Dagblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 1
1. árg. — Föstudagur 31. október 1975 — 44. tbl.
'Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022
NU HEIMTA RÚSSARNIR
BEINHARÐAN GJALDEYRI
— baksíða
„FRYSTIHÚSA-
EIGENDUR
SITJA Á
DYNAMÍTI"
— segir Guðmundur
j. Guðmundsson
i Dagsbrún
„Þetta eru siðlausar aðgerðir
frystihúsaeigenda”, sagði Guð-
mundur J. Guðmundsson i Dags-
brún. Fréttamaður Dagblaðsins
spurði hann, hvað verkalýðsfé-
lögin hygðust fyrir vegna upp-
sagna starfsfólks frystihúsa og
lokunar þeirra.
„Við litum það mjög alvarleg-
um augum, að frystihúsin skuli
skyndilega nú i. október ætla að
loka. Við munum fylgjast með og
gera gagnráðstafanir”, sagði
Guðmundur. Hann sagði enn-
fremur: „Æltiþað sé ekki bezt, að
verkafólk taki upp siðferði
frystihúsaeigenda og gangi út úr
frystihúsunum yfirfullum af Jap-
ans-loðnu eða dýrum vertiðar-
fiski. Þessir menn sitja á dyna-
miti”.
1 dag verða fundir verkalýðsfé-
laga frá Vestmannaeyjum til
Akraness, þar sem þessi mál
veröa til umræðu. Einkum taka
aðgerðir frystihúsaeigenda til
Suðurnesja en varða að sjálf-
sögðu allar verstöðvar á Suður-
landi og Vestmannaeyjum. BS—
Gosið frá Sanitas ennþá í búðum:
„SÆKJUM ÞAÐ, ÞEGAR VIÐ
KEYRUM ÚT NÝTT"
„Borgarlæknir kom hér i gær
og tók sýni af þeim lager er við
erum nú með hér inni,” sagði
Sigurður Waage, forstjóri gos-
drykkjaverksmiðjunnar Sanitas
i morgun. „Hann fann ekkert
athugavert við það magn og
munum við aka þvi i búðirnar á
næstunni. Ekki sagðist Sigurður
hafa látið sækja þær birgðir,
sem lægju i verzlunum i
borginni, sagði þá vilja spara.
sér það ómak þar til þeir ækju
út nýjum birgðum. Hins vegar
hefði verið fyrirskipuð sölu-
stöðvun.
„Ekki kemur til greina, að
efni þetta, sem við höldum að sé
einhvers konar lútur, hafi kom-
izt i hráefnið,” hélt Sigurður
áfram. „Við höfum leitt að þvi
getur, að efnið hafi komið inn i
óþvegnum flöskum af einhverju
verkstæði, eða þvi um liku, og
harðnað eins og grjót i sagg-
anum og þvi ekki skolazt burt i
skolunarvélinni”. Taldi hann
það siðan liklegt að lúturinn
hefði leystst upp i gos-
drykknum, en þá væri hér
aðeins um litið magn að ræða,
einn bakka eða svo, sem gæti
hafa dreifzt viða. „Við höfum
engu að leyna i þessu sambandi,
viljum fyrir alla muni komast
til botns i málinu og höfum haft
nána samvinnu við borgar-
lækni”, sagði Björn Þorláksson,
lögfræðingur fyrirtækisins.
„Þvi sem kallað verður inn,
hellum við tafarlaust niður,
enda ástæðulaust og ómögulegt
að taka sýni af svo miklu
magni”. HP
Kassastæða af gosdrykkjum hjá Sanitas, sem taldir eru ónýtir
(DB-mynd Björgvin)