Dagblaðið - 29.09.1975, Blaðsíða 12
12
f
DagblaöiO. Mánudagur 29. september 1975.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþró
t •
Reynolds dómari.
Dómari
— línuvörður-
inn veiktist
— og Einar Hjartarson
varð að vera
á línunrii
Dómarisá, sem dæma átti leik ÍA og
Omonia, R. Jones frá Wales, fórst i bil-
slysi á Bretlandi á föstudag. Annar
dómari var þvi fenginn tii að dæma
leikinn, landi hans Reynoids, sem
dæmt hefur hér áöur meö góöum
árangri — og hann dæmdi vel i gær.
Annar linuvarða hans, Taylor, veiktist
hastarlega nokkru fyrir leikinn — og
varö Einar Hjartarson aö koma i hans
stað. Var linuvörður allan leikinn.
Belgor í hœttu
Belgar töpuöu fyrir A-Þjóöverjum í
Evrópukeppni iandsiiöa i Brussel á
iaugardag — og eru nú allt I einu
komnir i hættu i riðlinum, þó svo enn
séu þeir efsturi. Meö sigri heföu
Belgar komizt i úrslitakeppnina.
í ieiknum höföu Belgar mikla yfir-
burði i f.h. gegn liði, sem ekki haföi
unnið leik f riðlinum. En þeim tókst
ekki að skora. Einn Beigi fékk gula
spjaldiö f hálfleiknum. Á 50. min. tókst
Þjóðverjum að skora, þegar Lauck
fékk knöttinn á eigin vallarhelmingi,
lék upp allan völl og sendi svo knöttinn
framhjá Piot. Wilfried Puis jafnaöi
fyrir Belga 9 mín. sfðar —og sóknar-
loturnar gengu á vfxl. En Reinhard
Hoefner skoraöi sigurmarkiö á 67.
min. Belgar töldu hann rangstæðan og
rifust viö rúmenska dómarann. Belgar
sóttu mjög I lokin en tókst ekki aö
jafna. Staðan f riölinum er nú þannig:
Belgla 5 3 11 6-3 7
A-Þýzkaland 5 13 1 6-6 5
Frakkland 4 12 1 6-4 4
tsland 6123 3-8 4
Liðin voru þannig skipuð: Belgía,
Piot, Jerets, Dewalque, Vanden Daele,
Martens, Cools, Coeck, Dockx, Dev-
rindt, Teugels og Puis. A-Þýzkaland:
Croy, Frirsch, Döerner, Weise,
Kurbjuweit, Weber, Lauck, Hoefner,
Riediger, Ducke, Hoffmann, og Vogel.
Croy meiddist siðast i leiknum. Áhorf-
endur aðeins 23 þúsund.
t Magdeburg léku landslið þessara
þjóöa, leikmenn 23ja ára ogyngri. Þar
vann Belgfa 2-1. Eysken og Ceulemans
skoruöu fyrir Belga, Steinbach fyrir A-
Þýzkaland. Ahorfendur 5000.
ítalirnir urðu
að flýja
ttalir glötuðu öllum möguleikum
sinum f 5. riðli Evrópukeppni landsliöa
á laugardag, þegar þeir náöu aðeins
jafntefli viö Finniand I Rómaborg 0-0.
ttalir léku langt undir getu og ekki
bættu úr stööug aöfinnsluhróp 60 þús-
und áhorfenda. Eftir leikinn uröu
itölsku leikmennirnir aö flýja völlinn.
Staða I riðlinum er nú þannig:
Pólland 4 3 1 0 9-2 7
Holiand 4 3 0 1 11-7 6
ttalía 41212-3 4
Finnland 6 0 1 5 3-13 1
I Helsinki vann ttalfa Finnland —
leikmenn innan 23ja — 3—2 f Evrópu-
keppninni. Ahorfendur 423!
FYRSTI EVROPUSIGUR
Akurnesingar skoruðu fjögur
glœsileg mörk gegn Kýpurlið-
inu Omonía. Sigruðu 5-2 sam-
tals og komnir í aðra umferð
— Ég er svo glaður, ég get ekki einu sinni hugsaö um næstu umferö,
sagöi Gunnar Sigurösson, formaöur Knattspyrnuráös Akraness, eftir
aö Akurnesingar höföu unniö stórsigur á Kýpurliöinu.Omonía, 4-0, f sfö-
ari leik liöanna f Evrópubikarnum — keppni meistaraliöa — og þar meö
tryggt sér rétt i 2. umferö keppninnar. Fyrsti sigur Islenzks liös á
heimavelli I Evrópukeppni var staöreynd — stórsigur á Laugardals-
vellinum f gær. Akranes er þvl annað Islenzkra liöa, sem kemst I 2. um-
ferö — Valur áöur á tveimur jafnteflisleikjum, þar sem útimörk réöu
úrslitum. Samanlagt vann Akranes 5-2 — tapaöi fyrri leiknum 1-2 á
Kýpur.
Þriðja október veröur dregið i
2.umferð. Oskalið Skagamanna?
— Bayern Munchen, Evrópu-
meistararnir, sagði Matthlas
Hallgrimsson strax. Bayern eða
Derby, sagði Rfkharður Jónsson,
formaður ÍA. Alveg sama, sagði
Haraldur Sturlaugsson — þaö
komast aðeins góö lið i 2. umferð
og sama var svar Kirby þjálfara.
Hann bætti þó við. Helzt ekki
austantjaldslið.
Vonbrigði leikmanna Omonia?
— Já og nei, sagði Gregory,
þeirra kunnasti leikmaður (nr. 8)
áður West Ham. Við vorum
hræddir við þennan leik og kuld-
inn dró úr okkur allan mátt i
siðari hálfleik. Hins vegar verö ég
að viðurkenna aö framan af var
ég bjartsýnn — mér fannst við
leika miklu betur I byrjun.
Já, það er rétt hjá Gregory.
Fyrsta stundarfjórðung leiksins
var Omonia áberandi betra liðið
— leikmenn léttir og liprir, mun
leiknari en Skagamenn. Það var
oft hætta viö mark ÍA I byrjun —
og tvlvegis munaði litlu. Einkum,
þegar vinstri kantmaðurinn fékk
íþróttir
knöttinn I dauðafæri — spyrnti I
hliðarnet.
En á 16. mln. varð breyting.
Haraldur átti snilldarsendingu
fram á Matthlas, sem komst frlr
aö markinu og Matti skoraði
örugglega fyrsta mark leiksins.
Sumir áhorfenda héldu hann
rangstæöan — en vinstri bakvörö- |
urinn var fyrir innan. Forusta
Skagamanna 1-0 — en þó I engu
samræmi við gang leiksins.
Skagamenn virtust taugaslapp-
ir framan af — léku langt frá slnu
bezta. Aðeins Árni Sveinsson
góöur fyrsta kafla leiksins — en
það átti eftir að breytast. Eftir
markið var enn tvlvegis hætta við
mark ÍA — Jóhannesi Guðjóns-
syni tókst að bjarga á slðustu
stundu, og Omonla hafði fengið
fjórar hornspyrnur, þegar tA
fékk slna fyrstu á 20 mln. Vínstri
bakvörður Omonla fékk að sjá
gula spjaldið hjá dómaranum —
og varð mjög æstur. Hafði slegið
knöttinn — og samherjar hans
þurftu næst að slást viö hann! Og
enn fengu Kýpurmenn færi, þegar
Benedikt urðu á gróp mistök —
lagði knöttinn fyrii5 útherjann,
sem komst frlr að marki, en
spyrnti framhjá.
Og svo kom annað tækifæri
Skagamanna — Teitur fékk óvænt
knöttinn. Gaf á Matta sem komst
frlr að markinu — en nú brást
honum bogalistin. Skaut beint á
markvörð — en þetta var fyrir-
boði þess, sem á eftir átti að ske.
Vörn Omonia opnaðist oft — já,
galopnaðist. Björn Lárusson kom
I stað Benedikts á 34. mln. og átti
snilldarleik, — A 39. mln. gaf
Karl laglega fyrir og Arni
skallaði glæsilega I mark. Hreint
frábært, en markið dæmt af
vegna rangstöðu Teits, sem
skyggði á útsýni markvarðar.
Ekki beint minnisstæöur hálfleik-
ur en...
1 siðari hálfleik komu Skaga-
menn ákveðnir til leiks — skoruöu
þrjú stórglæsileg mörk —■ og I feg-
ursta haustveðri á íslandi varð
Kýpurbúum kalt, beinllsis frusu,
og ganga Skagamanna I aðra um-
ferð Evrópubikarsins var greið.
Mörk 1A voru hvert öðru glæsi-
legra. — Verða lengi minnisstæð.
Það fyrsta á 5. mln. Matti gaf
laglega á Karl, sem sendi knött-
inn út á kant til Arna. Fyrirgjöf
en miðverði Omonla mistókst að
hreinsa. Knötturinn barst til Teits
og þrumufleygur hans nær reif
netmöskvana 2-0.
Annað á 16. mln. Matti náði
knettinum — gaf á Karl, sem gaf
snilldarknött alveg yfir á hægri
kant til Jóns Alfreðssonar. Jón
lék inn I teiginn — gaf fast fyrir á
Matta, sem skoraði meö viðstöðu-
lausri spyrnu. Hörkuskot, alveg
óverjandi. Stórkostlegt!
Það þriðja á 33. mln. Eftir fall-
egt upphlaup, þar sem Jón Alf.,
Matti, Teitur, — aftur Matti og
enn Teitur, léku glæsilega saman,
fékk Karl knöttinn frlr inn I vlta-
teigi. Hann spyrnti á markið — og
af markverðinum barst knöttur-
inn I mark 4-0. Evrópudraumur-
inn veruleiki.
Kýpur-búar áttu sln tækifæri —
fá þó, og allan kraft vantaði 1
framllnuna. Bezt, þegar miðherj-
inn stóri — og við reynum ekki til
að skrifa grlsku nöfnin — stóð frlr
fyrir miðju marki ÍA. Spyrnti —
hitti ekki knöttinn — en spyrnti
svo fast I „móður jörð” I staðinn,
að hann varð aö yfirgefa völlinn.
Þá var Davlð Kristjánsson oft I
eldllnunni I marki ÍA — og varði
allt, þó stundum á slðustu stundu.
A köflum glæfralega — en þó I
heild góð markvarzla hjá honum.
Akurnesingar léku prýöilega I
slðari hálfleiknum — og yljuðu
5527 áhorfendum, er keyptu sig
inn á völlinn — og llka þeim þús-
undum, sem komust inn yfir
grindverk Laugardalsvallar.
Matti, Teitur, Karl komust mjög
vel frá leiknum — einnig Harald-
ur, Jóhannes og Björn eftir að
hann kom inn. Arni beztur fram-
an af — gerði sig svo sekan um
ýmsar villur — Jónarnir oft betri,
en Guðjón vex stööugt sem bak-
vöröur.
Já, Skagaliöið verður I hattin-
um 3. október. Þessi sigur þeirra
var stór. Enn ein rós Islenzkra
knattspyrnumanna I sumar —
frétt, sem berst um alla Evrópu.
Þökk sé þeim fyrir góða skemmt-
un — og vonandi verða þeir
heppnir I drættinum á föstudag,
þó litlar llkur séu á, aö þeir geti
leikið heimaléikinn I 2. umferð á
heimavelli. —hslm.
Aðalfundur
Ægis í kvöld
Aðalfundur Sundfélagsins Ægis
verður I kvöld, mánudag, 29.
september kl. 20.00 að Hótel Esju.
Venjuleg aðalfundarstörf.
|||
Knötturinn penur út netmöskvana eftir þrumufleyg Teits Þórðarsonar
VERDAMA
segir landsliðsþjálfarinn Viða
— Ég er ákveðinn i þvl, að nota
islenzku leikmennina, sem leika i
Vestur-Þýzkalandi, eins og hægt
verður i landsleikjum tslands i
handknattleiknum i vetur, sagði
landsliðsþjálf arin n, Viðar
Simonarson, við Dagblaðið i
morgun. — Þetta eru frábærir
leikmenn, Axel Axelsson, Einar
Magnússon, ólafur H. Jónsson —
og bræðurnir Gunnar og ólafur
Einarssynir. Leikmenn, sem
gjörþekkja landsliðsmenn okkar
eftir langan landsliðsferii — og
auk þess eru þeir i betri æfingu
en flestir leikmanna okkar hér
heima.
Æfingar fyrir landsleikina við
Pólland um næstu helgi hefjast i
kvöld og ég hef valið landsliðshóp
fyrir þá leiki. Þeir Gunnar og
Ólafur Einarsson komu frá
Þýzkalandi i gær.
— Hverjir verða i hópnum?
— Frá þvi verður skýrt á fundi
á þriðjudag, sagði Viðar og
brosti. — Það fréttist fljótt, þegar
leikmenn hafa verið boðaðir til
landsliðsæfinga. Eftir þvi, sem
við höfum komiztnæst, eru þessir
leikmenn i hópnum:
Frá Val: Gunnsteinn Skúlason,
Stefán Gunnarsson, Jón Karlsson
og Ólafur Benediktsson. Frá Vik
ing: Rósmundur Jónsson, Páll
B j örgvinsson , Magnús
Guðmundsson og Viggó Sigurðs-
son. Frá Fram: Guðjón Erlends-
son, Sigurbergur Sigsteinsson,
Pálmi Pálmason, og auk þess
kemur Björgvin Björgvinsson að
austan, er reyndar kominn til
Reykjavikur. Frá Haukum
Ingimar Haraldsson og Hörður
Sigmarsson. Frá Þrótti Bjarni
Jónsson og Marteinn Árnason,
markvörður, og Arni Indriðason,
Gróttu. Auk þeirra Gunnar og
Fram gloprar
góðu fcrskoti
t gærkvöldi voru tveir leikir
háðir I Reykjavikurmótinu i
handknattleik. Fyrri leikurinn
var milli Reykjavlkurmeistara
Fram og Armanns og jafntefli
varð, 14-14. Já, meistararnir frá i
fyrra mega muna flfil sinn fegri
— liðið búið að missa fjögur
stig, þar af þrjú tii 2. deildar liða.
Rétt einu sinni misstu þeir niður
gott forskot — fjögur mörk höfðu
þeir yfir I hálfieik — 8-4 og um
miðjan siöari hálfleik var staðan
11-8 — og Framarar virkuðu
sterkari.
En þeir létu Armenningana
fara I skapið á sér — á skömmum
tlma voru þrlr Framarar rekr
út af og Ármenningar náðu undi
tökunum og komust yfir 13-11
og 14-13, en Pálmi skoraði úr vi
á siðustu minútunni þannig, :
lokatölur urðu 14-14.
Enn sem fyrr var Pálii
drýgstur Framara, — reyndi
virðist hann vera sá eini, sei
getur skorað — 9 mörk — ek
góður fyrirboði það.
Hjá Armenningum voru Bjöi
Jóhannesson, Pétur Ingólfsson c
Jón Ástvaldsson drýgstir — en
heild er liðið mjög jafnt og mál
hátturinn „kemstþótt hægt fari
á einmitt m jög vel við þrautseig;
Armenninga.