Dagblaðið - 29.09.1975, Blaðsíða 11
Dagblaðið. Mánudagur 29. september 1975
ð
u
íþróttir
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Nú er ekki hœgt að ef-
ast lengur um United!
— eftir jafntefli á Maine Road. Tvö Lundúnalið ó toppnum í 1. deild ó Englandi
eftir leiki laugardagsins
Það var derbie-dagur I ensku
knattspyrnunni á laugardag.
Stórliðin frá stærstu borgum
Englands, London, Birming-
ham, Liverpooi og Manchester
léku þá innbyrðis og tugþúsund-
ir áhorfenda streymdu á
vellina.
Aðeins sigur vannst i einum
þessara leikja I Birmingham,
þar sem 54 þúsund áhorfendur
mættu á Villa Park til að sjá
AstonVilla og Birmingham City
leika — fyrsti leikur þessara^
þekktu iiða innbyrðis I 10 ár i 1.
deild. Aston Villa, sem á hvað
litrikasta sögu enskra knatt-
spyrnuliða, vann sig upp i 1.
deild sl. vor — eftir átta ár i
„kuldanum”, þar sem liðið
meðal annars félí alla leið niður
I 3. deild. En nú eru bæði Birm-
ingham-liðin stóru i réttri deild
Markhœstir
ó Englandi
Markahæstu leikmenn i ensku
knattspyrnunni eftir leikina á
laugardag eru:
1. deild
15 — Ted McDougall, Norwich.
11 — Peter Noble, Burnley.
8 — Malcolm MacDonald,
Newcastle.
7 — Alan Gowling, Newcastle,
og Peter Lorimer, Leeds
2. deild
6 — Mike Channon, Sout-
hampton, Paul Cheesley, Brist-
ol City, GeorgeJones, Oldham,
og Mick VValsh, Blackpool. -
3. deild
8 — David Kemp, C. Palace,
Ray Treacy, Preston.
7 — Mick Cullerton, Port Vale,
Fred Binney, Brighton og Peter
Silvester, Southend.
4. deild
8 — Fred O’Callaghan, Don-
caster, John Ward, Lincoln, og
Ronnie Moore, Tranmere.
á ný. ViIIa sigraði á laugardag
2-1 I skemmtilegum leik.
En bezti leikurinn var á
Maine Road f Manchester, þar
sem Manch. City og Manch.
Utd. gerðu jafntefli 2-2. Hinir
ungu leikmenn United tóku af
alla vafa um ágæti sitt — liðs
Docherty. Þar voru kveðnar
niður allar raddir um, að staða
liðs Manch. Utd. nú i haust
byggðistaðeins á heppni. Það er
ekki á allra færi að ná stigi á
Maine Road gegn Manch. City
— sterkasta heimaliði enskrar
knattspyrnu undanfarin ár — og
i ha^ist hafa sterk lið eins og
Middlesbro (4-0), Newcastle (4-
0) og Norwich (3-0) fengið að
kenna á leikmönnum City þar.
En hinir tveir stóru derbie-leik-
irnir voru ekki til að hrópa
húrra fyrir. Everton og Liver-
pool gerðu jafntefli á Goodison
Park og það er fjórði leikur lið-
anna i röð, sem lýkur með
markalausu jafntefli. 1 Norö-
ur-Lundúnum var viðureign
Tottenham og Arsenal á White
Hart Lane slök — en i „litla
derbie-inu” i suð-vestur hluta
heimsborgarinnar vann Ful-
ham auðveldan sigur á Chelsea.
Já, Chelsea má muna sinn fifil
fegri og keppnin i 2. deild ætlar
ekki að verða dans á rósum fyr-
ir þetta fræga lið.
En áður en við ræðum nánar
um þessa leiki skulum við lita á
úrslitin á laugardag.
1. deild
Aston Villa—Birmingham 2-1
Bumley—Leeds 0-1
Everton—Liverpool 0-0
Ipswich—Middlesbro 0-3
Leicester—Coventry 0-3
Manch. City—Manch.Utd. 2-2
QPR—Newcastle 1-0
Sheff.Utd,—Norwich 0-1
Stoke—Derby County 1-0
Tottenham— Arsenal 0-0
Wolves—WestHam 0-1
2. deild
Bristol City—Blackpool 2-0
Carlisle—WBA 1-1
Fulham—Chelsea 2-0
Luton—Blackburn 1-1
Nottm. For.—Bolton 1-2
Oldham—Plymouth 3-1
Southampton—Portsmouth 4-0
Sunderland—Notts Co. 4-0
York City—Oxford 2-0
Charlton—Hull City 1-0
Orient—BristolRov. 0-0
Tveir siðasttöldu leikirnir
voru háðir á föstudag.
Mikið hvassviðri var á Eng-
landi á laugardag og hafði það
mikil áhrif til hins verra á leik-
ina — einkum syðst, þar sem
hvassast var. Einnig var rign-
ing viða.
Á Villa Park náði Birming-
ham forustu með marki Trevor
Francis á 12. min. og lék vel
Jimmy Greenhoff, til vinstri, fagnaö — en hann skoraöi sigurmark
Stoke gegn Englandsmeisturum Derby.
framan af, en það breyttist,
þegar Withe var borinn af leik-
velli nokkru fyrir hlé. 1 siöari
hálfleiknum náði Villa tökum á
leiknum — Hamilton jafnaði og
Little skoraði sigurmarkið —
fyrsta mark hans á leiktimabil-
inu. Það var á 70. min.
Manch. Utd. lék undan vindi I
fyrri hálfleik og sótti meira i
hálfleiknum. Risinn i marki
City, Joe Corrigan, bjargaði þá
tvivegis snilldarlega. Mikil
taugaspenna var I byrjun, jafn-
vel harka, en dómarinn frægi,
Jack Taylor, var fljótur að sýna
leikmönnum, að slikt borgaði
sig ekki. Eftir það sat knatt-
spyman I fyrirrúmi — knöttur-
inngekk markanna ámilli. Á 20.
min. sótti Joe Royle að bakverð-
inum unga hjá United, Jimmy
Nichols, og pilturinn, sem er 18
ára, flýtti sér einum um of —
ætlaði að gefa aftur á Stepney
markvörð — en lyfti knettinum
yfir hann i markið. Niu min. sið-
ar jafnaöi David McCrerry, 17
ára, sem lék sinn annan leik
með United, á snjallan hátt. Það
liðu tvær min. og Manch. Utd.
náði forustu með marki Lou
Macari. Leikmenn City byrjuðu
á miðju — brunuðu upp og Royle
skoraöi. 2-2 og áhorfendur stóðu
á öndinni. En fleiri urðu mörkin
ekki I þessum snjalla leik — City
sótti mun meira i siðari hálfleik,
en tókst ekki að reka endahnút-
inn á upphlaupin.
John Duncan var „syndasel-
sögu vegna þrengsla — fengum
ekki að stækka blaðið okkar i 28
síður f dag, sem þó hefði verið
nauðsyn. Úrslit i tveimum leikj-
um komu mjög á óvart — stór-
sigrar Middlesbro og Coventry
á útivöllum. Foggon skoraði
strax á 3ju min. fyrir Middles-
bro i Ipswich og það setti
heimaliðið úr jafnvægi. Siðan
skoruðu þeir Hichton, viti, og
Armstrong fyrir Middlesbro.
Allt gengur á afturfótunum hjá
Leicester — óeining og rifrildi.
Það segir bezt söguna um sigur
Coventry, þar sem Cross skor-
aði tvivegis og Craven það
þriðja.
Öheppnin eltir Sheff. Utd. Lið-
ið sundurspilaði Norwich en
tapaði samt. 5-0 i hálfleik hefði
áhorfendum ekki þótt mikið, en
ekkert var skorað. Kevin Keel-
an átti einn af þessum undra-
verðu leikjum i marki Norwich
— já, Indverjinn varði allt og i
siðari hálfleiknum skoraði svo
Norwich. Hver skoraði? — Það
þarf varla að taka það fram,
Ted McDougall, 15. mark hans á
leiktimabilinu. Trevor Cherry
skoraði eina mark leiksins i
Burnley I siðari hálfleik og það
færði Leeds tvö dýrmæt stig.
Fyrirliði Stoke, Jimmy Green-
hoff, skoraði á 13. min. gegn
Derby og það var eina mark
leiksins.
I 2. deild vekur stórsigur
Sunderland mesta athygli.
Efsta liðið, Notts County, mátti
þola stórt tap. Billy Hughes lék
með Sunderland á ný og það
breytti miklu. Robson (2), Kerr
og Halom skoruðu. Mike Chann-
on skoraði þrjú af mörkum
Southampton og i sigurleik Ful-
ham gegn Chelsea skoruðu þeir
Dowie og Conway.
Staðan er nú þannig:
ur” hjá Tottenham — fékk opin
færi, sem hann misnotaði illa.
Leikurinn við Arsenalvarslakur
— og Arsenal-liðið miklu meira i
vörn. Stapleton oftast einn
frammi. Ekkert mark skorað i
leiknum — og sama var uppi á
teningnum á Goodison Park. Þó
skemmtilegrileikur og Ray Cle-
mence, landsliðsmaöurinn i
marki Liverpool, kom i veg fyr-
ir sigur Everton með snjöllum
leik. Það næsta, sem Liverpool
komst aö skora var, þegar Hall
átti hörkuskot I þverslá.
QPR heldur forustu i 1. deild
eftir sigur gegn Newcastle.
Rigning spillti mjög leiknum, en
QPR hafði mikla yfirburði og
átti að vinna miklu meira en 1-0.
Markið skoraði Leech á 40,min.
MacDonald lék að nýju með
Newcastle — Gowling hélt stöðu
sinni samt áfram — en marka-
kóngurinn fékk nú litil tækifæri.
West Ham er með sama stiga-
fjölda og QPR — og hefur leikið
einum leik minna. Liöið vann
mikinn heppnissigur i Wolver-
hampton. Úlfarnir „áttu” alveg
fyrri hálfleikinn, en fóru illa að
ráði sinu við markið. 1 siðari
hálfleik var litið um tilþrif á
báða bóga. Sigurmark West
Ham var mjög óvænt — Paddon
varmeð knöttinn langtútiá velli
á 60. min. Fann engan sam-
herja og spyrnti á markið af 35
metra færi. öllum á óvart sigldi
knötturinn yfir Pearce i netið.
Við verðum að fara fljótt yfir
QPR 10 5 5 0 15-6 15
West Ham 9 6 3 0 16-9 15
Manch. Utd. 10 6 2 2 18-9 14
Leeds 9 5 2 2 13-9 12
Middlesbro 10 5 2 3 12-10 12
Derby 10 5 2 3 15-15 12
Coventry 10 4 3 3 12-8 11
Liverpool 9 4 3 2 13-9 11
Everton 9 4 3 2 15-11 11
Norwich 10 4 3 3 20-19 11
Manch. City 10 4 2 4 15-8 10
Stoke 10 4 2 4 12-12 10
Aston Villa 10 4 2 4 11-15 10
Newcastle 10 4 1 5 19-16 9
Arsenal 9 2 5 2 8-8 9
Ipsw ich 10 3 3 4 9-11 9
Birmingham 10 2 2 6 14-17 6
Tottenham 9 14 4 11-14 6
Burnley 10 1 4 5 12-19 6
Leicester 10 0 6 4 10-19 6
Wolves 10 1 4 5 7-16 6
Sheff. Utd. 10 1 1 8 5-20 3
2. deild
Sunderland 10 7 1 2 17-8 15
Notts Co. 9 6 2 1 10-7 14
Fulham 9 5 2 2 16-8 12
Bristol City 9 5 2 2 16-10 12
Southampton 8 5 12 16-9 11
Bolton 9 4 3 2 14-10 11
Oldham 7 4 2 1 11-8 10
Blackpool 9 4 2 3 9-10 10
Charlton 8 3 3 2 8-7 9
Luton 8 3 2 3 9-6 8
Bristol Rev. 8 2 4 2 7-7 8
Orient 9 2 4 3 5-6 8
Hull City 9 4 0 5 8-10 8
Chelsea 10 2 4 4 10-13 8
Nottm. For. 8 2 2 4 7-8 6
Blackburn 8 2 2 4 9-10 6
York City 8 2 2 4 10-11 6
Carlisle 9 2 2 5 8-14 6
Plymouth 8 2 2 4 5-9 6
WBA 8 14 3 5-13 6
Portsmouth 7 13 3 6-13 5
Oxford 9 12 6 8-17 4
Án Gray — engin framlína!
Dundee Utd-liðið, sem lék við
Keflvikinga i Evrópukeppninni i
siðustu viku seldi miðherja
sinn, Andy Gray, til Aston ViIIa
á laugardagsmorgun fyrir 110
þúsund sterlingspund — að sögn
BBC — en hann lék samt ekki
með ViIIa gegn Birmingham.
Það kom þvi fljótt fram, sem
hann sagði hér I viðtali við Dag-
blaðið á dögunum — „Eg fer frá
Dundee Utd. um leið og ég fæ
gott tilboð.”
Fjarvera hans úr Dundee-lið-
inu gegn Celtic á laugardag
hafði mikið að segja. Framlinan
var algjörlega bitlaus — eða
eins og sagt var eftir leikinn.
Liðið hafði enga framlinu. Cel-
tic sigraði I leiknum með 2-1, án
þess að sýna veruleg tilþrif á
heimavelli. Elzti maður liðsins,
Bobby Lennox, var bezti maður
liðsins — gaf m.a. tvlvegis vel
fyrir mark Dundee og þeir Dal-
glish og MacDonald skoruðu.
Eina mark Dundee Utd. skoraði
Payne úr vitaspyrnu eftir að
Hegarty hafði verið felldur inn-
an vitateigs.
Rangers hefur nú aðeins eins
stigs forustu á Celtic eftir að lið-
ið náði aðeins jafntefli við Dun-
dee. Það var heldur slakur leik-
ur og Rangers án nokkurra
góðra leikmanna, meðal annars
Jardine, sem kjörinn var
„Knattspyrnumaður Skot-
lands” eftir siðasta leiktimabil.
John Greig lék sinn 700. deildar-
leik með Rangers þarna i Dun-
dee.
Úrslit urðu þessi á Skotlandi.
Aberdeen—Ayr 3-1
Celtic—Dundee Utd. 2-1
Dundee—Rangers 0-0
Hibernian—St. Johnstone 4-2
Motherwell—Hearts 1-1