Dagblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 6
6 Pagblaðið. Föstudagur 31. október 1975. Stærsti bergkristall i heimi, l.S tonn, er um þessar mundir á syiiingu i Mílnchen i V-Þýzkalandi. Kristallinn fannst i Arkansas i Bandarikjunum og varð aö kljúfa hann svo hægt væri að flytja liann i flugvél til Þýzkalands. Spánn: SÓSÍALISTI HANDTEKINN Einn leiðtoga hins ólöglega sósialistaflokks Spánar var hand- tekinn i gærkvöldi, að sögn heim- ilda innan flokksins. Lögreglan er sögð hafa hand- tekið dr. Luis Yanez, sem hefur með alþjóðleg samskipti flokks- ins að gera, þegar hann fór frá læknastofu sinni. Ekki er vitað um ástæðuna fyr- ir handtöku dr. Yanezar, en óttazt er, að hún sé upphafið á almennri heríerð gegn stjórnarandstöðufé- lögum — öðrum en kommúnistum — sem hafa verið látnir ganga óáreittir til þessa, jafnvel þótt starfsemi þeirra hafi verið bönn- uð með lögum. Dr. Yanez helur að undanförnu ferðazt til ýmissa Vestur-Evrópu- landa á vegum Sósialistaflokks- ins til að eiga viðræður við skoð- anabræður sina. Hatrömm valaa- barátta í Albanfu — Hoxha sagður alvarlega veikur Þrír albanskir ráðherrar hafa nýlega verið látnir segja af sér, að því er virðist vegna baráttu um völdin eftir dag þjóðarleiðtogæns, Envers Hoxhas, sem nú er gamall og sjúkur. Frá þessu greinir i fréttum frá Belgrað i Júgóslaviu. Ráðherrarnir, sem um ræðir, eru einn af fjórum aðstoðarfor- sætisráðherrum Albaniu, Abdyl Kellezi, sem einnig lét af starfi formanns áætlunarnefndarinnar, iðnaðar- og námuráðherrann, Koco Theodosi, og ráðherra er- lendra viðskipta, Kico Ngjela. I júli á fyrra ári var varnar- málaráðherrann,Bequir Balluku, settur af. Heldur hann nú engum pólitiskum embættum. Telja menn nú, að sögn heimildar- manna Reuters, að það hafi verið upphafið á meiriháttar stjórn- málabaráttu, hinni fyrstu er verður i Albaniu siðan 1961. Sam- kvæmt fréttum, sem borizt hafa frá Tirana, höfuðborg landsins, virðist sem um fjórðungur stjórnarinnar hafi tekið einhverj- um breytingum vegna þessarar valdabaráttu. Diplómatar i Belgrað eru þeirr- ar skoðunar, að baráttan snúist um, hvort stjórnin, sem greinilega á við efnahagsörðug- leika að striða, muni hætta við harða einangrunarstefnu sina og harðlinustefnu um þungaiðnað á kostnað neyzluvarnings. Diplómatarnir hafa eftir ferða- mönnum, sem nýlega hafa komið frá Tirana, að Hoxha, aðalritari kommúnistaflokksins sé ,,mjög veikur og hrjáður.” Eitt þeirra atriða, er þykir benda til efnahagsvanda landsins, er að rikisfjölmiðlarnir hafa varla minnzt einu orði á næstu fimm ára áætlun, Sem ganga á i gildi 1. janúar. Hallar undan fœti MPLA Alþýðufylkingin fyrir frelsun Angola (MPLA) hefur viðurkennt að hafa misst mikilvæga hafnar- borg i suðurhluta landsins, Mocamedes. Aður höfðu heimildir innan portúgalska hersins i Luanda skýrt frá þvi að hersveitir MPLA hefðu yfirgefið Mocamedes sem er 1234 km suður af Luanda án þess að hleypa af einu skoti. í yfirlýsingu MPLA, sem út var gefin i gærkvöldi, sagði að borgin hefði fallið i hendur Suð- ur-Afrikana, Portúgala og félaga I hægrisinnaðri hreyfingu, sem kölluð er Portúgalski frelsisher- inn. Sagði i tilkynningunni að þessar hersveitir væru „þjónar” ann- arra frelsisfylkinga, Þjóðfrelsis- fylkingar Angola (FNLA) og Einingarsamtakanna til fulls sjálfstæðis Angola (UNITA). Frelsishreyfingarnar þrjár berjast um völdin i landinu áður en það hlýtur sjálfstæði sitt frá Portúgal 11. nóvember. Allar hafa fylkingarnar sakað hver aðra um að nota málaliða. Óstaðfestar fregnir, sem borizt hafa til portúgölsku herstjórnar- innar i Luanda, herma að her- sveitirnar er náðu Mocamedes á sitt vald stefndu nú norður á bóg- inn iátt til annarrar mikilvægrar hafnarborgar á valdi MPLA, Lobito. bar á milli eru 429 kiló- metrar. Er landið hlýtur sjálfstæði verða allir portúgalskir hermenn farnir þaðan. vcl skril'aö skcmmtiefni ? Lestu fróðleik? Vcistu að Úrval' flytur þér hvort manaðarlega í formi vasabrot sbókar, á aðeins kr. 350. vandað skeinintielni og*fróðleikur Sarah Miles skilin Brezka leikkonan Sarah Miles og eiginmaður hennar, leikrita- skáldið Robert Bolt, skildu i gær eftir átta ára stormasamt hjóna- band. Hún er 31 árs og hann 20 ár- um eldri. Þau hafa ekki búið saman undanfarin tvö ár. Sarah Miles varð heimsfræg upp úr 1960 er hún lék i kvikmyndum eins og „Þjónninn”, „Blow Up”, og „Ryan’s Daughter”. Eiginmaður hennar skrifaði handritið að þeirri mynd. Hjónin fengu sameiginlegan umráðaréttyfir6árasyni þeirra, Thomas. Birtist eftir 18 ár Brezkur hermaður, sem hvarf úr herbúðum sinum, án leyfis.i Vestur-Berlin fyrir 18 árum og settist að i Austur-Þýzkalandi, hefur snú- ið aftur til Vestur-Berlinar, og er i gæzlu herlögreglu þar, að sögn talsmanns brezka hers- ins i borginni. Maðurinn er sagður vera John Hemmings, óbreyttur, 42 ára. Ekki hefur verið ákveðið hvort hann verður leiddur fyrir herrétt. Talsmaður hers- ins sagði Hemmings hafa komið til Vestur-Berlinar með neðanjarðarlest frá austur- hluta borgarinnar fyrir viku siðan og gefið sig fram við hernaðaryfirvöld. Hann hafði gengið að eiga austur-þýzka stúlku, en hún mun enn vera i heimalandi sinu. Frekari upplýsingar var ekki að fá meðan málið er i rannsókn, en vitað er að Hemmings hafði unnið verka- mannastörf i Bautzen i Austur-Þýzkalandi lengst af.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.