt meðal annars á opin- berri fjárveitingu, bæöi frá borg og ríki. Guöfinnur sagði, að rétt væri að það kæmi fram,að athugasemdir endurskoðenda við rekstur á „sjoppu” I félagsheimili væru á rökum reistar. Þar hefði komið fyrir timabundið „ólán”, vegna starfsmannaskipta við af- greiðslu. Þessu væri fyrir löngu búið að kippa I lag að fullu, enda hefðu endurskoðendur skýrt frá þvi I skýrslu sinni á aðalfundi. Guðfinnur sagöist ekki vita til þess, að nýtt félag heföi verið stofnaö vegna „klofnings” I T.R, Morgunferðinni lauk utan vegar ökumaður einn i Keflavik, sem gekk seint til náða á föstud., brá sér i ökuferð á áttunda timanum um morgun- inn. Brá hann sér út á Reykja- nesbrautina gömlu i fögru morgunveðrinu og þar lauk ökuferðinni utan vegar. Varð nú ekki komizt lengra og sat maðurinn i bifreiðinni, er lög- reglan kom þar að. Var maðurinn grunaður um ölvun við akstur. Um skemmdir á bil eða meiðsli var ekki að ræða. —ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.