Dagblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 2
2 Magblaðiö. Föstudagur 31. október 1975. HVENÆR BYRJAÐI FORD AÐ AFGREIÐA HJÁ SÍS? - BANDA RÍKJ AFORSETI Á TVÍFARA í REYKJAVÍK ,,Er Ford Bandaríkja- forseti farinn að vinna hjá Rafbúð SíS", hefur mörgum viðskiptavinin- um orðið að orði og staul- ast hissa út úr búðinni. Og mikið rétt, við fyrstu sýn virðist manni sem Ford sé þarna að vasast í inn- flutningi á raftækjum fyrir SíS, en þegar yrt er á manninn svarar hann á íslenzku og þegar maður spyr hvort hann fái betur borgað hjá SíS en hjá bandaríska ríkinu hlær hann hjartanlega. ,,Það hafa margir ymprað á þessu og verið að striða mér,” segir Jónas Guðmundsson verzlunarstjóri hjá rafbúðinni. „Ekki hef ég þó lent i teljandi vandræðum út af þessu, — og þó,” segir Jónas. „Ég var er- Íendis i sumar og fólk glápti á mig eins og naut á nývirki — og þegar við vorum i Glasgow á íeiðinni heim rauk á mig útlend blaðakona og spurði, hvað for- seti Bandarikjanna væri að gera i Skotlandi! ” Spurningu okkar um hvort hann vildi gera tvifarahlutverk sitt að atvinnu, hló Jónas við og sagði að þvi hefði hann ekki mikinn áhuga á — yrði senni- lega ekki langlifur i þvi starfi. HP „Tilgangurinn með þesari auglýsingu er bara að staðfesta að það er ekki skylda vinnuveit- enda að borga kaup á kvenna- fridaginn". Þetta sagði Barði Friðriksson skrifstofustjóri hjá V.S.t. en svo segir i auglýsingunni: Að gefnu tilefni minnir Vinnuveitenda- samband tslands félagsmenn VINNUVEITANDINN RÆÐUR HVORT HANN BORGAR LAUN FYRIR DAGINN EÐUR El sina á þau ákvæði almennra kjarasamninga, að kaup skuli ekki greitt vegna ólögmætra fjarvista starfsfólks. Barði sagði að hvorki væri verið að hvetja menn eða letja til að borga eða draga af kaupi. Hins vegar hefðu margar stúlkur unnið þennan dag og það væri óréttlátt að þær sem het'ðu farið i fri fengju sama kaup og hinar sem unnu. Hann sagði að þeir hefðu verið orðnir þreyttir á að svara öllum upp- hringingum frá vinnuveitendum út af þvi hver væru réttindi og skyldur þeirra, en þeir væru fuiltrúar margra atvinnu- greina. Hefði þvi verið bezt að setja auglýsinguna. Vinnuveitendur eru hins vegar sjálfráðir hvað þeir gera. EVI Varnarliðið á Sandskeiði: Daglegur viðburður, segja yfirvöld Mynd þessi er tekin af björgunaræfingum varnarliðsins uppi á Sandskeiði i gær. Æfingar þessar eru fastur liður i viðhaldi þjálfunar mannanna, sein sveit- irnar skipa, og sögðu þeir hjá em- bætti flugmálastjóra að þær væru nánast daglegur viðburður, uppi á Sandskeiði, við Njarðvikur yfir hafinu út af Þorlákshöfn og viðar. Thyer, blaðafulltrúi varnarliðsins, sagði að þessi flug- vél og mennirnir tilheyrðu svo- n e f n d r i e i n v a 1 a 1 i ð s s v e i t björgunardeildanna og hefðu þeir veriö að æfa fallhlifarstökk þarna. (PB inynd B.P.) Banna háhyrn- ingsveiðar — nema sérfrœðingur fylgist með Sú með'ferð, er háhyrningar þeir er islenzkir þorskveiðimenn hafa verið að veiða hafa hlotið, hefur nú leitt til þess að hrepps- nefnd Hafnarhrepps hefur lagt bann við að fluttir verði til Hafn- ar. i Hornafirði háhyrningar eða hvalir. nema þeir séu i vörzlu sér- lræðings er leyfi hefur frá ráðu- neyti til veiðanna. Bann þetta var sett á að beiðni lögreglustjórans* ög héraðsdýra- læknisins, eftir þau grimmiiegu örlög er siðast veiddi háhyrning- urinn hlaut. Fagna þvi vist flestir dýravinir. ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.