Dagblaðið - 29.09.1975, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 29.09.1975, Blaðsíða 8
8 Dagblaðið. Mánudagur 29. september 1975. mBlAÐIÐ frjálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason tþróttir: Hallur Simonarson Hönnun; Jóhannes Reykdal Blaðamenn: Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bolli Héðinsson,, Bragi Sigurðsson, Hallur Hallsson, ómar Valdimarsson. Ilandrit: Ásgrlmur Pálsson, Inga Guðmannsdóttir, Maria ólafs- dóttir. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eiríksson Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Ofsinn læknar ekki Hæfilegt jafnaðargeð er nauð- synlegt öllum þeim, sem lenda i mótlæti og erfiðleikum. Undir slik- um kringumstæðum gerir það illt verra að láta skapið hlaupa með sig i gönur. Þá framkvæma menn oft eitthvað, sem nánari og rólegri athugun mundi leiða i ljós, að betur væri ógert. Taugaveiklun aðstandenda Visis út af vel- gengni Dagblaðsins hefur að undanförnu brotizt út á siðum VIsis i persónulegu skitkasti og marg- vislegum áburði um saknæmt athæfi. Þeir, sem harðasta hafa fengið hriðina, hafa þegar svarað og sýnt fram á, að getsakir aðstandenda Visis hafa ekki við rök að styðjast. Bæði höfundum og lesendum Dagblaðsins finnst hvimleitt áð eyða dýrmætu rúmi blaðsins i þras við menn, sem sérhæfa sig i örvæntingar- fullum tilraunum til að hnekkja mannorði keppi- nauta sinna. Dagblaðsmenn hafa öðrum hnöpp- um að hneppa. Þeir eru að vinna að útkomu dag- blaðs, sem fólk vill lesa. Sú rangfærsla, sem oftast hefur verið endur- tekin I reiðilestri aðstandenda Visis, eru fullyrð- ingar leiðara blaðsins um, að minnihlutinn i Reykjaprenti, útgáfufélagi blaðsins, hafi reynt að ná fjármálalegum tökum á fyrirtækinu. Engin slik tilraun hefur nokkru sinni verið gerð af hálfu minnihlutans. Einu hlutabréfin, sem ólöglega hafa gengið milli manna i félaginu, eru nokkur hlutabréf, sem núverandi formaður Reykjaprents aflaði sér fyrir mörgum árum. Minnihluti Reykjáprentsmanna var einfald- lega hrakinn á brott með offorsi og knúinn til að stofna nýtt dagblað, sem hefur nú þegar meiri sölu en Visir hafði fyrir hrunið. Vinsældir Dagblaðsins byggjast meðal annars á því, að allir helztu starfsmenn Visis og minnihluti Reykja- prentsmanna tóku höndum saman um stofnun blaðs, er gæti fengið að vera i friði fyrir flokka- og hagsmunapólitík. Með ofurkappi sinu hefur aðstandendum Visis tekizt á aðeins einu siðsumri að stórskaða blað, sem aðrir menn höfðu byggt upp á mörgum ár- um. Hafi meirihlutamenn Reykjaprents áttað sig á þessari staðreynd núna, eiga þeir ekki að láta málið koma sér úr jafnvægi. Persónunið getur aldrei komið i stað heiðarlegrar samkeppni. Dagblaðið er prentað i Blaðaprenti i skjóli Járnsiðu,félags, sem stofnað var með vitund og vilja bæði meirihluta og minnihluta Reykja- prentsmanna. Ef skipun og starfshættir stjórnar Reykjaprents væru með jafnábyrgum og lögleg- um hætti og i stjórn Járnsiðu, mætti meirihluti Reykjaprentsmanna vel við una. Aðstandendur Dagblaðsins telja meirihluta stjórnar Reykjaprents hafa beitt sig margvisleg- um órétti. Að svo miklu leyti, sem þeir kæra sig um að elta ólar við það, munu þeir reka mál sin á réttum vettvangi, fyrir dómstólunum. Þeir kæra sig ekki um að fara að vaða um siður dagblaða eins og naut i flagi. Það verður eftirlát- ið öðrum, sem til þess hafa geð. Þeir, sem vinna að framgangi Dagblaðsins, horfa fram á veginn og vilja verja tima sinum til jákvæðra starfa i þágu lesenda blaðsins. Skœruliðar í Erítreu munu hefna fjölda- morðanna í sumar grimmilega Fyrir helgina bárust þær fréttir að herforingjastjórnin i Eþiópiu hefði i sumar látið fremja fjölda- morð á ibúum héraða i Eritreu og að allt að 2000 manns hafi verið myrtir á tveimur dögum. Telja má víst, að fjöldamorð þessi hafi verið framin i hefndar- skyni fyrir skæruhernað upp- reisnarmanna í Eritreu, sem framið hafa fjölda morða og stað- ið fyrir öðrum spellvirkjum allt frá þvi að sjálfstæðishreyfingu þeirra fór fyrst að vaxa fiskur um hrygg. í siðustu viku var stór og stæði- legur sjómaður, sem var að koma úr morgunkaffi i veitingahúsi i Asmara, skotinn til bana af ung- um manni, sem hafði beðið hans i sólinni fyrir utan. Sjónarvottar skýrðu svo frá, að ungi maðurinn hefði einfaldlega komið aftan að manninum, þrýst byssu i hnakka- grófina og tekið i gikkinn. Sjó- maðurinn féll dauður i götuna og byssumaðurinn gekk i burtu eins og ekkert hefði i skorizt. Nokkrum vikum áður gekk maður nokkur inn i blómabúð undir pálmatrjánum við Haile Selassie Avenue og skaut til bana ungu stúlkuna sem þar var við af- greiðslu. Hann komst undan. Þessi morð eru dæmigerð fyrir þau morð, sem nú eru framin hvað eftir annað i Asmara. Skæruliðarnir úr sjálfstæðis- hreyfingu Eritreu-manna eru að jafna metin. Stjórnvöld gera lítið úr öllu saman Eritreumaður nokkur, sem átti samtal við fréttamann Reuters, sagðist vera fulltrúi Frelsisfylk- ingar alþýðu (PLF). Sagði hann hreyfingu sina og Eritreisku frelsisfylkinguna (ELF) vera ábyrgar fyrir götumorðunum. Fórnarlömbum þeirra er skipt i þrjá hópa: fulltrúa stjórnvalda og svikara á þeirra vegum, félaga i frelsisfylkingunum, sem hafa neitað að fylgja fyrirmælum sin- um eða gengið i lið með stjórn- inni, og aðra, sem neitað hafa að útvega matvæli, lyf og önnur gögn. PLF hefur staðið fyrir 45 morð- Haile Selassie, „Ljónið af Saba”, sem sagður er hafa beitt svipuð- um aðferðum gegn uppreisnar- mönnum I Eritreu og stjórnvöld i Eþlóplu gera nú. um, sagði þessi heimildarmaður Reuters og ELF 98 morð- um. íbúar i Asmara’ telja að heild- artalan, 143, sé allt of há, að minnsta kosti sumir hverjir. Aðr- ir telja hana sizt of háa og benda á, að morðin séu næstum orðin daglegt brauð. Æðsti embættismaður herfor- ingjastjórnarinnar i Asmara, Getachew Nadew, hefur gert sér far um að gera litið úr morðunum og mikilvægi þeirra. „Það er ekki gott að segja til um hversu mörg þau eru orðin,” sagði hann fréttamanni Reuters. „Kannski sex á undanförnum mánuði.” Hann bætti við, að i flestum tii- fellum væri tilgangur morðanna einfaldlega að ná sér persónulega niðri á þeim, sem fyrir kúlunni yrði. Uppreisnarmennirnir, sagði hann, eru að notfæra sér óeðlilegt ástand í landinu til að hefna sin fyrir eitthvert „smotteri”. Herforinginn viðurkenndi þó, að ástæðan fyrir banni, sem hann lagði við notkun reiðhjóla og skellinaðra i borginni, væri að koma i veg fyrir að byssumenn- irnir kæmust undan á sllkum farartækjum. Ljósgulir leigubilar borgarinn- ar voru einnig bannaðir i borginni i sex daga fyrr i þessum mánuði, eftir að upp komst um byssumann sem hafði komizt undan i einum slikum. Blóðiö þornar í síðdegissólinni Hvað sem öllum tölum liður þá er það staðreynd að ofbeldis- kenndur dauði er algengur á göt- um Asmara. Borgin er falleg og virðuleg, ber allan svip italskrar borgar, sem hefur verið komið fyrir á hásléttum Eþiópiu. Götur og stræti eru þrifaleg, byggingar hvitar og fallegar, borgin öll ber vott um eins konar rómverska stórmennsku. Sjómaðurinn, sem sagt var frá i upphafi, var myrtur fyrir að hafa verið njósnari fyrir lögregluna og sem slikur i svokölluðum morð- sveitum. Sjómaðurinn er sagður hafa verið sérfræðingur i að kyrkja fólk með stálvir i blóðug- um óeirðum, sem urðu i borginni i febrúar. Siðla þann sama dag, sem sjó- maðurinn og blómasölustúlkan voru myrt, skaut öryggislögregl- an mann, sem var á ferli fyrir ut- an italska konsúlatið — að ástæðulausu, að þvi er virtist. Blóðpollurinn þornaði fljótlega i siðdegissólinni. Tveimur dögum siðar heyrðist mikil skothrið i miðborginni snemma morguns. Arrisulir borgarbúar hlupu skelfingu lostn- ir i skjól og brynvarðir vagnar þeystu eftir götunum. Stjórnvöld sögðu siðar, að þrir skæruliðar hefðu verið drepnir i þessum bardaga. Þeirri aðferð skæruliðanna, að skjóta og hafa sig siðan á brott, virðist ekki stefnt að þvi að valda skaða. Tilgangurinn virðist fyrst og fremst vera að halda öryggis- lögreglunni við efnið, gæta þess að aldrei komi hvildarstund; reka eins konar sálfræðilegt strið. r Þurrafúi í flokkakerfinu flokksráða kostar rikissjóð i heild of fjár og á stundum eru hæpnar heimildir fyrir þessum greiðslum, sem rikisvaldið hyglar skjólstæðingum sinum. Hér má þvi augljóst vera, að sjálf stjórnarskráin er mjög rúm þegar kerfisflokkarnir eiga hlut að og þá gildir einu hvort i hlut eiga stjórnarflokkar eða stjórnarandstaða. En I krafti þessa kerfis og samábyrgðar gömlu flokkanna er reynt að þagga niður raddir fólks, sem er andstætt flokkun- ^ ---------------------------------------- Það er löngu ljóst, að hér á landi rikir ekki fullt ritfrelsi, skoðanafrelsi eða tjáningar- frelsi — en nú fyrst þora for- ystumenn flokkanna og dag- blöðin að viðurkenna þessar löngu ljósu staðreyndir. Stjórnmálaflokkarnir, flokks- ráðin, þingflokkarnir og kjör- dæmaráðin hafa á liðnum ára- tugum byggt upp á kerfisbund- inn hátt sitt eigið valda- og tryggingakerfi — sem I engu breytist hvort sem hægri eða vinstri flokkar eru við völd i landi voru. Flokkarnir, allir með tölu, hafa einokað blöðin hver um sig og aflað þeim styrkja úr rikis- sjóði og leitað fjárframlaga hjá félögum og metnaðargjörnum einstaklingum sem láta fé af hendi i von um góðar stöður og sæti i launuðum nefndum og i von um vænlega bitlinga eða embætti. En öll þessi fyrirgreiðsla og peningaframlög til blaða og

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.