Dagblaðið - 30.09.1975, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 30.09.1975, Blaðsíða 2
2 Dagblaðið. Þriðjudagur 30. september 1975 Spurning dagsins Hvað finnst þér um andatrú? Sigriður Simonardóttir, hiisfrú: Já, ég hef bara ekkert spekúlerað i þvi, tek ekkert mark á þvi og vil helzt vera laus við það. tvar Arason, nemandi: Ég veit nú ekki hvað mér finnst um hana, en ég er allavega ekki mótfallinn henni. Ólafur Ingólfsson, Pcnna- viðgerðinni: Andatrú. Ég veit ekkert um anda- trú, hef ekkert vit á henni og er hvorki með né á móti. Þuriður Sigurðardóttir, i skóla: Andatrú? Ég veit ekki neitt um andatrú, þekki engan sem er i henni og fylgist ekki með henni. Thor Vilhjálmsson, rithöfundur: Finnst mér um andatrú? Ég trúi á andann, það er nóg fyrir mig I bili, ég hef alveg nóg að gera þessa dagana. t’: HHi ££L Heiðbrá Sæ m und sd ót t ir, hjúkrunarnemi: Um andatrú, ég veit eiginlega ekki, þó finnst mér hún fáránleg, ég hef ekki trú á henni heldur er það einhver tiloúningur sem existerar ekki. Raddir lesenda OLIÐLEGHEIT AKRABORGARMANNA S.S. hafði samband við Dag- blaðið: „Þannig hagar til að ég rek vélaleigu héri'borg. Um daginn þurfti ég að senda vél upp á Skaga — traktor — og ætlaði að senda vélina með Akraborginni kl. 7 um kvöldið. Nú, um sex- leytið þennan dag springur á vélinni uppi i Breiðholti. Allt er sett i gang til að fá gert við dekkið fyrir þennan tima. Var fariðmeð það til Gúmmivinnu- stofunnar og piltarnir þar höfðu snör handtök við að gera við dekkið — settu reyndar met i viðgerð. Siðan er keyrt á hundr- aðinu upp i Breiðholt, dekkinu skellt undir og vélin af stað nið- ur eftir tuttugu og fimm minút- ur fyrir sjö. Fór ég á undan, ef vélin skyldi verða of sein, það var i járnum hvort hún kæmist alveg á slaginu. Nei, hinir góðu menn máttu ekkert vera að biða — festareru leystar kl. 7 og rétt I þvi rennir dráttarvélin niður á bryggjuna. Upp á Skaga hélt Akraborgin dráttarvélarlaus. Mér finnst þetta einstök óliðleg- heit af Akrabórgarmönnum — þetta munaði þá einni minútu — dráttarvélin tafðistum 15 tima. Hún fór með Akraborginni morguninn eftir, klukkan 10. I þessu sambandi vil ég nefna að laugardag nokkurn i sumar fór ég með Akraborginni — þá var ekki farið fyrr en 10 minútum eftir auglýstan brottfarartima — verið var að taka bila um borð — Þetta finnst mér góðra gjalda vert en hvers vegna ekki þessa einu dráttarvél? Var það ekki nógu góður „bisniss” fyrir þessa höfðingja?” ERU NIÐURGREIÐSLUR RÉTTLÆTANLEGAR? S.P.G. hringdi ,,1 greinargerð, sem formaður Stéttarsambands bænda flutti i útvarpsþætti Páls Heiðars Jóns- sonar, ,,Á þriðja timanum” 21. september, taldi hann niður- greiðslur á útfluttum landbún- aðarafurðum réttlætanlegar á þeirri forsendu, að bændur greiddu það mikinn söluskatt af aðföngum sinum. Sannleikurinn, er sá, að langstærstur hluti að- fanga landbúnaðarins, þ.e. á- burður og kjarnfóður, er sölu- skattfrjálst. Og þó svo væri ekki, þá væru það ekki bændur, sem greiddu þennan söluskatt, heldur neytendur afurða þeirra. Það væri annars nýtt ef fram- leiðendur ættu að greiða aðföng sin sjálfir, slikt skeður ekki nema tap verði á rekstri. Tap á rekstri i landbúnaði kemur ekki til greina við núverandi aðstæð- ur þvi bændur fá aukinn að- fangakostnað bættan jafnóðum (og þá um leið allar söluskatts- hækkanir), enda hafa neytendur óneitanlega orðið varir við það upp á siðkastið i hækkuðum landbúnaðarafurðum. Annars hljóta að vera takmörk fyrir þvi, hvað neytendur eigi að leggja á sig, svo að hið svokall- aða meðalbú geti framleitt. Það er pólitiskt atriði, en hvaða stjómmálaflokkur túlkar sjón- armið neytenda i þvi máli?” Aðstoð við flutning Jdlius Magnús hafði samband við Dagblaðið: ,,Er enginn sem veitir aðstoð við flutninga? Ég á við að hægt væri að fá sendiferðabil ásamt þremur til fjórum mönnum, sem bæru bú- slóðina út i bil og úr. Ég á ekki við þungaflutninga, aðeins bú- slóð. Ég tel þjónustu sem þessa mjög nauðsynlega vegna þess að ekki hafa ailir aðstöðu til að standa i að bera húsgögn upp og niður stiga.” Vh LESENDUR Ef ykkur liggur eitthvað á hjarta, hringið þá í síma 83322 á milli klukkan 13 og 14 ■■■■■■■■■■■■■■■ ARMANNS- FELL Áskrifendur hringdu: „Við erum hérna tveir flug- menn sem langar bæði til að gagnrýna og hrósa. Við erum mjög ánægðir með DAGBLAÐ- IÐ, nema fréttaflutning ykkar af Armannsfellsmálinu svo- nefnda. Hann teljum við vera vægast sagt lélegan. Astæður vitum við ekki en almannaróm- ur segir að Sveinn R. Eyjólfsson eigi þarna hagsmuna að gæta og þvi getið þið ekki talizt frjálst ó- háð dagblað. Nú viljum við beina fyrirspurn til ykkar: Hvers vegna þessi þögn?” Svar: ,,Ég vil benda á að þeg- ar Dagblaðið kom fyrst út i byrjun mánaðarins var Ár- mannsfellsmálið „sprungið”. Fjölmiðlar höfðu birt fréttir um málið. Nú, i blaðinu hafa birzt tveir leiðarar um málið, Þor- steinn Thorarensen hefur skrif- að tvær skeleggar greinar, Pét- ur Guðjónsson skrifaði grein um málið. Utan þessa hafa birzt fréttir, t.d. i föstudagsblaðinu 26. sept, auk ummæla manna sem eru viðriðnir þetta Ár- mannsfellsmál.” ENN UM ÁRMANNS- FELL: Jóhann Hólm hringdi: „Ég held að allir hugsandi menn séu mjög undrandi á þeim skrifum sem hafa átt sér stað um Ármannsfellsmálið. Þjóð- viljinn og Alþýðublaðið ásamt fleiri blöðum hafa birt langar greinar um mál, sem orkar tvi- mælis, þ.e. hvort það var fjár- stuðningurinn eða lóðin sem skipti máli. Svo er málgagn Alþýðuflokks- ins að halda þessu á lofti, þeim færi betur að þegja, allir vita á hverju þeir hafa lifað. Þegar svona er komið málum á þjóðin rétt á að vita, hverjir eru stuðn- ingsmenn húsbygginga annarra stjórnmálaflokka. Ætli komi ekki vöflur á Þjóðviljamenn þegar þeir þurfa að skýra sitt mál? Það skyldi þó aldrei vera Brésneff? Hver skyldi borga brúsann fyrir Framsókn? Það skyldi aldrei vera Sambandið og bændur?” ER HÆKKUNIN OLOGLEG? „Viðskiptavinur RR” sendi blaðinu eftirfarandi: „I blaði yðar 25. sept. las ég mjög athyglisverða frétt um að siöasta hækkun Rafmagnsveitu Reykjavikur kynni að vera ó- lögleg. Ef svo er er hér um mjög alvarlegt mál að ræða, ef opin- ber fyrirtæki fara ekki að lögum við innheimtu gjalda sinna. Nú leikur mér forvitni á að vita hvernig hið opinbera bregzt við slikum upplýsingum. Ef um framkvæmd slikra hækkana eru skýr lagaákvæði, svo sem virð- ist vera samkvæmt fréttinni i blaðinu, hlýtur hinn almenni notandi að eiga kröfu á þvi að löggæzla landsins sjái um að hækkun Rafm a gnsveitu Reykjavikur komi ekki til fram- kvæmda fyrr en frá og með 9. september. Þegar ég las umrædda frétt hafði ég ekki hugmynd um að rafmagnið, sem ég kaupi af Rafmagnsveitu Reykjavikur, hefði hækkað i verði þann 1. september. Ég hef ekki orðið var við að hækkun þessi hafi verið tilkynnt i' fjölmiðlum. Ef svo hefur ekki verið vildi ég koma á framfæri þeirri fyrir- spurn til borgaryfirvalda Reykjavikur hvort þau telji ekki eðlilegt að tilkynna i fjölmiðlum þegar rafmagnsverð hækkar? Hér er um að ræða hækkun hjá um helmingi landsmanna.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.