Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 30.09.1975, Qupperneq 3

Dagblaðið - 30.09.1975, Qupperneq 3
Dagblaöiö. Þriöjudagur 30. september 1975 3 MENNTASETUR 0G FÁEINIR SÓLARGEISLAR: Hvaöa máli skiptireinn sólar- geisli i kjallaraglugga gamallar konu við Laufásveginn á móti heilu menntasetri? Ellegar þá garðhola fólksins i húsinu nr. 20 við Laufásveg? Austurgafl nýrrar viðbygg- ingar við Kvennaskólann þræðir lóðamörkin við þessa húslóð. Samkvæmt teikningu gnæfir hann innan tiðar fyrir kjallara- gluggum gamals húss. Haust- sólin yljar þá ekki lengur lúnum beinum á litlum, hvitum bekk i garðinum framan við gluggann. Rabarbarinn er harðgerður. Er aldrei að vita nema hann þrjózkist við að deyja. Annar gróður lifir naumast af bygg- ingarframkvæmdir, hvað sem siðar verður. Hver dagurinn, getur orðið sá siðasti til þess að horfa vestur yfir Tjörn, yfir garðhúsið hans Thors heitins Jensen i Hallargarðinum. Það gerir minna til, þótt ekki sjáist lengur þetta fallega hús neðan frá Frikirkjuvegi. 1 stað- inn kemur nothæft hús undir skóla, sem gat verið annars staðar en á múr- og naglfestu graslendi austan við Tjörnina. Næst kemur viðbygging við gamla ishúsið, Glaumbæ eða Listasafn rikisins, eftir þvi, hvað menn vilja kalla húsið. Ennþá er það óljóst fyrir hvern eða hverja Hallargarðurinn er frátekinn til þess að byggja i honum. Það verður þjáning sins tima, en hún verður ekki umflú- in. Það þýðir vist ekkert að þrasa um þennan sólargeisla, sem að vori nær ekki lengur á litinn, hvitan bekk við kjallaraglugga gamallar konu við Laufásveg- inn. En við verðum að vona i lengstu lög, að kynslóðin, sem nú er að vaxa og þroskast, virði betur en við, þörf einstaklings- ins i borginni fyrir geisla hnig- andi sólar. —BS- Or garðinum sést ennþá vestur vfir Tjörn. Olíukoup af Norðmönnum fyrir 2-3 milljarða? — sem er hallinn á Sovétviðskiptunum — rœtt við Indriða Pólsson forstjóra Hvernig væri að kaupa oliu af Norðmönnum fyrir fjárhæð, sem nemur þvl, sem á vantar, að jöfn- uður sé á viðskiptum við Sovét- rikin, eða 2000 — 3000 milljónir? Þetta kemur fram I svari Indriða Pálssonar, forstjóra Oliufélags- ins Skeljungs, við spurningu Dag- blaðsins um hugsanleg oliukaup frá Noregi. ,,Ég tel, að Islendingar eigi að kaupa oliu þaðan, sem það er okkur hagkvæmast,” segir Indriði. „Við mat á slikri hag- kvæmni þarf eflaust að taka tillit til fleiri atriöa en kaupverösins á oliunni, svo sem þess að okkur er nauðsynlegt að halda mörkuðum fyrir útflutningsafurðir okkar ög afla nýrra. Á árinu 1975 er áætlað, Próflausir á nýjum ökutœkjum Tveir bráðlátir, nvbakaðir vélhjólaeigendur voru stöðv- aðir við akstursæfingar sínar i Arbænum um helgina. Strák- amir voru próflausir, en búnir að kaupa sérhjól fyrir sumar- hýruna, og gátu ekki beðið með að nota farkostina. En slikt er óleyfilegt. Það er öllu nauðsynlegra að flýta sér að taka prófið fremur en að eign- astreiðskjótann. En þá kemur oft upp vandamálið meðaldur- inn og siðustu mánuðirnir til þess er ökualdri er náð, eru oft lengi að liða. —ASt. að við kaupum olfu frá Sovétrikj- unum fyrir 2000—3000 milljónum króna hærri fjárhæð en nemur söluverði þeirra vara, sem þeir kaupa af okkur. Ég hef enga ástæðu til að ætla, að Rússar mundu beita Islend- inga viðskiptaþvingunum, þótt við reyndum að reka „sjálfstæða utanrikisstefnu” og afla okkur ódýrari oliu en fáanleg kynni að vera frá þeim. Að minum dómi er full ástæöatil að athuga gaumgæfilega alla möguleika, sem fyrir hendi kynnu að vera til að kaupa hluta af oliu- þörfum okkar, til dæmis að jafn- viröi 2000 — 3000 milljónir króna, frá Norðmönnum, svo fremi að okkur bjóðist hagkvæmari kjör á oliu þaöan.” —HH HJALPARSVEITIR MERGSOGNAR AF RÍKISVALDINU? „Skattar og hvers konar gjöld, sem hjálparsveit skáta þarf að inna af hendi til hins opinbera „eru orðin mörgum sinnum hærrien sá styrkur sem sveitirnar fá frá rikinu”, segja hjálparsveitarmenn. Bendir ársþing þeirra á að óeðlilegt virðist að innheimtir séu tollar og söluskattur af innfluttum búnaði björgunarsveitanna, s. s. sjúkrabilum, fjarskipta- tækjum, sjúkrabúnaði og fleiru. Enn fremur að Póstur og simi innheimti skráningar og þjón- ustugjöld af fjarskiptabúnaði sveitanna. Formaður Lands- sambands hjálparsveita skáta er Tryggvi P. Friðriksson. Með honum i stjórn sitja Haraldur Friöriksson ritari, Sighvatur Blöndal og varamaður Sveinn Jóhannsson. JBP - Viltu fara á œfingu með Sinfóníunni? Það er ekki ónýtt að fá tæki- færi til að sjá og heyra Ashkenazy æfa Sinfóniuhljóm- sveitina á 6. sinfóniu Tsjaikovskys. Þetta verður mögulegt i fyrramálið milli 9.30 og 12.30 i Háskólabiói. Dagurinn á morgun er tileinkaður tónlist- inni, alþjóðlegur tónlistardagur. Alþjóðaráð tónlistarmanna undir forystu Yehudi Menuhins ákvað að velja þennan dag i þessu skyni — JBP— SKOLA- HLJÓM- SVEIT ÞAKKAÐ Það er góður siður að þakka það sem þakkar er vert. Og hann Björn Guðjónsson á sann- arlega þakkir skildar fyrir elju- semi sina i sambandi viö Skóla- hljómsveit Kópavogs. Arum saman hefur hann unnið að þvi að skapa góða skólahljómsveit i bænum, — og það hefur tekizt. Hljómsveitin hefur náð veru- lega góðum árangri og vinsæld- ir hennar eru stöðugt vaxandi. Elztu félagarnir i hljómsveit- inni eru nú að veröa hálffullorð- ið fólk, svo liklega liður ekki á löngu þar til Kópavogur eignast lúðrasveit, sem kveður að. DB- MYNDIN: Kristján Guðmunds- son félagsmálastjóri afhendir Birni Guðjónssyni heiðursskjal frá Félagsmálastofnun Kópa- vogskaupstaðar til skólahljóm- sveitarinnar fyrir gott framtak hennar. Björn er til vinstri -á myndinni.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.