Dagblaðið - 29.09.1975, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 29.09.1975, Blaðsíða 24
Borgarnes: Þar hefur áfengishœkkun ekkert að segja LOGREGLUBILL GRYTTUR,- HÁREYSTIOG SKRÍLSLÆTI Lögreglubillinn i Borgarnesi var grýttur aðfaranótt sunnudags- ins og drykkjuskapur, háreysti og skrilslæti voru fram á morgun, að sögn lögreglunnar t>ar. „Hér er stórvaxandi ölvun og vandræði af fyllirii”, sagði lög- reglumaður i Borgarnesi i við- tali við DAGBLAÐIÐ. „Það er þveröfugt við þá reynslu, sem heyrzt hefur að sé í Reykjavik. Hér verður þess ekki vart, að hækkað verð dragi úr áfengis- neyzlu. Þvert á móti. Hér stend- ur sláturtíðin sem hæst og kom fólk hingað hvaðanæva á dans- leik, sem haldinn var I sam- komuhúsinu á laugardaginn. Þar var brotin upp sælgætis- sala og fleiri spellvirki unnin.' Lögreglumenn telja engan vafa á þvf, að opinn bar hefur haft áhrif til stóraukins drykkjuskapar I plássinu. 1 Borgarnesi eru fangaklefar fyr- ir 4 menn og voru þeir fljótt full- setnir á laugardag. 4-6 þúsund króna sektir fyrir ölvun og ó- spektir virðast ekki hafa nein á- hrif á þá, sem mest láta að sér kveða. —BS— ÞÆR HEILSA NÝJU BORG- URUNUM SU stétt fólks, sem seint mun verða uppiskroppa með verk- efni, er einmitt stétt þessara ungu stUlkna, sem við hittum um helgina. Þær eru nýUt- skrifaðar ljósmæður. Fæðingum fjölgar stöðugt I heiminum, og þeir sem eru að koma í heiminn heimta sér- fræöinga i móttökunefnd. (Ljósmynd DB, Björgvin) Bankarnir: Engin ókvörðun enn um að svipta af þakinu „Ekki var tekin nein ákvörðun um útlánaþakið á fundi, sem haldinn var með viðskiptabönk- unum á föstudag,” sagði Kristinn V. Hallgrlmsson, forstöðumaður hagfræðideildar Seðlabanka íslands i viðtali við DAGBLAÐIÐ. „Tillögur, sem fram komu á fundinum verða nú ræddar og haldinn annar fundur siðar i þessari viku”, sagði Kristinn. „Akvörðun um útlánatilhögun viðskiptabankanna er samkomu- lagsmál en ekki einhliða ákvörðun Seðlabankans, enda þótt orð hans kunni að vega þungt á metaskálunum,” sagði Kristinn V. Hallgrlmsson. —BS BYSSBSKOT Á BÍLASTÆÐI „Það er ekki beinlinis skemmtileg tilfinning að aka mikið á þungum bilum á svona nokkru”, sagði bilstjóri einn, sem kom á ritstjómina með þessi tvö byssuskot. Hann átti erindi i Sláturhús Hafnarfjarðar og fann þetta á hlaðinu þar. Nokkuð gáleysisleg meðferð á hættu- legum hlutum, ekki satt? Áhrif morðanna á Spáni: LANDINN FER SAMT í SPÁNSKA „Fólkið á eyjunum er allt öðruvisi i viðmóti svo ég tel að það muni ekki breyta neinu. Aftur á móti gæti verið að ein hverjir settu fyrir sig að fara héðan til Spánar þó ekki sé hægt að segja til um það að svo komnu máli,” sagði Pjetur Helgason hjá Úrval okkur. Ferðum Úrvals til Spánar að þessu sinni fer brátt að ljúka og aðeins Kanarieyjaferðir eftir og þar annar skrifstofan hvergi eftir- spurn. Aðeins ein ferð er eftir á vegum Úrvals til Majorka og ’ góð þátttaka I henni, mun betri en i siðustu ferðinni i fyrra. Hjá Útsýn varð fyrir svörum örn Steinsen. „Þessu er mjög erfitt að svara. Ég tel að ef svo væri þá komi það ekki I ljós núna. Kanarieyja- ferðirnar fram að áramótum eru fullbókaðar og ekki nema ein önnur ferð til Spánar eftir núna og i siðustu ferðirnar er venjulegast ekki fullbókað en bókunum i ferðina hefur farið fjölgandi að undanförnu.” Guðni Þórðarson hjá Sunnu sagði: „Nei, það er nú ekki neitt að marka enn, þvi svo stutt er um liðið frá þvi þessir atburðir áttu sér staö og hafa þeir ekki haft nein áhrif ennþá. Heldur þykir mér ólik- SÓL legt að þetta muni hafa áhrif á vetrarferðirnar og sumar- ferðunum hjá okkur fer nú að ljúka. Skrifstofan hefur ekki verið opin nógu lengi frá þvi þessu dapurlegu tiðindi bárust svo að ekkert hefur borið á neinu ennþá.” Sennilegt er að landinn láti grimmdarverk fasistanna á Spáni ekki nein áhrif hafa á sólarferðir sinar a.m.k. ekki til Kanarieyja þvi að vetri til er ekki um svo marga staði að ræða til að komast I sól. Hvað sem ferðunum næsta sumar liður, hvað þá gerist verður ekki gott að segja. —BH Stríð í vœndum milli útgerða og ráðuneytis? Hálfgert strið virðist nú vera að hefjast eöa er jafnvel hafið milli sjávarUtvegsráðuneytisins og út- gerðarmanna vegna reglugerðar um söltun um borð i sildveiðiskip- um. Margir útgerðarmenn telja þetta fyrirkomulag óframkvæm- anlegt, og telja þeir sig hafa leyst málið með þvi aö taka fólk um borð I skipin og salta siðan við bryggju. A Akranesi er nú verið að salta um 100 tonn, sem Rauðsey kom með. Þama er um svo mikið magn að ræða, að taka varð fjór- ar konur um borð til að sildin eyðilegðist ekki. Einnig barst sild á land i Grind- avik I gær, er Hrafn Sveinbjarn- arson kom með um 70 lestir. Sagði Tómas Þorvaldsson, er við ræddum við hann i morgun að hann hafi orðið að láta aka sild- inni á land u.þ.b. 50 nietra frá skipshlið og salta hana þar, til að hUn eyðilegðist ekki. Hann lýsti mikilli furðu með reglugerðina og sagðist engan veginn geta skilið tilgang hennar. Aö sögn Jóns B. Jónassonar fulltrúa I sjávarútvegsráðuneyt- inu eru forsendur nefndar þeirr- ar, sem setti reglurnar um sildar- söltun um borð, þær, að þannig sé hægt að takmarka sildveiðarnar. öll skip, sem fá leyfi, þurfa að hafa söltunarútbúnaðum borð, og auk þess þarf einn skipsmaður af hverju skipi að sækja námskeið i sildarmati. Jón sagði, að margir útgerðarmenn hefðu lýst óánægju sinni með þessa reglugerð, og væri ekki óliklegt að þeir reyndu á einhvern hátt að fara i kringum hana. Ráðuneytið á enn eftir að kanna, hvort sildarsöltun við bryggju er brot á reglunum. Ef svo reynist, þá kostar það skil- yrðislausa leyfissviptingu. —AT— fijálst, nháð dagblað Mánudagur 29. september 1975. Lífshœttulega slasaður - eftir umferðarslys á Reykjanesbraut Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut i Njarðvik kl. 20.45 á laugardagskvöld. Þar ók fólksbifreið úr Reykjavik á mann er var á leið yfir Reykjanesbrautina. — Slas- aðist maðurinn mikið og var fluttur i gjörgæzludeild Borg- arspitalans. Er maðurinn brotinn og bramlaður og gerð var á honum aðgerð i gær, en hann er enn I lifshættu að sögn lækna á gjörgæzludeildinni. Sá er fyrir bílnum varð er Ólafur Sigurjónsson hrepp- stjóri i Njarðvikurhreppi og framkvæmdastjóri Stapa. Var hann á leið suður yfir Reykja- nesbraut að Stapa er slysið varð. Dansleik i húsinu þetta kvöld var aflýst vegna slyss- ins. —ASt. Fór í byssu- leik, olvaður Tilbreytingarleysi hrjáði Austurbæing einn aðfaranótt sunnudags og tók hann að leika sér með haglabyssu sina þótt ölvaður væri. En hann var svo tillitssamur að taka höglin úr skotinu, áður en hann fuðraði af byssu sinni. Kl. 06.24 á sunnudagsmorgun var lögreglunni tilkynnt um skotið og tók hún manninn i sina vörzlu. Fleiri en eitt urðu skot- in ekki, en nóttinni hjá mann- inum lauk á nokkuð sögulegan hátt. —ASt. Hesturinn sprakk við höggið Enn eitt hrossaslysið á þjóö- vegum landsins varð laust fyrir kl. 3 aðfaranótt sunnu- dags á móts við afleggjarann að Leirvogstungu á Vestur- landsvegi. Billinn hefur verið á hraðri ferð og höggið mikið. Við höggið sprakk kviðarhol hestsins, enda kastaðist sképnan upp á vélarhús bilsins og þaðan upp á topp bilsins og hafnaði á veginum fyrir aftan bilinn. Hesturinn var þó með Hfsmarki, en Hafnarfjarðar- lögreglan, sem kom fljótt á vettvang, aflifaöi hann. Billinn var óökufær eftir þennan árekstur og var fluttur á brott I kranagálga. —ASt. Hundur bítur barn I bliðviðrinu á sunnudags- morgunin bar það tii i Árbæ að hundur glefsaði i barn. Var lögreglan tilkvödd um ellefu- leytið. I ljós kom að hunds- tennurnar höfðu blöðgað bam- ið á læri og var það samstund- is fært undir læknishendur, eins og ávallt er gert i slikum tilfellum. Hundurinn lifir enn. Síðdegis sama dag féll krakki af bilpalli i Árbæ og hlaut skurð á hnakka. —ASt. Fann bílinn ó 25 m. Manni nokkrum I Reykjavik, sem hefurumsjón með vörubil er annar maður á, brá I brUn á sunnudagskvöldið er hann sá að billinn var horfinn af sinum stað. Tilkynnti hann lögreglunni hvarf- ið og 25 mlnútum siðar hafði lög- reglanfundiðbilinn. Kom þá Iljós að þar var eigandi bilsins á ferð og hafði tekið bil sinn, en ekki getað látið umráðamanninn vita. —ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.