Dagblaðið - 13.10.1975, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 13.10.1975, Blaðsíða 8
8 Dagblaöiö. Mánudagur 13. október 1975. MMBIAÐIB frjálsi, úháð dagblað (Jtgefandi: Dagblaöiö hf. Framkvæmdastjóri: Svcinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason tþróttir: Hallur Sfmonarson Hönnun; Jóhannes Reykdal Blaöamenn: Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bolli Héöinsson, Bragi Sigurösson, Erna V. Ingóifsdóttir, Hallur Hallsson, Helgi Pét- ursson, ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Handrit: Asgrfmur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga Guðmannsdóttir, Maria ólafsdóttir. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eirfksson Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Askriftargjald $00 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 40 kr. eintakiö. Blaðaprent hf. Ritstjórn Siöumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af- greiösla Þverholti 2, simi 27022. Sigur frelsis og mannréttinda Sakharov er vel að friðarverðlaun- um Nóbels kominn. Þessi sovézki kjarneðlisfræðingur nýtur virðingar um heim allan vegna baráttu sinnar fyrir frelsi og mannréttindum i heimalandi sinu. Hann hefur staðið sig eins og hetja gagnvart alráðu og illúðlegu stjórnkerfi Sovétrikjanna og fært mörgum löndum sinum von um, að mannrétt- indaskrá Sameinuðu þjóðanna komist um siðir til framkvæmda i Sovétrikjunum. Val Sakharovs er mikill sigur fyrir raddir frelsis og mannréttinda um heim allan. Það er mikill sigur fyrir stofnskrá og mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna. Það er timabært mótvægi gegn vaxandi harðstjórn og grimmd stjórnvalda viðs vegar á jörðinni. Það er ennfremur þörf áminning þeim, sem telja hinar gömlu, frjálslyndu hugsjónir Vest- urlanda úreltar i heimi rikisdýrkunar og aflsmun- ardýrkunar. íslendingum er vel kunnugt um hinar erfiðu að- stæður Sakharovs og skoðanabræðra hans i Sovét- rikjunum. Við fyrirlitum þá dýrkun alræðis og afls- munar, sem meðal annars kemur fram i banninu við þvi, að faðir Valdimars Ashkenazy fái að heim- sækja son sinn á íslandi. Við dáumst að þeim mönn- um, sem þora að opna munninn við slikar aðstæður. Jafnframt vonum við, að Nóbelsverðlaun Sak- harovs verði honum ekki til aukinna óþæginda heima fyrir. Stjórn Sovétrikjanna mundi \saxa i áliti, ef hún léti þetta val sér að kenningu verða og gerði hvort tveggja i senn að auka mannréttindi i riki sinu og að leyfa Sakharov að fara til Osló til að taka við verðlaununum. Þungvæg verkefni alþingis Þungvæg verkefni biða alþingis, sem nú hefur komið saman til vetrarstarfa. Ber þar hæst fisk- veiðilögsöguna og þjóðarhag, sem hvort tveggja kallar á viðtæka samstöðu á þingi. Það ætti ekki að verða erfitt i landhelgismálinu, þvi að þar virðast stjórnmálamenn, fjölmiðlar og allur almenningur vera nokkurn veginn sammála um einarða stefnu. Efnahagsmálin verða áreiðanlega erfiðari víö- fangs. Ástandið er óvenju vont um þessar mundir. Rikissjóður er tómur og vel það og hið sama er að segjk um ýmsa aðra mikilvæga sjóði eins og Bygg- ingasjóð. Samt hefur rikið verið svo aðgangshart i bankakerfinu, að allt of litið hefur verið unní að lána til atvinnulifsins i landinu. Fjárlagafrumvarp rikisstjórnarinnar, sem að venju verður lagt fram i byrjun þings mun leiða inn umræður alþingis um þjóðarhag. Rikisstjórnin hef- ur farið vel af stað með þvi að boða verulegan niðurskurð rikisútgjalda i frumvarpinu. Vonum við, að hún standi við þau orð i fullri alvöru. Stjórnarandstaðan kann að freistast til þess að gagnrýna hvort tveggja i senn, nauðsynlegan niður- skurð rikisútgjalda og meintan ódugnað rikisstjórn- arinnar við að mynda góðan jarðveg fyrir atvinnulif og lifskjör i landinu. En rikisstjórn og alþingi verða að velja um annað hvort, þvi að rikisreksturinn er orðinn þjóðinni þyngri baggi en hún getur borið. r ip Hér geysist Johnny Ceccoto i mark, sigurinn er hans á TZ750 Yamaha-hjólinu. 19 áro gamall heimsmeistari í vélhjólaakstri er hin nýja ofurstjarna œsku Venezuela „A LA CECCOTO" „Ceccotismo” heitir æðið sem gripið hefur um sig i Caracas i Venezuela. Borgarbúar eru enn frá sér numdir af hrifningu yfir heimsmeistara sinum i mótor- hjólaakstri, Johnny Ceccoto. Æðið, sem gripið hefur um sig meðal ungra Caracas-búa, hefur valdið byltingu i klæða- burði og hárgreiðslu, þrefaldað sölu á mótorhjólum og aukið slanguryrðaforða landsmanna verulega. Johnny Ceccoto er aðeins 19 ára gamall. Þegar kann kom heim til Venezuela i siðasta mánuði eftir að hafa unnið heimsmeistarakeppnina iakstri 350 cc. mótorhjóla, fékk hann móttökur sem sæma hvaða þjóðhetju sem er. Gizkað er á að 20 þúsund fé- lagar i landssambandi mótor- hjólaklúbba hafi verið á Mai- quetia-flugvelli til að fagna hon- um og þúsundir aðdáenda voru meðfram 25 km langri leið inn i borgina. Þar hitti Johnny fyrst- anfyrir sjálfan forseta landsins, Carlos Andres Perez. Móttökuathöfninni var sjón- varpað beint um allt land, skv. skipun stjómarinnar — og til ó- blandinnar ánægju þúsunda að- dáenda, sem ekki gera greinar- mun á nafni Ceccotos og hraða. „Ceccotoismi” tröllriður þjóðfélaginu Embættismenn stjórnarinnar framkvæma nú öll sin verk ,,a la Ceccoto” og ,,la Ceccotisima” er nafnið sem japönsku mótor- hjólin i hjólageymslu meistar- ans eru kölluð. „Ceccotistas”, sem æfa sig i mótorhjólaakstri á þjóðvegum og breiðstrætum landsins, hafa valdið lögreglunni umtalsverð- um höfuðverk. Mótorhjól hafa verið bönnuð i sumum borgarhlutum, aðallega miðborginni, og umferðarslys hafa aukizt stórlega siðan æðið fór að gripa um sig. Ekki er nóg með að sala á mótorhjólum hafi þrefaldazt, heldur leita nú ýmsir mótor- hjólaframleiðendur hófanna með að setja upp samsetningar- verksmiðjur í Venezuela. Áætl- að er að markaðurinn þar geti verið um það bil 25 þúsund ný hjól árlega. BRETAR Á BOTNINUM Eitt af þvi sem hefur einkennt landhelgisbáráttu tslendinga er hversu einhæfar baráttuaðferð- ir okkar hafa verið, einhliða yf- irlýsingar um útfærslu fisk- veiðilögsögu. En meiningin með okkar landhelgisbaráttu hefur verið að koma erlendum fiski- skipum burtu af Islandsmiðum. Heföi þvi átt að gefa þvi verðug- an gaum hvort ekki væru tiltæk- ar aðrar leiðir til að ná settu marki. Haldin var hafréttarráðstefna i Genf 1958. Á þessari ráðstefnu vaPgerð ákveðin samþykkt um landgrunnið. Þessi samþykkt hafði hlotið staðfestingu nægj- anlega margra rikisstjórna til þess að öðlast alþjóðlegt laga- gildi 1964. Skýrt er fram tekið samkv. samþykkt þessari að strandrikið á drottinvaldslegan eignarrétt á öllu landgrunninu út i nýtingarmörk. Hér er at- hyglisvert að ekki er neitt tillit tekið til landfræðilegra atriða i sambandi við ákvörðun viðáttu landgrunnsins og ekki neinar fjarlægðarreglur i metrum, kilómetrum eða milum, eins og ákveðnir pólitiskir flokkar voru að leita að á Islandi um langt árabil, heldur ræður hér ein- göngu þróunarstig tæknibúnað- ar til þess að nýta auðlindir landgrunnsins. Ekkert hefur verið gert af hálfu islenzkra stjórnvalda til þess aðathuga á hvern hátt mætti styðjast i þessu tilliti við alþjóðalög til þess að útiloka veiðar útlend- inga á tslandsm iðum. Sam- kvæmt landgrunnssamþykkt þessari eru allar kyrrstæðar lif- andi verur á landgrunnsbotnin- um og allar þær lifandi verur, sem eru f stöðugri likamlegri snertingu við botninn, eins og skel, humar og krabbadýr, hluti af landgrunnsbotninum og falla þvi undir drottinvaldslegan eignarrétt strandrikisins. Ég hugleiddi það er við lent- um i síðustu landhelgisdeilu við Breta, hvernig á þvi stæði að þeir væru að vinná oliu úr hafs- botninum upp i yfir 200 milur undansinum eigin ströndum, en á sama tima ætluðu þeir að banna íslendingum að taka sér 50milna fiskveiðilögsögu. Er ég fór að skyggnast niður i þetta mál varð fyrst fyrir land- grunnssamþykktin frá 1958. Lá þá þegar fyrir gömlum togara- manni sú augljósa staðreynd að botnvarpa og önnur botnveiðar- færi verða ekki notuð án þess að tekið verði til afnot§ yfirborð landgrunnsbotnsins, þótt verið sé að veiða fisk sem syndir yfir landgrunnsbotninum og sé öll- um frjáls fyrir utan viður- kennda fiskiveiðilögsögu. Það felst blátt áfram i orðinu botn- varpa, hvernig hún vinnur. Þetta atriði liggur svo ljóst fyrir að ekki er ástæða til eyðslu á frekara rými i tækniútskýr- ingar. í beinu framhaldi af þessu setti ég fram þá kenningu i blöðum, útvarpi og ájónvarpi, að hér væri opin leið til þess að losna við útlendingana af Islandsmiðum með þvi einfald- lega að setja á þá bann við notkun á botnvörpu. Hefði mátt á>úast við, þar sem hér var um lifshagsmunamál þjóðarinnar að ræða, að stjórnvöld hefðu veitt þessari ábendingu verðuga athygli og sett sina beztu menn i að skoða þessa kenningu niður i kjölinn. En slikt var þvi miður ekki gert, hvorki af stjórnvöld- um eða hagsmunasamtökum útvegsins. Það verður að segjast að hagsmunasamtök útvegsins eru orðin svo sljó við- vikjandi frumkvæði til trygg- ingar eigin afkomu, að reglan um algjöra rikisforsjón er ráð- andi. Þeim reyndist um megn að skilja, að hér var ef til vill á ferðinni stórt atriði og leið til þess að helga okkur öll tslands- mið. Þar með hefði afkoma út- gerðar og vinnslustöðva verið tryggð um nokkurt árabil. En svo kom frétt i sjónvarpinu

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.