Dagblaðið - 30.09.1975, Page 8
8
Dagblaðið. Þriðjudagur 30. september 1975
MMBIAÐIB
frfálst, úháð dagblað
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
tþróttir: Hallur Símonarson
Hönnun: Jóhannes Reykdal
Blaðamenn: Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bolli Héðinsson,
Bragi Sigurðsson, Hallur Hallsson, Ómar Valdimarsson.
Handrit: Asgrlmur Pálsson, Inga Guðmannsdóttir, Maria Ólafs-
dóttir.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson
Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson
Augiýsingastjóri: Asgeir Hannes Eirlksson
Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson
Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands.
i lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Þeir borgi skaðann
Við íslendingar eigum i raun og
veru kröfurétt til skaðabóta frá
þeim rikjum, sem hafa á undan-
förnum áratugum hagnýtt sér Is-
landsmið án samþykkis okkar og
án þess að greiða okkur auðlinda-
skatt.
Einar Ágústsson utanrikisráðherra vék rétti-
lega að þessu i ræðu sinni á allsherjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna i gær. Visaði hann til hafréttar-
ráðstefnunnar, þar sem komið hefur i ljós, að
yfirgnæfandi meirihluti rikja heims er andvigur
þvi hátterni, að stórveldi geti sent togaraflota til
að hagnýta sér fiskimið annarra þjóða án þeirra
samþykkis.
Siðan sagði Einar: „1 stað þess að berjast gegn
hugtakinu um efnahagslögsögu, ættu þessi riki að
láta sér nægja, ef þau þurfa ekki að greiða skaða-
bætur fyrir þau geysilegu auðæfi, sem þau hafa
tekið úr þessum auðlindum hingað til.”
Spurningin er bara sú, hvort islenzka rikis-
stjórnin eigi ekki að setja þetta atriði sérstaklega
á oddinn i viðræðum við rikisstjórnir erlendra
rikja um undanþágur fyrir togara þeirra innan
200 milna landhelginnar.
Einar benti á þá samstöðu, sem komið hefur
fram á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
um, að strandriki geti ákveðið leyfilegan há-
marksafla innan 200 milna fjarlægðar og einnig
ákveðið möguleika sina til að hagnýta hann. Þar
sem islenzki fiskiskipaflotinn er nú fullfær um að
hagnýta fslandsmið til fulls, væri það i samræmi
við vilja ráðstefnunnar, að íslendingar önnuðust
þessar veiðar einir.
Enn veiða erlendir fiskimenn nærri helming
heildarafla botnlægra fiskitegunda á íslandsmið-
um og það með rikulegum styrk hlutaðeigandi
rikisstjórna. Ókynþroska fiskur er vaxandi hluti
þessa afla, enda hefur komið i ljós hjá Alþjóða
hafrannsóknaráðinu, að 50% samdráttur veiða á
þessum miðum mundi ekki minnka heildarafl-
ann.
Þessar veiðar erlendra togara hafa skaðað ís-
landsmið verulega og er þvi ekki nema eðlilegt,
að skaðabætur komi fyrir. Ennfremur er eðlilegt,
að hugsanlegar undanþágur fyrir erlenda togara
verði framvegis skattlagðar með sérstökum auð-
lindaskatti.
Viðsemjendur íslendinga i fiskveiðimálunum
eru harðir i horn að taka og beita jafnvel efna-
hagslegum þvingunum á borð við löndunarbann
og frestun tollalækkana. Þess vegna eigum við
ekki að afsala okkur neinum rétti til bóta fyrir
þann skaða, sem íslandsmið hafa orðið fyrir,
heldur hefjast handa við að reikna út skaðann og
gera viðkomandi rikisstjórnum reikning fyrir
hann.
Sögulegum rétti á að fylgja söguleg ábyrgð.
Það gætu þvi komið vöflur á viðsemjendur okkar,
sem bita sig fasta i sögulegan rétt sinn til veiða á
Islandsmiðum. Þetta vopn eigum við að notfæra
okkur i viðræðunum um undanþágur til veiða inn-
an 200 milnanna.
Einar drap aðeins lauslega á hugsanlega
skaðabótaskyldu viðsemjenda okkar i ræðu sinni
á allsherjarþinginu. Það var ágæt byrjun. í beinu
framhaldi eigum við nú að fara á fulla ferð i
skaðabótakröf um.
SLIGAST UNDIR
Sköpun heimsins var ekki lok-
ið á sjöunda degi. Guð hugsaði
sig enn um og skapaði á áttunda
degi merkilegan hlut embættis
manninn. Svo hlýtur að hafa
verið, segir þýzka blaðið Stern.
Hvers vegna hefði almenningur
annars þolað forréttindi
embættismanna svo lengi?
Blaðið segir, að borgurunum
þyki þung sú byrði, sem þeir
bera vegna herskara embættis-
manna. Kostnaður við
embættismannakerfið lami rlk-
ið, en stjórnmálamenn þori ekki
að draga úr forréttindunum.
Vegna gifurlegs kostnaðar við
embættismenn sé ekki til pen-
ingur til umbóta.
Sjöundi hver Vestur-Þjóð-
verji, sem er á vinnumarkaðn-
um, starfar hjá rikinu, að með-
töldum verkamönnum hjá riki.
40 af hundraði fjárlaga vestur-
þýzku fylkjanna fara til
embættismanna og annarra
starfsmanna fylkjanna. Og
hvað um það?
Walter Scheel forseti hefur
viðurkennt vandann. í skoðana-
könnunum kemur fram vaxandi
gremja. Fyrir tiu árum taldi
nærri helmingur landsmanna,
að embættismenn væru yfirleitt
hafnir yfir mútur og annað slikt
og létu ekki aðra ráðskast með
sig. Fyrir ári var þessi tala
manna i góðri trú á embættis-
mennina dottin niður i rúman
þriðjung. öllu fleiri töldu, að
embættismenn sköruðu eld að
eigin köku. Almenningur var
orðinn ókyrr yfir valdi
embættismanna. Menn voru
jafnvel yfirleitt ekki á þvi að
jánka spurningunni hvort þeir
hefðu „gott álit” á embættis-
mönnum yfirleitt. Aðeins 29 af
hundraði sögðu já við þvi, 21 af
hundraði sagði nei og 39 af
hundraði sögðu bara „það
slarkar”.
Erlend tœkjakaup
opinberra stofnana
Islenzkur iðnaður og kaup
opinberra stofnana á tækjum og
vörum erlendis frá i samkeppni
við islenzka iðnaðarframleiðslu.
tslenzkur iðnaður hefir sjald-
an verið i hávegum hafður af is-
lenzkum stjórnvöldum og ekki
virðist skilningurinn i þvi efni
fara vaxandi nema siður sé.
Undirritaður ætlar hér að
skýra frá 3 atriðum sem snerta
fyrirtæki það sem hann veitir
forstöðu, H.F. Raftækjaverk-
smiðjuna i Hafnarfirði, i dag-
legu tali nefnd RAFHA.
Fyrsta atriðið er að visu 2ja
ára gamalt en þó eitthvert hið
alvarlegasta af þessu tagi á
seinni timum.
Eftir Vestmannaeyjagosið
keypti Viðlagasjóður um það bil
550 hús frá Norðurlöndum.
011 voru húsin keypt með raf-
magnseldavélum þrátt fyrir
óskir Rafha um að þær yrðu
keyptar innanlands. Ráðunaut-
ur Viðlag'asjóðs mælti með
Rafha, enda sambærilegar og ó-
dýrarien erlendu vélarnar, sem
fyrir vali urðu, en það var að
engu haft af stjórn Viðlaga-
sjóðs. Þetta var mikið áfall fyrir
Rafha þar sem hér var um að
ræða 1/4 — 1/3 af ársfram-
leiðslu Rafha. Þannig fór um
sjóferð þá.
Dæmi nr. 2 er Bændaskólinn
að Hvanneyri. Þar var um að
ræða stórt mötuneyti fyrir skól-
ann með mörgum tækjum, sem
Rafha hefir um árabil smiðað
með góðum árangri, og jafnvel
þótt tollar hafi verið lækkaðir
verulega vegna EFTA samn-
inga er Rafha enn mjög sam-
keppnisfær. En i þessu tilfelli
var ekki einu sinni haft fyrir þvi
að spyrja Rafha, tækin voru ein-
faldlega keypt erlendis frá án
þess að leita fyrir sér hér
heima.
Þegar spurzt var fyrir um
hverju þessi aðferð sætti var oss
tjáð að til þess að fá starfsfólk
væri nauðsynlegt að kaupa dýr-
ustu og finustu tæki erlendis frá,
þá veit maður það.
Þá var þess einnig getið að
„ráðunautur” um þessi kaup
hefði verið skólastjóri hótelskól-
ans i Reykjavik og þar með var
þvi slegið föstu að betra gæti
það ekki verið.
Vonandi verður ekki hörgull á
starfsfólki á þessari stofnun.
Þriðja dæmið, sem hér verður
minnzt á, er mötuneyti Mennta-
skólans á Isafirði, en þar er
sömu söguna að segja og við
dæmi nr. 2.
Ekki var haft fyrir þvi að leita
fyrir sér hjá innlendum fram-
leiðendum, aðeins pantað er-
lendis frá án útboðs, frá sama
framleiðanda og keypt var frá
fyrir Hvanneyrarskóla enda
sami „ráðunautur” að verki.
Þessi kaup komust upp þegar
rektor Menntaskólans á fsafirði
sagði frá þvi i útvarpi nýlega að
ekki gæti mötuneyti skólans
tekið til starfa á réttum tima
vegna mistaka tæknideildar
Innkaupastofnunar rikisins,
sem annaðhvort hafði gleymt að
panta eða verið svikin um af-
greiðslu.
Vonandi verður heldur ekki
hörgull á starfsfólki þar, þegar
mötuneytið loks kemst i notkun.
Annars má geta þess hér um
leið, að eldavél, sem fyrir valinu
varð I þessu tilfelli, er mun dýr-
ari erlendis frá, þrátt fyrir
lækkun tolla, en samsvarandi
Rafha eldavél. Það var bara
ekkert haft fyrir þvi að leita fyr-
ir sér innanlands.
Hér hafa verið rakin 3 dæmi
um innkaup á vegum opinberra
aðila að undanförnu, en mörg
fleiri eru tiltæk, sjúkrahús.
heilsuverndarstöðvar, skólar og
fleira sem geymd eru en ekki
gleymd.
Mikill hluti islenzks iðnaðar,
eins og við þekkjum hann i dag,
er aðeins 40—50 ára, en það er
stuttur timi miðað við þróun
iðnaðar i nágrannalöndum okk-
ar sem mest samkeppni er við.
Erlendir menn, sem hér hafa
komið oft til að selja erlendan
iðnvarning, samskonar og við
erum að framleiða, hafa lýst
undrun sinni á kæruleysi og
skilningsleysi islenzkra yfir-
valda á afstöðunni til hins unga
islenzka iðnaðar og látið orð
falla um að sparaður gjaldeyrir
væri jafnverðmætur og sá sem
aflað er með útflutningi, þannig
væri það i þeirra heimalöndum.
Forystumenn islenzks iðnað-
ar hafa þvi miður ekki vérið
nógu skeleggir i baráttu sinni
fyrir islenzkum iðnaði, mikið
hefir skort á að nægjanleg
fræðsla um mikilvægi iðnaðar
og þá fyrst og fremst smáiðnað-
ar væri i té látin opinberlega,
allt tal og skrif um framtið iðn-
aðar á Islandi hefir á-undan-
förnum árum snúizt um svokall-
aðan stóriðnað, sem talinn er
leysa öll vandamál iðnþróunar á
Islandi framtiðarinnar. Það
hefir gleymzt, að smáiðnaður-
inn er undirstaðan og þar hefst
þjálfun og iðnþróun sem stór-
iðnaður byggir á að verulegu
leyti. Bezta sönnun þessara
staöhæfinga er kannski þróun
fiskfrystiiðnaðarins hér á und-
anförnum áratugum.
Enn er kannski ekki of seint
að snúa við blaðinu og hefja
markvissa fræðslu fyrir al-
menning um mikilvægi smáiðn-
aðar á Islandi, en jafnframt
þurfa Islenzk stjórnvöld að öðl-
ast þennan skilning að koma i
veg íyrir að islenzkur smáiðn-