Dagblaðið - 29.09.1975, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 29.09.1975, Blaðsíða 10
10 Dagblaöiö. Mánudagur 29. september 1975. Útvarp Sjónvarp Útvarp kl. 17.30: Dickens og Pickwick Charles Dickens, höfundur skjalanna um Pickwick og vini hans, er vist einn þeirra rithöf- unda heimsbókmenntanna sem Pickwick i góöum félagsskap óþarft er að kynna. Við skulum samt sem áður minnast litillega á hann. Dickens ólst upp i sárafátækt, fæddur i Portsmouth, en flutti tveggja vetra til London. Seinna, eða 1817, flutti fjölskyld- an aftur til Portsmouth og ólst Dickens að mestu leyti þar upp. Dickens þurfti að mennta sig á eigin kostnað og vann þvi með náminu sem ritari hjá lögfræð- ingi. Seinna tók hann að skrifa fyrir timarit og seinna dagblöð. Jókst þetta svo með árunum að hann varð heimsfrægur áður en yfir lauk. Hann var svo jarðaður i Westminster Abbey með öðr- um stórmennum Breta þegar hann lézt 1870. Charles Dickens kvæntist Catherine, dóttur George Hogarth, ritstjóra velþekkts Lundúnablaðs. Þau eignuðust tiu börn á fimmtán árum. Hjóna band þeirra var hamingjusamt til að byrja með en hamingjan fór þverrandi með árunum og lauk að lokum með skilnaði. —BH Pickwick, sá feiti og stutti. Innritun daglega frá kl. 10-12 og 1-7. Reykjavík Brautarholt 3 slmar 20345 og 24959. Breiðholt. Kennt verður I ®?ju húsnæði aðiDrafnarfelli 4 simi 74444. Kópavogur Félagsheimiliö simi 84829. Hafnarf jörður Góðtemplarahúsið simi 84829. Seltjarnarnes Félagsheimilið simi 84829. Unglingar Allir nýjustu táningadansarnir — svo sem Hustler/ Bump (Boom), Kung Fu, El Bimbo, Brazilian Carneval, Harlem og margir fleiri. DANSKENNARASAMBAND ISLANDS OOO Utvarp 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Dag- bók Þeódórakis”. Málfrlður Einarsdóttir þýddi. Nanna ólafsdóttir les (19). Einnig les Ingibjörg Stephensen ljóð. 15.00 Miödegistónleikar. Jan Tomasow og Anton Heiller leika Sónötu I A-dúr op. 6 nr. 11 fyrir fiðlu og selló eftir Álbinoni. Hátiðar- hljómsveitin I Bath leikur Hljömsveitarsvitu nr. 1 í C- dúr eftir Bach; Yehudi Menuhin stjórnar. Helmut Hucke og hljómsveitin Consortium musicum leika óbókonsert i C-dúr eftir Haydn; Fritz Lehan stjómar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir) 16.25 Popphorn. 17.10 Tónleikar. 17.30 Sagan: „Ævintýri Pickwicks” eftir Charles Dickens. Bogi Ólafsson þýddi. Kjartan Ragnarsson leikari les (13) 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Rósa B. Blöndals talar. 20.00 Mánudagslögin. 20.30 Slitur úr Parisardagbók. Birgir Kjaran hagfræðingur flytur frásöguþátt. 21.00 „Davidsbtlndlertanze” op. 6 eftir Robert Schumann.Murray Perahia leikur á pianó. 21.30 (Jtvarpssagan: „Ódámurinn” eftir John Gardner. Þorsteinn Antonsson þýddi. Þorsteinn frá Hamri les (8) 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. BUnaöarþáttur. Ingvi Þor- steinsson magister talar um landgræðsluáætlunina. 22.35 Hljómplötusafnið. 1 umsjá Gunnars Guðmunds- sonar. Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. I! i) Sjónvarp 20.00 Fréttir og veður 2Q.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Allra veöra von. Bresk framhaldsmynd. 4. þáttur. Sekt eöa sakleysi. Þýðandi óskar Ingimarsson. Efni þriðja þáttar: Einn af bestu vinum Simpkins, Baden Roberts bæjarfulltrúi, kem- ur öllu I uppnám á bæjar- st jómarfundi, en það verður til þess, að Simpkins fer að endurskoða fyrri afstöðu slna. Hann venur komur sinar til Normu Moffat og hughreystir hana, er Ted, maður hennar, meiðist al- varlega i bilslysi. Shirley dóttir þeirra Normu og Simpkins kemur hins vegar kuldalega fram við þau og finnst undir niðri, að þau eigi sök á slysinu. Andrea Warner og Philip Hart halda áfram að hittast, þeg- ar þvi verður við komið. Kvöld eitt hringir siminn heima hjá Tom Simpkins. Norma segir honum að Ted hafi látist á sjúkrahúsinu. 21.30 íþróttir. Myndir og fréttir frá fþróttaviöburðum helgarinnar. Umsjónar- maður Ómar Ragnarsson. 22.00 Frá Nóaflóöi til niitim- ans. Breskur fræðslu- myndaflokkur um menning- arsögu Litlu-Asiu. 5. þáttur. Armenar og seldsjúkkar. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 22.30 Dagskrárlok. Sjónvarp kl. 22.00: Armenar og Seldsjúkar Armenar og Seldsjúkar eru þjóðir sem fjalla á um I sjón- varpinu i kvöld. Fer þá e.t.v. vel á þvi að einmitt nokkra laugar- daga fyrir skömmu flutti Gunnar M. Magnúss rithöfund- ur þætti I útvarpið um aðra þessara þjóða, Armenana. Armenar eru þjóð sem hefur um langan aldur mátt gjalda fyrir hina voldugri nágranna jafnt I austri sem vestri, Tyrkja og Rússa. Nú liggur land þeirra þannig að Armenia er eitt hinna mörgu sovétrikja. Það gerðist 1920. Armenska þjóðin er i dag um ein og hálf imilljón og hún lifir að miklu leyti af landbúnaði þó að mikil iðnvæðing hafi orðið þar eftir og um 1930. Armenar eiga sér langa kristnisögu að baki og nú teljast þeir til grisk-kaþólsku kirkjunn- ar. Þess má einnig geta að móðurmál Jesú Krists var arameiska, mál þeirra Armeniumanna. —BH JÚDÓ JUDO Æfingar verða sem hér segir að Brautarholti 18. Innritun á sama tíma. Byrjendur, 15 ára og eldri, konur og karlar, á mánudögum og fimmtudögum frá 19-20. Drengir, 11 til 14 ára, á þriðjudögum og fimmtudögum frá 18-19. Framhaldsflokkur á þriðjudögum frá 19 til 20,30 og á fimmtudögum frá 20 til 21,30 Júdófélag Reykjavíkur, sími 16288

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.