Dagblaðið - 29.09.1975, Blaðsíða 7
Dagblaðiö. Mánudagur 29. september 1975.
7
Spánn greiðir aftökurnar
dýru
Við spænsku stjórn-
inni blasir vaxandi
andstaða nágranna og
möguleiki á allsherjar-
verkfalli á landsvæði
Baska eftir að fimm
„ borgarskæruliðar”
voru teknir af lifi á
laugardaginn. Mikla
athygli vekur andstaða
páfadóms við aftökurn
ar, en löngum hefur
verið góð vinátta milli
páfadóms og Franco-
y Samskipti Portúgals og Spónar í rúst —
Níu ríki hafa kvatt heim sendiherra fró Spóni
stjórnarinnar. Hvert
rikið af öðru hefur
kvatt sendiherra heim
frá Spáni.
Upphlaup varð i héraði Baska
og ennfremur i Madrid og
Barcelóna sem afleiðing aftak-
anna. Sex manns særðust i átök-
um i iðnaðarbænum Algorta,
skammt frá Bilbao, i gær, þegar
lögreglan hóf skothrið á um tvö
þúsund manns, sem höfðu farið i
kröfugöngu og hrópað „morð-
ingjar” og „við munum hefna
fyrir drápin,”
Samskipti Portúgals og Spán-
ar eru að þvi komin að rofna.
Menn mótmæltu aftökunum
vfða i Portúgal, og alla helgina
var stöðugt umsátur um sendi-
ráð Spánverja i Lissabon og
ræðismannsskrifstofur þar og
annars staðar.
Mannfjöldi mótmælti aftök-
unum og olli óskunda i sendiráði
og ræðismannsskrifstofu laug-
ardagsmorgun. 1 gærkvöldi
köstuðu fleiri kröfugöngumenn
grjóti að ræðismannsskrifstof-
unni i Oporto og tóku þaðan allt
lauslegt og brenndu á götunni.
Hermenn börðust við upp-
hlaupsmenn en hörfuðu að
lokum og létu þá fara sinu fram
i ræðismannsskrifstofunni.
Áður hafði frétzt um væntan-
legt áhlaup, og hafði verið flogið
með nærri alla spænska dipló-
mata frá Lissabon til Madrid á
laugardaginn.
Mexikó hefur óskað eftir fundi
i öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna og æskt þess, að Spánn
verði sviptur öllum réttindum i
Sameinuðu þjóðunum. 1 bréfi,
sem var sent Kurt Waldheim,
framkvæmdastjóra Sameinuðu
þjóöanna i gær, segir Luis
Echeverria forseti Mexikó, að
öll riki eigi að rjúfa samskipti
viö Spán.
Portúgalir eru háðir Spáni um
vatn og rafmagn, að miklu leyti.
Rikisstjómin iLissabonhefur af
þeim sökum lýst yfir hryggð
vegna árásanna á sendiráð
Spánar og ræðismannsskrifstof-
ur. Stjórnin hefur heitið að
greiöa skaðabætur fyrir tjón,
sem oröið hefur i árásunum. En
spænskir landamæraverðir hafa
nú þegar byrjað að draga úr
umferð milli rikjanna.
Spænskar ferjur hættu ferð-
um, þegar skipstjóri eins ferju-
báts varð var við hóp öskureiðra
kröfugöngumanna, sem biðu
hans Portúgals megin.
Niu Evrópuriki hafa kvatt
heim sendiherra sina frá Spáni.
Belgia, Svi'þjóð og Italia komu i
þann hóp i gær en áður höfðu
Bretland, Vestur- og Austur-
Þýzkaland, Holland, Noregur og
Danmörk kvatt heim sendiherr-
ana.
Morðsveilir hafa
myrt þrjú þúsund
Yfirvöld I Brasiliu sögðu i gær
strið á hendur hinum alræmdu
morðsveitum, sem taldar eru
bera ábyrgð á drápi nærri þrjú
þúsund manna, mest minni hátt-
ar glæpamanna.
Borgurum i Rio de Janero var
gefið upp simanúmer, sem þeir
geta hringt i og gefið upplýsingar
um leynihreyfinguna án þess aö
láta nafns sins getið.
„Hringiö i 234-2010 1777 og seg-
ið allt sem þið vitið,” sagði I blaði.
Yfirmaður öryggissveita Brasiliu
Osvaldo Inacio Domingues er for-
svarsmaður þessarar herferðar.
Hún kemur i kjölfar þess, að sið-
ustu vikur hafa fundizt lik með
kúlnagötum, sem bera merki
morðsveitanna.
Sveitirnar létu fyrst til sin taka
árið 1956, og á Riosvæðinu hafa
meira en 1000 lik fundizt siðustu
tiu árin.
Domingues hershöfðingi er
sagður hafa heitið þvi, að morð-
sveitirnar skuli ekki fá tækifæri
til að halda hátiðlegt 20 ára af-
mæli sitt á næsta ári. Þeim skuli
verða útrýmt áður.
Morðsveitunum er skipt i marg-
ar deildir, sem til dæmis kallast
„Fu Manchu”, „dráp” og
„hefnd”. Morðsveitirnar náðu
hámarki eftir morð á leynilög-
reglumanni iRio árið 1964. Félag-
ar hins myrta hétu þvi við jarðar-
för hans, að þeir skyldu drepa 10
bófa fyrir hvern lögreglumann,
sem félli. Þeir gerðu það — og
meira til.
Almenningsálitið andmælti
hins vegar þessum aðförum, og
svo fór, að sumir lögreglumenn
voru kærðir. Þannig er til dæmis
um yfirmann öryggislögreglu i
Sao Paulo. Hann biður dóms I
tenglsum við 20 manndráp, þótt
hann sé enn I starfi.
Sveitirnar hafa dregið úr
„áróðri” sinum, svo sem þvi að
merkja llk þeirra, sem drepnir
eru, með hauskúpu og beinum og
orösendingunni „Ég ræðst ekki
lengur á lögregluþjóna.” En mik-
ið er um lik.
Þeir, sem til þekkja, segja, að
margir hafi fallið fyrir morð-
sveitunum, vegna þess að þeir
hafi reynt að ná undirtökum I
vændis-, eiturlyfja- og fjárhættu-
spila,,hringum”, sem lögreglu-
þjónar reki.
Her í
375 ór
Erlendar
fréttir
Hlœgilegt?
Cheri Foltz, sem starfaði I
„agadeild” bandariska flotans,
þar til hún var rekin i siöasta
mánuði, segir að þaö sé „hlægi-
legt”, að yfirmaðurinn Connelly
D. Stevenson skuli hafa veriö
lækkaður I tign fyrir að hafa leyft
„Cat Putch” að dansa brjósta-
berri i kafbátnum Pinback.
Mikið var um hrfö látið af þvi,
að hermönnum á bátnum iiði
betur, eftir að dans þessi var upp
tekinn.
Cheri, sem er 21 árs dóttir liðs-
foringja, sem kominn er á eftir-
laun, fór hins vegar fyrir skömmu
að dansa sjálf á barnum „rauða
teppið”, sem er skammt frá æf-
ingarstöð flotans i Oriando — og
auðvitað meö brjóstin ber.
Norski herinn sýnir hér, hvern-
ig búningar hermanna þar i landi
hafa verið allt siðan um 1600.
Þetta var sýnt i sambandi við
afmæli. Móttaka var i tilefni þess
i Akershushöll, þar sem varnar-
málaráðuneytið veitti.
Stundum hefur komið til um-
ræðu, hvort við ættum ekki að
senda bandariska herinn brott og
fá Norðmenn i staðinn, sem full-
trúa Atlantshafsbandalagsins.
Norski herinn er talinn kjarngóð-
ur, þótt hann sé lftill á mæli-
kvarða risaveldanna.
Myndin sýnir þróun herbúning-
anna I Noregi, sem er allsvipuð
þróun búninga i Evrópu á þessu
limabili.
Umsetnir bófar með
útta gísla
Lögreglan, sem hefur umkringt
glæpamenn I veitingahúsi I hinu
„fina” Knightsbridgehverfi i
London, sagði i morgun, að illa
gengi I tilraunum til samninga við
þrjá byssumenn, sem halda þar
sjö gislum. Fólkiö er i hitasvækju
I litlu geymsluherbergi i kjallara.
Fyrir rúmum sólarhring
reyndu bófarnir þrir aö ræna um
fjórum milljónum króna i veit-
ingahúsinu. Einn af hinu italska
starfsfólki komst þá undan og
gerði lögreglunni viðvart. Lög-
reglan kom á staðinn eftir nokkr-
ar minútur.
Bófarnir eru taldir vera
Jamaikamenn. Þeir eru vopnaðir
riffli og tveimur skammbyssum.
Þeir læstu sig inni og vörðust. A
götunni söfnuðust mörg hundruð
lögreglumenn, meðal annars
skyttur i skotheldum vestum.
Gislarnir voru upphaflega átta,
en ræningjarnir létu einn lausan,
óskaddaðan.
Ræningjarnir segjast starfa
fyrir „frelsissamtök þeldökkra”.
Þeir hafa krafizt, þess, að tveim-
ur þeldökkum mönnum, sem sitja
i fangelsi, veröi sleppt. Lögreglan
segir að búið sé að láta þessa
menn lausa eftir að þeir hafi af-
plánað refsingu sina.
Talsmaður lögreglunnar segist
vita með vissu, að stjórnmál komi
ráni þessu ekki við. Byssumönn-
um hafi aðeins hugkvæmzt þetta,
þegar þeir voru umkringdir. Þeir
hafi tekið upp á þessum látalát-
um til að rugla menn.
Roy' Jenkins innanrikisráð-
herra fylgist náið með máli
þessu. Fulltrúar ráöuneytisins
hafa verið á staðnum. Fyrir utan
veitingahúsið biða einnig að
minnsta kosti fimmtán ættingjar
gislanna.